Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Fjölmennt ættarmót
í Vestmannaeyjum
AFKOMENDUR Guðjóns Hafliðasonar og Halldóni Þórólfsdóttur frá
Skaftafelli í Vestmannaeyjum héldu ættarmót í Eyjum helgina 7. til 10. júlí á
síðastliðnu sumri og voru það blessaðir dagar.
En 10 júlí sl. varð Halldóra 90 ára, en hún dvelur á Hraunbúðum,
dvalarheimili aldraðra í Eyjum. Guðjón lést fyrir 20 árum, eða 13. júlí 1963.
Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir 119 en til ættarmótsins mættu 115
manns.
Guðjón og Halldóra voru með fyrstu meðlimum Hvítasunnuhreyfingarinn-
ar á íslandi, sem var stofnsett í Eyjum. Tilheyra öll þeirra börn Hvítasunnu-
hreyfingunni en þau voru 11, eitt lést um tvítugt, Rebekka að nafni. Hefur
Halldóra átt því láni að fagna að sjá allflest barnabörn og barnabarnabörn
sín ganga sama veg og hún, segir í frétt frá afkomendum hennar, sem
Morgunblaðinu hefur borist.
Frá ættarmótinu í Eyjum í
sumar:
Efst frá vinstri: Kornelíus
Traustason, Anna Höskuldsdóttir,
Brynhildur Höskuldsdóttir, Mars-
elíus Guðmundsson, ólafur Ög-
mundsson, Gunnhildur Höskulds-
dóttir, Ester Guðjónsdóttir, Krist-
ín Benediktsdóttir, Benedikt Frí-
mannsson, Hlynur Garðarsson,
Randi Garðarsson, Gerner Esbe-
sen, Regína Garðarsdóttir, Mar-
grét Árnadóttir, Árni Arinbjarn-
arson, Arinbjörn Árnason, Har-
aldur Guðjónsson, Lydía Har-
aldsdóttir, Herta Haag, Haraldur
Haraldsson, Daníel Jónasson, Ólöf
Daníelsdóttir, Anna Guðjónsdótt-
ir, Ragnar Garðarsson og Garðar
Ragnarsson.
2. röð frá vinstri: Elín Pálsdótt-
ir, Jóhanna Hjartardóttir, Ása Jó-
hannesdóttir, Bára Guðmunds-
dóttir, Bryndís Jóhannesdóttir,
Jóhannes Esra Ingólfsson, Mar-
„Minningar frá
morgni aldar“
- eftir Geir Sigurðsson
frá Skerðingsstöðum
ÚT ER komin bók eftir Geir Sig-
urðsson frá Skerðingsstöðum, er
nefnist „Minningar frá morgni ald-
ar“.
„Bók þessi hefur efni sitt aö
mestu leyti fólgið í nafni sinu,“ segir
m.a. á kápusiöu. „Höfundurinn hef-
ur glöggt minni á löngu liöinn tíma.
ur þess að gera tilraun meö fegrun
málsins sem gamall barnakennari
og nemandi á æskuárum, og einnig
samstarfsþrá og viljaþrek genginna
samferðamanna. Sums staöar
bregöur fyrir frásögnum á vegum
iéttleika og fyndni. Gamli og nýrri
tíminn eru leiddir saman.“
Bókin skiptist i 15 kafla og er 173
bls. aö stærö. I henni eru allmargar
myndir. — Útgefandi er Víkurútgáf-
an.
grét Helgadóttir, Hjördís Hjart-
ardóttir, Hjörtur Ingólfsson, Lilja
Óskarsdóttir, Inga Traustadóttir,
Narfi ísak Geirsson, Gunnar Jón-
as Einarssón, Elísabet Eir Cortes,
Sif Cortes, Halla Björg Cortes,
Sari Anna, Pálína Árnadóttir,
Einar Jakob Guðjónsson, Guð-
björg Daníeisdóttir, Jenny Hend-
riksdóttir, Guðjón Jónasson og
Geir Jón Þórisson.
3. röð frá vinstri: Óskar Guð-
jónsson, Guðný Jónasdóttir, Aron
Hinriksson, Hinrik Þorsteinsson,
Ragnheiður Símonardottir, Símon
Traustason, Ingibjörg Jóhannes-
dóttir, Yngvi Guðnason, Rebekka
Jónasdóttir, Halldóra Trausta-
dóttir, Jakob Yngvason, Jónas
Yngvason, Arnar Yngvason, Anna
Lísa Hreiðarsdóttir, Elísabet Guð-
jónsdóttir, Guðjón Traustason,
Sigríður Guðjónsdóttir, Kristinn
Óskarsson, Guðjón Guðjónsson,
Guðjón Hafiiðason og Hafliði
Guðjónsson.
