Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Kammersveitin 10 ára Rut Ingólfsdóttir Tónlist Jón Ásgeirsson Kammorsveit Reykjavíkur var stofnuó fyrir tíu árum og stóðu að þeirri stofnun 14 hljóðfæraleikar- ar. Á þessum tíma hefur sveitin llutt 115 erlend tónverk af ýmsum gerðum og lengdum og 25 íslensk verk, er sum hver voru sérstaklega samin fyrir Kammersveitina. Fyrir utan fasta tónleika fyrir styrktarfé- laga hefur sveitin tekið þátt í starf- semi listahátíðar, leikið í sjónvarpi og hljóðvarpi, farið tónleikaferðir út á land og til Norðurlandanna. í tilefni þessa afmælis hélt Kamm- ersveit Reykjavíkur tónleika í Ás- kirkju sl. sunnudag og flutti Árs- tíðirnar eftir Antonio Vivaldi. Arstíðirnár eru fjórir konsert- ar, sem nefndir eru eftir árstíð- unum, í röðinni, vor, sumar, haust og vetur. Að formi til eru þeir mitt í millum „conserto grosso" og einleikskonsertsins, eins og hann varð hjá Torelli, þar sem einleikarinn var endan- lega leystur undan þeirri kvöð að taka þátt í samleik hljómsveit- arinnar. Á þessum tíma höfðu menn deilt um túlkunarmögu- leika hljóðfæratónlistar, sem margir töldu hafa litla framtíð, þar væri söngtónlist miklu fremri. Sem betur fór voru menn ekki sammála og á þessum tíma voru'gerðar tilraunir bæði til að túlka tilfinningar, segja sögu og herma eftir. Frægasta eftir- hermuverkið eru áðurnefndar Árstíðir eftir Vivaldi. í flutningi Kammersveitarinnar voru fjórir einleikarar og flutti Helga Hauksdóttir vorið, Unnur María Ingólfsdóttir sumarið, Þórhallur Birgisson haustið og Rut Ing- ólfsdóttir veturinn. Öll verkin voru vel flutt og á nokkrum stöð- um var flutningurinn frábær og ber þar helst að nefna upphafið á sumrinu, veiðimannaþáttinn í haustinu og allan vetrarkonsert- inn, sem Rut lék glæsilega. Það vill stundum bera við að reynt sé að líkja sem nákvæmast eftir til- greindum blæbrigðum, ein og t.d. hundageltinu í lágfiðlunum í öðrum þætti vorkonsertsins, fuglasöngnum og flugnasuðinu í sumarkonsertinum. I flutningi Kammersveitarinnar var ekki reynt að ýkja þessi atriði, enda talið að slíkt hafi ekki verið ætl- an Vivaldis. Eina atriðið, þar sem eftirlíkingunni var ofgert, var í kuldahrollinum í upphafi vetrarkonsertsins. í heild voru þessir tónleikar glæsilegir og þrátt fyrir ófærð og umhleyp- inga, sem einkenna þessa árstíð hér á landi, var húsfyllir í Ás- kirkju. Virðist mega ætla að kirkjan geti nýst vel til tónleika- halds, umfram það að vera fal- legt guðshús. Tíu ár eru ekki mikill tími til að skapa sögu, þó oft sé það aðeins eitt augnablik er afmarkar atburði og þáttaskil hennar, svo nærri stappar að ekkert hafi þar gerst í millum. í vandaðri efnisskrá greinir Gunnar Egilsson frá ástæðunum fyrir því „augnabliki", sem er stofnun sveitarinnar og er rétt að gefa honum orðið: „Vegna eðl- is kammertónlistar var enginn aðili þess megnugur að halda uppi hópi tónlistarmanna sem ynni markvisst að flutningi reglubundinna kammertónleika, svo tónleikar þeir af þessari teg- und sem heyrðust voru í flestum tiivikum einkaframtak flytjend- anna sjálfra, þar sem tjaldað var til einnar nætur, ef svo má segja.