Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JEFFREY ULBRICHT OG GREG MCARTHUR
Bourgiba sneri uppþotum
upp í hátíðahöld og gleði
Fjölmenn mótmæli og mannskæð átök á götum úti í stærstu borgum
Túnis, Túnisborg og Sfax, eftir að tilkynnt var af stjórnvöldum, að
allmiklar verðhækkanir á ýmsum vörum stæðu fyrir dyrum, vöktu ugg í
hinum vestræna heimi. Stjórnarfarið hefur nefnilega þannig verið farið í
umræddu landi, að það á ekki sinn Ifka í Afríku allri. Þar hefur hagvöxtur
verið, lýðræðislega kosinn forseti og margt sem hinn almenni Afríkubúi
veit ekki einu sinni að til er. Túnis á sér marga öfundarmenn, nágrann-
inn Lfbýa, undir stjórn Moammar Gaddafy til dæmis. Það urðu margir til
þess að telja næsta víst að Gaddafy hefði staðið á bak við óeirðirnar,
enda er hann sagður ávallt reiðubúinn, eins og skátarnir, ef færi gefst, að
klekkja á stjórnkerfum í námunda við sig, sem hann sættir sig ekki alls
kostar við, eða hreinlega til þess að komast í sviðsljósið. Enginn hefur þó
getað sannað að Gaddafy hafi kynt undir óánægju fólksins.
Forseti Túnis er hinn áttræði
Habib Bourgiba. Á föstu-
daginn sýndi hann í sér stálið,
hann frestaði umræddum verð-
hækkunum á matvörum og sneri
bióðugum óeirðum upp í taum-
lausar gleðiaðgerðir, hátíðahöld.
Dálítil uppstokkun í ráðherra-
röðunum, svona til þess að gefa
til kynna að komist hefði verið
að rótum meinsins og það numið
burt með snöggri skurðaðgerð.
Ólgan í Túnis er sú mesta síð-
an árið 1978, er 3ja daga alls-
herjarverkfall lamaði landið
allt, ekki síst vegna þess að þá
þrjá daga logaði allt í óeirðum.
En þrátt fyrir það hefur ávallt
verið litið á Túnis sem værðar-
legt land á flestum sviðum, sér-
staklega þegar lagt er að jöfnu
við flest ríki önnur í sömu
heimsálfu, en óvíða munu valda-
rán og borgarastyrjaldir vera al-
gengari en einmitt í Afríku.
Bourgiba er ein af ástæðunum
fyrir því, hann nýtur þrátt fyrir
allt mikillar persónuhylli. Hann
leiddi þjóð sína til sjálfstæðis
frá Frakklandi árið 1956 og hef-
ur æ síðan verið leiðtoginn.
Hann hefur verið harður í horn
að taka ef svo hefur borið undir,
en síðustu árin hefur hann boðið
upp á tilslakanir. Hann er ekki
frjálslyndur maður, að minnsta
kosti ekki innan þess ramma
sem vestrænir myndu flokka
undir frjálslyndi. En kannski
telst hann það á afríska vísu.
Lengst af hefur hann bannað
starfsemi allra stjórnmálaflokka
nema flokks síns og hann breytti
stjórnarskrá landsins til að gera
sér kleift að útnefna sig forseta
til dauðadags. Hann útnefndi
einnig Mohammad Mzali eftir-
mann sinn, en þangað til er
Mzali forsætisráðherra.
Slakað á klónni
En sem fyrr segir hefur
Bourgiba verið að slaka á klónni
síðustu árin. Ýmsir stjórnar-
andstöðuflokkar hafa fengið að
taka upp þráðinn á ný þaðan
sem frá var horfið er þeir voru
bannaðir, til dæmis er Kommún-
istaflokkur landsins nú orðinn
löglegur, en hann var bannaður
árið 1963. Þá starfa í landinu
sæmilega frjáls verkalýðsfélög
og eru þau að sögn hliðholl
stjórnvöldum.
