Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 23 Mikið tjón í jarðskjálfta í Pakistan Islamahad, Tókýó, 2. janúar. AP. AÐ MINNSTA kosti 14 manns týndu lífi og mikið tjón varð á mannvirkjum í öfiugum jarð- skjálfta á landamærum Pakistan og Afganistan. Annar öfiugur jarð- skjálfti skók háhýsi í Tókýó, en ekkert tjón hlaust af. Jarðskjálftinn í norðvestur- hluta Pakistan mældist 7,0 stig á Richter-kvarða og kom hann fram á mælum í rúmlega 100 mælistöðvum í Japan. Upptök voru í Hindu Kush-fjöllunum 250 km norður af Peshawar. Hundruð íbúðarhúsa og annarra bygginga hrundu. Útvarpið í Kabúl sagði að tug- ir manna þeim megin landa- mæranna hefðu slasast og millj- ónatjón orðið á mannvirkjum, 150 hús eyðilagst og rúmlega 1100 stórlaskast. Jarðskjálftinn sem fannst um allar Japanseyjar mældist 7,5 stig, en upptök hans voru í Kyrrahafi 340 kílómetra frá Japan, og skýrir hvers vegna ekki hlaust af stórtjón í Japan. Mældist skjálftinn 4 stig í Tókýó miðað við að miðja hans væri þar. Rocco Dinubilo, vínræktarbóndi frá Kaliforníu, hefur heldur betur ástæðu til að vera kampakátur. Hann vann stærsta vinning sem unnist hefur á spilakassa í Bandaríkjunum, rúmar 70 milijónir ísl. króna. Vann l\xh milljón á spilakassa SUteline, Nevada, 2. janúar. AP. VÍNRÆKTARBÓNDI nokkur frá Kaliforníu, Rocco Dinubilo að nafni, datt heldur betur í lukkupottinn á gamlársdag þegar veðmálayfirvöld í Nev- ada afhentu honum stærsta vinning, sem unnist hefur á spilakassa (slot machine) í Bandaríkjunum, 2.478.716,- dollara (kr. 71.461.382,-). Fyrra vinningsmetið var 1,2 milljónir dollara, sem heppinn leikmaður vann í Atlantic City í nóvember 1982. Dinubilo hafði frétt að í Harrah’s Tahoe í Casino í Nevada hefði einn spilakassi .lítið gefið af sér í vinninga, og væri þar því mikill auður í boði, ef heppnin væri með. Hann tilkynnti vinum sínum að hann væri farinn til að ná í þann stóra, og það tókst. Kuldakastið vestra: Vetur konungur tekinn að lýjast New York, 1. janúar. AP. KULDAKASTIÐ sem fryst hefur meginhluta Norður Ameríku illilega síðustu vikurnar hefur verið að gefa sig hægt og bítandi á sama tíma og hlýviðrisskeið í Vestur-Evrópu hefur fjarað út og tekið hefur að kólna. Alls létu 450 manns lífið af völdum kuldanna í Norður-Ameríku, á sama tíma og fólk spókaði sig í sól og sæmilega heitu veðri á Bretlandseyj- um. Enn er þó víða kalt, til dæmis létust tveir Hong Kong-búar úr kulda í fyrrinótt, er kuldinn þar varð sá mesti í 5 ár. Var um úti- gangsmenn að ræða. í norðurhér- uðum Mexíkó létust fimm manns sem vitað var um af sömu sökum, en á báðum stöðum var 6 til 8 stiga gaddur að nóttu. I Suður Ameríku, þar sem sumar ríkir, hafa ýmist verið óvenjulega miklir hitar, eða óvanalega miklar rigningar. Þannig hafa komið slíkar dembur í Ríó og Sao Polo í Brasilíu, að allar samgöngur hafa legið niðri meðan vatninu skolaði burt. Þetta hafa verið klukkustundarlangir skúrir og inn á milli hefur hitinn iðulega náð 40 stigum og fólk hef- ur þust á baðstrendurnar. Það hefur