Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 12 Engin þjóð má gleyma fortíð sinni Nýársávarp forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur Góðir fslendingar. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegs árs. Þjóð má aldrei gleyma fortíð sinni. Með hækkandi sól á því ári sem nú fer í hönd horfum við til þess að halda upp á merkilegt þjóðarafmæli. Um þetta leyti fyrir réttum fjörutíu árum, árið 1944, dró til mikilla tíðinda á ís- landi. Hafist var handa um und- irbúning lýðveldistöku. Ríkis- stjórn Islands lagði fram á Al- þingi tillögu um sambandsslit við konungsríkið Danmörku og jafnframt var lögð fram lýðveld- isstjórnarskrá þjóðar okkar. f þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór um málið 20.—23. maí varð mesta kjörsókn sem um getur á íslandi, 98,6% atkvæða- bærra manna gengu að kjör- borðinu til að láta í ljós vilja sinn og 99!6% greiddu atkvæði með fullum skilnaði við Dan- mörku. Ákveðið var að lýðveldið skyldi stofnað á hinum forn- helga stað fslendinga á Þingvöll- um 17. júní það ár, á afmæli Jóns Sigurðssonar, forseta Hins ís- lenska bókmenntafélags og frelsishetju íslendinga á 19. öld. Hann var ávallt nefndur Jón for- seti. Mestan hluta ævi sinnar bjó hann í Kaupmannahöfn, þar sem hann barðist fyrir sjálfstæði ís- lendinga og brýndi nokkuð sinnulausa landa sína til dáða í hvatningagreinum sem hann sendi heim til íslands í tímariti sínu Nýjum Félagsritum. Sumarið 1944 geysaði heims- styrjöldin síðari umhverfis fs- land á fimmta ári. Daglega bár- ust til landsins fregnir af víga- málum. Mannslíf og verðmæti voru einskis virt í þeim hildar- leik og bera enn margar þjóðir þess merki. Enda þótt fslend- ingar færu ekki varhluta af þeim ógnarlega ófriði milli manna stefndu þeir fast að sínu marki. Haldin var mikil lýðveldishátíð á Þingvöllum hinn 17. júní 1944, núverandi stjórnarskrá okkar samþykkt einróma og fyrsti for- seti lýðveldisins kjörinn. Það var Sveinn Björnsson. Hann hafði verið ríkisstjóri á íslandi frá því í styrjaldarbyrj- un, áður sendiherra okkar í Kaupmannahöfn, en kallaður heim til ráðgjafar um utanrík- ismál er sambandið rofnaði milli Danmerkur og íslands vegna hermálanna. Með lýðveldistökunni urðu mestu þáttaskil til framfara í þjóðarsögu íslendinga. Því eru þessir atburður rifjað- ir hér upp í smáatriðum að því hefur æ oftar brugðið fyrir und- anfarið að þeir séu að fyrnast í minni manna. En þeir mega aldrei gleymast og aldrei verða þeir fullþakkaðir. Hugarþel ís- lendinga og íslandsvina við lýð- veldisstofnun er varðveitt í ótal ræðum sem fluttar voru. „Sumir dagar í ævi þjóðanna eru eins og tindar, sem gnæfa hátt og við himin, sveipaðir ljóma hækkandi sólar. Dagurinn í dag er slíkur dagur í sögu hinnar íslensku þjóðar, því er það mikil gæfa og óumræðilegt fagnaðarefni að mega lifa þennan dag, upprisu- dag hins íslenska lýðveldis," sagði einn ræðumanna á Þing- völlum á ógleymanlegum degi 1944 — og annar: „Bjartasti dag- ur í sögu þjóðar vorrar í mörg hundruð ár er upp runninn. Fagnaðaralda fer um alla þjóð- ina frá innstu afdölum og fram á annes..." Hjá hvorugum þessa einörðu ættjarðarvina var það ofmælt. Um það ber vott einhuga vilji íslendinga til að ráða málum sínum sjálfir með eigin lýðveldi. Gæði lýðveldis okkar og sjálf- stæði's eru svo augljós að á þau verður æ og aftur að minnast. Einnig tildraganda þess hvernig við öðlumst þau. Því engin þjóð má gieyma fortíð sinni. Af fortíð- inni má draga mikinn lærdóm til aukinnar visku og allar þjóðir eru hverju sinni niðurstaða þess sem á undan er gengið í sögu þeirra. Vigdís Finnbogadóttir Það er mikið ævintýri hvernig