Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÍJAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Áminning og hvatning Ræður forseta íslands og forsætisráðherra nú um þessi áramót einkenndust í senn af alvöru þeirra þreng- inga sem nú eru í efnahagslífi þjóðarinnar, áminningu um að ekki sé til lengdar unnt að lifa um efni fram og hvatningu til frekari dáða á þeim trausta grunni sem þjóðin hefur þó lagt. „I þeim tímabundnu erfið- leikum, sem við eigum við að stríða nú,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, „hljóta kjör einstaklinga að skerðast og ýmiss konar sameiginleg þjónusta að drag- ast saman um skeið. Annað er blekking. Mikilvægast er, að þessum byrðum sé dreift þann- ig, að þeir beri, sem borið geta. Mér er ljóst að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem minnst er á breiðu bökin. Eflaust er það einnig rétt, að oft hefur mis- tekist að dreifa byrðunum réttlátlega. Engu að síður er krafan réttmæt og að því verð- ur að stefna." í þessum orðum forsætis- ráðherra kemur fram rétt mat á þeim staðreyndum sem við blasa. Hvorki einstaklingar né opinberir aðilar geta leyft sér hið sama og áður. Vísan ráð- herrans til „breiðu bakanna" gefur til kynna að enn verði einstaklingar að leggja meira af mörkum. Breiðustu bökin hérlendis eins og svo víða ann- ars staðar eru þó á opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum. Sú spurning vaknar hvort þeim sé ekki hlíft meira en góðu hófi gegnir, hvort beitt hafi verið nægilega róttækum aðgerðum miðað við aðstæður til að draga úr eyðslu opinberra aðila. Spár um úrslit kosninga í Danmörku eftir viku sýna að í velferðar- þjóðfélögunum eiga þeir nú miklum vinsældum að fagna sem vilja hiklaust draga úr ríkisútgjöldum og þar með opinberri þjónustu. „Við eigum allt íslendingar, sem'velmegunarþjóðir erlendis hafa skapað sér — ef ekki nokkuð meira," sagði frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, í áramótaávarpi sínu. „Fámenni okkar gerir það að við þekkjum svo til öll hvert til annars, vitum um ættir hvers annars og vitum um kjör ná- grannans. Kjör okkar allra sem heildar er okkur sameiginlegt hagsmunamál. Við búum við þau gæði umfram flestar þjóð- ir, að samstaða okkar er slík að á íslandi fær helst enginn að deyja einn, né heldur að fæðast til þjóðfélagsins aleinn og um- komulaus. Við erum stundum ósköp gleymin á þennan mun- að, sem þó gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum á líðandi stundu." Undir þessi orð forseta ís- lands skal tekið um leið og þess er minnst að það er rangt að leggja fjárhagslega stiku á þessa samkennd Islendinga. Það er rangt sem oft heyrist að það sé til marks um mannúð og gæði þjóðfélaga hve miklum fjármunum er varið til svokall- aðra „félagslegra þátta". Það er gegn þessum peningalega þætti velmegunarinnar sem margir rísa nú víða um lönd — hann hefur aldrei verið drif- krafturinn í samstöðu íslend- inga og einmitt þess vegna eig- um við ef til vilí nokkuð meira en aðrar velmegunarþjóðir. Ekki boðið til veislu orsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, gekk ekki fram fyrir skjöldu með fagurgala í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu. Þvert á móti var hann ómyrkur í máli um þá erfiðleika sem framundan eru. Hann sagði meðal annars: „Að baki eru umfangsmestu og róttækustu aðgerðir gegn verðbólgu, sem gripið hefur verið til, en við blasa verkefni varðandi uppbyggingu at- vinnulífsins, stjórnun pen- ingamála og opinberan rekstur. Þær ráðstafanir, sem nú eru að baki eru barnaleikur í saman- burði við þau vandamál, sem úrlausnar bíða. Það verður ekki boðið til veisluhalda í þjóðarbúskapnum á næsta ári.“ Morgunblaðið telur að með því að kveða jafn fast að orði og raun ber vitni sýni formað- ur Sjálfstæðisflokksins það raunsæi sem er forsenda þess að gripið verði á þjóðarvandan- um þeim tökum sem duga. „Forystuskyldan hvílir á Al- þingi og ríkisstjórn," sagði Þorsteinn Pálsson einnig rétti- lega og bætti við: „Sjálfstæðis- flokkurinn er fyrir sitt leyti reiðubúinn til þess að takast á við þessi verkefni. Ríkisstjórn- in í heild hefur einnig sýnt, að hún getur áorkað miklu. Við"’ svo búið er ekki ástæða til að óttast, að hin pólitíska forysta bregðist." Boeing 727-100-þota Flugleiða í litum Kabo Air í Reykjavíkurflugvelli, en hún kom hingað til lands sl. haust í mikla skoðun, sem flugvirkjar Flugleiða framkvæmdu. Óvfst um áframhald