Morgunblaðið - 16.12.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 16.12.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Sígarettur hækka Vindlar ýmist hækka eða lækka EFTIRFARANDI eru dæmi um veröbreytingar á tóbaki, samkvæmt verðskrá Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins: Veröbreytingar á sígarettum og vindlum 13. desember 1983. Dæmi úr verðskrá ÁTVR 3. otkóber 13. desember Breyting Kool 38,75 kr. 44,10 kr. 13,81% Pall Mall 38,75 kr. 45,40 kr. 17,16% Viceroy Lights 38,75 kr. 44,10 kr. 13,81% Kent 38,75 kr. 44,10 kr. 13,81% Camel 38,75 kr. 43,70 kr. 12,77% More 38,75 kr. 45,20 kr. 16,65% Winston Fiiter 38,75 kr. 43,70 kr. 12,77% Dunhill 38,75 kr. 38,80 kr. 0,13% Rosa Danica 75,00 kr. 73,00 kr. -2,70% London Docks 58,00 kr. 53,00 kr. -8,60% Danitas 58,00 kr. 67,00 kr. 15,52% 10% afsláttur í heilum kössum 25% verðlækkun á gosdrykkjum í lítraumbúðum 30% verðlækkun a Sanitasgosdrykkjum Breytt stefna í verðlagn- ingu á áfengi og tóbaki Fjármálaráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu vegna breytinga á verði á áfengi og tóbaki 13. desember sl.: Frá og með deginum í dag, 13. desember 1983, gengur í gildi ný verðskrá fyrir áfengi og tóbak sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins selur. Jafnframt verður tekin upp breytt stefna varðandi verðlagn- ingu á áfengi og tóbaki, án þess þó að raska þeim meginreglum sem gilt hafa um verð á áfengi. Um alllangt skeið hefur tíðkast að út- söluverð hefur verið nánast hið sama á sams konar varningi eða tegundum, óháð innkaupsverði. Á þessu verður nú breyting því að framvegis á útsöluverð vöru að endurspegla raunverulegt kostn- aðarverð hennar. Með því fyrir- komulagi sem verið hefur ríkjandi hafa framleiðendur eða umboðs- menn þeirra ekki búið við neina samkeppni að heitið geti og því ekki fundið til neins hvata til að þoka háu innflutningsverði niður, því að útsöluverðið hefur ekki fylgt innflutningsverði eins og eðlilegt gæti talist í hefðbundnu verðmyndunarkerfi. Þrátt fyrir einkasölufyrirkomulag við dreif- ingu hér á landi er engin ástæða til að varningur af þessu tagi lúti ekki almennum reglum um verð- lagningu, sem eru við lýði í þjóð- félaginu, og verðmyndun ráðist af eðlilegri samkeppni framleiðenda á óheftum markaði. Heyrst hafa þær raddir, að hér á landi væru fáanlegar áfengisteg- undir sem væru nánast á „útsölu- verði“ miðað við verðlag erlendis, en aðrar væru miklu dýrari, miðað við hverju til væri kostað við framleiðsluna. Þessu þarf að breyta. Af áfengi eða tóbaki, sem er dýrt í innkaupi, verður enginn afsláttur veittur hér á landi, og engin ástæða er til að dýrar teg- undir séu „niðurgreiddar" með sölu annarra tegunda. Allri verð- jöfnunarstefnu í þessum efnum er hafnað. Enn er ótalið, að álagning ÁTVR á kostnaðarverð nokkurra vörutegunda hefur farið hríðlækk- andi á undanförnum árum, m.a. vegna þess að ekki hefur verið tek- ið nægilegt tillit til gengisþróunar sterkustu gjaldmiðla. Engin ástæða er til að halda áfram á sömu braut. Hin nýja verðstefna er í megin- dráttum sem hér segir: Tóbak Við kostnaðarverð vindlinga er bætt föstu gjaldi er nemur 0,45 kr./stk. Gjald þetta er grunngjald og er miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar, 