Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 55 Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Tobías og vinir hans Höfundur: Magnea frá Kleifum. Myndir: Sigrún Gidjárn. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn. Það var gaman að kynnast þess- ari hugljúfu sögu og kemur þar margt til. Fyrst skal nefnt, að hún er mjög vel sögð, áður en þú veist af eru Tobías, Tinna og Sighvatur orðnir vinir þínir og af áhuga fylg- ist þú með, er þau halda útí sumarið. Magnea frá Kleifum Tobías og vinir hans Það má vel vera að það sé rétt hjá strákunum í blokkinni, að far- kostur þeirra þremenninga sé „... drusla, ógeðslegasti, asnalegasti kassabíll sem til er ...“, en samt veitir hann þeim það skjól, er okkur flest dreymir um, er staður, þar sem vinátta og skilningur rík- ir. Sighvatur er listmálari, er hvergi á launaskrá, fráskilinn með dótturina Tinnu á framfæri, og til fararinnar hafa þau boðið Tobíasi, öðrum móðurleysingjanum til. Móðurleysingja, það er kannske of mikið sagt, hann á móður, en hún þurfti að velja milli hans og þroska sinna eigin hæfileika, svo að snáðinn er einn með föður. Sem sagt hér er allt sem þarf til góðrar sögu, að sænskri forskrift, og meira að segja spýtukarlinum er ekki gleymt. Magnea fer ákaflega vel með efni sitt, reynir að skilja lítinn dreng með bægifót, lýsir þrá hans eftir kærleika á þann hátt, að gamall lesandi kemst við. Já, sam- skiptum Sighvats og barnanna eru meistaralega gerð skil, lýst hvern- ig hann manar þau til að leita fjársjóða í ljósuhlíðar lífsins. Öll er sagan borin uppi af baráttu milli rétts og rangs, svartur og bjartur tefla, og bjartur hefir bet- ur. Stundum fer höfundur á slík- um kostum, að lengi man sá er les, t.d. er sköpunarsaga Tinnu hreint út sagt frábær, einhver sú snjall- asta sem ég hefi séð. Myndir Sig- rúnar eru góðar, líflegar, falla vel að efni. Prentun og frágangur all- ur útgáfunni til mikils sóma. Ágæt, eiguleg bók, sem á það skilið, að eftir henni sé tekið. Einstakur hljóð- færaleikari Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Stevie Ray Vaughan. Texas Flood. Epic — Steinar. Ekki alls fyrir löngu benti vin- ur minn mér á að út væri komin „sóló“-plata með gítarleikaran- um sem lék með David Bowie á síðustu plötu hans „Let’s Dance“. Sú heitir „Texas Flood" og er meiriháttar. Tónlistin er „Blús“ eins og hann gerist bestur. Hann er mis- hraður allt frá rólegum döprum ljóðum til kraftmikilla, skemmtilegra slagara. Allur hljóðfæraleikur er frábær og þá sér í lagi gítar-Stevie: Hann syngur einnig og ferst það af- bragðs vel úr hendi. Það sniðugasta er hversu þétt tónlistin hljómar þrátt fyrir að hljóðfæraleikararnir séu einung- is þrír. „Overdub" (öll hljóðfæri tekin upp og síðan bætt inn í eftir þörfum) er næsta lítið og er það með ólíkindum. Jafnframt þessu hljómar tónlistin eins og best gerðist hér á blómaskeiði blámans og fær platan því á sig svip gamla tímans. Að minnsta kosti hefur enginn, sem ég man eftir, tekið upp plötu í jafn göml- um hljóm hin seinni ár. Á hlið eitt eru fimm lög. „Love Struck Baby“ er frábær bláma- rokkari. Laglínan er grípandi og söngurinn fellur vel að henni. Gítarinn ræður ferðinni og er nýttur af eindæma kunnáttu og leikni. Lag sem þetta hefði mátt gera að enn einum hefðbundnum blámarokkara en fjölhæfur og hugmyndaríkur gítarleikur þeytir laginu upp um mörg gæðaþrep. „Pride and Joy“ er rólegra en hefur allt til að bera líkt og hið fyrsta. Titillag plöt- unnar er dæmigerður