Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 13 Innheimta gjalda með bezta móti Vo.stmannaeyjum, 3. janúar. INNHEIMTA gjalda hjá bæjarsjóði Vcstmannaeyja var mjög góð og raunar betri en mörg undanfarin ár. Af öllum bæjargjöldum innheimtust 84,1%, sem er besta innheimtuhlut- fall hjá bæjarsjóði í 10 ár. Á síðasta ári var innheimtuhlutfallið 81,2%. Innheimta opinberra gjalda hjá bæj- arfógetaembættinu gekk einnig vel fyrir sig, en prósentutala lá þar ekki fyrir í dag. Á fundi bæjarráðs 28. desember sl. voru teknar ákvarðanir varð- andi álagningu útsvara, aðstöðu- gjalda og fasteignagjalda fyrir ár- ið 1984. Útsvarsálagning verður í ár 11%, en var 11,55% á síðasta ári. Aðstöðugjöld verða 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla, 0,65% af fiskiðnaði og rekstri verslunarskipa, 1% af ölium iðn- rekstri og 1,30% af öðrum at- vinnurekstri. Fasteignaskattur verður 0,5% af fasteignamati ibúðarhúsa og 1% af fasteigna- mati annarra fasteigna. Gjalddag- ar fasteignagjalda verða fjórir. Fasteignagjöld ellilífeyrisþega, sem eingöngu njóta tekjutrygg- ingar, eru felld niður af eigin íbúð sem þeir búa í. Ennfremur verður felldur niður ákveðinn hundr- aðshluti fasteignaskatts ellilífeyr- isþega af eigin íbúð sem þeir búa í. Miðað við brúttótekjur allt að 186 þús. kr. fyrir einstakling er niður- fellingin 100%, en tekjumarkið er 235 þús. kr. fyrir hjón svo niður- fellingin sé 100%. Niðurfell- ingarprósentan lækkar svo við hærri brúttótekjur og er 30% við 250 þús. kr. hjá einstaklingi og 300 þús. kr. hjá hjónum. Fulltrúi Alþýðuflokksins í bæj- arráði sat hjá við ákvörðunina um útsvarsálagninguna og áskildi sér rétt til tillöguflutnings við af- greiðslu málsins á síðara stigi. _______ t (_______ hkj. Endurbætur gerð- ar á hinni 118 ára Hrunakirkju Syftra-Langholti, 6. janúar. I>Á ER þrettándi dagur jóla runninn upp og jólin kveðja um leiö og daginn tekur að lengja um eitt „hænufet á dag“, eins og meistari Þórbergur orðaði það. Jólin eru okkur íslending- um kærkomin tilbreyting í skamm- deginu norður við Dumbshaf, þó sveitafólkið verði raunar að ganga til sinna starfa við hirðingu búfjár, án tillits til þess hvort dagatalið sýni rauða daga eða ekki. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson, prófastur í Hruna, átti einnig anna- sama daga og messaði í fjórum kirkjum, heimakirkju sinni, Hruna, Hrepphólum og að auki í Stóra- Núpsprestakalli, sem hann þjónar nú í ársleyfi séra Sigfinns Þor- leifssonar. Kirkjusókn var alls stað- ar góð um jólin, enda var færð þá enn góð á öllum vegum. Séra Sveinbjörn messaði svo aft- ur á nýársdag í hinu veglega 118 ára gamla guðshúsi, Hrunakirkju. Þar hafa nú verið gerðar nokkrar breytingar á kirkjubekkjunum og þeir bólstraðir, auk þess sem nýtt teppi hefur verið lagt á kirkjugólf- ið. Þá er einnig í bígerð hjá söfnuð- inum að kaupa á næstunni nýtt kirkjuorgel. Margir nota hátíðarnar, jól og áramót, til að skíra börn sín, og að þessu sinni skírði séra Sveinbjörn fimm börn. — Sig. Sigm. Þetta er ykkar HLUTIAF KÖKUNNI HANNI :r LA NGSEERSTUR H appdrætti Hájkólans heldur upp á 50 ára afmæli með glæsilegri vinningaskrá. Vinnings- upphæðin er tvöfalt hærri en á liðnu ári, og mögu- leiki er á 9 milljón króna vinningi á eitt númer. Ævintýralegt. En það eru líka 5000 aukavinningar á 15.000 krónur hver, auk fjölda annarra vinninga. HHÍ heldur enn hæsta vinningshlutfalli í hcimi, 7/10 „kökunnar“ kemur í hlut ykkar, sem spilið með og hljótið vinning. Líttu inn hjá umboðsmanninum. Þar færðu miða - og möguleika á vinningi. VINNINGASKRÁ 9 @ 1.000.000 9.000.000 9 200.000 1.800.000 207 100.000 20.700.000 2.682 20.000 53.640.000 21.735 4.000 86.940.000 109.908 2.500 274.770.000 134.550 446.850.000 450 aukav. 15.000 6.750.000 135.000 453.600.000 OpíðtilkU9 mánudaga þriöjudaga miövikudaga fimmtudaga TTAritr A TTT> Skeifunni 15 nAVlIiAUl Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.