íslensk þjóð hefur vaxið og dafn- að á fjórum áratugum. Þegar lýðveldið var stofnað voru ís- lendingar rétt 126 þúsund en eru nú rúmlega 238 þúsund. Þeim hefur fjölgað um 112 þúsund manns, sem ganga jafnt og þétt til liðs við að reka þjóðarbúið eftir því sem tíminn rennur sitt skeið. Og fjölgar enn til farsæld- ar. Á fjörutíu árum höfum við orðiö vitni að vaxandi hagsæld og velmegun, stórir byggða- kjarnar hafa risið um allt land, virkjanir og verksmiðjur hafa verið reistar, húsakostur og tæknivæðing í sveitum er til þeirrar fyrirmyndar að athygli vekur. Við höfum eignast flota og fiskiver, iðnaður hefur blómg- ast. Síðast en ekki síst ber að minnast þess sem hefur áunnist við að græða sjálft landið. Aldrei megum við tapa sýn af því mikilvæga samstarfi þegn- anna í vantrú á að hvergi sé neitt jákvætt í sjónmáli. Okkur ber alla tíð að nota hvert eitt aukahandarvik til að hlú að þessu gjöfula landi. Allt sem gróðursett er og gert af bjart- sýni og trú á landið kemur til góða þegar fram líða stundir. Öll þau ár sem upplýstur hug- ur og gjörv hönd hafa starfað saman í þessu landi höfum við lagst á eitt um að gera landið byggilegra og líf fólksins sem í því býr svo viðunanlegt sem raun ber vitni. Þrekvirki okkar hefur verið að gera hér allt úr garði sem hér byggju milljónir en ekki 240 þúsund manns er standa hér undir sjálfstæðum þjóðarbúskap. Við eigum allt ís- lendingar, sem velmegunarþjóð- ir erlendis hafa skapað sér — ef ekki nokkuð meira. Fámenni okkar gerir það að við þekkjum svo til öll hvert til annars, vitum um ættir hvers annars og vitum um kjör nágrannans. Kjör okkar allra sem heildar er okkur sam- eiginlegt hagsmunamál. Við búum við þau gæði umfram flestar þjóðir, að samstaða okkar er slík að á íslandi fær helst enginn að deyja einn, né heldur að fæðast til þjóðfélags- ins aleinn og umkomulaus. Við erum stundum ósköp gleymin á þennan munað, sem þó gerir okkur að þeirri þjóð sem við er- um á líðandi stundu. Til þessa nýja árs göngum við nú fram með eigur okkar og menningu í handraðanum. Með íslenska menningu okkar í vega- nesti ásamt nokkrum veraldar- auði, leggjum við á nýjan bratta. Við erum í þessu landi sérhver einstaklingur arftaki alls þess sem unnið hefur verið til að skapa þjóðarheild: Við eldri höf- um lagt þar hönd á plóg; þeir sem yngri eru grípi handtakið og rétti það æ nýjum þjóðfélags- þegnum. Þetta handtak er ávallt gefið með trú á framtíðina. Ann- ars væri það ekki til. Mér hefur innanlands sem utan orðið tíðrætt um menningu íslendinga og reynt að vekja á henni athygli. En svo má lengi hrópa eitt orð að menn hætti að heyra, nema þeim sé því ljósara inntak þess. Menning er dregið af orðinu maður og táknar fram- lag mannsins til allra þátta sam- félagsins, þróunar þess og upp- byggingar. Sérhver þjóð í heimi á sér sína menningu sem er að hluta til erfikenningar um hvernig menn fortíðar hafa lifað og unnið. Það er fyrir íslenska tungu, sameigningartákn þjóðar okkar að við þekkjum sögu for- feðra okkar og líf. Orðið er dýrmætt. Hvenær sem við látum í okkur heyra flytjum við hugsun okkar út og metnaður okkar er að hún sé sem jákvæð- ust. Mikil svartsýni slævir hug- ann, skapar vonleysi og brýtur niður baráttuþrek, þótt við séum fámenn á mælikvarða stórþjóða og land okkar lítið mælt við hin stóru meginlandssvæði getur jákvæð rödd okkar vegið þungt. Það er hlustað á okkur íslend- inga í heiminum ef við trúum á það sem við erum að segja. Orð okkar verða varðveitt. Til þess verndum við hið ritaða mál okkar og aðal þess bókina. „Róið íslendingar — nú er lag —“ sagði Jón Sigurðsson, þegar hann sendi löndum sínum boð fyrir