Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Minning: Hrafnkell Sfefáns- son lyfsali Isafirði Fæddur 30. aprfl 1930 Dáinn 23. desember 1983 Lindin tára tíðum þvær trega sárin hörðu. Margur frár, sem flaug í gær, fallinn er nár að jörðu. (Jón Magnússon; tengdafaðir Hrafn- kels). Það var sem blési á okkur gust- ur Heljar, er okkur barst til eyrna á aðfangadag, að gamall vinur ög skólabróðir, Hrafnkell Stefánsson, lyfsali á fsafirði, væri „fallin nár að jörðu“. Kynni okkar voru löng. Við höfðum allir hist á fögrum síð- sumardegi í skólabrekkunni við Lækjargötu árið 1944,. og sest saman í 1. bekk í Menntaskólanum þá um haustið. Við lásum saman, lékum saman, fórum í selið, spil- uðum saman og urðum allir ein- lægir vinir. Við vorum heima- gangar hver hjá öðrum og áttum góðar minningar um foreldra hver annars. í hópi bekkjarsystkina í 1. og 2. bekk var og Guðbjörg Jóns- dóttir, ein átta ágætra skóla- systra, er síðar varð kona Hrafn- kels. Að loknum 3. bekk skiptust leið- ir eftir deildum innan skólans, en tengslin milli okkar héldust. Vorið 1950 urðum við stúdentar og enn urðum við meira og minna sam- flota, enda þótt viðfangsefni í námi yrðu nú mun ólíkari en áður hafði verið, meðan allir voru undir sama þaki. Má segja, að ekki hafi orðið vík milli vina, fyrr en Hrafnkell gerðist lyfsali á ísafirði fyrir fullum 10 árum. Hrafnkell og Guðbjörg gengu í hjónaband haustið 1951. Hrafn- kell hafði þá hafið nám í Lyfja- fræðingaskóla íslands og jafn- framt verknám í Ingólfs apóteki. Var honum dvölin í lyfjabúðinni þar, en þar starfaði hann í umsjá Guðna Ólafssonar, lyfsala, og Mogens Mogensens síðar lyfsala, eftirminnileg og mótaði hann til þess að verða lyfsali sjálfur. Að loknu námi hér á landi fór Hrafnkell til framhaldsnáms í lyfjafræði lyfsala í Kaupmanna- höfn og lauk embættisprófi þar frá lyfjafræðingaháskólanum haustið 1956. í Kaupmannahöfn sóttist Hrafnkeli námið vel svo sem vænta mátti. Kom svo, að þáver- andi lyfsölustjóri, Kristinn Stef- ánsson, prófessor, falaðist eftir Hrafnkeli til starfa í Lyfjaverslun ríkisins. Varð því að ráði, að Hrafnkell byggi sig undir það starf með námsdvöl við lyfjabúð ríkisspítalans í Kaupmannahöfn fram á árið 1957. Kom hann þá til starfa á vegum Lyfjaverslunar ríkisins. Vann hann þar fyrst und- ir stjórn próf. Kristins (d. 1967), en síðar Erlings Edwald, núver- andi lyfsölustjóra. Aðalstarf Hrafnkels í Lyfjaversluninni var við efnagreiningar ýmiss konar. Fórust honum þar sem alltaf verk vel úr hendi. Fannst og á, að hann hafði mikinn metnað í starfi sínu og vildi miklu lengra en efni þeirra tíma leyfðu. Jafnframt starfi sínu í Lyfja- verslun ríkisins annaðist Hrafn- kell umsjón með lyfjabirgðum og dreifingu lyfja á stofnunum ríkis- spítalanna, eikum á Landspítalan- um. í ársbyrjun 1970 söðlaði hann um og réðst í fullt starf til ríkis- spítalanna. Mun óhætt að full- yrða, að Hrafnkell hafi orðið fyrstur íslenskra lyfjafræðinga til þess að vinna fulla vinnu á spítöl- um. Gerðist Hrafnkell hér braut- ryðjandi í sinni