En Bourgiba hefur verið las-
inn síðustu árin og amar ýmis-
legt að. Á yfirborðinu er hann
enn hinn sami gagnvart alþýðu-
nni í landinu, en talið er í raun,
að hann sé hægt og bítandi að
draga sig í hlé og ráðherrar hans
séu jafnt og þétt að ná meiri
völdum. Fyrrgreindar tilslakan-
ir telja ýmsir að rekja megi til
skoðana forsætisráðherrans,
Mzali. Þá má ekki gleyma eig-
inkonu Bourgiba, Wassilu, sem
er sögð mikill pólitíkus og jafn-
framt á móti Mzali.
Olía, hagvöxtur, þrengingar
Þegar uppþotin hófust fyrir
rúmri viku og ráðamenn í hinum
vestræna heimi fengu skjálfta,
var það ekki vegna þess að Vest-
urlönd óttuðust að glata hernað-
araðstöðu, eða olíustórveldi. Nei,
það var vegna stjórnarháttanna
í iandinu, sem eru eins „vestræn-
ir“ og fyrirfinnst í heimsálfunni.
En hvernig skyldi standa á því
að Túnisbúum hafi tekist nokk-
urn veginn að eiga ofan í sig og
á? Túnisbúar hafa orðið fyrir
barðinu á hrörnandi efnahags-
ástandi í heiminum ekki síður en
Habib Bourgiba, leiðtogi Túnis.
flestar þjóðir eða allar aðrar. En
Túnis á nokkrar olíulindir. Eru
framleiddar 100.000 tunnur á
dag. Það þykir ekki mikið magn
þegar litið er á vinnslu nokkurra
nágrannaríkja svo sem íran,
Saudi-Arabíu og fleiri. En það
hefur nægt Túnisbúum til tals-
verðra tekna og hjálpað þeim í
lífsgæðabaráttunni. Er olían
næst stærsta tekjulind lands-
manna, næst á eftir ferðamönn-
um.
Árið 1982 þótti „slæmt ár“ í
Túnis. Þá var hagvöxtur „aðeins
1,4 prósent". Árið 1983, í lok árs-
ins, stefndi allt í 4,5 pósent hag-
vöxt, en spáð hafði verið 6 pró-
sent hagvexti. Verðbólga var 3,7
prósent. Hækkun dollarans,
þurrkar sem ollu uppskerurýrn-
un í norðurhéruðum og fleira
mætti tína til sem ástæður fyrir
því að hagvaxtarspár stóðust
ekki. Ólætin hófust hins vegar í
suðurhéruðunum svo sem endra-
nær, enda er fátækt þar meiri,
og norðurhlutinn hefur gengið
fyrir og fólk þar er efnaðra. Það
hefur því verið grynnra á því
góða í suðurhluta landsins og
menn á borð við títtnefndan Mo-
ammar Gaddafy hafa verið
meira en tilbúnir að sá ólgu- og
óánægjufrækornum þegar
möguleikar hafa gefist. Sem fyrr
segir er hann grunaður um aðild
að síðustu óeirðunum og á hann
sannaðist þátttaka árið 1980, er
vopnaðir andstæðingar stjórnar-
innar í Túnis lögðu undir sig um
hríð borgina Gafsa. Útsendarar
Líbýu stóðu fyrir því, það kom
síðar í ljós.
Mohammad Mzali, forsætis-
ráðherra Bourgiba og eftirmað-
ur hans, gerir sér grein fyrir
þessu vandamáli eins og stjórn
landsins öll. AUt frá því að hann
tók við embætti sínu árið 1980,
hefur hann unnið að því að rétta
hlut suðurhluta landsins. Hefur
honum orðið nokkuð ágengt, en
verkið er vandasamt og mun
taka langan tíma þannig að vel
verði. En hvað framtíðin ber í
skauti sér í þeim efnum og öðr-
um í Túnis kemur í ljós er tímar
líða. Vandamálin eru mörg og
ljónin á veginum ekki færri.
Túnis er land andstæðnanna sér-
staklega með tilliti tillegu lands-
ins. Leiðarvísir fyrir suma, víti
til varnaðar fyrir aðra.
Jeffrey lllbricht og Greg McArthur
eru fréttamenn hjí AP.
Dagatal
fylgiblaóanna
ALLTAF Á HÚÐJUDÖGUM
mxmk
&0*
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
Alltaf 4 föstudögam
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
ALLTAFÁ SUNNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!