Morgunblaðið - 16.12.1983, Page 1

Morgunblaðið - 16.12.1983, Page 1
Föstudagur 16. desember Myndakreyting úr bókinni „Draumur okkar baggja“. Gleðipakki fyrir alla fjölskylduna Komin er út nýstárleg bók sem heitir „Draumur okkar beggja“ og er saga hinna vin- sælu Stuðmanna í myndum og máli. Bók þessi er ekki hvað síst sérkennileg fyrir það, að hún inniheldur ekki aðeins bundið og óbundið mál heldur fylgir henni plata, spil, og í henni er að fínna sönglaganót- ur og ýmislegt fleira óvænt, sem allir fjölskyldumeðlimirn- ir ættu að geta unað sér við. Það mætti því kalla þessa af- urð ekkert síður pakka en bók, þ.e. gleðipakka fyrir alla fjölskylduna, eins og einn að- standenda bókarinnar nefndi hana. En þar eð bókin er um margt óvenjuleg, ekki hvað síst útlitslega séð, þá ræddum við við Kristján E. Karlsson, sem bar hitann og þungann af útliti og uppsetningu bókar- innar. Kristján er útskrifaður úr Myndlista- og handíða- skóla íslands og er þetta í fyrsta sinn sem hann fæst við vinnu af þessu tagi. ELLEN FREYDlS HJÖRDlS Hvað segja þau um boðorðin tíu? Fyrir ári gerði blaðið Welt am Sonntag könnun á afstöðu þýskra borgara til almenns siðferðilegs gild- is boðorðanna tíu. I Ijós kom að sjö af hverjum tíu litu boðorðin sem bindandi lífsreglur. Við segjum nánar frá niðurstöðum þessarar könnunar og spyrj- um nokkra íslendinga um afstöðu þeirra til boðorð- anna tíu, hvort þau eigi við í nútímanum og hvaða gildi þau hafa fyrir þá persónulega. Þau sem svara þessum spurningum eru: Hjördís Hákonardóttir, borgardómari, Arni Bergur Sigurbjörnsson, prestur, Ellen Freydís Martin, nemi, Snorri Ingimarsson, læknir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistar- maður, og Þorsteinn Pálsson, þingmaður. QUÐRÚN SVAVA Tískuhönnuðir í hátíðarskapi ... Nú eru að koma jól og einnig er framundan árshá- tíðarvertíðin svokallaða, við báðum þv( tvo íslenska tískuhönnuði, þ*r Mariu Lovísu og Stellu, að draga fram hátíðarbúningana. Hvað er að gerast? 60/61 Heimilishorn 70/71 Fólk í fréttum 73 Sjónvarp næstu viku 62/67 Myndasögur 72 Dans/bíó/leikhús 74/79 Útvarp næstu viku 68 Skák/bridge 72 VeSvakandi 78/79 Arni bergur SNORRI ÞORSTEINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.