Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
65
húsa án þess að hafa vald á þess-
um málum. Þetta er nokkuð sem
ég held að amerískir söngvarar
þyrftu að huga betur að.“
En af hverju var hún þá ekki
lengur í 'Evrópu? „Þegar ég var
búin að vera í Þýzkalandi í tvö ár
hafði ég farið með tíu hlutverk og
hafði fengið tilboð frá óperuhús-
unum í Múnchen, Vín og Ham-
borg. En ég var farin að sakna
Ameríku. Mig var til dæmis farið
að langa í almennilegan hamborg-
ara. Ég var að hugsa um að vera
þar lengur. Mér fannst ég kannski
geta verið áfram og ef til vill gifzt
Evrópumanni. En það hefði haft í
för með sér að ég hefði líka þurft
að eiga þar heima. Ég varð að
horfast í augu við sjálfa mig og
spyrja: Hver ert þú? Og frá hjart-
anu kom það svar að fyrst og
fremst væri ég Ameríkani og vildi
eiga heima í Bandaríkjunum. Og
mér virtist það ekki fjarri lagi
fyrst þessi evrópsku óperuhús
hefðu áhuga á mér að ég reyndi
við Metropolitan. Og nú finnst
mér það allt hafa orðið mér til
gæfu. Ég er gift Ameríkana, á
Metropolitan-óperuna sem heima-
völl og syng sem gestur í öllum
þeim óperuhúsum sem mig hefur
alltaf langað til að syngja í. Og
mér finnst það bara vel af sér vik-
ið að hafa haft vit á að skipuleggja
líf mitt og feril á þann hátt sem
hentar mér bezt. Ég hef ekki verið
rög við það og það get ég fullyrt að
það þarf hugrekki til.“
Og það þarf líka hugrekki til að
afþakka um það bil helming allra
tilboða sem berast, en það gerir
Judith Blegen. Ástæðurnar segir
hún vera margar. Ein er sú að hún
vill helzt ekki syngja oftar en
tvisvar í viku, en jafnvel þótt það
hljóti að teljast hóflegt telur hún
nauðsynlegt að taka sér nokkurra
vikna leyfi við og við. Sumum til-
boðum hafnar hún af því að hún
vill ekki dveljast fjarri manni sín-
um, sem er konsertmeistari við
Metropolitan. 1 Evrópu syngur
hún yfirleitt aðeins að sumarlagi,
þegar þau hjón hafa tækifæri til
að ferðast saman.
Judith Blegen hefur getið sér
frábært orð fyrir túlkun sína á
Mozart og frönskum óperuverk-
um, en hún hefur sjaldan sungið í
hinum dramatískari óperum ít-
alskra tónskálda. Mozart hefur
verið eftirlætistónskáld hennar og
yfirleitt hafa gagnrýnendur verið
þeirrar skoðunar að rödd hennar
og sviðsframkoma hæfi bezt verk-
um hans. Nýlega söng hún þó
hlutverk Gildu í Rigoletto og
gerðu þá ýmsir því skóna að hún
væri að breyta um stefnu, en sjálf
segir hún það fjarri lagi.
„Eitt mun ég aldrei leiðast út í
og það er að fara út fyrir mitt
raddsvið. Ég fylgist með söngvur-
um gera þetta í stórum stíl en með
vægast sagt misjöfnum árangri.
Ég er ekki að halda því fram að
söngvarar eigi stöðugt að syngja
sömu verkin — það er völ á svo
miklum fjölda hlutverka án þess
að fara út fyrir sitt svið. Mörg
þeirra stóru hlutverka sem ég hef
ekki viljað taka að mér eru hlut-
verk sem ég hef ekki sérstakan
áhuga á. Ég mun aldrei syngja
Traviötu — mig langar bara alls
ekki til þess. Ég álít Önnu Moffo
hafa verið stórkostlegustu Travi-
ötu sem um getur. Anna er það
sem Traviata er — ég er það ekki.
Það sem mig langar til að gera
er að syngja Manon aftur, mig
langar til að gera Súsönnu í Fíg-
aró betri skil, og mig langar til að
syngja Arabellu og líka Norinu í
Don Pasquale. Með öllum þessum
persónum finnst mér ég eiga
eitthvað sameiginlegt og allar
gefa þær tilefni til listrænnar
þróunar sem gæti tekið mörg ár.
