Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 36 Samhjálp kvenna 6 vikna námskeiö hefjast 9. janúar nk., ef næg þátttaka fæst, mun Ást- björg Gunnarsdóttir, íþróttakennari, gefa kost á hressingarleikfimi fyrir konur er gengist hafa undir brjóstaögerö. Kennslustaöur íþróttahús Seltjarnarnes. Innritun og nánari upplýsingar í síma 33290, kl. 9—14 dag- lega. Hressingarleikfimi kvenna og karla Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 9. janúar nk. Kennslustaöir: Leikfimissalur Laugar- nesskóla og íþróttahús Seltjarnarnes. Gæt bætt viö örfáum konum í byrjenda- flokk. Fjölbreyttar æfingar — músik — sökun. Upplýsingar í síma 33290 kl. 9—14 daglega. Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 9. janúar. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. KdmýcSfo* Fellagörðum — Breíðholti III (í dansskóla Heiöars) Konur á öllum aldri Öðlist sjálfstraust í lífi og starfi 6 vikna námskeiö hefjast mánudaginn 9. janúar' KARON-skólinn leiðbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiðslu • fataval • mataræöi • hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Öll kennsla í höndum fær- ustu sérfræöinga. Allir tímar óþvingaöir og frjálslegir. Ekkert kynslóöabil fyrirfinnst í KARON-skólanum. ENNFREMUR 7 VIKNA MÓDELNÁMSKEIÐ í SÉRFLOKKI * KARON-skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð Hanna Frímannsdóttir Sími 38126. Metsölublod cí hverjum degi! Vinnueftirlitið um steinullarmengun: Lítil hætta á var- anlegu heilsutjóni VIÐ ÞÆR aðstæður, sem gera má ráð fyrir við steinullarframieiðslu í dag, er hættan á varanlegu heilsutjóni lítil. Þó er nauðsynlegt að halda steinullar- mengun í lágmarki til að takmarka hættu á lungnakrabbameini og draga úr óþægindum, sem steinullarmengun fylgja, segir m.a. í fréttatilkynningu um steinullarmengun, sem Mbl. hefur borist frá Vinnueftirliti ríkisins. Frétta- tilkynningunni er ætlað að „leiðrétta ýmiss konar misskilning", sem komið hefur fram að undanförnu í blöðum, er fjallað hafa um steinullarmengun og krabbameinshættu af henni, eins og segir í meðfylgjandi bréfi forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. Þessi niðurstaða, sem getið er hér að framan, er „í samræmi við það, sem norræn sérfræðinga- nefnd, sem fjallar um eituráhrif efna, sem notuð eru á vinnustöð- um, komst að árið 1981“, segir í fréttatilkynningunni. „Nefnd þessi starfar á vegum norrænu embætt- ismannanefndarinnar um vinnu- vernd og á fulltrúi Vinnueftirlits- ins sæti í nefndinni." Vinnueftirlitið segir að mönnum hafi fyrir löngu orðið „ljósar þær hættur, sem heilsu manna getur stafað af innöndun asbestryks og er nú talið sannað, að þær geti valdið lungnakrabbameini, krabbameini í brjósthimnu (mes- ótelíóma), krabbameini í melt- ingarfærum auk fleiri sjúkdóma. Einnig hafa á síðustu árum komið fram áhyggjur um að aðrir stein- efnaþræðir, s.s. steinull og glerull, kynnu að hafa svipuð áhrif. Hafa í framhaldi af því farið fram víð- tækar rannsóknir, þar sem fylgst hefur verið með starfsmönnum, sem unnið hafa við steinullar- framleiðslu og könnuð mengun í verksmiðjum. Þegar árið 1972 var sýnt fram á með tilraunum, að hægt var að framkaila iilkynja krabbamein í brjósthimnu (mesótelíóma) í rott- um með því að sprauta steinullar- þráðum inn í brjósthol þeirra. Niðurstöður þessar voru hliðstæð- ar þeim. sem höfðu