Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 40
Tölvupappír IIII FORMPRENT Hverfisgolu 70. simar 25960 25566 STAÐFESTIÁNSTRAUST ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Royal Iceland f Bandaríkjunum: Haftyrðlar hrekjast hingað undan vindum SÍÐUSTU daga hafa nokkrir haf- tyrðlar fundist í Reykjavík og ná- grenni og munu fuglarnir hafa bor- ist með vestanvindum frá Græn- landi, að því er talið er. Haftyrðill er heimskautafugl af svartfuglaætt, og algengur á Grænlandi. Einn slíkan fann Þorvarður Ólafsson í skipasmíðastöðinni í Stálvík og kom honum til Mbl. Fuglinn hafði leitað skjóls undan vetrarhörkunni. Björn Guð- brandsson, formaður Fugla- verndunarfélags íslands, sagði í samtali við Mbl. að haftyrðlar bærust hingað ávallt af og til. Nokkrir slíkir hefðu fundist síð- ustu daga og ráðlagði Björn að fuglinum skyldi sleppt við sjó, hann myndi bjarga sér. Fuglinum var því sleppt siðdegis í gær. Lækkar verð á hörpu- diski um 25 til 30% ROYAL Iceland í Bandaríkj- unum, sölufyrirtæki Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkis- hólnii, lækkaði verð á hörpu- diski um 25 til 30% fyrir skömmu. Aðalástæða þess er Mjöl og lysiskaup: óróleiki á markaðnum þar vestra vegna mikils og óvænts framboðs á hörpu- diski frá Perú. Magnús Þ. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Royal Iceland, sagði í samtali við Morgunblaðið, að markaðurinn væri nú í hálfgerðu uppnámi eins og vanalega, hann væri sveiflukenndur og sveiflaðist hratt. Mikið af hörpudiski hefði að undanförnu borizt frá Perú og væri það meðal annars orsök verð- lækkunarinnar. Hefði þetta komið mönnum nokkuð á óvart, en þar hefðu í haust fundizt ný mið og teldu menn þetta hugsanlega geta staðið í sambandi við breytingu á sjávarstraumum. Hörpudiskurinn frá Perú væri þokkaleg vara, en verðstefna þeirra og veiðar frem- ur frumstæðar. Til dæmis væri mjög mismunandi verð á hörpU- diskinum þaðan og veiðarnar stunduðu þeir með köfurum líkt og um perluköfun væri að ræða. Hækkun dollara dregur úr áhuga Haftyrðillinn er heimskautafugl af svartfuglsætt. Morpmbi»ai«/RAX. Einar í síma- tíma í DAG verður annar símatími íþróttasíðu Morgunblaðsins. Að þessu sinni er það íþróttamaður ársins 1983, Einar Vilhjálmsson, sem svarar spurningum lesenda. Einar stundar nám við há- skólann í Austin Texas og fer utan síðari hluta vikunnar. Hann mun dvelja ytra fram yf- ir Ólympíuleikana í Los Angel- es í lok ágúst. Þetta er því ein- stakt tækifæri til að spjalla við hann um íþróttir og afrek hans. Eru lesendur hvattir til að hringja í síma 10100 eða 10108 á milli klukkan 18 og 20 í kvöld og ræða við Einar. Sjá nánar á íþróttasíðu. „Verð á lýsislestinni var komið upp í 470 dollara og verð á prótein- einingu á mjöli var um 7,60 dollar- ar fyrir jólin, en ég held að ekkert hafi verið selt á þessu ári. Þetta hefur verið fremur erfitt að und- anförnu, sérstaklega hvað mjölið varðar. Kaupendur hafa átt nægar birgðir í desember og nú í janúar og við vorum ekki búnir að gera neina samninga um fyrirfram sölu, þegar vertíðin hófst og hefur það ekki gerzt áður. Það hefur þó kannski tæpur helmingur fram- leiðslunnar það sem af er verið seldur. Það hefur ennfremur gert okkur erfitt fyrir, að til dæmis Norð- Bein útsend- „STÖÐUG hækkun dollarsins hefur valdið okkur erfiðleikum. Hann hef- ur líklega aldrei verið eins hár og nú og hefur það dregið úr áhuga á kaup- um á lýsi og loðnumjöli, sérstaklega héðan. Við seljum allt í dollurum, en dollarinn er ekki gjaidmiðill þeirra, sem af okkur kaupa. Því verða þeir að kaupa dollara dýrum dómum til þess að geta keypt af okkur,“ sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. menn og Danir selja framleiðslu sína í eigin gjaldmiðlum, sem þýð- ir einfaldlega lægra verð frá þeim miðað við dollarinn. Við seljum ekkert til Bandaríkjanna, þar sem dollarinn er gjaldmiðill. Þetta fer aðallega til Bretlands, Finnlands og meginlandsins og þar er dollar- inn dýr,“ sagði Jón Reynir Magn- ússon. Magnús sagði ennfremur, að salan, síðan fyrirtækið hefði verið stofnað um mitt ár í fyrra, hefði gengið vel. Royal Iceland sæi um sölu á öllum hörpudiski frá Sig- urði Ágústssyni hf., er ársfram- leiðslan þar væri um 500 lestir. Vonir stæðu til að markaðurinn jafnaði sig og hægt væri að halda stöðugu verðlagi í framtíðinni. ing frá leik FH-inga og Tatabanja ÁKVEÐIÐ hefur verið að leikur FH og ungverska liðs- ins Tatabanja sem leikinn verður næstkomandi laugar- dag klukkan 14.30 verði sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er síðari leikur liðanna í Evrópukeppninni í hand- knattleik (IHF-keppninni). Fyrri leik liðanna lauk með stórsigri Tatabanja, 35—27. Forsala aðgöngumiða á leik- inn hófst síðastliðinn föstudag og seldust þá um 1100 miðar. Þeir 150 miðar sem eftir eru verða seldir í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í dag á milli klukk- an 17 og 18. Sjá nánar á íþróttasíðu. Þrettándagleði Fáksmanna Ljósm. Mbl./KÖE. Það er ekki amalegt að skreppa á bak með jólasveininum áður en hann kveður í bili og hverfur úr bænum. Þessi jólasveinn mætti á þrettándagleði Fáksmanna að Fáksheimilinu við Bústaðaveg og var hann meðal annarra í fríðu fylgdarliði álfakóngs og -drottningar sem tendruðu stórann bálköst á þrettándagleðinni, sungu og dönsuðu. Fésektir vegna hunda: Gengið verður að fólki verði sekt ekki greidd „Dómsmálaráðuneytið lýsti þeirri skoðun sinni varðandi fé- sektir vegna brots á banni við hundahaldi í Reykjavík, að látið yrði reyna á innheimtu sektarinn- ar, fremur en að gripið yrði til vararefsingar, það er fangelsisvist- ar. En jafnframt að ef ekki tækist að innheimta sekt, þá yrði Ieitað fullnustu í eignum — það er geng- ið yrði að viðkomandi," sagði William Th. Möller, aðalfulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, í samtali við Mbl. Svo sem fram kom í Mbl. síð- astliðinn laugardag, var ung kona sett í hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Henni var gert að greiða 6.500 króna sekt fyrir að halda hund, en vararefsing var 8 daga varðhald. Eftir aðeins tveggja daga varðhald komu boð frá dómsmálaráðuneytinu til lögreglustjóra um að konunni skyldi sleppt úr haldi og sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, að um mistök hefði verið að ræða. Það kom fram í máli Williams, að fólki væri ekki í sjálfsvald sett hvort það greiddi sekt eða sæti af sér refsingu í fangaklefa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.