“ Seinna í þessum formála segir Gunnar: „Gerðu tónlistar- mennirnir sér ljósa grein fyrir því að ekki gat verið um neina hagnaðarvon að ræða en vonuð- ust til að með skipulagðri starf- semi væri hægt að flytja vand- aða tónlist, og láta tónleikana standa undir kostnaði." Það er óhætt að fullyrða að Kammer- sveit Reykjavíkur hefur tekist að skila til hlustenda bæði góðri og vel fluttri tónlist og hefur að launum mætt miklum áhuga hlustenda, er hafa ávallt fjöl- mennt á tónleika sveitarinnar. Hér hafa margir tónlistar- menn tekið til hendi og unnið gott starf og er þeim öllum vel þakkað með því að hylla Rut Ingólfsdóttur, er verið hefur for- ustumaður sveitarinnar bæði á sviðinu og utan þess, sem trúlega hefur tekið nokkrar stundir í vinnu og áhyggjum. Kammer- sveit Reykjvíkur er hér bæði óskað til hamingju, og góðs gengs á komandi árum. Níræð: Arnheiður Jónsdótt- ir fv. námsstjóri Nú á tímum er jafnrétti kvenna og karla viðurkennt með menning- arþjóðum, í orði að minnsta kosti. Hitt er mér til efs, að hlutur kvenna, t.d. í listsköpun, einkum fyrr á tímum, hafi verið og sé met- inn að verðleikum. Heimilið hefur ávallt verið og er enn snarari þátt- ur í lífi norrænna manna en suð- rænna. Á íslenzkum heimilum lifði mann fram af manni og öld fram af öld forn list, gamalt hand- bragð, gróinn smekkur, föst form, sem allt endurnýjaðist þó og lag- aði sig að breyttum hugmyndum og þörfum. Heimilisiðnaðurinn var jafnframt heimilislist og meira að segja sú list, sem verið hefur einna þjóðlegust og varð- veitt einna bezt tengslin við það, sem var. Á íslenzkum heimilum störfuðu öldum saman óteljandi listamenn, ekki sízt konur. Án þess að gera sér þess grein, vann þetta fólk íslenzkri menningu ómetanlegt gagn. Það hefur ef til vill talið sig veta að vinna hagnýtt verk. En listeðli þess hóf starfið í æðra veldi. Ósjálfrátt varðveitti það dýrmætan menningararf í verki sínu eða jók hann með hugmyndaflugi sínu. Heimsmenn- ing kristninnar birtist í kórkápum og altarisdúkum, í söðuláklæðum, sessuborðum og reflum. Enginn armóður og engin áþján megnaði að eyða áhuga íslenzkra kvenna á listinni í langar myrkar aldir. Hér var ekki eingöngu um að ræða listsköpun efnaðra og menntaðra hefðarkvenna. Þessi list lék ekki síður í hendi fátækrar alþýðu- Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! konu. Sú þökk er ómæld, sem ís- lenzk þjóð á að gjalda þeim ís- lenzkum konum, sem í þýðum samhljómi við nið aldanna varð- veittu forna listhefð. Hvers vegna vek ég athygli á þessum sannindum nú á þessum degi? Það er vegna þess, að í dag er níræð merkiskona, sem fyrir meira en hálfri öld lagði stund á listiðnir í Danmörku, gerðist handavinnukennari við Kennara- skóla íslands og síðan námsstjóri í handavinnu við barna-- og gagn- fræðaskóla. í næstum tvo áratugi, eða frá 1948—66, var hún formað- ur Heimilisiðnaðarfélags íslands og ötull og glæsilegur fulltrúi ís- lenzks heimilisiðnaðar heima og erlendis. Sérstök ástæða þess að ég minn- ist hennar nú í dag, er sú, að hún er, að því er ég bezt veit, elzti fé- lagi Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins og kannske elzt allra þeirra, sem vinna að norrænu samstarfi