Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 7 Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á einn eöa annan hátt á 70 ára afmœli minu 19. desember sl. Hjartans þakkir. Sranborg Sæmundsdóttir. Talskólinn Námskeið í framsögn og taltækni 5 vikur 20 kennslustundir. 9. og 10. janúar 13. og 14. febrúar 19. og 20. mars. Innritun daglega í síma 17507 kl. 16.00—19.00. Þeir sem hafa þegar skráð sig vinsamlega staö- festið innritun fyrir 6. janúar. Talskólinn, Skúlagötu 61, sími 17507. útvarp, sílsalistar, grjótgrlnd. Verð 265 þús. (Skipti.) Daihatsu Taft diesel 1982 Hvítur, ekinn aðeins 9 þús. km. Sportfelgur o.fl. Verö 410 þús. Volvo 244 GL 1980 Brúnsanz, ekinn 56 þús. sjálfskipt- ur, aflstýri, útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Verö 310 þús. Skipti á ódýrari. Toyota Crown diesel 1982 Blágrár, ekinn 33 þús. Sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband, snjó- dekk, sumardekk, grjótgrind, over- drif. Veró 490 þús. Skipti á ódýrari. Volvo 245 GL 1982 Gráblár, ekinn 33 þús. aflstýri, út- varp, segulband, snjó- og sumar- dekk, overdrive, sílsalistar, grjót- grind, dráttarkúla, litað gler. Verö 460 þús. Skipti BMW ofl. Bílamarkaðurinn, Grettisgötu þakkar viðskipti á gamla árinu og óskar viðskipta- mönnum sínum gleðilegs nýs árs. Daihatsu Charade XTE 1981 Rauður, ekinn 41 þús. km. Spar- neytinn framdrifsbíll. Verð kr. 185 þús. Góö lán. Daihatsu Charmant 1983 Hvítur, 4ra dyra, ekinn 3 þús km. Sjálfskiptur. Snjó- og sumardekk. Verö 310 þús. Ath. skipti. M. Benz 307 1978 Gulur, ekinn 126 þús. km. Aflstýri, útvarp. Urvalsbíll. Verö 350 þús. (Skipti). International Scout 1979 Blár og hvítur, 8 cyl. sjálfskiptur með öllu. Útvarp og segulband. Breið dekk. Sportfelgur. Jeppi í toppstandi. Verð kr. 350 þús. (skipti ath.). Volvo Laplander 1980 Litur: Grár. Ekinn 2500 km. Verð 230 þús. Nú er rétti tíminn til bilaksupa. Ýmis kjör koma til greina. Komiö með gamla bílinn og skiptiö upp i nýrri og semjið um milligjöf. Bílar á söluskrá sem fást fyrir skuldabréf. Frjalst oKa* dagblaö ,iia5ur árs*nS ioncrl ’-NSiONO*6LLei»T« SCMNAM Málgagn sós/atóma, verka/ýðs- j| hreyfingar og þióðf.r_..„ Gott ár - rrrnðflÓSiálfstaeaisbaráttan Hermangsar — á komandi ari Hófleg bjartsýni Forystugreinar dagblaðanna um áramót bera allar svipmót afla- samdráttar og efnahagsþrenginga, sem tengjast nýbyrjuðu ári og sníða afkomu þröngan stakk. Hinsvegar hefur tekizt að ná niður verðbólgu með ólíkindum, eða úr 130—150% vexti, á fyrstu mánuðum ársins, niður í nálægt 20%. Sá árangur auðveld- ar okkur að undirbyggja sókn til betri lífskjara, ef samheldni ríkir á nýju ári og viö glutrum ekki niður þeim mikilsveröa árangri, sem náöst hefur. Það á því að vera hægt að líta með hóflegri bjartsýni til næstu framtíðar. „Einstakur árangur“ Uagblaöið Vísir segir í forystugrein á áramótum: „Að því er varðar stöðu lands og þjóðar, afkomu og efnahag íslendinga, fer ekki á milli mála að um- talsverðasta breytingin sem átt hefur sér staö á þessu ári er árangurinn í baráttunni gegn verðbólg- unni. í upphafi ársins og fram eftir fyrstu mánuðum þess var öllum Ijóst að óðaverð- bólga var að kollsigla þjóð- arskútuna. Þegar veröbólg- an nam rúmlega 130% á miðju ári var sýnt að þjóð- arbúiö, heimilin, atvinnu- fyrirtrekin og einstaklingar allir stóðu frammi fyrir al- varlegasta efnahagsskip- broti sögunnar. Undir forystu nýrrar rík- isstjórnar var ráðist til at- lögu gegn þessum fjanda. Viðnámið hófst og ótrúleg- ur árangur hefur þegar komið í Ijós. Við þessi áramót melist verðbólgan innan við 20% og allt niður í 10% á árs- grundvelli. Þessi útkoma hefði þótt kraftaverk ef einhver hefði þorað að spá um hana á miðju ári. Og hún er kraftaverk, einstak- ur árangur, sem allir hljóta að fagna og þakka.