Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
29
Hinn íslenskfæddi stóðhestur Vöröur 615 frá
Kýrholti í Skagafirði undan Heröi 591 og Jörp frá
Kýrholti. Gunnar Bjarnason segir allt aö 600
mörk hafa verið tekin í folatolI af hestinum í
Þýskalandi og sé það hæsta verö, sem um geti af
íslenskum stóðhesti eriendis.
Afmælistónleikar
endurteknir í kvöld
Fréttatilkynning frá Sambandi eggjaframleiðenda:
Ekki fært að taka
undirskriftirnar sem
úrsögn úr félaginu ...
NÝKJÖRIN stjórn Sambands eggja-
framleiöenda kom saman til fundar
þann 3. janúar sl. og skipti meö sér
verkum. Formaður var kjörinn Þor-
steinn Sigmundsson, varaformaður
Jón Gíslason og gjaldkeri Helgi
Jónsson. Auk þeirra eru í stjórninni
Jón Hermannsson, Stefán Guö-
hjartsson, Bjarni Asgeir Jónsson,
Sigurður Sigurðsson og Einar Eir-
íksson, en hann hefur sagt sig form-
lega frá stjórnarstörfum. Varamenn
eru Guömundur Jónsson og Skarp-
héðinn Össurarson.
Á aðalfundi félagsins sem hald-
inn var 29. desember sl. voru gerð-
ar ýmsar samþykktir og ályktanir.
Þar var samþykkt að gera Einar
Tonsberg að fyrsta heiðursfélaga
Sambands eggjaframleiðenda, en
hann lætur nú af störfum í stjórn,
að eigin ósk, eftir farsæl störf í
þágu félagsins í nær 4 áratugi.
Meðal annars var samþykkt
áskorun til landbúnaðarráðherra
um að fella niður sölugjaid af
vélbúnaði til alifuglaræktar í sam-
ræmi við það sem gert er af tækja-
búnaði til annarra búgreina. Þá
var samþykkt ályktun þess efnis
að afnema ætti og endurgreiða
kjarnfóðurskatt til félagsmanna.
Á aðalfundinum var samþykkt
að ráðast í stofnun eggjadreif-
ingarstöðvar á grundvelli þeirra
hugmynda sem framkvæmda-
nefnd Sambands eggjaframleið-
enda lagði til á félagsfundi 12.
nóvember sl. Samþykkt þessi olli
nokkrum deilum á fundinum og
fráfarandi formaður og varafor-
maður félagsins lýstu því yfir að
þeir segðu sig úr félaginu. Gengu
þeir síðan af fundi ásamt 16 öðr-
um fundarmönnum, en þeir eiga
11 starfandi hænsnabú og hafa
samtals um 126.000 varphænur
samkvæmt opinberum skýrslum.
Samkvæmt sömu skýrslum eru
um 292.000 varphænur á öllu land-
inu þannig að hér er um að ræða
rúm 43%.
Stórnin harmar þessi málalok,
en vill taka fram að hún telur að
vart sé hægt að tala um klofning í
félaginu, enn sem komið er, þar
sem aðeins liggur fyrir úrsögn
tveggja félaga. Áf gefnu tilefni vill
stjórnin taka það fram að forsend-
ur frávísunartillögunnar sem lögð
var fram á félagsfundi þann 12.
nóvember sl. voru brostnar á aðai-
fundi, þar sem fyrir lá yfirlýsing
Framleiðsluráðs, þess efnis að
heildsöluleyfið sem það veitti
Sambandi eggjaframleiðenda sé
ekki einkasöluleyfi. Vegna þessara
breyttu forsenda er stjórninni
ekki fært að taka undirskriftir fé-
lagsmanna á frávísunartillögunni
frá 12. nóvember sem úrsögn úr
félaginu.
Stjórnin vill árétta, vegna vill-
andi fréttaflutnings af því sem
gerðist á fundinum, að Samband
eggjaframleiðenda er landssam-
tök og að dreifingarstöð á vegum
þess kemur til með að þjóna hags-
munum allra félagsmanna hvar
sem þeir búa á landinu, þó af hag-
kvæmnisástæðum verði ekki öll
egg af landsbyggðinni látin fara í
gegnum stöðina. Enda kom áhugi
félagsmanna utan af landi glöggt í
ljós á aðalfundinum, en fyrir hon-
um lágu skeyti frá nokkrum
þeirra, þar sem þeir lýstu óánægju
sinni með fundartíma og vildu fá
að nota atkvæðisrétt sinn. Á aðal-
fundinn mættu um 40 félagar og
er það um helmingi minna en
mætti á þá tvo félagsfundi sem
haldnir hafa verið um þessi mál á
síðasta ári. Kom þar tvennt til;
fundartími milli hátíða er mjög
óhentugur fyrir fólk sem kemur
langt að, og auk þess hamlaði
færðin fundarsókn.
Reykjavík, 5. janúar.
10 ÁRA afmælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða endur-
teknir í Áskirkju í kvöld klukkan 20.30.
Fluttar verða árstíðirnar eftir Vivaldi. Einleikarar eru: Helga
Hauksdóttir í Vorinu, Unnur María Ingólfsdóttir í Sumrinu,
Þórhallur Birgisson í Haustinu og Rut Ingólfsdóttir í Vetrinum.
Aðgöngumiðar eru seldir í ístóni, Freyjugötu 1, og við inngang-
inn.
