Morgunblaðið - 08.12.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
27
liti á sig sem píslarvott af nokkru
tagi. Að jafnaði var hún létt í
lund, og enginn kunni betur að
gleðjast á góðri stund. Það var til
dæmis mikið hlegið við spilaborð,
þar sem Þóra var í hópi spila-
manna. Kynslóðabil þekktist ekki
í návist Þóru. Eftir að „börnin
hennar", þau Steinunn, Ásta,
Bjarni og Þóra, höfðu stofnað
heimili, var Þóra sjálfsögð á gleði-
stundum og miðdepill í hverju
barnaafmæli. Næsta kynslóð vildi
vera hjá „Dollu sinni" eins og hún
kenndi börnum að nefna sig.
Nú, þegar Þóra Guðnadóttir er
látin, er mér efst í huga þakklæti
til hennar fyrir allt það sem hún
gaf mér og öðrum i minni fjöl-
skyldu. Um hana má segja, frekar
en flesta aðra, að hún safnaði
þeim fjársjóðum sem hvorki möl-
ur né ryð fá grandað.
Steinunn Einarsdóttir
Þann 1. desember sl. lést að elli-
heimilinu Grund Þóra Guðnadótt-
ir.
Hún var fædd að Sigluvík á
Svalbarðsströnd þ. 24. september
1899.
Hún var næstelst sex systkina.
Foreldrar hennar voru Guðni
Bjarnason sjómaður og Indiana
Kristjánsdóttir.
Nálægt tvítugsaldri réðst hún
til Bjarna Sæmundssonar nátt-
úrufræðings, til hjúkrunarstarfa á
heimili hans að Þingholtsstræti
14, vegna veikinda Steinunnar
konu hans.
Þessi ráðning átti eftir að hafa
áhrif á alla hennar framtíð, þar
sem hún varð heimilisföst að
Þingholtsstræti 14 upp frá því,
fyrst í vist hjá Bjarna, síðan
fóstra barna Kristínar, dóttur
Bjarna, og manns hennar, Mart-
eins Guðmundssonar myndhöggv-
ara, sem lést á miðjum aldri frá
fjórum ungum börnum þeirra
hjóna, en þau eru Steinunn, leir-
kerasmiður, Ásta, bankastarfs-
maður, Bjarni, arkitekt, og Þóra,
starfsmaður ríkisútvarpsins.
Eftir lát Marteins fóru í hönd
erfiðir timar fyrir Kristínu, að
halda uppi uppi þungu hemili með
vinnu utan heimilis. Þá var hlutur
Þóru i uppeldi þeirra barna stærri
en nokkru sinni fyrr, og var hann
þó stór fyrir.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þessari einstöku, ljúfu og
blíðu konu, sem var konu minni
sem og hinum systkinunum sem
móðir frá fyrstu tíð.
Hún helgaði þessarri fjölskyldu
starfskrafta sína alla meðan heils-
an leyfði.
Umhyggjan fyrir velgengni
þeirra og heilsu var hennar
markmið í lífinu. Þolinmæði, ein-
lægni, hollusta og tryggð voru eig-
inleikar sem hún hafði í ríkulegri
mæli en ég hef áður kynnst. Hafi
hún þurft að bera þjáningar sem
ekki er ofætlað, þá kunni hún að
láta ekki á því bera. Alltaf var hún
létt í lund og kunni manna best að
■slá smávægilegum vandamálum
upp í grín.
Fjölskylda mín minnist með
þakklæti allra áranna sem við átt-
um með Þóru.
Þórður Hafliðason
Haustið 1919 sigldi ég til að
leggja stund á enskunám við
Lundúnaháskóla. Þegar ég fór
heiman að, var yngri systir min,
Sigríður, hugljúft 8 ára barn, veik.
Hún hafði bólgna kirtla bak við
lungun, eftirköst eftir spönsku
veikina, sem hún fékk haustið áð-
ur.
Ekki grunaði mig að sjúkdóm-
urinn væri banvænn, en skamman
tíma hafði ég verið í London, þeg-
ar ég frétti lát hennar, svo og al-
varleg veikindi móður minnar.
Hún hafði ekki getað afborið dótt-
urmissinn og þjáðist nú af ókenni-
legum sjúkdómi, líklega parkin-
sonsveiki. Skömmu síðar frétti ég,
að tvítug stúlka norðan frá Sval-
barðseyri, Þóra Guðnadóttir, hefði
verið ráðin til að hjúkra móður
minni.
Þau fjögur ár, sem ég var við
nám í Englandi, kom ég aðeins
einu sinni heim í sumarfrí. Þá
hitti ég Þóru, og urðum við fljótt
góðar vinkonur. Engan hef ég
þekkt, sem betra gat verið að hafa
sem trúnaðarvin en hana, svo var
samúðarskilningurinn mikill og
þagmælskan algjör.
