Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
13
Háskólakórinn
Tónlist
Egill Friöleifsson
Skömmu fyrir hátíðir barst
mér í hendur hljómplata með
söng Háskólakórsins. Þar er að
finna verk eftir þá ísfirðingana
Jónas Tómasson og Hjálmar H.
Ragnarsson, en Hjálmar er jafn-
framt stjórnandi kórsins.
Háskólakórinn hóf starfsemi
sína 1972 og árið eftir réðst
þangað Rut Magnússon og
stjórnaði honum næstu sjö ár.in.
Rut var ákaflega duglegur og öt-
ull stjórnandi og minnist ég
margra góðra stunda á tónleik-
um kórsins frá þessum árum.
Ekki minnkaði vegur kórsins er
Hjálmar H. Ragnarsson tók við
stjórninni árið 1980 og undir
handleiðslu hans hefur kórinn
frumflutt fjölda nýrra kórverka,
sem mörg hver voru sérstaklega
samin fyrir kórinn. Það hefur
verið líf og gróska í starfsemi
kórsins þennan áratug og verður
vonandi áfram. Sérstaklega
verður spennandi að sjá hvort
kórnum tekst áfram að virkja
tónskáldin til nýsmíða, en það er
hverjum framsæknum kór, og
raunar hvaða tónlistarmönnum
sem er, nauðsyn að glíma við
samtímaverk og hvetja skapend-
ur til dáða.
Á hlið I er verk Jónasar Tóm-
assonar Kantanta IV — Man-
söngvar. Verkið er samið á árun-
um 1980—181 við ljóð Hannesar
Péturssonar fyrir kór og fjögur
hljóðfæri. Jónas tónsetur þessi
ljóð á persónulegan og um leið
látlausan hátt. I flestum tilvik-
um fellur tónlistin vel að ljóðun-
um þó stundum bregði fyrir
Páll Kr.
Fyrir nokkru kom út hljóm-
plata með leik Páls Kr. Pálsson-
ar organista. Reyndar eru plöt-
urnar tvær í sama umslagi og
hafa að geyma organleik Páls á
ýmsum verkum en upptökurnar
eru úr fórum Ríkisútvarpsins.
Páll Kr. Pálsson hefur um ára-
tuga skeið skipað bekk meðal
fremstu organleikara þessa
lands og eru þesar plötur góður
vitnisburður um hæfni hans við
hljóðfærið. Páll hóf ungur tón-
listarnám og meðal kennara
hans hér heima má nefna nafna
hans ísólfsson, Frans Mixa o.fl.
Eftir framhaldsnám erlendis
starfaði hann fyrst í Reykjavík,
en árið 1950 fluttist hann til
Hafnarfjarðar og þar hefur
aðalstarfsvettvangur hans verið
síðan.
Hann varð fyrsti skólastjóri
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og
gegndi j)ví starfi í röska tvo ára-
tugi. Árið 1950 gerðist hann
organisti við Hafnarfjarðar-
kirkju en hefur nú nýverið látið
af störfum þar. Auk þess hefur
hann lengi unnið við tónlistar-
deild héraðsbókasafnsins í
Hafnarfirði og haft á hendi um-
svifamikil kennslustörf og
stjórnað ýmsum kórum. Á þess-
ari upptalningu má sjá, að Páll
hefur víða komið við og lagt
gjörva hönd á margt á sviði tón-
listarmála síðustu áratugina.
Sjálfur er undirritaður einn
þeirra er nutu tilsagnar Páls á
sínum tíma, en hann var laginn
við að ljúka upp leyndardómum
tónbókmenntanna fyrir þeim er
heyra vildu. Á fyrri plötunni hlið
A er að finna þrjú kóralforspil
og prelúdíu og fúgu eftir J.S.
óvæntum stoppum og þögnum í
hægum laglínum, sem rýfur eðli-
legt (eða hefðbundið) lagferli.
Textinn kemst allstaðar vel til
skila í vönduðum flutningi kórs-
ins enda hljómar sjaldnast
þykkir eða raddfærsla flókin.
Hljóðfærin, sem notuð eru í
verkinu eru klarinett, fiðla, selló
og pianó. Milli ljóða er sumstað-
ar skotið stuttum hljóðfæraþátt-
um, sem undirstrika blæ ljóðs-
ins, sem á eftir kemur, t.d. á
undan kvæðinu „Bið“ þar sem
milliþátturinn minnir dálítið á
Mahler í upphafinni ró. Annars
staðar bregður fyrir ýmsum
skemmtilegheitum eins og t.d. í
ljóðinu „Vínlönd" þar sem tón-
höfundur vitnar beint í Wagner.
Á hlið II er að finna verk eftir
Hjálmar H. Ragnarsson, þ.e. tvo
söngva um ástina við ljóð eftir
Stefán Hörð Grímsson og Canto
en þar er textinn sóttur í Gamla
testamentið. Þessi verk eru sam-
in 1982 og 83. Þar sem tiltölulega
er stutt síðan fjallað var um þau
hér í blaðinu, skal það ekki gert
nú. Á það skal aðeins minnst að
þau vöktu mikla og verðskuldaða
athygli á sínum tíma. Við nánari
kynni á þessari plötu kemur í
ljós að þau standa fyllilega undir
því lofi sem á þau voru borin.