Enn deilt um eggjadreifingarstöðina:
Sambandið tekur úr-
sagnirnar ekki gildar
Kammersveit Reykjavíkur
— rakalaus þvættingur, segir Gunnar á Ásmundarstöðum
Tónmenntasjóður kirkjunnar:
Sr. Sverri Haraldssyni veitt
viðurkenning úr sjóðnum
SÉRA Sverrir Haraldsson,
sóknarprestur í Desjarmýrar-
prestakalli, hlaut nýverió vió-
urkenningu úr Tónmennta-
sjóði kirkjunnar, sem stofnað-
ur var árið 1975 í þeim tilgangi
að efla kirkjulega tónlist og
textagerð. Er það í þriðja sinn
sem viðurkenning er veitt úr
sjóðnum; fyrstur hlaut hana
Þorsteinn Valdimarsson,
skáld, og síðar Kristján frá
Djúpalæk.
Sr. Sverrir er fæddur 27.
marz 1922 að Hofteigi á Jökul-
dal. Foreldrar hans voru sr.
Haraldur Þórarinsson prestur
í Mjóafirði og Margrét Jakobs-
dóttir kona hans. Sr. Sverrir
lauk stúdentsprófi við Mennta-
skólann á Akureyri þann 17.
júní 1945 og kandídatsprófi í
guðfræði við Háskóla Islands
þann 30. jan. 1954. Að námi
loknu dvaldist hann í Hafnar-
firði og vann þar m.a. að rit-
störfum. Hann var settur
prestur í Desjarmýrarpresta-
kalli þann 1. júní 1963, vígður
2. júní sama ár.
Skipaður frá 1. okt. 1964.
Auk prestsstarfa hefur sr.
Sverrir fengist við kennslu í
Borgarfjarðarskóla. Formaður
barnaverndarnefndar í Borg-
arfirði eystra var hann í nokk-
ur ár. Um skeið átti hann sæti
í stjórn Prestafélags Aust-
fjarða. Kona sr. Sverris er Sig-
ríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir.
Þau búa í Bakkagerðiskaup-
túni.
Eftir sr. Sverri hafa komið
út 4 ljóðabækur: Við bakdyrn-
ar, Rvk. 1950 — Rímuð ljóð á
atómöld, Rvk. 1952 — Ljóð,
Rvk. 1980 og Að leikslokum,
Ak. 1982.
SAMBAND eggjaframleiðenda
telur sér „ekki fært að taka undir-
skriftir fclagsmanna á frávísunar-
tillögunni frá 12. nóvember sem
úrsögn úr félaginu," að því er seg-
ir í fréttatilkynningu, sem Mbl.
hefur borist frá stjórn sambands-
ins.
Stjórnin segir í tilkynning-
unni, að hún harmi þau málalok,
er 18 eggjaframleiðendur gengu
af framhaldsaðalfundinum 29.
desember sl., „en vill taka fram,
að hún telur að vart sé hægt að
tala um klofning í félaginu, enn
sem komið er, þar sem aðeins
liggur fyrir úrsögn tveggja fé-
laga (formanns og varafor-
manns, innsk. Mbl.). Af gefnu
tilefni vill stjórnin taka það
fram, að forsendur frávísunar-
tillögunnar, sem lögð var fram á
félagsfundi þann 12. nóvember
sl., voru brostnar á aðalfundi,
þar sem fyrir lá yfirlýsing
Framleiðsluráðs, þess efnis að
heildsöluleyfið sem það veitti
Sambandi eggjaframleiðenda er
ekki einkasöluleyfi. Vegna þess-
ara breyttu forsendna er stjórn-
inni ekki fært að taka undir-
skriftir félagsmanna á frávísun-
artillögunni frá 12. nóvember
sem úrsögn úr félaginu," segir
orðrétt.
Gunnar Jóhannsson, bóndi á
Ásmundarstöðum og fram-
kvæmdastjóri Holtabúsins, var
varaformaður Sambands eggja-
framleiðenda þar til á fram-
haldsaðalfundinum og einn
þeirra, sem gengu af honum eft-
ir að frávísunartillagan gegn
eggjadreifingarstöðinni var
felld. Hann sagðist í samtali við
Mbl. ekki skilja röksemdir
stjórnar sambandsins. „Þetta er
rakalaus þvættingur," sagði
Gunnar. „Ég hélt satt að segja
að málið myndi snúast um ann-
að en hártoganir af þessu tagi.
Auðvitað erum við allir farnir
úr sambandinu — það gerðum
við skriflega um leið og frávís-
unartillagan var borin fram.
Þar sagði, að ef tillagan yrði
felld, þá segðum við okkur „hér
með“ úr sambandinu. En þetta
er varla svaravert, enda sé ég
ekki að stjórn sambandsins geti
sett kvaðir á þessa menn.“
Gunnar sagði að tölur sam-
bandsstjórnarinnar um fjölda
hænsna í eigu aðila innan sam-
bandsins fengju ekki staðist.
„Við munum eftir helgina birta
lista yfir þá, sem hafa gengið úr
sambandinu og fjölda fugla
þeirra og þá verður hægt að
sýna svart á hvítu hver hefur
rétt fyrir sér um framleiðslu-
magnið og hver ekki. Þá nuin
koma í ljós, að við erurn með
72% framleiðslunnar á því
svæði, sem stöðin á að ná yfir,“
sagði Gunnar Jóhannsson.
Séra Sverrir Haraldsson, prestur
á Desjarmýri í Borgarfirði eystra.