Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS m i/ffttu Kifm Um 1940 „Þegar breska setuliðið lagði Hringbrautina um 1940, lagðist íþróttastarf niður á melunum (ofan við Keflavíkurkirkju). Fluttu íþróttamenn sig þá í kvosina þar sem Skrúðgarðurinn er nú.“ Alþýðublaðinu 15. febr. s.á., segir að þeir félagar hafi gengist fyrir stofnun sundfélags og kennsla hafi verið áformuð þá um sumarið. En félagið virðist hafa lognast út af. Jakob hóf hins vegar sundkennslu í sjónum í Grófinni 1931. í Grófinni voru aðstæður sæmi- legar að sumarlagi. Grófin er hvilft sem gengur inn í Keflavík til norð- vesturs. Þar er nú Dráttarbraut Keflavíkur. Þar hafði verið gerð bryggja og grafið lón fyrir vélbáta. Þar kenndi Jakob sund til 1934 og þar var haldið eitt fyrsta sundmót í Keflavík. Kennsla þessi var á veg- um Ungmennafélags Keflavíkur. I afmælisriti UMFK 1959 rekur Jakob í nokkrum orðum aðdrag- andann að sundkennslu sinni í Keflavík. Segir hann að þeir Steinn hafi farið í fyrirlestraferð sína 1925. En það virðist misminni, sbr. áðurnefnda frétt í Alþbl. 1923. — o — lingmennafélag Keflavíkur var stofnað 29. sept. 1929 af 28 félögum í samkomuhúsinu Skildi. Fyrsti form. var Björn Bjarnason. Nokkru eftir stofnun félagsins keypti það samkomuhúsið Skjöld, sem stóð við Kirkjuveg. Það hús brann 1935. Næsta ár keypti félagið timburhús, sem varð samkomuhús félagsins frá 1936. Húsið hefur jafnan verið kallað Ungó, til stytt- ingar á hinu langa og opinbera nafni: Ungmennafélagshús. Allt til 1973 var Ungó eitt aðalsamkomu- hús Keflvíkinga. Fram til 1950 sinnti UMFK jöfn- um höndum menningar- og íþrótta- málum, eins og ungmennafélög gerðu fyrr á öldinni. Einna hæst ber störf félagsins að leiklistarmál- um. Árið 1932 endurvöktu ung- mennafélagar Lestrarfélag Kefla- víkur og ráku um árabil. Hug- myndin um sérstakt byggðasafn í Keflavík kom fyrst fram á fundum félagsins. Einnig fæddist hug- myndin um skrúðgarð bæjarins um sama leyti. Á þessum árum voru fá félög í Keflavík og því eðlilegt að ungmennafélagið yrði farvegur nýrra hugmynda og framkvæmda. En með vaxandi fólksfjölda í bæn- um breyttist þetta er ný félaga- samtök voru stofnuð. Fljótlega eftir stofnun félagsins komu fram hugmyndir um sund- kennslu og gerð sundlaugar. Á ár- unum 1937—39 var sundlaugin byggð. Fram til 1946 sá félagið um rekstur hennar, en sama ár var laugin afhent Keflavíkurhreppi til eignar. Auk sunds voru iðkaðir fimleikar og glíma. Handbolti frá 1933. Einn- ig fótbólti, þó hann hyrfi í skugg- ann fyrir frjálsum íþróttum, sem mjög voru iðkaðar allt fram undir 1960. Blómatími þeirra var um 1950. Eftir 1960 fer fótboltinn held- ur að sækja á, enda stöðugt unnið að endurbótum á núverandi íþróttasvæði við Hringbraut. Grasvöllur þar var tekinn í notkun í júlí 1967 með bæjakeppni á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Um 1933 —34 ruddu ungmennafé- lagar íþróttavöll á melunum ofan við Keflavíkurkirkju. Hann var 80 m langur og 50 m á breidd. I Dagbók Mbl. 30. júlí 1935 segir í stuttri frétt, að nýi völlurinn hafi verið vígður mánudaginn 29. júlí með leik við Hauka frá Hafnar- firði. Unnu Haukar þennan fyrsta leik hafnfirsks knattspyrnuliðs í Keflavík með 3:0. I fréttinni segir að Knattspyrnufélag Keflavíkur hafi leikið gegn Haukum. Trúlega er hér átt við fótboltamenn innan UMFK, frekar en að hér hafi verið á ferð sérstakt félag. Heimildir geta ekki um annað íþróttafélag í Keflavík á þessum árum en UMFK, ef skákfélag er frátalið, sem brátt