Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 27 Flugeldur fór í gegn um glugga ELDUR kom upp í þvottaherbergi eftir að flugeldur sveigði af braut sinni og fór í gegn um glugga á 4. hsð í fjölbýlishúsi að Seljabraut 38 í Breiðholti. Atvikið átti sér stað þeg- ar menn voru að fagna nýju ári. Sá er flugeldinum skaut, brá þegar hart við og gerði íbúum viðvart og var kailað á slökkviliðið. Greiðlega gekk aö slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir urðu í herberginu af völd- um sóts, reyks og hita. Að öðru leyti var rólegt hjá slökkviliðinu í Reykjavík þegar menn fögnuðu nýju ári. Þó varð að slökkva í brennu á mótum Sörla- skjóls og Faxaskjóls þar sem neistaflug lagði yfir nærliggjandi íbúðarhús. Eggjadreifingarstöðin: Menn verða að ræða málin upp á nýtt — segir landbúnaðarráðherra „ÉG ÞARF að sjá hvernig málið stendur og hef ekkert heyrt um það síðan þetta gerðist. Það hefur ekki verið haft samband við mig og ég verð að fá að skoða málið á næst- unni,“ sagði Jón Helgason, landbún- aðarráðherra í samtali við Mbl., en hann var spurður að því hvort hann muni veita leyfi til að fé verði veitt úr kjarnfóðursjóði til byggingar á eggjadreifingarstöð. Sem kunnugt er klofnaði Sam- band eggjaframleiðenda nýlega, vegna ágreinings um hvort byggja ætti stöðina, en framleiðsluráð landbúnaðarins hefur samþykkt að veita fé til byggingar eggja- dreifingarstöðvar. Jón sagði aðspurður, að það samþykki fyrir stöðinni, sem hann hefði gefið, hefði byggst á því að allir yrðu sammála um byggingu stöðvarinnar. Þar sem samkomu- lag hefði ekki orðið, yrðu menn að ræða málin betur. „Það sem að mér snýr, er stuðningur við málið úr kjarnfóðursjóði og samþykki fyrir því,“ sagði Jón og kvaðst hann myndu kynna sér á næstunni hvernig málin stæðu. Séra Emil Björnsson setur Baldur Kristjánsson inn í embætti forstöðumanns Óháða safnaðarins. Morgunblaðið/Fridþjófur. Prestsskipti í Óháða söfnuðinum PRESTS- og forstöðumannskipti urðu í Óháða söfnuðinum nú um áramótin. Baldur Kristjánsson, sem lýkur guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands í vor, tók við starfi séra Emils Björnssonar, sem gegnt hefur starfínu frá stofnun safnað- arins. Baldur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi gegna öllum störfum við söfnuð- inn öðrum en að viðhafa skírnar- og altarissakramentið, þar til hann lyki prófi. Hann sagði að starfið legðist vel í sig. „Ég er mjög bjartsýnn á að þessi söfn- uður eigi framtíðina fyrir sér. Ég vona að mér takist í sam- vinnu við safnaðarstjórn og organista að halda þarna uppi lifandi starfi," sagði Baldur Kristjánsson. Tilraunabúið á Reykhólum: Eðlilegt að hefja þar jarðræktarrannsóknir — segir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra Fulltrúar iðnfyrirtækja og samtaka þeirra: Fara í kynnisferð til SA-Asíu „SAMKVÆMT lögum á þetta að vera tilraunastöð í jarðrækt, en það hefur verið dregið mjög úr þeirri starfsemi á undanförnum árum, þannig að hún hefur ekki þjónað þeim tilgangi síðustu árin sem lögin ákveða,“ sagði Jón Helgason land- búnaðarráðherra í samtali við Mbl. Tilefni samtalsins var það að til stendur að leggja niður tilrauna- búið á Reykhólum í núverandi mynd, en þar hafa farið fram sauðfjárræktarrannsóknir. Er sérstakur sauðfjárstofn við stöð- ina kenndur og hafa ýmsir aðilar lýst andstöðu sinni við að leggja eigi starfsemina niður. Jón sagðist sammála því að haga málum þannig að sem mest Helgarskák- mót á Ólafs- vík Helgarskákmótið, það 22. í röð- inni, verður haldið í Ólafsvík dag- ana 6.