Morgunblaðið - 16.12.1983, Page 46

Morgunblaðið - 16.12.1983, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Staðan í úrvalsdeíld STADAN í úrvalsdeildínni eftir leik KR og Vals og UMFN og Hauka er þannig: Njarðvík 10 7 3 789:741 14 KR 10 7 3 723:689 14 Valur 10 5 5 816:753 10 Haukar 10 5 5 707:727 10 Keflavík 9 4 5 610:684 8 ÍR 9 1 8 664:715 2 Framarar unnu ÍS EINN leikur fór fram í 1. deild- inni í körfubolta í gærkvöldi. Fram sigraði ÍS 64:58 í íþrótta- húsi Kennarahóskólans. Eftir leikinn er staóan þann- ig í 1. deildinni: Þess ber að geta, aö staöan í blaðinu í gær var ekki rótt: Leikur UMFL og Þórs gleymdist í þeirri töflu, en hann var leikinn í síðustu viku. Staðan: Fram 10 8 2 788:645 16 ÍS 10 6 4 766:680 12 Þór 8 5 5 682:677 10 UMFL 8 4 4 542:512 8 Grindavík 9 4 5 612:611 8 Skallagr. 9 0 9 536:813 0 Landslióshópur í borótennis STEFÁN Konráðsson, ný- skipaður landsliðsþjálfari í borðtennis hefur valið lands- liðshóp þann sem æfa mun fyrir Evrópudeildina á Möliu í lok janúar. Hópurinn er þannig skipaö- ur: Gunnar Finnbjörnsson, Ern- inum, Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, Jóhannes Hauksson, KR, Kristinn Már Emilsson, KR, Kristján Jónasson, Víkingi, Stefán Konráösson, Víkingi, Tómas Guðjónsson, KR, Tóm- as Sölvason, KR, Arna Sif Kjærnested, Víkingi, Ásta Urb- ancic, Erninum, Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB og Sig- rún Bjarnadóttir, UMSB. Tveir karlar og ein kona fara á mótiö. Viðar með Keflvíkingum — íkvöldgegnÍR EINN leikur verður í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld, Keflvíkingar og ÍR- ingar mætast í Keflavík kl. 20. Leikurinn átti skv. mótaskrá að vera á sunnudaginn og þá í Hagaskóla en því var breytt. Skv. upplýsingum Morgun- blaösins mun Viöar Vignisson aö öllum líkindum leika meö Keflvíkingum. Hann stundar nám í Bandaríkjunum en er kominn heim í jólafrí — en eins og mönnum er ef til vill enn í minni lék hann meö Keflvíkingum í jólafríi sínu í fyrra. Leikið í Digra- nesi í kvöld LEIKUR HK og Gróttu í 2. deild í handbolta veröur í Digranesi, nýja íþróttahúsinu viö Digra- nesskólann í Kópavogi, í kvöld kl. 19.30 — ekki á Sel- tjarnarnesi eins og sagt var í gær. Skv. mótaskrá átti leik- urinn aó vera þar en því var breytt. ísland mætti Pélyerjum í gaer: Níu marka tap PÓLVERJAR sigruöu íslenska landsliöið í handknattleik í gærkvöldi með 24 mörkum gegn 15 er liöin mættust í Rostock. í hálfleik var ataðan 10—6 fyrir Pólverja. Þrátt fyrir að Pólverjar hafi unniö stóran sigur og örugg- an þá voru þeir í nokkru basli með íslenska liðið þar til alveg undir lok leiksins. Pólverjar náðu að skora sex mörk gegn aöeins tveimur á síðustu 12 mínútum leiksins. Þaö hafði veruleg áhrif á leik íslenska landsliðsins aö stór- skytturnar Sigurður Sveinsson og Kristján Arason léku ekki með. Sigurður þurfti aö fara til V-Þýskalands til að leika með liði sínu og Kristján Arason meiddist illa í öxl í leiknum gegn A-Þ/óð- verjum og leikur ekki meira með ytra. Þá er Atli Hilmarsson meiddur á læri og lék því ekki með og Alfreð Gíslason gat ekki mætt í leikina í Rostock. Þannig að þaö er skarö fyrir skildi eins og sjá má á þessari upptalningu. Þaö var nokkurt jafnræöi með liöunum í gær í upphafi leiksins og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaöur var staöan 7—5 fyrir Pólverja. Þeir léku vörn sína framarlega og klipptu íslensku hornamennina al- veg út úr spilinu. Þaö varö til þess aö sóknarleikur íslenska liösins riölaöist nokkuö og var nokkuö mikiö um hnoö inná miöju vallar- ins. Síöustu 15 mínútur fyrri hálf- leiksins var vörn og markvarsla ís- lenska liösins allgóð og skoruöu Pólverjar þá aöeins þrjú mörk en íslenska liöiö hinsvegar aöeins eitt mark. I upphafi síöari hálfleiksins var • Páll Kolbeinsson, ungur og mjög efnilegur körfuknattleiksmaöur í liöi KR, lék vel í gær gegn Val. mikill kraftur í pólsku leikmönnun- um og þeir komust í 13—6, en þá kom góöur kafli hjá íslenska liðinu, sá besti í leiknum, og þaö skoraöi fjögur mörk í röö án þess aö þeim pólsku tækist aö svara. Staöan því oröin 13—10. En þar meö var draumurinn