“ „Erfiðleikar steðja að íslenzku atvinnulífi“ Alþýðublaðið gagnrýnir kaupmáttarskerðingu í ára- mótaleiðara, en segir síð- an: „Og hér hefur þó ekki verið minnzt á þá erfið- leika sem steðja að is- lenzku atvinnulifi og hafa m.a. birzt í stórauknu at- vinnuleysi síðustu mánuði. Því miður virðast engin þau teikn á lofti sem boða bjartari tíma í þeim efnum. íslenzkur sjávarútvegur mátti allra sízt við því nú á gífurlegum erfiðleika- tímum útgerðar og fisk- vinnslu, að jafnsvört skýrsla um ástand þorsk- stofnsins yröi sá kaldi raunveruleiki, sem við blasir. I>egar ofan á bætist úrræðaleysi og um margt fumkennd viðbrögð stjórn- valda, þá verður ekki séð annað, en áframhaldandi erfiðleikar með talsverðu atvinnuleysi verði viðvar- andi í íslenzku atvinnulífi á næsta ári.“ „Dýki sívax- andi eymdar“ Þjóðviljinn er með fjór- skiptan leiðara á gamla- ársdag: I) „Kjaraskerðing- arár, 2) „Atvinnuleysisár", 3) „Hermangsár" og 4) „Gott ár — gróðaár". Orð- rétt segir blaðið: „Inisund- ir heimila í landinu búa við skorL Launin duga ekki fyrir nauðsynlegum út- gjöldum. Frásagnir um vaxandi eymd berast á hverjum degi. Hjálpar- stofnanir fá í auknum mæli beiðnir um aðstoð frá inn- lendum heimilum. ísland hefur verið dregið niður í dýki sívaxandi eymdar. LÍeiftursóknarhöggið féll svo þungt að þorri lands- manna mun ekki bíöa þess bætur í áraraðir." „Ársins 1983 verður minnst fyrir þá sök að her- mangsöflun risu úr ösku- stónni," segir Þjóðviljinn, „og boöuðu blómatíma vaxandi vígbúnaðargróða í öllum landshlutum... “. „Ríkisstjórn Verzlunar- ráðsins hefur vissulega séð um sína. Með klingjandi kampavínsglösum fagnar forstjóraherinn merkum tímamótum. Árið 1983 hef- ur í þeirra sögu reynst ein- stakur tími. Gott ár. Gróða- ár“. „Snúum bök- um saman“ Áramótaleiðari Tímans fjallar m.a. um hjöönun vcrðbólgu, sem hafi reynzt meiri en björtustu vonir stóðu til. Samdráttur í afla og þjóðartekjum hafi hinsvegar aukið verulega á vandann. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi skerzt um 12%. Orðrétt segir Tíminn: „Tímar eins og þeir, sem íslendingar búa við nú, krefjast þess, að einstakl- ingar og stéttir snúi bökum saman og hjálpist að við að sigrast á vandanum. Tím- arnir gera ekki aðeins kröfu til þess að ríkisstjórn sé ábyrg, heldur stjórnar- andstaða einnig. Þess eru ekki fá dæmi, að öfgafull og óábyrg stjórnarandstaða hafi orðið frelsi þjóðar að falli.“ í öðrum leiðara sama dags segir Tíminn: „Hinar dökku horfur snerta hins- vegar svartsýnar spár um afla á nýja árinu og þaö alvarlcga ástand { fram- leiðslu- og atvinnumálum, sem þvi fylgir ef þær spár ganga eftir. Það verður því vandrötuð siglingin hjá stjórnendum þjóðarinnar 1984, þótt mörgum þyki vafalaust vandamálin létt- væg miðað við hörmungar I margra annarra þjóða.“ BALLETTSKOLI EDDU SCHEYING Skúlatúni 4 Ný námskeiö hefjast mánudaginn 9. janúar. Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 5 ára aldri. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—18. Afhending og endurnýjun skírteina laugardaginn 7. janúar kl. 14—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.