stétt. Enda þótt Hrafnkell kynni vel að meta yfirboðara sinn, Georg Lúðvíksson, þáverandi fram- kvæmdastjóra ríkisspítalanna, er því ekki að leyna, að honum þótti starfið á ríkisspítölunum mæðu- samt og óvænt um framtíðarhorf- ur. Mun þetta hafa ráðið miklu um, að honum þótti nú fýsilegra en áður að gerast lyfsali. Því varð úr, að þau hjón Guðbjörg og Hrafnkell fluttust til ísafjarðar sumarið 1973, en 1. ágúst það ár tók Hrafnkell við rekstri lyfjabúð- arinnar þar. Því má ekki gleyma, að Hrafn- kell var og brautryðjandi á öðru sviði en nefnt er, enda þott það starf væri einkum unnið í hjá- verkum og því aldrei haldið á loft. Þegar kom fram á árið 1969 þótti einsýnt, að koma yrði á fót hér á landi rannsóknum á ávana- og fíkniefnum á borð við kannabis og lýsergíð. Varð að ráði, að Hrafnkell hæfi vinnu þessa í Rannsóknastofu í lyfjafræði árið 1970. Vann hann sem nemur 1—2 daga vinnu í viku í rannsóknastof- unni með starfi sínu á spítölunum allt til þess, er hann fluttist vestur sumarið 1973. Voru fyrstu dómar í ávana- og fíkniefnamálum, er vörðuðu kannabis eða lýsergíð, þannig reistir á rannsóknum, er Hrafnkell hafði unnið. Á þessum árum birti Hrafnkell merka rit- gerð um kannabis er nefnist: Kannabis, yfirlit og athuganir og birtist í Tímariti um lyfjafræði 1971. Fyrrnefnd ritgerð Hrafnkels vitnar einnig um ótvíræða vís- indahæfileika. Eftir að til ísafjarðar kom, var Hrafnkell vakinn og sofinn í starfi sínu og innti af hendi gífurlegt starf í lyfjabúðinni, sem er ein hin umsvifamesta hér á landi. Hann hafði og lyfsölu á tveimur stöðum utan ísafjarðar og sinnti því starfi af engu minni kostgæfni en á heimaslóð. Vera má, að hann hafi ætlað sér um of í starfi sínu. Er Hrafnkell lést, voru fram- undan vistaskipti hjá þeim hjón- um, þar eð Hrafnkell hafði fengið lyfsöluleyfi í Breiðholtshverfi í Reykjavík. Hafði Hrafnkell fyrir nokkru hafist handa um byggingu lyfjabúðar í Breiðholtshverfi. Börn þeirra hjóna, sex að tölu, voru öll komin á legg og öll farin að heiman. Var þeim Guðbjörgu og Hrafnkeli það tilhlökkunarefni að fjölskyldan gæti sameinast hér syðra þar sem bönd skyldieika og vináttu voru mest. Guðbjörg og Hrafnkell áttu miklu barnaláni að fagna og sam- heldni milli þeirra og barnanna var mikil. Við höfðum einnig á til- finningunni, að Hrafnkeli væri einkar lagið að blanda geði við börn sín, eiga trúnað þeirra og vináttu. Hrafnkell var einnig orð- inn afi og okkur fannst sem hann væri jafnvel betra efni í afa en við hinir. Einnig við höfðum hlakkað til þess að sjá Hrafnkel búsettan aft- ur hér syðra, en honum var ekki áskapað lengra líf. Er hart og erf- itt að sætta sig við, að hann sé horfinn langt um aldur fram eins starfsamur og atorkumikill og hann var. Minningin um góðan dreng og vin lifir þó og henni verð- um við ekki sviptir. Við biðjum að Hrafnkell megi fara á guðs vegum, og við biðjum góðan guð að veita Guðbjörgu og börnum hennar og aldinni móður Hrafnkels styrk í sorg þeirra. Vertu sæll, góði vin. Á gamlársdag 1983; Brynjólfur, Ragnar, Þorkell. Góður