búinn. Pólsku leik- mennirnir tóku leikinn alveg í sínar hendur, komust í 18—13 og í lokin skoruöu þelr svo sex mörk gegn tveimur. Skástu menn íslenska liösins í gær voru Páll Ólafsson og Jens Einarsson. Steinar og Sigurð- ur áttu góöa spretti en daufa þar á milli. Mörkin t gær skoruöu Páll 7, Siguröur 4, Steinar 3 og Þorbjörn 1. — ÞR. Kristján Arason er meiddur á öxl og lék ekki meö landsliöinu í gærkvöldi. Sanngjprn KR- sigur á Islands- meisturunum KR-INGAR unnu sanngjarnan sig- ur á íslandsmeisturum Vals í úr- valsdeildinni í körfuknattleik 62:60 í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöldi í fjörugum og spenn- andi leik eftir aö Valur hafði haft yffir, 37:32, í hálfleik. Baráttugleði og viljastyrkur KR-inga skóp þennan sigur þeirra. Þeir voru undir í hálfleik, en í seinni hálf- leiknum voru þeir mun ákveðnari og veröskulduðu sigurinn. I upphafi leiksins voru KR-ingar yfir, fyrst 4:0, síöan 10:4, en fljót- lega náöu Valsarar aö minnka muninn og komast yfir. Þeir voru sterkari mestan hluta hálfleiksins, en náöu ekki að hrista KR-inga af sér. Munurinn varö sem sagt aldrei mikill — aldrei meiri en fimm stig. KR-ingar byrjuöu aö saxa á for- skotiö strax í upphafi seinni hálf- leikslns. Þeir komu mun ákveönari til leiks eftir hlé, en þaö var ekki fyrr en sjö mínútur voru til leiks- loka aö KR-ingum tókst aö jafna, 56:56 meö fallegri körfu Ágústs Líndal utan af velli, og Guöni Guönason kom KR svo yfir, 58:56, stuttu seinna. KR hólt síöan foryst- unni þaö sem eftir var leiksins þó oft væru mjótt á mununum. Geysileg barátta var lokamínút- ur leiksins og áhorfendur voru vel meö á nótunum. Hvöttu sína menn vel. Stigin: Valur: Kristján Ágústs- son 25, Jón Steingrímsson 16, Torfi Magnússon 10, Tómas Holt- on 5, Leifur Gústavsson 2 og Einar Ólafsson 2. KR: Jón Sigurösson 16, Páll Kolbeinsson 10, Guöni Guönason 10, Ágúst Líndal 7, Geir Þorsteinsson 6, Kristján Rafnsson 4 og Garðar Jóhannesson 4. Ágætir dómarar voru Gunnar Valgeirsson og Siguröur Valur. — SH. Njarðvíkingar voru mun sterkari í lokin UMFN sigraði Hauka, 76—64, er liöin léku í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi í Njarðvík. í hálfleik var staðan 32—31 fyrir Haukum. Haukar byrjuöu leikinn mjög vel og eftir þrjár og hálfa mínútu var staöan oröin 8—2 fyrir þá. En Njarðvíkingar hittu mjög illa og þaö var ekki fyrr en eftir sex mín- útna leik sem þeir skoruöu fyrstu körfuna utan af velli. Haukar héldu yfirleitt tveggja til sex stiga forskoti í fyrri hálfleik, en náöu mest sjö stiga forystu þegar 14 mínútur voru búnar af leiknum, 19—26. En þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik komust Njarövík- ingar í fyrsta skipti yfir, 27—26, skoruöu átta stig í röö án þess aö Haukar svöruðu. Jafnræöi var svo á síöustu mínútunum og eitt stig skildi liöin þegar flautaö var til leikhlés. Þegar sjö mínútur voru liönar af síöari hálfleiknum tóku Njarövík- ingar smá sprett og náöu sjö stiga forskoti. En aldrei meira fyrr en síöustu sex mínútur leiksins, þá fóru leikmenn UMFN vel í gang og náöu öruggri forystu i leiknum og tryggöu sér sigur. Mesti munur var 17 stig þegar tvær og hálf mínúta var eftir, 71—54. Njarövíkingum tókst aö skora 14 stig í röö án þess aö Haukum tækist aö svara fyrir sig. Bestu menn Njarövikinga í þess- um leik voru Sturla örlygsson, Isak Tómasson og Gunnar Þorvaröar- son. Hjá Haukum var Pálmar lang- bestur og reyndar var hann líka langbesti maöur vallarins, lék mjög vel, bæöi í vörn og sókn. Þá var Reynir Kristjánsson sterkur, sér- staklega í fyrri hálfleiknum. Stig UMFN: Sturla Örlygsson 19, ísak Tómasson 16, Valur Ingi- mundarson 16, Gunnar Þorvarö- arson 11, Kristinn Einarsson 8, Ingimar Jónsson 3 og Júlíus Val- geirsson 3. Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 27, Reynir Kristjánsson 16, Krist- inn Kristinsson 10, Hálfdán Mark- ússon 4, Eyþór Árnason 4, Sveinn Sigurbergsson 2 og Ólafur Rafns- son 1. — ÓT/ÞR. • Valur Ingimundarson var traustur í liði UMFN í gær. Hér nær hann frákaati. Ljósm./Morgunblaðið/Einar Valur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.