innan Norræna félags- ins í heild, enda hefur hún setið í stjórn þessa félagsskapar síðan 1951, lengur en nokkur annar stjórnarmaður. Arnheiður Jónsdóttir getur litið til baka á merkan starfsferil og gifturíka og glæsta aðild að mörg- um góðum málum. Alls staðar hefur hún unnið af heilum hug. Hún hefur notið vinsælda meðal þeirra fjölmörgu, sem með henni hafa unnið á margvíslegum vett- vangi. Hún hefur verið virðulegur fulltrúi íslenzkra kvenna og ís- lenzkrar heimilislistar á erlendum vettvangi. Hún hefur hvarvetna látið gott af sér leiða. Hún hefur orðið áhugamálum sínum til mikils gagns. Og hvar- vetna hefur hún verið til sóma. Gylfi Þ. Gíslason Arnheiður Jónsdóttir er níræð nú í dag. Hún fæddist þann 10. janúar 1894 að Hæringsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson verzl- unarmaður og kennari á Stokks- eyri og kona hans Guðrún Magn- úsdóttir. Snemma komu í ljós hæfileikar hennar til kennslu og líktist hún þar föður sínum, sem var afburða- kennari og kom mörgum efni- legum unglingi til aukins þroska. Aðrir hæfileikar Arnheiðar komu hinsvegar áberandi í ljós strax í æsku, en það var hversu allt lék í höndum hennar og öll handíð var henni sem ásköpuð. Enda lagði hún ótrauð út á þá braut og sigldi til Kaupmannahafnar 1921. Þar innritaðist hún á Kunstflidskolen 1921—1922. Sama ár nam hún einnig við Kunstindustriskolen í Kaupmannahöfn. Síðar sigldi hún á ný til Kaup- mannahafnar 1934 og nam við Statens Kursus for Haandarbejd- es lærerinder og tók handavinnu- kennarapróf 1934. Eftir það var hún handavinnukennari við Kenn- araskóla íslands um langt árabil. Einnig annaðist hún eftirlit með handavinnukennslu í barnaskól- um Reykjavíkur í áratugi frá 1934. Þá var hún námsstjóri barna- og gagnfræðastigs í handavinnu 1954—1968. Formaður Heimilis- iðnaðarfélags íslands var hún 1948—1966 og er nú heiðursfélagi þess félags. Einnig var hún heiðr- uð með Riddarakrossi Fálkaorð- unnar 1976. Arnheiður giftist 6. júní 1916 Guðjóni Helga húsasmíðameist- ara í Reykjavík. Hann fæddist 11. ágúst 1883 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð sonur Sæmundar bónda í Nikulásarhúsum Guðmundsson- ar og konu hans Þórunnar Gunn- laugsdóttur. Hann var hinn ágæt- asti smiður og virtur borgari. Hann lést 26. október 1960. Þau hjón eignuðust tvö börn: Guðrúnu og Harald lækni, er bæði dóu í blóma lífsins. Haraldur átti 4 mannvænleg börn er öll lifa föður sinn. Þau eru Gunnar háskóla- nemi, Guðrún, Haraldur Magnús og Kristín. Arnheiður bar þessi áföll og sorg með reisn, því hún er sem fornhetjur vorar og ber ekki harm sinn á torg. Einnig er Arnheiður trúkona mikil og er það ljóst, að ekkert fyrirferst og allt líf á sér tilgang og framtíð,'þótt fortjald hylji um stund. Mörgum mætti nú virðast sem hér liggi ærið ævistarf fyrir hvern meðalafkastamann og vel það, því til þessara starfa lagði Arnheiður ótakmarkaða vinnu við skipulag og uppbyggingu á íslenskum heim- ilisiðnaði, á listrænu sviði og til kynningar Norðurlöndum. Hér lét Arnheiður þó ekki stað- ar numið. Samstarf hennar við áhugafólk um heimilisiðnað og handíð alla leiddi til þess, að hún varð mikilvirkur