Þóra hjúkraði mömmu með
hinni mestu nærfærni, og var þó
starf hennar erfitt. Einu sinni í
viku þurfti hún að aka henni í
hjólastól í baðhús Reykjavíkur,
svo að hún gæti legið þar í heitu
baði. Þá var ekkert baðherbergi í
Þingholtsstræti 14, sem var gam-
alt hús. Það hlýtur að hafa verið
erfitt að koma mömmu upp í bað-
kerið og upp úr því, því að hún var
mjög ósjálfbjarga, en aldrei kvart-
aði Þóra.
Árið 1928 dó mamma. Eftir það
varð Þóra ráðskona pabba. Við
vorum eins og þrjár systur, Krist-
ín, Þóra og ég. Aldrei gerði pabbi
upp á milli okkar. Ef um einhverj-
ar skemmtanir var að ræða, svo
sem leikhús eða dansskemmtun,
var sjálfsagt að taka okkur allar
með.
Árið 1933 giftist ég og flutti upp
í Reykholt. Þá varð vík milli vina,
en samgangurinn varð samt mikill
á báða bóga. Þóra hvarf ekki aftur
heim til Norðurlands, en helgaði
allt líf sitt þjónustu þeirrar fjöl-
skyldu, sem hún hafði ung gengið
á hönd. Með henni þoldi hún góða
og erfiða daga, gleði og sorg.
Henni vígði hún alla krafta sína
meðan heilsan entist.
Anna Bjarnadóttir
Þóra Guðnadóttir lést á sjúkra-
deild elliheimilisins Grundar að
morgni 1. des. Er þar með lokið
langri æfi góðrar konu sem óeig-
ingjarnt fórnaði allri sinni starfs-
æfi fyrir aðra, konu sem aldrei
kvartaði og létti öðrum lífið með
einsdæma glaðværð og umhyggju.
Jafnvel eftir að starfskraftur
hennar þraut síðustu árin og elli-
hrumleiki og minnisleysi sótti á,
hraut aldrei af vörum þessarar
einstöku konu kvörtunartónn né
eigingjarnt orð og allt fram til
hinstu stundar skein glaðværð úr
augunum sem nú eru brostin.
Þóra Septína Guðnadóttir fædd-
ist á Sigluvík, Svalbarðsströnd 24.
sept. 1899, dóttir hjónanna Guðna
Bjarnasonar og Indíönu Krist-
jánsdóttur. Var þeim hjónum 6
barna auðið. Systkini Þóru eru
enn á lífi, þau Sigriður, Birna og
Okto en Garðar og Einar eru látn-
ir.
Þóra fór ung að vinna fyrir sér,
eins og venja var í þá daga. 1 síld á
sumrin og vinnumennsku á vet-
urna, einnig var hún driffjöður í
æskulýðsstarfi á Svalbarðseyri.
Um tvítugt eru örlög Þóru ráðin
því þá ræðst hún í vinnumennsku
til Reykjavíkur á heimili afa míns
og ömmu, Bjarna Sæmundssonar
náttúrufræðings og konu hans
Steinunnar Sveinsdóttur, sem þá
var orðin sjúklingur. Sigríður
systir Steinunnar hafði kynnst
Þóru á Svalbarðseyri og litist vel á
stúlkuna. Hlutverk Þóru fyrstu 4
árin í Þingholtsstræti 14 var að
annast Steinunni og eftir lát
hennar starfaði hún áfram við
hússtjórnarstörf á heimilinu, enda
fékk Bjarni fljótlega miklar mæt-
ur á þessari glaðlegu norðlensku
stúlku.
Börn Bjarna og Steinunnar voru
Anna, seinna prestsfrú og kennari
í Reykholti, Kristín og Sigríður,
sem lést ung. Kristín giftist 1935
Marteini Guðmundssyni mynd-
höggvara og stofnuðu foreldrar
mínir heimili sitt í Þingholts-
stræti 14. Átti Bjarni þá eftir um
4 ár ólifað.
Á þessu heimili hélt Þóra áfram
að starfa og hafði nú lifað og unn-
ið í þessu húsi í ca. 15 ár. Það er
óhætt að segja að það var mikil
gæfa fyrir þessa fjölskyldu að
Þóru skyldi njóta við er Marteinn
faðir minn féll frá fyrir aldur
fram frá 4 ungum börnum, því það
kom ! ljós að ekkjan stóð eigi ein í
erfiðri lífsbaráttu, þar sem Þóru
naut við. Kristín fékk vinnu við
bókavörslu og kenndi á píanó,
Þóra sá um heimilið og börnin.
Samvinna þessara tveggja kvenna
varð löng og giftusamleg, eða allt
til dauða móður minnar 1975 og
Þóra komin hátt á áttræðisaldur.
Þegar við börn Kristínar og
Marteins lítum nú til baka á æfi-
starf Þóru skiljum við fyrst hve
óendanlega við eigum henni að
þakka, hennar líf var okkar líf og
okkar líf var hennar, hún veitti
okkur alla sina ást, umhyggju og
alúð, lífgaði hversdagsleikann með
léttu lunderni og jákvæðu hugar-
fari og krafðist einskis. Hún vann
ekki aðeins hin daglegu störf
heimilisins heldur lagði allt af
mörkum. Vann með okkur systk-
inunum í fjölmörg sumur við
garðrækt suður í Merkinesi í
Höfnum. Afraksturinn af þessari
vinnu skipti sköpum á erfiðustu
árunum.