burtu genginn er — Glymur í dauðans steðja. Varð ei fleirum vandi en mér vininn þann að kveðja. (J.M.) Sú harmafregn barst um ísa- fjörð að morgni Þorláksmessu, að Hrafnkell Stefánsson, lyfsali, væri látinn. Þessi hörmulegu tíðindi komu sem reiðarslag yfir alla bæj- arbúa á einum fegursta degi vetr- arins. Daginn áður var hann hress og kátur og lék við hvern sinn fingur. Við, sem vorum með hon- um þá um kvöldið, gátum naumast trúað þessari helfregn — að hann, sem okkur virtist manna hraust- astur og ímynd lífsgleði og lífs- þróttar, væri genginn. Það reynist okkur mönnunum stundum örðugt að átta okkur á staðreyndum lífs- ins, en sköpum má ei renna. Hrafnkell Stefánsson var fædd- ur í Reykjavík 30. apríl 1930, sonur Stefáns Jakobssonar, múrara- meistara, frá Galtafelli og Guð- rúnar Guðjónsdóttur frá Reykja- vík. Hann lauk embættisprófi í lyfjafræði haustið 1956 og starfaði í Kaupmannahöfn veturinn á eft- ir. Lyfjafræðingur hjá Lyfjaverzl- un ríkisins var hann síðan til árs- loka 1969, en við ríkisspítalana frá 1971—1973. Til ísafjarðar fluttist hann svo síðsumars 1973, þegar honum var veitt lyfsöluleyfið á ísafirði, og starfaði hér til ævi- loka. Hrafnkell var kvæntur Guð- björgu Jónsdóttur og áttu þau sex uppkomin börn. Hrafnkell hafði ekki dvalið lengi hér vestra, þegar ljóst var, að ísafirði hafði bætzt nýtur og góður borgari, sem var reiðubúinn til að taka þátt í lífi þeirra og starfi. Góðir eðliskostir og ljúf- mannleg framkoma öfluðu honum strax vinsælda hjá hverjum manni, sem af honum hafði kynni. Erilsamt starf hans varð þess ekki valdandi, að hann léti hugðarefni sín liggja utan garðs. Hann hafði mikið yndi af útilífi og skíðaferð- um og notaði þau tækifæri sem gáfust til útivistar. Hafði hann ferðast óvenjulega mikið um óbyggðir Vestfjarða, bæði á sumri og vetri. Hrafnkell Stefánsson var ein- staklega dagfarsprúður maður, dulur að eðlisfari og ýtti sér ekki fram til mannvirðinga. Hann var hlédrægur út í frá, en gat verið manna glaðastur á góðum fundi. Slíkra funda minnumst við nú vin- ir hans, sem fengum að starfa með honum í Rótarýklúbbi ísafjarðar og ferðast með honum um snævi- þakin fjöllin umhverfis ísafjörð á fögrum vetrardegi. Við leiðarlok þökkum við einlæglega samfylgd- ina. Við blessum minningu ágæts drengs og félaga og erum þakklát- ir fyrir að hafa notið vináttu hans. Eiginkonu hans, börnum og vandamönnum öllum vottum við hjónin einlæga samúð. Mikill harmur er nú að þeim kveðinn. Megi birtan frá ævi hans fylgja þeim og lýsa um ófarnar brautir. Jón Páll Halldórsson Menn setti hljóða á ísafirði á Þorláksmessu, er fregnin barst frá manni til manns, svo sem gerist í kunningsskaparins landi; „Hann Hrafnkell apótekari er dáinn." Menn neituðu að trúa, vonuðu að hér væri um einhvern misskilning að ræða, óttuðust að fregnin væri sönn enda reyndist það því miður rétt. Allir ísfirðingar vissu hver hann var, voru honum kunnugir og þurftu flestir einhvern tíma að leita til hans. Hann vildi hvers manns vanda leysa, var ljúfur í viðmóti og allt