Söngur kórsins er frísklegur
og hress. Textaframburður er
mjög skýr og samræmi milli
radda oftast í góðu jafnvægi.
Þessi verk krefjast mikils af
flytjendum, ekki síst Canto, þar
sem kórnum er skipt í þrjá hópa.
En Hjálmar er vandanum vax-
inn og stjórnar liði sínu með
glæsibrag. Ég hef haft mikla
ánægju af þessari hljómplötu
Háskólakórsins.
Pálsson
Bach. Það dylst engum, sem á
hlýða, að Páli lætur vel að túlka
verk meistarans, og þá ekki síst
að koma faglega til skila rök-
fastri framvindu fúgunnar. Á
hlið B og síðari plötunni einnig
eru eingöngu verk eftir íslensk
tónskáld. Þeir höfundar, sem við
sögu koma, eru: Friðrik Bjarna-
son, Björgvin Guðmundsson,
Steingrímur Sigfússon, Þórarinn
Jónsson, Páll ísólfsson, Sigur-
sveinn D. Kristinsson, Hallgrím-
ur Helgason og Leifur Þórar-
insson. Sum verkanna eru allvel
þekkt eins og Ostinato e Fugh-
etta eftir Pál ísólfsson, en önnur
minnist ég varla að hafa heyrt
eins og t.d. Andante — Spurn
eftir Steingrím Sigfússon. Ánn-
ars væri of langt mál að gera
grein fyrir hverju verki fyrir sig.
Sem fyrr segir eru upptökurnar
úr fórum Ríkisútvarpsins og eru
mjög misjafnar að gæðum.
Sumar eru slitnar og heldur illa
farnar og aðrar teknar á tónleik-
um með tilheyrandi truflunum.
Flestar eru þó í bærilegu ásig-
komulagi og það er fengur að fá
svo mörg íslensk tónskáld á einn
stað.
Upplýsingum á plötuumslagi
er nokkuð ábótavant. Þar sem
upptökurnar eru svo misjafnar
og spanna yfir langt árabil hefði
verið fengur að vita hvar og
hvenær hver þeirra var gerð.
Einnig vantar nánari upplýs-
ingar um verk J.S. Bach, þ.e.
heiti og tóntegund. Annars prýð-
ir umslagið falleg mynd eftir
Eirík Smith og er það vel til
fundið, svo lengi sem þessir tveir
listamenn hafa starfað í Hafnar-
firði.
I i Wll M
3 £ Metsölublodá hverjum degi!
a
Ný kynslóö . . .
NEC APC boöar
komu nýrrar_______
kynslóöar, vandaöra
tölva: hún er fyrsta
vióskiptatölvan sem
sameinar afl 16-bita
örtölvu með miklu
diskrými,_________
háupplausnar grafík
og góöu úrvali af
notendahugbúnaði á
verói sem öll fyrirtæki,
stór sem smá, hafa
efni á.
Framtíöartölvan . . . Verð frá 106.313.-
■ Byggð á nýjustu vélbúnaðartækni,
en ekki á sparnaðarsjónarmiðum
eins og flestar tölvur í sama
verðflokki. Hún hefur „alvöru" 16-
bita örtölvu, fyrir hraðvirkari vinnslu,
stærri og fullkomnari
notendahugbúnað og getur haft allt
að 640 KB aðalminni.
■ Háþróuð grafísk geta -
óviðjafnanleg grafísk upplausn upp
á 1024 x 1024 punkta, sem eru
innan hreyfanlegra skjásvæða
(glugga) þar sem 640 x 475 punktar
geta birst í einu. Byggt upp í
kringum Nec verðlauna samrásina,
7220, sem er öflugasta grafík
stjórnrás sem völ er á í dag, bæði
fyrir litagrafík og einlit.
■ Aukið gagnarými með tveim 8“
diskettudrifum, sem veita þér
tveggja milljón stafa geymslurými.
Að auki þá er APC ein af mjög fáum
16-bita tölvum sem bjóða upp á að
geta notað alla iðnaðarstaðlana af
8“ diskettum - og hún greinir öll
þessi formöt sjálfkrafa. Ef þér nægir
ekki 2MB geymslurými getur þú
valið á milli 10 og 20MB seguldiska
til viðbótar.
■ Val á stýrikerfum. APC getur
þjónað CP/M-86, MSDOS og
UCSD p-System. Sameinað 8“
diskettunum gerir þetta allan
flutning gagna og forrita til APC
miklu auðveldari en til nokkurrar
annarrar smátölvu á markaðnum.
Benco hf.
Bolholti 4 - PO Box 5076 -105 Reykjavík - Símar (91) 21945 og 84077.