samninga Flugleiða og Arnarflugs í Nígeríu eftir byltinguna EKKERT er vitað hvort stjórnarbylt- ingin í Nígeríu muni hafa áhrif á þá samninga, sem íslenzku flugfélögin Flugleiðir og Arnarflug hafa við að- ila þar í landi, samkvæmt uppiýsing- um Morgunblaðsins. Flugleiðir hafa sinnt innanlandsflugi í Nígeríu frá aprflmánuði 1981. Amarflug hafði hins vegar nýverið gert samning við aðila í Nígeríu um flug innanlands, en þota frá félaginu átti að fara inn í rekstur nú í byrjun árs. Sæmundur Guðvinsson, frétta- fulltrúi Flugleiða, sagði i samtali við Mbl., að félagið hefði enn ekki náð neinu sambandi við starfs- menn félagsins í Nígeríu, en þeir eru tólf talsins. „Við reiknum hins vegar með að ná sambandi á næstu dögum og teljum ekki ástæðu til að óttast um fólkið." „Félagið gerði samning við Níg- eríumann að nafni Adamo í apr- ílmánuði 1981 og var samningur- inn gerður til fjögurra ára, eða til apríl 1985. Félagið notar Boeing 727-100-þotu til flugsins, en flogið er þrisvar á dag á flugleiðinni Kano-Lagos-Kano, mánudaga til föstudaga, en ekkert flug er um helgar," sagði Sæmundur enn- fremur. Það kom fram í samtalinu við Sæmund, að tvær áhafnir eru að jafnaði staðsettar í Nígerú, tveir flugstjórar, tveir flugmenn og tveir flugvélstjórar, en auk þeirra eru nú í Nígeríu ein flugfreyja, einn flugþjónn og fjórir flugvirkj- ar. Fólkið, sem er í Nígeríu á veg- um Flugleiða, fór þangað 13. des- ember sl. og var væntanlegt heim 7. janúar nk. Nýjar áhafnir verða ekki sendar af stað fyrr en málin skýrast syðra. Agnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði að félagið hefði nýverið gert samning við aðila í Nígeríu um innanlandsflug út úr Lagos, en samningurinn væri til eins árs. Til flugsins á að nóta Boeing 727-100-þotu, en það átti að hefj- ast nú í ársbyrjun. Agnar kvaðst vongóður um að bvltingin myndi ekki breyta neinu varðandi samn- ing félagsins, en hann hefði þó ekki fengið neinar áreiðanlegar fréttir af málum til þessa. Við þurfum varla að óttast að ekki verði staðið við greiðslur — segir Davfð Ólafsson „MAÐUR veit náttúrlega allt of lítið um það, hvað þarna hefur gerzt til þess að geta látið í Ijósi skoðun á því hvaða afleiðingar þetta hefur. Eftir þeim yfirlýsingum, sem gefnar hafa verið af hálfu þeirra, sem hafa tekið völdin, virðist mér að við þurfum ekki að óttast það neitt, að ekki verði staðið við þær skuldbindingar, sem þegar hafa verið gefnar um greiðslu á skreið," sagði Davíð Olafsson, seðlabankastjóri í samtali við Morgunblaöið, en skreiðarskuld- ir Nígeríumanna við okkur nema nú um 770 milljónum króna. „Maður veit svo ekkert hver verður framtíðarstefna þessarar nýju stjórnar. Um það hefur ekk- ert verið sagt, en þeir segjast hafa gert þessa byltingu til að koma efnahagsmálum landsins í betra horf. Þá er frekar von á því, að útflutningur okkar gæti notið góðs af því líka. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur. Það getur verið að fyrst um sinn verði ein- hver tregða á því að þeir kaupi skreið, ef innflutningur verður skorinn niður, sem væntanlega verður, hver sem stjórnar þarna. Ný stórn þarf alltaf tíma til að koma sér fyrir og undir þessum kringumstæðum er það trúlega með þeim hætti, að undirbúa sig fyrir einhvern samdrátt og niður- „ÉG HEF látið þá skoðun í Ijós að þetta eigi að heyra undir landbúnaö- arráðuneytið," sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, þegar hann var spurður álits á þeirri skoðun sjávarútvegsráðherra að Veiðimála- stofnun ætti að færa undir sjávarút- vegsráðuneytið, en nú heyrir stofn- uninundirlandbúnaðarráðuneytið. „Ég býst við því að ummæli sjávarútvegsráðherra séu að ein- skurð til þess að reyna að grynnka á skuldunum. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður, treysta því, að gefnar yfirlýsingar þýði það, að við fáum greitt það, sem við eigum þarna útistandandi," sagði Davíð Olafsson. hverju leyti í sambandi við um- ræður um uppstokkun í stjórnar- ráðinu, en ein þeirra hugmynda sem þar hefur komið fram er að setja saman landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytið í eitt, og þá myndi þetta leiða af sjálfu sér. Eg dreg í efa að það sé heppilegt og á meðan ráðuneytin eru hvort í llnu lagi, sé ég ekki ástæðu til að hreyfa þetta neitt," sagði Jón Helgason. Veiðimálastofnim undir sjávarútvegsráðuneytið: Dreg í efa að það sé heppilegt — segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.