Morgunblaðið - 16.12.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.12.1983, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Hrmgormanefnd og skatturinn: * Otvírætt að veiðilaun eru skattskyld „ÞAÐ er ótvírætt kveðið á um það í tekjuskattslögunum að veiðilaun eru skattskyld eins og hver önnur laun. Því fórum við fram á það við hringormanefnd að hún léti okkur í té launaseðla vegna selveiðilauna," sagði Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknastjóri þegar blaðamaður bar undir hann ummaeli Björns Dagbjartssonar, formanns hring- ormanefndar, í Morgunblaðinu í síðustu viku, þar sem hann segir að hringormanefnd líti á greiðslur fyrir selinn sem veiðilaun og því séu þær ekki framtalsskyldar. Garðar sagðist ekkert geta sagt um það hvort eitthvað af þessum launum hefði verið gefið upp á síð- asta ári. Það kynni að vera að menn teldu þessar tekjur fram undir al- mennari liðum. En hér væri um stórar upphæðir að ræða og nauð- synlegt væri fyrir skattinn að fá launaseðlana í hendur. Björn Dagbjartsson sagðist ekki ætla að þræta fyrir það að strangt tekið væru þessar tekjur skatt- skyldar. Hins vegar teldi hann ósanngjarnt að heimta skatt af þessum tekjum og óeðlilegt af rfkis- valdinu að vinna þannig gegn því stemma stigu við hringormavand- anum. Þægileg afgreiðsla i Húsi Versiunarinnar. Staðsetning okkar hér í glæsilegu Húsi Verslunarinnar og aðstæður allar eru hinar ákjósanlegustu. Það gerir þér sérlega létt fyrir að sinna bankamálum þínum, jafnt innlendum og nú einnig að hluta til erlendum, á þægilegan og öruggan hátt. Hér erum við MIÐSVÆÐIS, þar sem er AUÐVELD AÐKEYRSLA, NÆG BÍLASTÆÐI og LIPUR BANKAÞJÓNUSTA. Við erum mættir á ,,miðsvæðið“, til þjónustu reiðubúnir. ^ Verið velkomin. U€RZLUNfiRBflNKINN Húsi Verslunarinnar - nýja miðbænum. Símanúmer til bráðabirgða eru: 84660 & 84829. Endanlegt símanúmer verður 687200. Fjölmennt á fjölskyldu- hátíð í Ölfusborgum NÝSTÁRLEG fjölskylduhátíð var haldin í orlofsbúðunum að Ölfus- borgum helgina 25.-27. nóvem- ber síðastliðinn á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar, ASÍ og Al- þýðuorlofs. Um 100 manns fylltu orlofshúsin og komust færri að en vildu. Ferðin hófst síðdegis á föstu- degi og lauk á sunnudagskvöldi. Meðal dagskráratriða voru pylsuveizla, kvöldvökur, göngu- ferðir, jólaföndur, leikir, sögu- stundir, mikið af dansi og söng og ýmiss konar uppákomum þar sem keppt var um ferðaverðlaun. Þetta er í fyrsta skipti sem slík fjölskylduhátíð er haldin í orlofsbúðunum. Þótti þessi fyrsta fjölskylduhátíð í ölfus- borgum gefa góða raun og voru gestir ánægðir með þessa til- breytingu í skammdeginu, segir í frétt frá ferðaskrifstofunni. Bókaútgáfan JÁ gefur út bókina Sjálfsfrelsun Sjálfsfrelsun heitir nýútkomin bók eftir Argentínumanninn L.A. Amman, og er það bókaútgáfan JÁ sf. sem gefur hana út. Bókin er árangur hópvinnu manna úr ólfkum greinum, sem grundvallaðist á kenn- ingum Silos, upphafsmanns Sam- hygðar, sem er hreyfing sem vinnur að jafnvægi og þróun mannsins. Bókin skiptist í fimm kafla: l.Spennulosun, 2-Sjálfsþekking, 3.Hugfimi, 4.Hugvirkni og 5.Sjálfs- yfirfærsla. í kynningu Samhygðar á bók- inni segir m.a.: „Þessi bók er um flesta hluti byltingarkennd, hún er ekki meðferð heldur tæki til að gera einstaklinginn hæfan til að vera hamingjusamur og breyta þjóðfélaginu svo það stuðli að hamingju hans og annarra. Bókin kynnir nýja, nákvæma og hagnýta sálfræði og skilgreinir manninn á nýjan hátt. Sjálfsfrelsunarkerfið er ekki aðeins fræðilegs eðlis held- ur getur leikmaðurinn hagnýtt sér það til fróðleiks og einnig notað aðferðir sem bókin býður uppá til jiá'Þ' FRELSUN L.A. Ammann þess að kynnast sjálfum sér og koma á jafnvægi hugar og lík- ama.“ Sonia Diego Þýddi bókina úr spænsku og naut aðstoðar félaga úr Samhygð, en þeir ásamt stuðn- ingsmönnum standa að bókaút- gáfunni JÁ sf. Skáldsagan Tim eftir Colleen McCullough ÚT ER komin hjá ísafoldar- prentsmiðju hf. skáldsagan Tim, eftir höfund Þyrnifuglanna, Coll- een McCullough. Bókin lýsir nánu sambandi rúmlega tvítugs þroska- hefts manns og fertugrar konu. Þetta er áhrifamikil saga sem sýnir að hið vonlausa þarf ekki alltaf að vera vonlaust segir í frétt frá útgáfunni. Bókin er 232 bls. að stærð og er að öllu leyti unnin hjá ísafoldarprentsmiðju hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.