fengist fyrir asbest. I síðari rannsóknum hefur þó engin staðfesting fengist á að steinull geti valdið þessum sjúk- dómi hjá mönnum." í fréttatilkynningunni segir frá kynningu á frumniðurstöðum rannsókna á starfsmönnum við framleiðslu steinullar og glerullar í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þrátt fyrir ákveðna galla við framkvæmd rannsóknanna benda niðurstöður til að starfsmönnum, sem unnu við steinullarframleiðslu fyrir 20—30 árum, sé nokkru hætt- ara við að fá lungnakrabbamein en almennt gerist," segir síðan. „í þessu sambandi er einnig rétt að geta þess, að mengun við stein- ullarframleiðslu er nú minni en var fyrir 20—30 árum ..." Að undanförnu hafa borist hingað fréttir um að óeðlilega há tíðni krabbameins hafi uppgötvast hjá starfsmönnum, sem vinna við einangrun (isoleringsarbejdere) í Danmörku og að orsökin sé sú, að þeir hafi unnið með steinull. Þær rannsóknir, sem þessar fréttir byggjast á, tengja þessa auknu tíðni krabbameins við asbestmeng- un en asbest var notað til ein- angrunar í Danmörku allt til árs- ins 1972 og það líða almennt 20—40 ár áður en krabbamein kemur í ljós eftir að vinna með asbest hófst. Hins vegar hefur þessi starfshópur einnig unnið með steinull um langa hríð og því getur þessi rannsókn ekki útilokað að steinull kunni að vera áhrifaþátt- ur. Að lokum skal tekið frarn," segir í fréttatiikynningu Vinnueftirlits- ins, „að leggja ber áætlanir um steinullarverksmiðju fyrir Vinnu- eftirlitið til umsagnar og fyrirtæk- ið verður að hafa sérstakt starfs- leyfi frá Vinnueftirlitinu. Áður en slíkt starfsleyfi verður veitt verður fyrirtækið að gera ráðstafanir til að tryggja starfsfólk gegn hugsan- legu heilsutjóni, sem starfseminni getur fylgt." Æ’ Arið hagstætt fyrir gróðurhúsabændur „Garðyrkjubændur með gróð- urhúsaræktun eru ekkert óánægð- ir með útkomuna í ár, hún var við- unandi, nema hjá þeim sem nýlega eru búnir að byggja upp; vísitölu- lánin hafa leikið þá grátt. Árið var aftur á móti erfitt hjá þeim garð- yrkjubændum sem stunda útirækt- un,“ sagði Axel V. Magnússon yl- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður að því hvernig árið 1983 hefði komið út hjá garð- yrkjubændum. Axel sagði að uppskeran á tóm- ötum og gúrkum hefði verið ágæt í vor enda mikil sól þá og hefði tómatauppskeran í maí líklega aldrei verið meiri. Aftur á móti hefði sólarleysi í júlí og ágúst dregið úr framleiðslunni, en upp- skeran í heild samt verið viðun- andi. Tómatar voru ræktaðir í 41 þúsund fermetra sem er ívið meira en áður, gúrkur í 20 þúsund fermetrum og paprika í 8 þúsund fermetrum, en ræktun á henni hefur aukist mikið hin seinni ár. ar væru í sölu á ýmsum öðrum Sagði Axel að sala afskorinna pottaplöntum. blóma hefði gengið eftir atvikum Útiræktunin sagði Axel að vel, og þau haldið sínum hlut í hefði gengið afskaplega erfiðlega, markaðnum furðanlega vel. í heildina, þó misjafnt væri eftir Pottaplöntusalan hefði dregist framleiðendum. Sumir framleið- saman, nema jólastjarnan. Sagði endur hefðu komið sæmilega út Axel að ræktun jólastjarna hefði úr þessu en einstaka menn stæðu gengið vel og stæðist að gæðum afar illa að vígi, enda framleiðsla fyllilega samanburð við ræktun í þeirra farið niður í allt að fjórð- nágrannalöndunum. En erfiðleik- ung af meðalársuppskeru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.