Morgunblaðið - 16.12.1983, Side 35

Morgunblaðið - 16.12.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 35 Minning: Elín Jónsdóttir Fædd 6. júlí 1891 Dáin 9. desember 1983 Ég vil gjarnan minnast vinkonu minnar, Elínar Jónsdóttur, með nokkrum orðum, en hún andaðist 9. desember sl. 92ja ára, og verður kvödd frá Dómkirkjunni í dag, 16. þ.m. Elín var fædd á Snæfellsnesi. Faðir hennar varð úti í Kerl- ingaskarði, er hún var ung. Hún var þá tekin í fóstur af frænda sínum Halldóri Guðmundssyni bónda á Miðhrauni og Elínu Bárð- ardóttur konu hans. Elín Jóns- dóttir átti ættir að rekja til kjarnafólks á Snæfellsnesi og Mýrum, m.a. Þórðar stóra í Skóg- arnesi. Ung að árum flutti Elín til Reykjavíkur og giftist ólafi Ey- vindssyni sem lengi var umsjónar- maður Landsbankans. Hann dó 1947. Þau áttu 8 börn, sem öll eru á lífi nema eitt, og dugnaðarfólk. Við Elín kynntumst fyrir 50 ár- um og höfum haldið vináttu síðan. Skipti það ekki máli þó hún væri 20 árum eldri. Hún var trölltrygg og sterkur persónuleiki. Þau ólafur bjuggu lengi i Landsbankanum, en siðan í Ing- ólfshvoli, sem margir eldri borg- arbúar kannast við, þar sem nú er Landsbankinn við Hafnarstræti. Þau hjón voru með afbrigðum gestrisin, og höfðu yndi af að taka á móti fólki. Oft voru þar ættingj- ar og vinir þeirra hjóna af Snæ- fellsnesi og víðar, og var Elín boð- in og búin að leysa vandamál þeirra, sem oft voru í sambandi við veikindi eða læknishjálp. Eftir að Elin missti mann sinn flutti hún heimili sitt að Sörla- skjóli 34, og bjó þar þangað til hún flutti til Sigriðar dóttur sinnar fyrir 4 árum. Síðasta árið dvaldi hún á Droplaugarstöðum. Hún naut þess að vera lengst af veit- andi frekar en þiggjandi, minnug þeirra orða, að þar sem er hjarta- rúm þar er húsrúm einnig. Ég þakka henni tryggðina og vináttuna, sérstaklega árin, sem ég bjó á heimili hennar, og allar ánægjustundirnar með henni og fjölskyldu hennar bæði þá og síð- ar. Börnum hennar og öðrum að- standendum votta ég innilegustu samúð. L.K. Mig langar að minnast Elínar minnar með nokkrum kveðjuorð- um. Ég kynntist henni 1939 er ég kom fyrst á heimili hennar, sem þá var í Ingólfshvoli við Hafnar- stræti. Þar var mér vel tekið eins og öllum sem þangað komu. Ég sá fljótt að heimilið var stórt og mik- ill myndarbragur yfir öllu. Börnin mörg, öll falleg og góð. Það var oft gestkvæmt í Ingólfshvoli. Vinir barnanna margir. Enginn fór það- an án þess að þiggja mat eða kaffi og meðlæti við stóra borðið í eld- húsinu hennar Elínar. Þar var svo sannarlega þéttsetinn bekkurinn. Það er margs að minnast og margt að þakka Elínu og hennar góða eiginmanni ólafi Eyvinds- syni, en ólafur andaðist 1947. Eft- ir lát manns síns festi Elin sér íbúð að Sörlaskjóli 34 og bjó þar í rúm 30 ár. Ég heimsótti Elínu eins oft og ég gat og alltaf var gaman að koma til hennar. Við ræddum saman um lífið og tilveruna. Elín var glæsileg kona og vel gefin. Hún var trúuð og efaðist ekki um framhaldslíf. Við áttum margar góðar stundir saman og voru ei- lífðarmálin oft rædd við kertaljós í stofunni hennar. Mér þótti mikið vænt um Elínu mína og sakna ég hennar. En ég veit að hvíldin hef- ur verið henni góð eftir langan ævidag. Hún var mér góð og vil ég minn- ast þess að 1942 kom hún til min þar sem ég lá veik á Landspítalan-' um með litlu stúlkuna mína við hlið mér. Það var mikil reisn yfir henni Élínu, er hún gekk inn í sjúkrastofuna að rúminu minu, brosti til mín og sagði: „Sveina mín, við Óiafur bjóðum þér að koma heim til okkar með barnið og vera hjá okkur á meðan þú ert að ná þér.“ Svo var það. daginn fyrir Þorláksmessu, sem hún sótti okkur mæðgurnar. Það voru svo sannarlega gleðileg jól, sem ég og litla dóttir mín áttum á stóra og fallega heimilinu hennar Elínar og Ólafs og barna þeirra. Fyrir þetta allt vil ég nú færa henni hjartans þakkir og bið góðan Guð að blessa hana um alla eilífið. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt“ Sveina. í TVÍSÝNUM LEIK Nýjasta saga Sheldons var7mánuðiá metsölubókalista New York Times. Frekari meðmæli ættu að vera óþörf. Þettaerfyrra bindi. Verðkr. 697,50. KVÖLDSTUND MEÐ PABBA erævintýraleg barnabók eftir Guðjón Sveinsson. Árni Ingólfsson teiknaði myndirnar. Verð kr. 370,50. Tværþjóðlegar fráJóniGísla Högnasyni: Ingibjörg Sigurðardóttir: ÞAR SEM VONIN GRÆR 24. bók Ingibjargar. Henni bregst ekki bogalistin fremuren endranær. Verð kr. 494,00. YSJUR OG AUSTRÆNA Síðara bindið af sögu mjólkurbílstjóranna á Suðurlandi. Verðkr. 1235,00. GENGNAR LEIÐIR Minningaþættir átta samferðamanna. Verðkr. 697,80. Tliroilor Gunnl;iugv>on Ini l{j.jimi;ilanili Jökulsárgljúfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.