Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 15

Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 63 Heimild til að fækka mönnum þegar far- sviðið er mjög tak- markað „Það er heimildarákvæði í lögum fyrir því að þegar skip sinna sérstök- um verkefnum innfjarða, þá má fækka mönnum í áhöfninni, þegar farsviðið er mjög takmarkað," sagði Kristinn Gunnarsson, deildarstjóri í samgöngumálaráðuneytinu, er hann var inntur eftir því hvers vegna sam- gönguráðuneytið hefði veitt þaraöfl- unarskipinu Karlsey undanþágu til að hafa einn siglingafróðan mann um borð, en Farmanna- og fiski- mannasamband íslands hefur mót- mælt þessari undanþágu, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. „Ef skipið fer út fyrir þetta far- svið, gildir undanþágan ekki. Þetta skip sem hér um ræðir hefur þetta leyfi eingöngu við að taka þara í fjöruborðinu. Til þess að sinna þessu verkefni þarf stað- kunnugan mann, fremur en sigl- ingafróðan. Skipið er þarna á heimaslóðum og siglir sáralítið. Hitt er aftur annað mál, að í mótmælum FFSÍ er talað um allt of langan vinnutíma þessa skip- stjóra. Þarna er um félagslegt at- riði að ræða, sem ég þekki ekki, og fellur undir stéttarfélagið. Það kann að vera að honum sé íþyngt með vinnu, en það er ekki okkar mál. Samgöngumálaráðuneytið leitaði álits siglingamálastjóra og frá öryggissjónarmiði telur hann að þetta sé í lagi, vegna þess að skipið fer aldrei út fyrir þetta þrönga svæði," sagði Kristinn ennfremur. Akureyri: Ráðstefna um þök Byggingaþjónustan efnir til ráðstefnu um þök á Akureyri laugardaginn 3. desember nk. á Hótel KEA í samvinnu við Meist- arafélag byggingarmanna á Norð- urlandi. Fjallað verður m.a. um algengar orsakir þakleka og úrbætur á þeim: einangrun, rakavörn og loftræsingu þaka, þakefni, þak- gerðir og flöt þök. Fyrirlesarar verða Leifur Bene- diktsson, verkfræðingur, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, arki- tekt, Guðmundur Pálmi Kristins- son, verkfræðingur, Leifur Blum- enstein, byggingafræðingur, og Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri. Þátttaka tilkynnist í síma 91- 29266 eða 96-21022 sem allra fyrst. V / Opíð til kl \Arknn — briAii iAnno — M HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.