blámi. Rólegur söngur og gítar skiptast á að leiða lagið, með dæmigerð- um bassagangi sem spinnst ein- földum trommuslætti. „Tell Me“ og „Testify“ eru bæði nokkuð hraðari en hinn fyrri. „Tell Me“ grípur mann fljótt og vanti ein- hvern lag til að komast í stuð þá er þetta tilvalið. Það er hins veg- ar hinn frábæri leikur sem sendir „Testify" upp á toppinn langt yfir uppáhaldslögin. Seinni hliðin gefur hinni fyrri ekkert eftir. „Roud Mood“ eitt af þessu eindæma góðu lögum er þar. Trommuspilið hratt og gít- arinn fylgir eftir án nokkurra mistaka, eins og snillingum er einum lagið. Það er ekki alveg rétt að „Mary Had A Little Lamb“ sé uppáhaldið mitt, en það sækir stöðugt á. Hreint ótrúlega skemmtilegt, létt og þægilegt. „Dirty Pool“ er dæmi- gerður „Clapton“-slagari, að hætti Stevie Ray. „I’m Cryin" og „Lenny“ eru síðustu lög plötunn- ar. Bæði afbragð. „Texas Flood" er stórgóð og hver og einn ætti að leita hana uppi. Tvennt langar mig til að minnast á að lokum. í fyrsta lagi er það hlutverk hljóðstjórans John Hammond. Sá er kominn af léttasta skeiðinu, en mig grunar að hann eigi stóran þátt í hversu góð platan er. Hitt er síðan að „Let’s Dance" breytir gjörsam- lega um svip eftir að hafa hlust- að á „Texas Flood" og ekki er sá illilegri en hinn fyrri. Tónlist: ★★★★★ Hljómgæði: ★★★★★ FM/AM. Þú færist aldrei of mikiö í fang sértu meö leikfang frá Ingvari Helgasyni hf. iri nálgast Vorum aö fá frábæra sendingu af frönskum gæöaleikföngum og nú dugar ekki aö drolla, þvf jafnvel heitar lummur renna ekki eins vel út. 27 ára reynsla hefur kennt okkur aö velja aöeins þaö besta. Við einir bjóðum í heildsölu merki eins og „ SUPERJOUET — KIDDI- KRAFT — NITTENDO — KNOOP — RICO — EKO — DEMUSA og LONE STAR, auk ritfanga frá ASAHAI — og úrval gjafavara — postulíns og kerta. Hafið samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI VIÐ SOGAVEG. SÍMI 37710. LEIÐANDIFYRIRTÆKI FIRMALOSS GRENNINGARDUFTIÐ * Kemur I stað má/tlðar/má/tlða * Utiloka. megrunarþreytu þar eð næg vltamln. steme/m og prótein fyrir þar/ir l/kamans eru / Firmaloss * Fullgild. seðjandi og ófitandi nærmg OG EINFALT ER ÞAÐ Þú býrð þér til bragögóöan drykk meö súkkulaöibragöi meö því aö hræra FIRMALOSS duftinu í glas af kaldri mjólk/léttmjólk/undanrennu sem þú neytir í staöannarrar fæöu einu sinni eöa tvisvar á dag - og aukakílóm renna af þér MFfíRUN ÁN MÆDU Meö FIRMALOSS getur þú haldið þér grönnum/ grannri án gremju. Spyrjir þú þá sem reynt hafa færðu staðfestingu. Og haldgóða sönnun gefur FIRMALOSS grenningarfæðið sjálft þegar þú reynir það. dir Ulendingaofl mi.ljónlr manna an heim hafa nú sannreynt fl.ld. kLOSS grenningardufts.ns . unni viö aukakílóin. Eðlileg leið til megrunar Velkomin í sýningarsalinn aö Dugguvogi 7, S: 30000 Verið velkomin í sýningarsal Vaxtarraektar- innar I Dugguvogi 7. Þar gefst tækifæri á að skoða og prófa mikið úrval WEIDER líkams- ræktar- og æfingatækja, sem ætluöerufyr- ir æfingasali og líkamsræktaraöstöðu fyrir- tækja og stofnana. tg þakka FIRMALOSS grennmgarduttmu að ég ger haldið mér grannri og hraustn tn fyrirhatnar " Marc.a Goebel ^ Sendiö mér tímaritið Líkamsrækt og næringu^ ó kr. 65.00 ÚTSÖLUSTAÐIR: Útilíf, Glæsibæ. Sportvöruverslanir Ingólfs Óskarssonar. Verslun Vaxtarræktarinnar Dugguvogi 7. Hlíðasport, Akureyri. PÖNTUNARSÍMI 35000 D Sendiö mér _________pakka af FIRMALOSS grenn- ingarfæÖinu á kr. 340.00 aö viö- bættum send.kostn. 1 HEIMILI 1 STAOUR PÓSTNR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.