Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 35 En við mér blasir sveit, ei sjónum víð því sólarlag er þar í miðri hlíð. St.G.St. Það e hlutskipti þeirra, sem lifa fram yfir miðjan aldur að sjá vini sína hverfa af sjónarsviðinu, einn af öðrum. Á Þorláksmessu barst mér sú fregn, að einn af mínum beztu vin- um, starfsbróðir minn og félagi um margra ára skeið, Hrafnkell Stefánsson, hefði látizt þá um daginn. Á slíkum stundum hverf- ur hugurinn aftur í tímann og minningar sækja að, misjafnlega sundurlausar. Smám saman skýr- ist þó mynd hins látna, og svo get- ur jafnvel farið, að við komum auga á eitt og annað í fari hans, sem við höfðum tæpast tekið eftir áður. Ekki þurftu menn að líta Hrafn- kel Stefánsson augum nema einu sinni, til þess að sjá að þar fór Islendingur sem ekki voru svik í, og þeir sem kynntust honum nán- ar, komust að raun um að hann hafði eiginleika, sem sjaldgæfur er nú á dögum; hann var fullkom- lega heiðarlegur í stóru sem smáu. Þrátt fyrir háleit stefnumið Hrafnkels og gott veganesti úr heimahúsum, er mér nær að halda, að þetta sérkenni hafi verið honum áskapað, líkt og sumir menn eru bláeygðir og aðrir brún- eygðir. Ekki fer hjá því, að slíkur grunntónn í skaphöfn leggi mönnum á herðar bagga, sem geta sigið í á lífsgöngunni, og það þeim mun frekar, sem þeim er heitara um hjarta. Fyrstu kynni okkar Hrafnkels voru á þeim árum þegar við geng- um báðir í Austurbæjarbarna- skólann. Hann átti þá heima á Mánagötu, en ég á Barónsstíg. All löngu síðar urðum við aftur skóla- bræður, og nú í lyfjafræðiháskól- anum danska. Áttum við þar náið félag saman, og fjölskyldur okkar bundust sterkum böndum. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá þessum árum. Þannig var, að í vinnustofu fyrir samtengingu lífrænna efna, vor- um við Hrafnkell borðfélagar og höfðum sama vaskinn. í þessari vinnustofu var nemendum ætlað að samtengja lífræn efni. Þeim var fengin formúlan, og áttu síðan að framleiða efnið með beztu hugsanlegri aðferð, og skila því fullhreinsuðu til kennarans. Dag nokkurn stend ég við vaskinn og er að hreinsa ílát mín, tek ég þar m.a. keiluflösku nokkra með ein- hverju glundri í, og helli úr henni í vaskinn. Nær samstundis átta ég mig á því, að Hrafnkell átti flösk- una — og það sem verra var, í henni var efnið, sem Hrafnkell hafði verið að bjástra við undan- farnar vikur. Hrafnkell sá til mín og áttaði sig undireis á því hvað gerst hafði. Hann varð mjög al- varlegur á svip og skipti litum, en þegar ég ætlaði að fara að stama upp einhverri afsökun, brosti hann og sagði, „þetta verður allt í lagi, ég byrja bara aftur". Eftir að heim kom til íslands höfðum við mikið saman að sælda, t.a.m. rákum við saman fyrirtæki, sem framleiddi snyrtivörur, og var til húsa í kjallaranum hjá foreldr- um hans. Aldrei var fyrirtæki þessu gefið nafn, aftur á móti hafði það á sínum snærum bíl, sem nefndur var Flóki, eftir flóka- teppi sem í hann var límt. Fjöl- skyldur okkar nutu góðs af þessari bíleign, og skiptust á um að hafa Flóka sína vikuna hvor. Aldrei verð út af því neinn ágreiningur, og hélzt þessi skipan þó á annað ár. Já, það er bjart yfir þessum minningum, en þó svo sé, verður harmurinn ástvinum Hrafnkels eigi að síður þungur að bera, jafnt fyrir það þótt við, hinir fjölmörgu vinir hans, berum hann vissulega með þeim. Þess vegna verðum við öll að biðja þann sem öllu ræður að bera með okkur þessa byrði. Stefán Sigurkarlsson. Þegar