387 stig. Gjaldið breytist í samræmi við breytingar á vísitölunni. Á kostnaðarverð vindla er hins vegar lagt fast gjald sem er jafnt tvöföldum tolli, en á kostnaðarverð píputóbaks er bætt föstu gjaldi sem nemur einföldum tolli. Sama heildsöluálagning (10%) og sama smásöluálagning (16,5%) er á öllu tóbaki. Verðlagning samkvæmt fram- ansögðu, sem er fyrst og fremst reist á kostnaðarverði, felur í sér að amerískir vindlingar hækka t. d. í verði um 11—15%, danskir um tæp 2% en enskir standa í stað. Verð á vindlum breytist talsvert, bæði til hækkunar og lækkunar, og einskorðast ekki í jafn ríkum mæli við framleiðslu- lönd eins og vindlingarnir. I Áfengi Verð á áfengi mun ráðast eink- um af tvennu. í fyrsta lagi af raunverulegu innkaupsverði og í öðru lagi af vínandamagni. Helstu reglur sem fylgt verður við verð- lagninguna eru þessar: Við kostnaðarverð áfengis er lagt 75% álag. Auk þess er lagt fast gjald á hverja 75 cl flösku er nemur 45 kr. fyrir borðvín, 75 kr. fyrir heit vín og 460 kr. fyrir hverja flösku af brenndu víni. Líkjörar eru skattlagðir með hliðsjón af vínandamagni og skattlagningu heitra vína og brenndra vína. íslenskt áfengi verður fyrst um sinn á óbreyttu verði. Þessar reglur munu hafa í för með sér að áfengi sem dýrt er í innkaupi mun hækka í útsölu- verði. Þannig munu flestar rauð- vínstegundir hækka, svo og koní- ak, viskí og genever. Nokkrar vín- tegundir munu lækka eða verða á nær óbreyttu verði. Nú er unnið að nánari tengingu vínandamagns og verðs, heldur en útsöluverð það sem nú er að ganga í gildi ber með sér. Sömuleiðis er verið að meta hvernig fram- leiðslukostnaði íslensks áfengis skuli skipta á einstakar tegundir. í náinni framtíð má því vænta breytinga á verði áfengis til sam- ræmis við niðurstöður þessara at- hugana. Fjárhæðir fasts gjalds hér að framan fyrir áfengi eru grunn- gjald, eins og fyrir vindlinga, og breytast með vísitölu framfærslu- kostnaðar. Allt verð á áfengi mun standa á heilum tug króna. Neysla áfengis hefur lengst af verið skattlögð hér á landi. Um alllangt skeið hefur það verið í mynd svonefnds einkasölugjalds, sem hefur átt að vera hækkandi eftir vínandamagni. Á þessu á ekki að verða breyting. Þvert á móti er með hinu nýja fyrirkomu- lagi reynt að gera þessa höfuð- reglu enn virkari með stighækk- andi gjaldtöku eftir því sem magn vínanda er meira. Verður þetta gert án allrar mismununar milli tegunda og án tillits til þess í hvaða mynd eða af hvaða gerð áfengið er boðið til sölu. SJOMENNSKA ER ERFITT OGHŒTTU- LEGTSTARF Tryggjum sjómönn- um það öryggi sem þeir eiga skilið. Nord 15 ÞURR BJÖRGUNARGALLAR Slíkir björgunargallar eru logskipadir í öll norsk skip. Nord 15 hafa þessa mikilvægu eiginleika: • Lengja Itfslikur i 0 kóldum sjó úr fáeinum mínútum i 15 klst.________________________ • Hægt að iklæðast á örskömmum tima. ____ • Þægilegir og liprir. llpprétt flotstaða auðveldar sund. • Gerðir úr nælondúk, huðuðu eldþolnu Neo- prene. % • Laust tóður sem má þvo í þvottavél.________ Sjást mjög vel í sjó. Lyftibelti tyrir þyrlu eða skipslinu Mikið gelymsluþol, lágmarks viðhald. Nord 15 eru viðurkenndir af Siglingamálastofn- i ríkisins til notkunar í islenskum skipum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.