4. röð frá vinstri: Anna Jóns-
dóttir, Ingólfur Guðjónsson, Auð-
ur Guðjónsdóttir, Auður Hösk-
uldsdóttir, Trausti Guðjónsson,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Dóra
Jónasdóttir, Trausti Einarsson,
Einar Jónasson, Sindri Reyr Ein-
arsson, Líney Kristinsdóttir,
Heiða Yngvadóttir, Gyða Þórar-
insdóttir, Kristín Erlendsdóttir.
5. röð frá vinstri: Jónas Hjart-
arsson, Jóhanna Hjartardóttir,
Jónína Símonardóttir, Ragnheiður
Jónsdóttir, Hilde Olsen, Ketil
Olsen, Arnbjörg Hafliðadóttir,
Erlendur Guðjónsson, Trausti
Guðjónsson, Sigrún Sigmarsdótt-
ir, Signý Guðbjartsdóttir og Ómar
Hafliðason.
6. röð frá vinstri: Jóhannes
Hinriksson, Tryggvi Kornelíusson,
Jóhannes Símonarson, Guðmund-
ur Jóhannesson, Auðunn ólafsson,
Fjalar Freyr Einarsson, Samúel
Hinriksson, Karlott Ólafsson, Ing-
ólfur Jóhannesson, Jón Ólafur
Kjartansson, Þórir Rúnar Geirs-
son, Ester Kjartansdóttir og Reb-
ekka Benediktsdóttir.
Fremst situr frú Halldóra Þór-
ólfsdóttir.
Stofna samtök kvenna á viimumarkaði:
„Segjum ekki skilið við
karlana á þessari stunduu
- segir Bjarnfríður Leósdóttir í undirbúningshópi samtakanna
SAMTÖK kvenna á vinnumarkaðn-
um verða stofnuð í Reykjavík laug-
ardaginn 3. desember næstkomandi.
Meginmarkmið þeirra verður að
standa sameiginlega að baráttumál-
um kvenna varöandi kjör á vinnu-
markaðnum, vera þar stefnumark-
andi og að vera bakhjarl þeirra
kvenna, sem gegna trúnaðarstörfum
í launþegasamtökunum.
Samtök þessi eru stofnuð í
framhaldi af ráðstefnu, sem hald-
in var fyrir mánuði í menning-
armiðstöðinni Gerðubergi, þar
sem fjallað var um kjör kvenna á
vinnumarkaðnum. Undirbún-
ingshópur var settur á stofn og
gengst hann fyrir stofnfundi sam-
takanna annan laugardag. Þar
verða kynnt drög að lögum sam-
takanna, Freyja Eiríksdóttir,
verkalýðsfélaginu Einingu á Ak-
ureyri, hefur framsögu um hvað
megi gera til að styrkja stöðu
kvenna í verkalýðsbaráttunni og
Sigríður Lillý Baldursdóttir í
BHM hefur framsögu um sameig-
inleg baráttumál kvenna í kom-
andi kjarasamningum.
„Tíminn mun leiða í ljós hvers
megnug þessi samtök verða,“
sagði Bjarnfríður Leósdóttir,
varaformaður Verkalýðsfélags
Akraness, sem sæti á í undirbún-
ingsnefndinni. „Við viljum vekja
athygli á stöðu kvenna í atvinnu-
lífinu, því þrátt fyrir allt launa-
jafnréttistal höfum við dregist
hrikalega langt aftur úr. Þetta er
því vitaskuld verkalýðshreyfing
kvenna, en við erum ekki að segja
skilið við karlana — ekki á þessu
stigi. Við viljum hinsvegar gæta
þess, að það sé ekki alltaf síðast í
samningaviðræðum, sem farið er
að tala um laun og réttindi
kvenna. Við gerum okkur vonir
um að konur taki almennt þátt í
þessu starfi og ef til vill verði við-
ar um landið stofnuð samtök af
þessu tagi. Þörfin er augljós þegar
tekið er tillit til þess, að það er
einstæð móðir, sem stendur fyrir
fjórða hverju heimili í landinu,"
sagði Bjarnfríður Leósdóttir.
Framleiðsla kálfafóðurs
undirbúin á Blönduósi
HJÁ mjólkursamlaginu á Blöndu-
ósi er framleiðsla kálfafóðurs í und-
irbúningi. Á fundi Framleiðsluráðs
landbúnaðarins nýlega var tekið
fyrir bréf mjólkursamlagsins um
fyrirgreiðslu til kaupa á 'vélum í
þessum tilgangi og var tekið vel í að
verða þar að liði að sögn Gunnars
Guðbjartssonar framkvæmdastjóra.
* _____
Uppsögn fiskveiðisamnings Islands og Færeyja:
__
Islandsveiðar Færeyinga gefa
332 milljónir í útflutningstekjur
Fsreyjum 23. nóvember. Frá JÓ£van Arjje, íréttariUra Morgunblaósins.
ÞAÐ MUN HAFA alvarlegar afleiðingar fyrir færeysku línu-
veiðiskipin, ef fiskveiðisamningur íslands og Færeyja verður
alveg úr gildi felldur. Línuskipin munu tæplega fínna aðra
veiðimöguleika til að ná því afíamagni, sem hingað til hefur
verið veitt við ísland.
