Morgunblaðið - 16.12.1983, Page 18

Morgunblaðið - 16.12.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Áiyktun borgarfunds í Kópavogi: Rekstur sambýlis fyrir þroskahefta verði hafinn þegar á næsta ári Á ALMENNUM borgarafundi um málefni fatlaðra, sem haldinn var í Kópavogi, var samþykkt einróma eftir- farandi ályktun: „Almennur borgarafundur, hald- inn í Menntaskólanum í Kópavogi 8. desember 1983, beinir þeim tilmæl- um til fjárveitingavaldsins að það geri kleift að hefja rekstur á sam- býli fyrir þroskahefta í Kópavogi á næsta ári. Fundurinn bendir á að þetta er eitt brýnasta verkefnið í málefnum fatlaðra og þörfin á sambýli er mjög aðkallandi í Kópavogi." Til fróðleiks má geta þess að fundinn sóttu 106 manns og var hann haldinn á vegum Svæðis- stjórnar Reykjaness og Félagsmála- stofnunar Kópavogs. Jónas Þ. Steinarsson, framkvæmdastjóri Bflgreinasambandsins, afhendir Kristjáni Guðlaugssyni, syni höfundar, fyrsta eintakið af ritverkinu. Á mynd- inni eru, talið fri vinstri: Guðni Kolbeinsson sem bjó verkið til prentunar, Kristján Guðlaugsson, Jónas Þ. Steinarsson og Þórir Jensen, formaður Bflgreinasambandsins. Ljónoi. Mbl. KEE Bflgreinasambandið gefur út: Bifreiðir á ís- landi 1904—1930 Bílgreinasambandið hefur nú gef- ið út ritverkið „Bifreiðir i íslandi 1904—1930“ eftir Guðlaug Jónsson. Guðni Kolbeinsson bjó ritið til prentunar og á fundi með blaða- mönnum, sem haldinn var í tilefni af útkomunni, sagði Guðni að erf- itt hefði reynst að fá bókaút- gefendur til að gefa ritið út. Höf- undur hefði á sínum tima gefið út hluta verksins, en ekki séð sér fært að gefa það út i heild sinni og því hefði Bílgreinasambandið ákveðið að ráðast í útgáfuna. Á fundinum kom og fram, að í ritverkinu væri rakin „landnáms- saga bifreiða hérlendis allt frá því Alþingi ákvað að veita Dethlev Thomsen, konsúl, styrk til kaupa á fyrstu bifreiðinni sem hingað barst“. Aðstandendur útgáfunnar sögðu að mikinn fróðleik væri að finna i ritinu, en því færi fjarri að það væri leiðinlegt aflestrar. Margar skemmtilegar frásagnir væri að finna, sem greindu frá svaðilförum um vegleysur og tor- leiði, svo og kímilegar sögur af viðbrögðum íslendinga við þeirri tækninýjung, sem bifreiðin var. Guðlaugur Jónsson var lög- regluþjónn og síðar rannsóknar- lögreglumaður í Reykjavík. Hann safnaði sjálfur miklum hluta þess myndefnis, sem er í verkinu, en Þjóðminjasafn íslands, Bjarni Einarson frá Túni og fleiri aðilar munu hafa lánað myndir til verks- ins. „Bifreiðir á íslandi 1904—1930“ er í tveim bindum og er prentað í Prentsmiðju Árna Valdemarsson- ar hf. og bundið í Bókbandsstof- unni örk hf. Ástmar Ólafsson hannaði kápu og öskju utan um ritverkið. Börn frá Höfn í jólaheimsókn á Stokksnesi Höfn, Hornarirdi, 11. denember. HIN ÁRLEGA skemmtun hjá varnarliðinu var haldin úti i Stokksnesi í gær. Hefur þetta verið fastur liður mörg undan- farin ár. Ungu kynslóðinni er boðið og þeim gert margt til skemmtun- ar, meðal annars kvikmyndasýn- ing, veitingar og auðvitað kom jólasveinninn í heimsókn og færði öllum krökkunum pakka með leikföngum. Að auki fengu öll börnin mynd af sér með jólasveinum. Margt var um manninn og ekki annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. — Steinar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.