Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 37 Tímarit fyrir vandláta Bókmenntir Erlendur Jónsson Út er komið þriðja hefti tíjna- ritsins Storðar. Það er glæsilegt að útliti, pappír vandaður, myhdefni mikið og allt í lit. Verður slíku riti langra lífdaga auðið í landi tvö hundruð og þrjátíu þúsunda? Storð á sér hliðstæður erlendis, engar hér. Sú var tíðin að undir- ritaður grúfði sig yfir tímarit af þessu tagi, einkum Paris Match. Og hver man ekki amerísku ritin Life og Look. Fyrir daga sjón- varpsins gegndu slík rit bæði af- þreyingar- og fræðsluhlutverki. Þau birtu inn á milli fróðlega þætti um tækninýjungar og ýmsar furður vísindanna. Mest rúm fór þó undir myndir og frásagnir af frægu fólki — high socie.ty. Kon- ungafólk var sérlega vinsælt, þar næst filmstjörnur og stjórnmála- menn. Heimsfrægir rithöfundar fengu að fljóta með. Meiriháttar afbrotamálum voru gerð rækileg skil, sömuleiðis slys- um, náttúruhamförum og styrj- öldum. Verð var prentað stórum stöfum á kápu því þá var stöðugt verðlag í flestum löndum. Verðið er líka prentað á Storð. Kannski hefur það í sér fólgna forspá um betri tíma. Kápumyndir gegndu einnig hlutverki. Heppilegt þótti að falleg stúlka, ekki allt of mikið klædd, prýddi kápuna — »cover girl«. Því umfram allt voru þetta myndablöð. Þess vegna var hér talsverð sala í amerísku blöðun- um; þau voru örugglega keypt af ýmsum sem skildu einungis lítið í ensku. Storð stillir sig inn á svipaða rás og umrædd rit með fyrirvara um íslenskar aðstæður og nútíma- legri áhugamál. Fyrsti og lengsti þátturinn heitir t.d. Laxness heim- sóttur. Með þættinum eru hvorki meira né minna en fimm heilsíðu- myndir af skáldinu, auk einnar minni. Textinn er svo byggður á viðtali skáldsins og Illuga Jökuls- sonar. Illugi er sjálfur bók- menntamaður, veit hvernig á að spyrja rithöfund og tekst það vel. Viðtalið er skemmtilegt, en einnig hlutlægt og efnislegt. Þá koma þættirnir Svart og syk- urlaust eftir Solveigu K. Jónsdótt- ur og Hérað í þjóðbraut eftir Ind- riða G. Þorsteinsson, fyrrnefndi þátturinn um samnefnt götuleik- hús, þáttur Indriða um Borgar- fjörð. Indriði er, aldrei þessu vant, nokkuð lengi að koma sér að efn- inu, en ágætur eftir það. Ljóðið og skáldið heitir næsti þáttur, myndir af sex skáldum og ljóð eftir hvert þeirra. Skáldin eru: Nína Björk Árnadóttir, Jó- hann Hjálmarsson, Kristján Karlsson, Matthías Johannessen, Jón Óskar og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Með vali skáldanna hefur ritstjóri vafalaust viljað gæta pólitísks jafnvægis. Hlutfallslegt jafnrétti kynjanna er líka í heiðri haft ef hliðsjón er höfð af að miklu fleiri karlar en konur telj- ast hér til skálda og senda frá sér bækur. Þá mun valinu einnig ætl- að að sýna nokkra fjölbreytni í ís- lenskri nútímaljóðlist. Fyrrnefnd skáld eru öll svo þekkt að lesendur telja sig vita hvers sé von frá þeim. Ljóð Jóhanns, Ákvörðunar- staður myrkrið, tel ég til mestrar nýlundu. Þegar Jóhann var tutt- ugu og tveggja ára var hann búinn að senda frá sér fjórar ljóðabæk- ur. í fyrstu bókum hans er víða að finna skemmtileg tilbrigði með nýsúrrealisma sem enn höfðar til ungra skálda. Með Athvarfi í him- ingeimnum færði skáldið sig inn á klassískari bylgjulengd, enda munu margir telja það eina bestu bók Jóhanns. En hann staldraði ekki nema stutt við þar heldur hallaðist hann að nýrri stefnu, »opnu ljóði*. Skáldið, sem í fyrst- unni orti á torræðu myndmáli, losaði ljóðið við hvers konar íburð og sjónhverfing þannig að það naut sín í sinni einföldustu tján- ing. Þó