skal sagt frá. Þegar breska setuliðið lagði Hringbrautina um 1940, lagðist íþróttastarf niður á melunum. Fluttu íþróttamenn sig þá í kvosina þar sem Skrúðgarðurinn er nú. Þar voru iðkaðar frjálsar íþróttir og knattspyrna leikin. En aðstæður voru slæmar, einkum fyrir þá sem æfðu fótbolta. Það kallaði á nýjan völl. Skömmu eftir 1950 var farið að keppa á malarvellinum við Hringbraut. En aðstaða þar var lengi erfið og völlurinn oft svo blautur að til stórvandræða horfði. Jafnframt var svæðið í Skrúðgarð- inum notað allt fram undir 1960, aðallega fyrir æfingar frjálsra íþrótta. Árið 1980 voru félagar í UMFK um 1000 talsins. í afmælisritum UMFK 1959 og 1979 segir nánar af starfi félagsins. Auk þess er fjöldi greina í blöðum um starf þess, einkum í Faxa.“ Sannleikurinn all- ur kemur þar í ljós Allt of lítið barnaefni í sjónvarpinu Kagnhildur ísleifsdóttir, Kópa- vogi, skrifar á annan t jólum: „Kæri Velvakandi! Ég er 7 ára og er að skrifa þér vegna þess að mér finnst allt of lítið barnaefni í sjónvarpinu. Mér finnst skömm að því, að það skuli ekki vera neitt fyrir börnin í sjónvarpinu á annan í jólum. Helst vildi ég fá að sjá meira af þáttum eins og til dæmis Tomma og Jenna, Mikka mús og Andrési önd. Jói og baunagrasið finnst mér líka skemmtilegt. Þakka fyrir birtinguna." Þorkell Hjaltason skrifar: „Ég vil þakka Jóhanni bróður mínum ágæta grein hans í Morgun- blaðinu 9. des. sl., „Seint er um lang- an veg að spyrja tíðinda". Eru það orð að sönnu, því að nú eru um 80 ár liðin frá téðum atburði. Segir bróðir minn þar satt og rétt frá atburða- rásinni eins og hún gekk til á þess- um dimmu haustdögum 1912. Og þar eð Jóhann hefir gert þessu hrísrifsmáli góð skil í opinberu fjöl- lesnu blaði, er ég ánægður með það. Sannleikurinn allur kemur þar í ljós. Þáttur Þorsteins Matthíassonar í 3. hefti Kvöldrúna er ekkert annað en staðlausir stafir og bull, er eng- inn tekur mark á, er sannleikann vill vita.“ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegiö, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisröng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Verðið er orðið fimm prósent hærr Rétt væri: ... orðið fimm prósentum hærra. Italska .gspænska ffyrír byrjendur. Upplýsingar og innritun í síma 84236 milli kl. 1 og 7 (13—19). Rigmor | SJÁLFSÞEKKING — SJÁLFSÖRYGGI | Námskeið Samskipti og f jölskyldulíf Flestum veröur æ Ijósara hve mikilvæg andleg líðan og sjálfsöryggi er í vinnu og einkalífi. Tilgangur námskeiösins er að leiðbeina einstakl- ingum aö átta sig á tengslum í fjölskyldunni og samskiptum í sambúð. Á námskeiöinu kynnast þátttakendur: • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann. • Hvað stjórnar sambandi fjölskyldumeðlima. • Hvað hefir áhrif á samband maka. • Hvaö leiöir til árekstra í einkalífi. • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir. T-JV Innritun og nánari upplýsingar í símum 21110 og 24145 kl. \ JF,. .Él'llrf 18—20. Dansinner, fyrir alla unga — sem aldna Dansskóli Heiöars Astvaldssonar mun veröa með tíma í eftirtöldum dönsum í vetur: SÉRTÍMAR FYRIR ELDRI BORGARA EINKATÍMAR SÉRTÍMAR Í GÖMLU DÖNSUNUM BARNAFLOKKAR SAMKVÆMISDANSAR FREESTYLE-DANSAR DISKODANSAR ROCK N’ROLL SÍMAR: 20345 38128 74444 onnssHðu INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 13—18 KENNSLUSTAÐIR | Reykjavík Brautarholt 4, Drafnarfell 4, Ársel, Hatnarfjörður Gúttó Félagsheimili Hjálparsveitar skáta Seltjarnarnes Félagsheimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.