—8. janúar á vegum tíma- ritsins Skákar og Skáksambands íslands. Tefldar verða 7 umferðir eftir hinu svonefnda Sviss- skákkerfí og verða um það bil 100 þúsund krónur í verðlaun alls. 1. verðlaun verða 15 þúsund krónur, 2. verðlaun 10 þúsund og 3. verð- laun 7 þúsund. Þá verða mörg önnur verðlaun veitt, meðal ann- ars öldungaverðlaun, kvennaverð- laun og unglingaverðlaun. Fyrir bestan árangur á næstu fímm mótum verða veitt sérstök auka- verðlaun að upphæð 40 þúsund krónur. væri úr stöðinni að hafa, miðað við það fjármagn sem í starfsem- ina væri lagt. Sagði hann að það væri eðlileg ákvörðun að fara að lögunum og hefja á tilraunabúinu jarðræktarrannsóknir, en hætta núverandi starfsemi. Leiðrétting í aðfangadagsblaði Morgun- blaðsins var greint frá unglingum sem settu íslandsmet í maraþon- dansi. Þeirra á meðal var Karólína Hreiðarsdóttir, en hún var sögð Friðjónsdóttir í fréttinni. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. IÐNTÆKNISTOFNUN fslands hef- ur skipulagt kynnisferð til Singa- pore, Hong Kong og Japan dagana 13.—29. janúar næstkomandi með um það bil 20 fulltrúum íslenskra iðnfyrirtækja og samtaka og stofn- ana iðnaðarins. Tilgangurinn með ferðinni er að kynnast aðferðum bæði á sviði tækni og stjórnunar sem hafa gert það kleift að ná háu framleiðslustigi og miklum gæðum í iðnaði. í fréttatilkynningu vegna kynn- isferðarinnar segir meðal annars: „Tækniþróun víða um heim hef- ur á síðustu árum orðið fyrir mikl- um áhrifum frá Japan og öðrum löndum SA-Asíu. Framleiðni- aukning er meiri i Japan en nokkru öðru landi og gæði jap- anskrar iðnaðarvöru eru heims- þekkt. Efnahagsleg staða Japans er nú alger andhverfa ástandsins þar fyrir 20 árum, þegar fram- leiðsluvörur Japana nálguðust að vera rusl. Þrátt fyrir takmarkaðar auðlindir og lítið landrými hafa Japanir sannað, að unnt er að auka bæði framleiðni og gæði stórkostlega á tiltölulega stuttum tíma ef beitt er virkum aðferðum við stjórnun. Þetta hefur bætt samkeppnishæfni iðnaðarins þannig, að Japanir eru nú meðal fremstu iðnaðarþjóða heims. Hong Kong og Singapore byggja einnig hratt upp nýtískulegan iðn- að og stefna að gæðum og hárri framleiðni á sama hátt og Japan- MYNDBANDA- LEIGUR Nýkomnar úrvalsmyndir frá CIC VIDEO meö ísl. texta: Nighthawhs (Silvester Stallone). North sea hyash (Roger Moore), The Killers (Lee Marvin og Ronald Regan), Hinderburg, Gray today down, The Sting, Animal House, Frenzy o.fl., o.fl. Vinsamlega hafiö samband viö skrifstofu Laugarásbíós s. 38150 eöa Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna s. 23700. laugarásbíó THAtlAMD -8ANGK0K 09 badstrwKtarlxeriiii) PATTAVá Ævintýraheimur Austurlanda loksins á viðráðanlegu veröi. 19 dagar. Brottfarardagar: 20. jan. og 18. febr. Kr. 39.480. íslenskur fararstjóri. Framhaldsferöir til Hong Kong og Kína. Draumaterðln kostar nú litið meira en venjuleg sólarlandaferð vegna hagstseðra samnlnga okkar um tlug og gistingu á lúxushótelum í Bangkok. borg feguröar og ævtntyra Austurlanda og baöstrandar- bsenum heimsfrœga Pattaya viö Slamsflóann, þar sem sólskinið, mjúk baöströndin, sllfurtœr sjórinn °g skemmtanalítlö er alveg elns og fólk vlll hafa þaö. F|ölbrey1tar skemmtl- og skoöunarterölr meö íslenskum fararstjóra. Hægt aö framlengja ferólr í Thailandl og stansa í London á heimleiö án aukakostnaöar. Aðrar ferðir okkar: Kanarieyjar — Tenerife — fögur sólsklnsparadis. Brottför flesta föstudaga, 10. 17, 24 eöa 31 dagur Tveir dagar i London í heimleiöinni í kaupbsatl. Karnival i Rfó — Braailíusavintýri 18 eöa 25 dagar. Brottför 2. mara. Flugferöir — Sólarflug Vesturgata 17, símar 10661, 15331 og 22100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.