Það eru ekki nema tvö eða þrjú
hlutverk sem ég tel mig vera búna
að gera full skil. Eitt er hlutverk
Adinu. Ég hef lagt svo mikla
vinnu í það að ég held ég sé búin
að finna í því allt sem ég get fund-
ið. Og þegar ég hef náð settu
marki og er nokkurn veginn sátt
við það sem unnizt hefur þá missi
ég áhugann á persónunni. En ef
maður fer að hafa slíka tilfinn-
ingu gagnvart of mörgum hlut-
verkum þá er um að kenna
heimsku og tilfinningaleysi í
senn.“
— Á.R.
(Úr grein Allan Kozinn f Opera News.)
Endalaust ha
sem verið er að sýna. Það er
hægt að lýsa upp mynd sem
hangir á vegg og það er líka
hægt að takmarka geislann við
einstaka hluta myndarinnar.
Svona lýsing hentar fyrir hvaða
myndir sem er, en þó einkum og
sér í lagi þegar um er að ræða
þrívíddarmyndir."
— Hvernig ferðu að því að
hanna lýsingu á svona sýningu?
„Það fer fram í samráði við
leika sér að
- segir Kristinn Daníelsson ljósameistari
Sérkennileg og glæsileg lýsing á
sýningu þeirri á bandarískri list-
iðn, sem nú stendur yfir á Kjar-
valsstöðum, hefur vakið athygli, en
lýsingin er verk Kristins Daníels-
sonar, Ijósameistara Þjóðleikhúss-
ins. Kristinn hefur verið við Þjóð-
leikhúsið frá því að sú stofnun hóf
starfsemi sína, en hefur auk þess
unnið að ýmsum öðrum verkefn-
um. Þegar íslenzka óperan tók til
starfa í Gamla bíói um árið var
Ijóst, að kaupa þurfti fullkominn
Ijósabúnað í húsið, svo óperuflutn-
ingur gæti farið þar fram og var þá
leitað til Kristins Daníelssonar til
að hafa yfirumsjón með kaupunum
og nauðsynlegum framkvæmdum í
því sambandi.
„Það var mjög gaman að koma
þessari lýsingu fyrir á Kjar-
valsstöðum. Lýsing af þessu tagi
gefur geysilega möguleika og
það eru möguleikar sem eru allt-
of sjaldan nýttir. Ég hef áður
lýst sýningar í Ásmundarsal og
Norræna húsinu, en fyrsta stóra
sýningin sem ég lýsti var þjóð-
hátíðarsýningin árið 1974. Þjóð-
hátíðarsýningin var í vestursal
Kjarvalsstaða eins og banda-
ríska sýningin nú og það má
segja að lýsingin núna sé skipu-
lögð í framhaldi af því sem ég
gerði árið 1974,“ sagði Kristinn í
samtali á dögunum.
— Nú notarðu ekki þá lýsingu
sem fyrir er á Kjarvalsstöðum.
„Nei, þetta eru 100 watta kast-
arar með spegilperu og með því
að færa peruna fram og til baka
í kastaranum er hægt að minnka
og stækka geislann eftir þörfum.
Þessir kastarar eru miklu hent-
ugri en sá ljósabúnaður sem
fyrir er. Það eru 500 watta flóð-
perur, gerðar fyrir 110 volta
straum, og til þess að geta notað
þær þarf spennubreyti. Auk þess
að veita lítið svigrúm til mis-
munandi lýsingar er flóðlýsingin
langtum kostnaðarsamari en sú
lýsing sem hægt er að fá með
svona kösturum. Ég býst við að
með því að nota kastarana megi
spara 15—20% af rafmagns-
kostnaði í svona sal. Með því að
nota kastarana má sleppa
spennubreytinum alveg og það
hefur sparnað í för með sér. Per-
urnar í kösturunum eru seríu-
tengdar, sem kallað er, tvær og
tvær.“
þann sem setur sýninguna upp. í
þessu tilfelli var það Baltasar.
Hann hafði sambandi við mig og
þegar hann sagði mér frá hug-
myndum sínum varðandi þessa
sýningu, sá ég út hvernig væri
hægt að hafa þetta. Og með góð-
um útbúnaði má ná fram marg-
víslegum áhrifum og það er
endalaust hægt að leika sér að
ljósum."
— Á.R.
Kristinn Daníelsson
— En hver er munurinn frá
listrænu sjónarmiði?
„Þetta gefur náttúrlega allt
aðra möguleika en flóðlýsing.
Með kastara lýsir maður aðeins
upp það sem ætlunin er að sýna
og ekkert annað. Þáð fer ekkert
ljós á veggina og sýningargestir
fá heldur ekkert ljós á sig. Obein
lýsing truflar fólk sem er komið
til að skoða listaverk, en kastar-
arnir beinast einungis að því