félagi í norrænni samvinnu og félögum er vinna að aukinni kynningu á milli nor- rænna félaga og er hún nú að makleikum heiðursfélagi Norræna félagsins. Einnig hefir hún ávallt haft mikla samúð með sjúkum og þeim sem eru minnimáttar í þjóðfélag- inu. Það leiddi m.a. til langs og heillaríks starfs á vegum Barna- vinafélagsins Sumargjafar, og er hún nú heiðursfélagi þar. Fleiri mannúðarmálum hefir hún og veitt lið, er of langt er hér upp að telja, þó er eitt er ekki má hjá líða að minnast á, en það eru störf hennar í þágu Náttúrulækningafé- lags íslands. í uppbyggingu þess félags á hún ómældan skerf er aldrei verður fullgoldinn né þakk- aður. Forseti þess félags var hún frá 1959—1979 og segir það sína sögu. Ég er þetta rita átti þess kost, að starfa með Arnheiði um árabil í stjórn þessa félags. Það var unun að starfa með henni að uppbyggirigu Hælisins og starfs- ins alls. Bjartsýni hennar með vökulli dómgreind, réttsýni og baráttu- hug veitti hverju framfaramáli brautargengi eftir því sem við var komið hverju sinni. Ég þakka henni nú á þessum tímamótum fyrir samstarf okkar, er aldrei bar skugga á, þótt oft væru dökk ský á lofti, er sviptu sýn, þá hélt hún ávallt örugg og réttsýn um stjórn- artaumana. Það er einn eiginleiki frú Arn- heiðar Jónsdóttur, að því lengur sem maður þekkir hana því kærari verður hún hverjum sem veitir vináttu sína. Þótt sjón hennar hafi daprast, þá er hugur hennar ern, því hún er gædd þeim guðdómlega eiginleika að horfa ávallt björtum augum til framtíðarinnar og slíkir halda dómgreind sinni og huga ferskum hvað sem ár og aldur segja. Lif þú heil kæra vinkona. Zóphónías Pétursson forseti NLFÍ Arnheiður tekur á móti gestum á heimili sínu milli kl. 16 og 19 í dag. Vestmannaeyjar: 100 manns við töku nýrrar geimkvikmyndar Vestraannaeyjum, 3. janúar. BANDARÍSKA kvikmyndafyrir- tækið 20th Century Fox hyggst taka hluta af nýrri stórmynd á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum í apr- flmánuði nk. Kvikmynd sú sem hér um ræðir gengur undir vinnu- heitinu „Enamy Mine“ og á að gerast á annarri plánetu á 21. öld- inni. Gert er ráð fyrir að um 100 manns starfi beint við kvikmynda- tökuna og búist er við að nokkur hópur erlendra fréttamanna muni fylgjast með kvikmyndatökunni. Umboðsaðili þessa þekkta kvikmyndafélags hér á landi, Víðsjá-kvikmyndagerð, hefur sótt um leyfi fyrir kvikmynda- tökunni hjá bæjarstjórn og hef- ur leyfið verið veitt með því skil- yrði að bæjarsjóði verði tryggt nauðsynlegt eftirlit að kostn- aðarlausu. Þá hefur kvik- myndafélagið skuldbundið sig til þess að koma svæðinu í sama horf aftur að lokinni töku, en gert er ráð fyrir nokkru jarð- raski þessu umstangi samfara. M.a. verður nauðsynlegt að út- búa laug (lítið lón) ca. 60x30 m og 1,5 m að dýpt, sem verður fjarlægt að lokinni kvikmynda- tökunni. Ekki er okkur Eyjabúum kunnugt um hver kemur til með að leikstýra eða hverjir fara með helstu hlutverk í þessari „geim- óperu" en ekki þætti okkur lak- ara að fá yfir okkur ljóma ein- hverra skært skínandi stjarna úr draumaborginni Hollywood í (væntanlegum) aprílnæðingn- um. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.