Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 39 Stefanía Guðbjörg Gestsdóttir - Minning Fædd 16. október 1903 Dáin 27. desember 1983 ’• ■*; „Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá.“ (H. Andrésdóttir.) Þessar ljóðlínur koma upp í huga okkar systkinanna er við kveðjum ömmu okkar í dag. Amma fæddist að Miðdalskoti í Kjós 16. október 1903. Hún var elzt af átta börnum hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur og Gests Bjarnasonar sem síðar bjuggu að Hjarðarholti í sömu sveit. Af þessum stóra systkinahópi eru nú þrír bræður á lífi. Amma giftist 10. október 1936 afa okkar, Helga N. Guðvarðarsyni. Hann lést um aldur fram 26. maí 1956. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: Erna, móðir okkar, fædd 1937, Sævar, fæddur 1938, og Hjördís, fædd 1946, hana misstu þau aðeins viku gamla. Beztar minningar eigum við um ömmu á heimili hennar, Eiríks- götu 33, sem var henni svo kært. Þar bjó hún í tuttugu og sex ár með góðu sambýlisfólki, þar til 1980 er hún fluttist til dóttur sinn- ar og tengdasonar á Víðivangi 4 í Hafnarfirði. Allt var þar gert til að gera henni ævikvöldið ánægju- legt. Vart er hægt að hugsa sér betri umönnun dóttur fyrir móður sinni. Þann 16. október síðastliðinn varð amma áttræð. Naut hún sín vel í hópi ættingja og vina. Haft var á orði hve ungleg hún væri þót't líkamlegt og andlegt þrek hennar færi þverrandi. A hjúkr- unarheimilinu Sólvangi dvaldist hún í tvo mánuði. Þar fékk hún góða aðhlynningu unz yfir lauk. Nú er dagsverk elsku ömmu okkar á enda. Alltaf munum við minnast hennar sem ömmu á Ei- ríksgötunni, þar sem hún undi sér svo vel á sínu fallega heimili. Til hennar var ávallt gott að koma. Hafi húri þökk fyrir allt. Við kveðjum að sinni. Helga, Halla og Stefán. Þórður Jónsson - Minningarorð Fæddur 28. desember 1963 Dáinn 23. desember 1983 Þórður var sonur hjónanna Jóns Nielssonar, skipstjóra, og Jódísar Þorsteinsdóttur, er bjuggu fyrstu ár sín að Melabraut 63 á Seltjarn- arnesi. Þar fæddist Þórður og síð- an yngri bróðir hans, Bent. Fyrstu árin liðu í leik með frændum og vinum, sem síðan eiga ljúfar minningar um Dodda og Benna, eins og þeir voru jafnan kallaðir. Fjölskyldan flutti svo til Eski- fjarðar árið 1969. Þar var Doddi svo sín fyrstu skóla- og unglingsár og fór ungur á sjó með föður sín- um. Á sumrin skildi þá vík milli vina syðra um sinn uns fjölskyld- an flutti suður aftur og bjó sér heimili að Fífuseli 7 hér í Reykja- vík. Að loknu unglinganámi hóf Doddi nám í rafvirkjun við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og hafi nýlokið því er hann lést. Hann var góður námsmaður og mun hafa stefnt að framhaldsnámi í sinni iðngrein. íþróttir tóku mikið af tíma Dodda á uppvaxtarárunum, aðallega knattspyrna og frjáls- íþróttir, og var hann mikill áhuga- maður um íþróttir alla tíð. í námsfríum sínum var Doddi oftast til sjós á togurum og hafði drukkið í sig þann þrótt er þeir fá sem ungir fara í þann starfa, enda harðduglegur. Hár og þrekinn á velli, rólyndur en frekar dulur í skapi var hann, en dagíarsprúður, glaður og reifur í góðra vina hópi. Dodda er sárt saknað af frænd- fólki og vinum að Melabraut 57. En sárari er söknuðurinn hjá for- eldrum hans og systkinunurr Benna og Helgu. Mesti styrkurinri er í endurminningunum og þær eru allar góðar. Ég kveð Dodda með kærum þökkum fyrir allt. Oskar Jónsson. fluttumst í sama stigagang hér í Fífuseli. Kynni okkar urðu meiri er hann starfaði hjá mér í tvö sumur, þá fjórtán og fimmtán ára. Öðrum eins dugnaði og samvisku- semi hef ég aldrei kynnst hjá unglingi. Þórður hafði, er hann lést, nýlokið stúdentsprófi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti með góðum vitnisburði eins og hans var von og vísa. Með þessum fátæklegu orðum, viljum við, Dóri, Didda og Steini þakka Þórði goða kynningu og megi minningin um heilan og góð- an dreng styrkja foreldra hans og systkin í þeirra miklu sorg. „í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, og hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár.“ (Matth. Joch.) Blessuð sé minning Þórðar. Halldór H. Halldórsson t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, EINAR ÁGÚSTSSON, stórkaupmaöur, Safamýri 65, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju kt. 15.00 þriöjudaginn 3. janúar. Sigríður Einarsdóttir, María Á. Einarsdóttir, Trausti Ólafsson, Einar S. Einarsson, Guöbjörg Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Ágúst Einarsson, Hanna Valdís Guðmundsd. og barnabörn. 1 Alúöarþakkir til allra þeirra er hlýhug vegna andláts og útfarar \ auösýnt hafa okkur samúö og GRÉTARS KRISTINSSONAR, Hraunbrún 53, Hafnarfiröi. Nanna Snasdal, Jakob Bjarnar Grátarsson, María Anna Þorsteinsdóttir, Atli Geir Grétarsson, Þorsteinn Antonsson, Stefán Snssr Grétarsson, Guðlaug Elísa Kristinsdóttir, Kristinn Helgason. Ég var á heimleið norðan úr landi ásamt fjölskyldu minni þann 27. desember sl. er ég heyrði and- látsfregn Þórðar. Okkur setti hljóð. Áð hann Doddi væri dáinn, það gat ekki verið satt, þessi ljúfi og efnilegi piltur í blóma lífsins. En engu að síður, það var stað- reynd. Þórði og fjölskyldu hans kynnt- umst við fyrst sumarið 1976 er við t Innilega þökkum vlö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinar- hug vegna andláts GUÐNA A. JÓNSSONAR, úrsmiös. Ólaffa Jóhannesdóttir, Anna Guönadóttir, Páll Stefánsson, Sunna Guönadóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Guönadóttir, Björn Ólafsson og barnabörn. Laugardagur eða sunnudagur? Hvers vegna eru guðsþjónustur í flestum kirkjum haldnar á sunnudögum? Var laugardagurinn, sjöundi dagur vikunnar, ekki hvfldardagur í upphafi? Fáein kristin samfélög halda guðsþjónustur sínar á laugardögum, sjöunda degi vikunnar. En í flestum kirkjum er sunnudagurinn, fyrsti dagur vikunnar, tilbeiðsludagur. Rætur þessa liggja langt aftur í aldir, og í raun réttri benda gild rök til þess, að kristnir menn á dögum Nýja testamentisins hafi komið saman á sunnudögum. Þegar Páll hitti söfnuðinn í Tróas, segir Biblían: „Vér vorum saman komnir fyrsta dag vikunnar til þess að brjóta brauðið,“ þ.e. til að tilbiðja Guð og neyta heilagrar kvöldmáltíðar (Post. 20,7). Páll hvatti líka söfnuðinn í Korintu til að taka samskot handa fátækum kristnum mönnum „hvern fyrsta dag vikunnar" (1. Kor. 16,2). Höfuðröksemd flestra kristinna kirkna fyrir því, að þær halda guðsþjónustur á sunnudögum, er sú, að þær eru að minnast upprisu Jesú Krists og upphafs nýrrar aldar, sem hófst við þann atburð. (Það var á fyrsta degi vikunnar, sunnudegi, sem Jesús reis upp frá dauðum og birtist lærisveinunum). í Kristi rætt- ust spádómar Gamla testamentisins, og hann hefur líka „fullnað" lögmál Gamla testamentisins með því að halda það út í yztu æsar. Sú grundvallarregla að ætla einn dag í viku til þess að tilbiðja Guð er skýr í ritningunni, og henni er fullnægt með því að hafa sunnudaginn drottinsdag. En það er líka annað, sem vert er að hafa í huga og skiptir miklu máli. Það er að sönnu mikilvægt að ákveða einn dag í vikunni til guðsþjónustu, en í vissum skilningi eigum við að helga Guði alla daga vikunnar. Lifið þér dag hvern í samfélagi við Krist? Gerið það að venju að snúa huganum til hans í byrjun hvers dags. Gangið síðan með honum í trú og hlýðni allan daginn. t Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, ÁRNA JÓNSSONAR. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Þór Árnason, Páll Árnason, Ragnar Árnason, Ásdís Árnadóttir, Jón Bergsveinsson. t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför HANNESAR ARNÓRSSONAR, fyrrum símstöövarstjóra í Sandgerði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Keflavíkur. Anna H. S' Magnús Hannesson, Erna Hannesdóttir, Arnór Hannesson, Sigríöur Hannesdóttir, Jóhann Hannesson, Matthías Hannesson, Snorri barnabörn o reinbjörnsdóttir, Erla Eyjólfsdóttir, Helgi Arnlaugsson, Þuríöur Kristinsdóttir, Einar Júliusson, Sigurrós Magnúsdóttir, Ingveldur Magnúsdóttir, Haraldsson, g barnabarnabörn. Lokað í dag 3. janúar vegna jaröarfarar EINARS ÁGÚSTSSONAR. Einar Ágústsson & Co. st. Heildverslun, Ðrautarholti 4, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.