hundrað árum um að vel mætti í þeim heyrast í þeirra eigin sjálfstæðisbaráttu. Honum og þeim sem hann blés þá anda í brjóst eigum við að þakka hver við erum. Róið nú íslendingar til að halda giftu okkar í samstöðu þótti gefi á bátinn. Róið nú ennfremur í samfélagi þjóða til að mál okkar heyrist um víða veröld til austurs sem til vest- urs. Boðskapur okkar til heims- ins hlýtur að vera friðarboð- skapur, við íslendingar erum stolt þjóð. Við vitum að við ráð- um okkur sjálf, og fáum ráðið við okkar mál, ef við fáum aðeins að ganga til leiks í samfélagi þjóðanna með tryggingu fyrir heimsfriði. Þá verður okkur lífið enn betra þegar fram líða stund- ir á eylandi okkar norður í höf- um, sem okkur hefur tekist að virkja til að hýsa betra mannlíf en nokkru sinni áður hefur þekkst í þessu landi. Við þessi áramót beini ég enn máli mínu til unga fólksins. Ég bið það gæta vel lífs síns. í því felst von okkar og framtíð. Allt sem gert er í trássi við lög og reglur samfélagsins getur dregið á eftir langan slóða óhamingju. Gætið að heilsu og umfram allt varist vágesti sem spilla henni. Þjóð okkar má engan einstakling missa um aldur fram. Það á að rækta það sem búið er að sá til, leggja vinnu í að viðhalda því og ekki kasta neinu á glæ. Það er ósk mín okkur íslend- ingum til handa að við megum minnast 40 ára afmælis lýðveld- is á fslandi í sátt við okkur sjálf og sem fyrirmynd friðarvilja öðrum þjóðum til eftirbreytni. Þar ofan á skaðar ekki að bæta þeirri hlýju sem býr með okkur öllum, því þegar til kast- anna kemur vill ekkert okkar viljandi illt öðrum gera. Gleðilegt nýtt ár. A hreindýraslóðum Þingfréttaritari: Páll Magnús- son ráðinn ÍJTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sín- um á fimmtudaginn að ráða Pál Magn- ússon, blaðamann, í starf þingfréttarit- ara sjónvarpsins. Hlaut Páll 6 atkvæði, en Herdís Þorgeirsdóttir hlaut I at- kvæði, en aðrir ekkert. Átta sóttu um stöðuna: Páll Magn- ússon, Herdís Þorgeirsdóttir, Guð- laugur Tryggvi Karlsson, Jón Sigur- geirsson, Árni Bergur Eiríksson og Birna Þórðardóttir. Tveir óskuðu nafnleyndar. Sex vinabæir á Grænlandi ísafjarðarkaupstaður hefur tekið upp vinabæjatengsl við Nanortalik í Græn- landi, sem er syðsta sveitarfélagið af átján á Grænlandi. ísafjörður er sjötta íslenzka sveit- arfélagið sem kemur á vinabæja- tengslum við Grænland. Akureyri hefur verið í vinabæjatengslum við Narssasuak síðan 1974, Kópavogur við Angmagssalik frá 1976, Nes- kaupstaður við Maniitsoq frá 1981, Akranes við Quaqortoq (Juliane- haab) frá 1982 og Seltjarnarnes við Paamiut (Frederikshaab). Þetta hreindýrastóð var á beit við þjóðveginn og tók á rás er ljósmynd- ari MBI sem þarna átti leið um Bæj- arhrepp í A-Skaftafellssýslu rétt fyrir .áramótin smellti af þessari mynd. „Maður hefur varla séð dýr und- anfarið sagði," Egill Benediktsson bóndi að Volaseli, er hann var spurður um hvort mikið væri um að hreindýrastóð héldu sig svo nálægt byggð. „Þau eru alltaf í stórum hópum hér í kring og fjöl- lunum fyrir ofan og lengi i haust voru þau mikið niðri í byggð. Það er algengt að sjá þau um það leyti þó ekki sé snjór á fjöllum. En þau hafa styggst eitthvað, kannski verið skotið á þau, því núna und- anfarið hefur ekkert sést af þeim. Ég hef gaman af því að hafa þau Morgunblaðið/ Friðþjófur. hér í kring, það er margt af þeim að læra og þau eru sérstaklega róleg þegar ekkert er til að styggja þau. Sitthvað sem fyrir liggur hafa þau sér til lífsviðurværis, narta í lyng og grastæjur, en ekki held ég það séu stórir kjaftfyllir, né fjölbreytt, sagði Egill Bene- diktsson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.