fleiri sendu frá sér ljóð í svipuðum anda um sömu mundir verður sú stefna fyrst og síðast rakin til Jóhanns, enda kynnti hann hana með ýmsum hætti og gerðist í raun forsvarsmaður hennar. Fimm ár eru nú liðin síð- an síðasta Ijóðasafn Jóhanns kom út. Með ljóðinu, sem nú er birt í Storð, sýnist sem hann sé nú að fjarlægjast hinn opna ljóðstíl. Akvörðunarstaður myrkrið minn- ir meira á ljóðlist hans frá fyrri árum. Myndirnar af skáldunum — teknar af Páli Stefánssyni eins og aðrir myndir í ritinu — eru mis- jafnar. Bestar eru myndirnar af Vilborgu og Jóhanni, verst af Nínu Björk. Páll hefði átt að láta hana fljúga í körfuna og smella af aftur; engin meining að birta svona mynd af manneskjunni. Steinunn Sigurðardóttir ritar viðtal undir fyrirsögninni Séra Hanna María. Steinunn er hressi- leg blaðakona. »Ég vil forðast embættismennsku,* segir séra Hanna María. »Ef ég fæ ekki hald- ið í hlýjuna og mannlegu tengslin, þá vil ég hætta að vera prestur.« Vonum að hún þurfi ekki að hætta að vera prestur. Þáttur Steinunn- ar er of langur. Og raunar gegnir sama máli um fleira efni í ritinu. Forráðamenn þess ættu að setja rautt ljós í veg fyrir hvers konar málalengingar. Langvían heitir stuttur þáttur með myndum, hvort tveggja eftir Sigurgeir Jónsson í Vestmanna- eyjum. Fuglamyndun telst eins konar sérgrein hjá ljósmyndurum. Myndir Sigurgeirs eru stórgóðar. Þá koma nokkrar vatnslitamyndir eftir Nínu Tryggvadóttur sem hún gerði með íslenskum barnavísum. Þátturinn ber yfirskriftina Steinka Stál. Síðast eru svo tísku- myndir. Auglýsingar eru margar í ritinu, allar hannaðar og prentað- ar of et sama far. Alls er ritið um áttatíu síður. Vekja má athygli á að ritið er allt helgað alíslensku efni, að minnsta kosti þetta hefti. Þetta er rit fyrir fullorðna — fólk sem vill fylgjast með í alvöru. Ekkert efni ritsins er þess eðlis að það höfði aðeins til fárra. Hér er því naum- ast farið eftir reglunni »eitthvað fyrir alla«. Skákþátt eða bridge- þátt er hér enga að finna. Ljóð eru að vísu ekki allra. En ljóðskáld vekja alltaf athygli eftir að þau eru á annað borð komin út í traff- íkina. Fólk hefur áhuga á persón- unni þó það láti ljóðið liggja milli hluta. Auk þess hafa skáldin í Storð verið svo hugulsöm að út- skýra ljóð sín sjálf. Það finn ég helst að riti þessu að mér sýnist hefði mátt nýta betur þessar áttatíu síður. Sumar mynd- irnar eru, auk langorðra texta, óþarflega rúmfrekar, t.d. mynd af blessuninni henni Hönnu Maríu þar sem hún stendur í miðju Eldhrauni — undir þá senu fer framt að heil opna, og mest undir hraunið! Sama málið gegnir um tískusíðurnar, þar fer of mikið rúm til spillis. En gaman verður að fylgjast með hvort rit þetta nær til þeirra sem það í raun og veru höfðar.til — eða réttara sagt hvort tiltölu- lega vandað efni þess fer saman við smekk og áhugamál lesenda um þessar mundir. Erlendur Jónsson Þessar vinkonur eiga heima í Fellahverfi í Breið- holtsbyggðinni. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Blindrafélagið og söfnuðu 160 krónum. Myndirfrá Alþjóða Danskeppninni sem haldin var á Hótel Sögu í nóvember 1983 á vegum Nýja Dansskólans — Gildis h.f., Dance News og Almennra Líftrygginga h.f. Athugið: Getum aðeins bætt við takmörkuðum nemendafjölda. Nýtt kennslutímabil hefst 9. janúar. Verð óbreytt: Kr. 72,— miðað við 55 mínútur í kennslustund, nemendafjöldi ekki fleiri en 26 og tveir kennarar. Innritun í síma 52996 frá kl. 13—18 þessa viku. DANS DANS DANS DANS DANS DAN$ J DANS DANS DANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.