sú harmafregn barst vestan frá Isafirði þann 23. des. sl. að Hrafnkell Stefánsson apótekari væri látinn, var stórt skarð höggv- ið í hóp apótekara á íslandi. Hrafnkell Stefánsson var fæddur í Reykjavík 30. apríl 1930 og því að- eins 53 ára þegar hann lést. Hann lauk lyfafræðinámi frá lyfjafræði- háskólanum í Kaupmannahöfn í okt. 1956 og fram til ársin 1973, er honum var veitt lyfsöluleyfið á ís- afirði, vann hann sem lyfjafræð- ingur í Reykjavík. Það voru hin margvíslegustu störf, hjá Lyfja- verslun ríkisins, í lyfjabúri Land- spítalans, hjá Ríkisspítölunum og við Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Öllum þess- um störfum skilaði Hrafnkell með ágætum svo sem vænta mátti af slíkum manni sem hann var. Þegar honum var veitt lyfsölu- leyfið á ísafirði 21. júlí 1973 bætt- ist í hóp apótekara maður, sem við hinir væntum mikils af er fram liðu stundir. Eins og oft vill verða um þá sem setjast að úti á landi, nýtist ekki starfsorka þeirra, gáf- ur og dugnaður í þágu kollega sinna eins og efni standa til, en sl. vor var Hrafnkeli veitt lyfsölu- leyfi fyrir nýju apóteki í Breið- holti í Reykjavík, og þá sáum við fram á breytingu í þessu efni. Þeg- ar Hrafnkell féll frá var hann kominn töluvert áleiðis í undir- búningi og byggingu hins nýja apóteks. En rás atburðanna verður ekki alltaf eins og mennirnir ætla. Margir okkar kynntumst Hrafn- keli og unnu með honum í Lyfja- fræðingafélaginu áður en hann varð félagi í Apótekarafélaginu og að leiðarlokum þökkum við honum samstarfið. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guðbjörgu Jónsdóttur, börnum hans, barnabörnum og svo og aldraðri móður og bræðr- um, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj ur. f.h. Apótekarafélags íslandr Benedikt Sigurðsson. Hvað er meðferð? í bókinni Furðuheimar alkóhólismans, er hulunni svipt af starfsháttum AA. Höfundurinn, Steinar Guömundsson fer á kostum i umfjöllun sinni um meóferö og I hverju hún sé fólgin. Bókin kostar aðeins 500 kr. og er hægt aö fá hana senda gegn póstkröfu (ekkert kröfugjald). Hringió í slma 33370 eða fyllió út meö- fylgjandi miöa og sendið okkur. Vetrarnámskeiðin hefjast 16. janúar og standa yfir til 6. apríl. Mikið er um nýjungar hjá Mími í vetur. Fjöldi samtalsflokka hjá Englendingum. Síödegistímar og kvöldtímar fyrir full- oröna. Franska og spánska. Létt námsefni í þýzku. Noröurlandamálin. íslenzka fyrir útlendinga. Nýr byrj- endaflokkur barna í ensku. Mimir, •ími 10004 og 11109 (kl. 1—5 e.h.). **%X&’*' ATHUGIÐ! Skúlatúni 4 Ný námskeið hefjast mánudaginn 9. janúar Frúarleikfimi Morgun-, dag- og kvöldtímar Jazzballet fyrir stráka og stelpur frá 12 ára aldri. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—18. Afhending skírteina laugardaginn 7. janúar kl. 14—18. LíkamKþjál f 11 n Bal lettftikola I^Ulu Kelicviitju; SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350 Ljósastofa JSB Bolholti 6, 4. hæð, sími 36645 Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga Við bjóðum uppá: Hina viöurkenndu þýzku Sontegra-ljósabekki. Góöa baöaóstöóu með nuddsturtum frá Grohe. Saunabaó. Setustofu. Af hverju stundum viö Sontegra-ljósaböö? Til þess að hjálpa okkur aö: ★ Losna viö gigt og vöðvabólgu. ★ Fá vítamín í kroppinn. ★ Losna viö auma fituhnúöa undir húöinni. ★ Laga bólótta húð. ★ Frá brúnan lit. Morgun-, dag- og kvöldtímar % Tímapantanir í síma 36645. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.