Eftir lát móður minnar dvaldi
Þóra á heimilum okkar systkin-
anna til skiptis og blandaði ást-
ríku geði sínu við börn okkar eða
niðja í þriðja ættlið frá Bjarna og
Steinunni sem hún hóf fyrst vist
hjá í fjölskyldunni fyrir 64 árum.
En ellin lætur ekki að sér hæða
og síðustu tvö æfiárin dvaldi Þóra
á elliheimilinu Grund við góða að-
hlynningu.
Þóra er horfin úr þessum heimi
en skilur eftir sig anda sem kemur
þeim til góða sem henni fengu að
kynnast og njóta. Hlédræg, kát og
fórnfús gekk hún lífsleiðina, gaf
þeim von sem þörfnuðust og trú á
mannlega kosti.
Veraldlegar eigur urðu nær eng-
ar, nokkrir fátæklegir munir sem
henni voru gefnir var hennar ver-
aldarauður eftir allt sitt strit.
Þóra átti efalaust sínar óskir og
þrár, von um heimili og eigin börn,
því barngóð var hún með eins-
dæmum, en allt gaf hún í lítillæti
sínu, án biturieika og öfundar, en
var þó ríkust allra og fær að njóta
handan hafsins. Við systkinin úr
Þingholtsstrætinu þökkum guð-
legri forsjón að hún kom inn í líf
okkar. Blessuð veri ávallt minn-
ingin um hana.
Steinunn, Ásta, Þóra
og Bjarni Marteinsson.
t
Bróöir okkar,
ELESEUS MARÍS SÖLVASON,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. desember
kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Svava Sölvadóttir,
Páll Sölvason.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi,
GUÐFINNUR MAGNÚSSON,
Auaturbrún 39,
Reykjavík,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju sunnudaginn 9. desember
kl. 16.30.
Jóna Bárðardóttir,
Ólöf Guöfinnsdóttir,
Brynja Guöfinnsdóttir,
Magnús Guöfinnsson
Báröur Guðfinnsson,
Rut Guöfinnsdóttir,
Sverrir Guöfinnsson,
Rakel Guöfinnsdóttir,
Kristín Erla Jóhannsdóttir.
t
Hjartkær eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Skipasundi 25,
Reykjavík,
veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 9. desember
kl. 10.30.
Páll Gíslason,
Kristjana S. Pálsdóttir,
Guðjóna Pálsdóttir,
Steingrímur K. Pálsson,
Stefán Pálsson,
Páll R. Pálsson,
barnabörn og
Jóhann V. Guömundsson,
Ólöf Ingimundardóttir,
Málfríöur Þorvaldsdóttir,
Sigurbjörg Björnsdóttir,
barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
EGGERT JÓHANNESSON,
póstmaóur,
Skálageröi 3, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Bustaðakirkju föstudaginn 9. desember kl.
15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minn-
ast hans er bent á Öryrkjabandalag íslands.
Guölaug Tómasdóttir,
Rútur Kjartan Eggertsson, Bergljót Einarsdóttir,
Jóhannes Eggertsson, Vilborg Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför
ÞORFINNS ÍSAKSSONAR,
Þórshöfn.
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir
og börn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og jaröarför
SIGURDAR MIKAELSSONAR.
Dagbjört Skúlína Pétursdóttir,
Jón Valur Sigurösson,
Lilja Ólafsdóttir,
Anna Mikaelsdóttir,
Sigfínnur Mikaelsson,
Ólafur Mikaelsson,
Valborg Mikaelsdóttir,
Anna Guömundsdóttir.
Mikael Jónsson,
Viðar Elíasson,
Aöalheiöur Borgþórsdóttir,
Vilborg Borgþórsdóttir,
Dagur Bjarnason,
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSU M. AÐALMUNDARDÓTTUR,
Þórsgötu 25.
Guórún Aradóttir,
Þóra Aradóttir Sickles,
Jóhannes Arason,
Þorsteinn Arason,
Jón Arason,
barnabörn
Ólafur Björnsson,
George W. Sickles,
Elísabet Einarsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför sonar míns, stjúp-
sonar og bróöur,
KRISTJÓNS ARNAR KRISTJÓNSSONAR,
framreiöslumanns.
Sérstakar þakkir sendum viö Stefáni í Stefánsblómi, stjórn og
samstarfsmönnum hans Hótel Sögu og Torfunni.
Sólveig Siguröardóttir,
Hreinn Ólafsson,
Ásta Björgvinsdóttir.
t
Alúöarþakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
hlýhug við andlát fööur, tengdafööur og afa,
SIGFÚSAR GUNNLAUGSSONAR.
Bryndis Sigfúsdóttir, Oddgeir Júlíusson,
María Sif Kristjánsdóttir.