sannarlega verið lítil glóra í veðurmálum, hitar í Israel hafa valdið uppskerubresti, en kuldar í suðurríkjum Bandaríkj- anna valdið tjóni sem talið er nema 400 milljónum dollara. Hita- bylgja hefur verið á Spáni en er nú á undanhaldi. Páfi óttast að heimsend- ir sé á næstu grösum PáfagarAur, I. janúar. AP. JÓHANNES PÁLL páfi annar flutti áramótaboðskap sinn í Páfa- garði á nýársdag og hlýddu þús- undir á páfa lýsa vofu styrjalda og hungursneyðar eins og hesta- mönnum heimsendis. Hinir tákn- rænu fjórir hestamenn heimsendis eru fulltrúar styrjalda, hungurs, dauða og drepsótta. Páfi sagði í ræðu sinni að horf- ur í heimsmálum væru uggvæn- legar og finna yrði lausnir á ýms- um stórkostlegum hættum sem steðjuðu að heiminum í dag, einkum í formi styrjaldarhættu og hungurs. „Sovétmenn og Bandaríkjamenn verða að hefja aftur viðræður um afvopnun og það strax, það má ekki dragast," sagði trúarleiðtoginn. Hann sagði jafnframt, að gjáin milli ríkra og fátækra þjóða væri að dýpka og breikka og ástæðurnar fyrir því væru sumar hverjar flóknar og síður en svo auðleyst- ar. Þær myndu hins vegar ekki leysast nema með góðum vilja og alls ekki ef ekki væri tekist á við þær. Talsmaður páfa sagði skömmu eftir ávarp hans, að páfi hefði boðist til að vera milliliður í að koma af stað á ný viðræðum um afvopnun milli stórveldanna í austri og vestri. Ekkert bendir til að boðinu hafi verið sinnt, að minnsta kosti ekki enn sem kom- ið er. Nýtt ríki Kandar Seri Begawan, Brunei. 1. janúar. AP. ARABARÍKIÐ litla Brunei, varð tveggja annarra ráðuneyta. á nýársdag sjálfstætt ríki, eftir Tveir bræður hans fara og með 96 ára hlutskipti sem bresk ný- mikilvæg ráðherraembætti og lenda. Þjóðarleiðtoginn er hinn faðir hans eitt. Ráða þeir lög- 37 ára gamli Hassanal Bolikiah. um og lofum. Bolikiah lýsti yf- Bolikiah tilkynnti ráðherra- ir, að Brunei myndi um aldur lista sinn í útvarpssendingu í og ævi verða sjálfstætt lýð- gær, en sjálfur fer hann með ræðisríki byggt á grundvallar- embætti forsætisráðherra auk kenningum Islams. WRIGLEY'S FLYTUR Með hækkandl sól og nýju ári flytjum við okkur um set. Opnum þaxm 3. jan.úai’ í nýju husnæði að AUSTURSTRÖND 3 SELTJARNARNESI Wrigleýs umboðið Ólafiir Guðnason hf. Hagstæð kaup! Við eigum til nokkra gulllallega notada MAZDA 626 og 929 bíla í sýningarsal okkar. Bílamir em yl- iríamir á verkstœði okkar í 1. flokks ástandi og fylgir þeim 6 mánaða ábyrgð írá söludegi. Sýnishom úr söluskrd Gerð árg. ekinn 929 LTD 4 dyra vökvast. '82 35000 323 1300 5 dyra sjsk. '82 16 000 626 2000 4 dyra vökvast. '82 39 000 626 2000 4 dyra '81 24 000 626 2000 4 dyra sj.sk. '81 26 000 929 HT 4 dyra sj.sk ‘81 46.000 323 1400 station '80 73 000 626 2000 4 dyra sj.sk. '80 31.000 626 1600 2 dyra '80 43.000 626 1600 4 dyra '79 51 000 Athugiö. Vegna mikillar eítirspumar bráö- vantar okktu allar árgerðir al MAZDA 323 á söluskrá. Takið ekki óþaría áhœttu — kaupið not- aðan MAZDA bíl með ó mánaða ábyrgð. mazoa BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.