hans fas bar vott um hlýju og velvild. Hann var traustur maður og virtur vel af sínum samborgurum. Ég kynntist Hrafnkeli í Rótarý- klúbbi ísafjarðar, þar sem okkar leiðir lágu saman um átta ára skeið. Okkar samstarf var bæði mikið og gott árið sem hann var forseti og ég ritari. Af honum lærði ég margt í því starfi. Hrafnkell var í eðli sínu dulur maður, bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann hafði yndi af bókum og var víða vel heima. Þegar hann var beðinn að sjá um fundarefni á Rótarýfundum, var hann einkar fundvís á margt úr gömlum ritum, sem í senn var skemmtilegt og fræðandi. Fyrir hönd okkar félaga hans í Rótarýklúbbi Isafjarðar votta ég ástvinum hans okkar dýpstu sam- úð og veit að við munum allir minnast hans í hvert skipti er við heyrum góðs manns getið. Blessuð sé minningin um Hrafnkel Stefánsson. Kjartan Sigurjónsson Minning: Einar Ágústsson stórkaupmaður Fæddur 3. mars 1917. Dáinn 24. desember 1983. í dag verður jarðsettur minn gamli góði vinur, Einar Ágústs- son. Var hann frá Sauðholti í Holtahreppi, mikill mannkosta- maður og bar með sér mikla per- sónu hvar sem hann gekk. Hann vildi allt fyrir alla gera. Ekki mun ég rekja ættir hans, enda eru þær mér ekki nógu kunnugar. Aðeins fátækleg orð, minning frá bernskuárum mínum, sem er mér ljúft að minnast um þennan góða mann. Kona Einars, Sigríður Einars- dóttir er mikil sómakona, mikil móðir og húsmóðir. Þeirra var fjögra barna auðið, en þau heita María, Einar, Guðbjörg og Ágúst. Barnabörnin eru orðin fimm. Ég kynntist þessum góðu hjónum er við Guðbjörg, æskuvinkona mín kynntumst, fjögurra ára gamiar. Gengum við Guðbjörg saman í skóla og urðum oft samferða. Man ég er ég kom á Skólavörðustíg 24 í fyrsta skipti. Var mér ávallt tekið þar opnum örmum og mjög kært á milli okkar allra. Einar var kær- kominn gestur á góðra vina fundi bæði kátur og fjörugur og hafði yndi af að spila félagsvist, gat hann rakið ein tíu spil aftur á bak ef svo bar við, því minnið var mjög gott. Þá man ég er ég kom á Skóla- vörðustíginn og ef skata eða salt- fiskur var á borðum var ég þá ein- att drifin að borðinu og lenti þá í óvæntri veislu, en þann mat borð- aði enginn heima og því ekki mat- reiddur. Man ég er ég kom í Safa- mýri og var boðið upp á súrmat og kartöflur, hafði hann orð á því að hann kynni að meta fólk sem gæti borðað óafhýddar kartöflur. Það er margt að minnast frá þessum góðu hjónum og þeirra heimili. Sigríður kona Einars skapaði manni sínum og börnunum afar fallegt og hlýlegt heimili. Unnu þau hvort öðru alla tíð og voru ávallt mjög samhent. Vil ég að lokum þakka Einari allt sem hann gerði fyrir mig öll þessi ár. Bið ég góðan Guð að geyma hann og sendi Sigríði, Maríu, Einari, Guð- björgu, Ágústi og barnabörnunum innilegar samúðarkveðjur. Hildur Theódórsdóttir. I dag verður til moldar borinn Einar Ágústsson -tengdafaðir minn. Kom fráfall hans okkur flestum mjög á óvart. Einar hafði reyndar átt vii, vanheilsu að stríða í allmörg ár, en ekki óraði okkur fyrir að svo stutt yrði í kallið. Einar