Þetta er niðurstaða útgerð-
armanna færeyskra línubáta
eftir að í ljós hefur komið að
íslenzka ríkisstjórnin hefur í
hyggj u að segja upp fiskveiði-
samningi landanna. Færeyingar
hafa á síðustu árum haft leyfi til
að veiða 17.000 lestir af botnfiski
við ísland á ári hverju, þar af
6.000 lestir af þorski. Um það bil
20 línubátar hafa stundað þessar
veiðar auk 6 togara.
Formaður færeyska fiskveiði-
ráðsins segir, að hlutur fisks af
íslandsmiðum af mótteknum
afla frystihúsanna sé um 16% og
svari til 332 milljóna króna í út-
flutningsverðmætum. Færeysk
stjórnvöld hafa ekki viljað tjá
sig um uppsögnina fyrr en þeim
berast formleg boð þar um frá
stjórninni í Reykjavík, en
mönnum er kunnugt um það, að
samdráttur þorskstofnsins hefur
valdið íslendingum miklum erf-
iðleikum.
Formaður fiskveiðiráðsins,
eigendur línubáta og frystihús-
anna hafa þó allir látið í ljós
vonir um að fiskveiðiheimildirn-
ar verði ekki með öllu felldar
niður. Margir þeirra höfðu
reiknað með breytingum á
samningnum og leyfi Færeyinga
til þorskveiða yrði skert, en
höfðu ekki búizt við að veiðar á
öðrum botnfiski yrðu skertar.
Þeir hafa einnig látið í ljós vonir
um að samið yrði um áframhald-
andi fiskveiðar Færeyinga við
ísland í framtíðinni.
Aflinn af íslandsmiðum nem-
ur um helmingi ársafla nokk-
urra af línubátunum og hjá ein-
staka frystihúsum nemur ís-
landsfiskurinn meira en helm-
ingi hráefnisöflunar. Veiðarnar
við ísland hafa til dæmis mikla
þýðingu fyrir frystihús í
Klakksvík, á Tóftum og Eiði.
Ekki er reiknað með að skipin
nái sama aflamagni á Færeyja-
miðum og eins og stendur eru
aðeins litlar líkur á að Færey-
ingar geti veitt eitthvað á yfir-
ráðasvæði Efnahagsbandalags-
ins þar sem enn er óákveðið
hvort Færeyingar ná einhverj-
um samningaviðræðum við það á
næsta ári.
Þá hefur þetta í för með sér,
að erfitt getur orðið að manna
línubátana í framtíðinni. Þeir
eru enn sá hluti flotans, sem gef-
ur lakastan aflahlut og leggist
íslandsveiðarnar niður, er hætta
á því, að sjómenn verði tregir til
að ráða sig á línubátana. 6 togar-
ar hafa haft leyfi til að veiða við
ísland, en stjórnvöld hafa dregið
úr áhuga á togveiðum við ísland
til hagsbóta fyrir línubátana.
„Já, það er rétt, við erum með
þetta í athugun," sagði Páll Svav-
arsson mjólkursamlagsstjóri á
Blönduósi í samtali við Mbl. er
hann var inntur eftir þessu. Sagði
hann að mjólkursamlagið hefði
framleitt undanrennu- og ný-
mjólkurduft og hefði húsnæði og
allar uppistöðuvélar til kálfafóð-
urframleiðslunnar. Væri fram-
leiðsla þess ekki flókin aðgerð því
til viðbótar og þyrfti samlagið
sáralitlu að bæta við tækjakost-
inn. Eingöngu þyrfti að blanda
tólg í undanrennuna og þurrka
hana. Sagði hann að þeir hefðu
gert tilraunir með kálfafóður-
framleiðslu og væri verið að gefa
það skepnum á tilraunabúinu á
Möðruvöllum í Hörgárdal í til-
raunaskyni.
Sagði Páll að ákvörðun í þessu
efni yrði tekin alveg á næstunni
en það yrði gert í samráði við
Framleiðsluráð. „Það fellur til
mikil umframundanrenna hér á
Norðurlandi og okkur sýnist að
það geti verið viss lausn á málun-
um að við framleiðum kálfafóður,
þó ekki væri nema fyrir Norður-
og Austurland, auk þess sem við
nýtum þá aðstöðu sem er fyrir
hendi,“ sagði Páll.
Mjólkurbú Flóamanna á Sel-
fossi hefur hingað til framleitt
kálfafóður fyrir allt landið í nýrri
og fullkominni verksmiðju sem
afkastað getur kálfafóðurfram-
leiðslu fyrir allt landið og meira
til en ákveðin flutningavandamál
hafa skapast vegna þess að mikill
hluti undanrennunnar fellur til á
Norðurlandi þar sem vinnslu-
mjólkurbúin svokölluðu eru stað-
sett.