var l'æddur að Brú í Stokkseyrarhreppi þann 3. maí 1917. Foreldrar hans voru þau Ágúst Jónsson og kona hans, María Jóhannsdóttir. Sex ára fluttist Einar með for- eldrum sínum að Sauðholti í Holtahreppi. Fjölskyldan var stór, og á þessum tíma var erfitt að halda stórt heim'ili. Systkinin voru þrettán, og dóu tvö í æsku. Níu ára að aldri var Einari komið í fóstur að Ásmundarstöðum í sömu sveit, og var hann þar fram til ferming- ar. Næsta áratuginn vann hann við landbúnað og sjómennsku víða um Suðurland. Árið 1941 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá giftist hann eft.irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Einars- dóttur frá Húsum, Holtahreppi, og fluttust þau sama ár til Reykjavíkur. Vann hann þar við ýmis störf, þó einkum við bygg- ingavinnu og smíðar, uns hann stofnaði sitt eigið heildsölufjrir- tæki, sem hann vann við til dauða- dags. Ekki naut Einar neinntr menntunar umfram barnaskóla, og þótti ýmsum hann ráðast i starf er hann hefði ekki menntun til. Hugur hans stóð ætíð til verzl- unarstarfa, og sýndi hann það og sannaði, að með elju og áræði er hægt að vinna sig upp í starfi, þótt skólagöngu vanti. Fyrst og fremst var það hans ódrepandi dugnaður og harðfylgi er hjálpaði honum. Það má segja „að hann batt ekki sömu hnúta og samferðamenn hans“. Víst er að erfiðleikar í upp- vexti hafa mótað skaphöfn hans að miklu leyti. Einar var hamhleypa til vinnu, og lét sjaldan verk úr hendi falla. Hann var nákvæmur, hreinskilinn og vann sér traust viðskiptavina sinna, sem og annarra. Ekki mátti Einar vamm sitt vita, og vildi aldrei eiga neitt hjá öðrum. Mörg- um hefur eflaust fundist Einar vera heldur skrafhreifinn um hlutina, og þar af leiðandi ekki beint árennilegur í fyrstu, en oftast breyttist þetta við nánari kynni. Hann hafði góðan skilning á hinni mannlegu hlið lífsins og var góður mannþekkjari. Einar var allgóður bridgespilari á sínum yngri árum, og laxveiði stundaði hann alla tíð, er tækifæri gafst. Minnist ég skemmtilegra veiði- ferða með honum á tæpum aldar- fjórðungi, og eflaust hafa margir átt slíkar ánægjustundir með hon- um. Ferðafélagi var Einar með af- brigðum góður, ætíð reiðubúinn að leggja lið sitt til, ef með þurfti og alltaf hress og uppörvandi ef eitthvað á bjátaði. Hann var úr- ræðagóður og snar í hugsun og sagði skoðun sína hispurslaust án þess þó að fara í manngreinarálit. Hin síðari ár fór Einar ásamt konu sinni til suðlægari landa, sér til hvíldar og hressingar. Á þess- um ferðum ávann hann sér hylli samferðafélaga sinna sem og ann- ars staðar, og sagði hann mér margar sögur af þeim ferðum, sem höfðu verið honum til óblandinnar ánægju. Börn Einars og Sigríðar eru María Ágústa, gift undirrituðum, Einar Sverrir, ókvæntur, Guð- björg, gift Valdimar Valdimars- syni, Ágúst, kvæntur Hönnu Val- dísi Guðmundsdóttur. Ég kveð nú vin minn og starfs- félaga með söknuði og vona að for- sjá Guðs megi fylgja honum til nýrra heimkynna. Blessuð sé minning Einars. Trausti Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.