Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
IÉr
4. UMFERÐ ENSKU BIKARKEPPNINNAR:
Brighton mætir
Liverpool heima
Sjá nánar bls./28.
íþróttamaður
ársins 1983
• Einar Vilhjálmsson fagnar sigri sínum og nýju ís-
landsmeti í spjótkasti í Stokkhólmi síöastliöiö sumar, en
þá sigraöi hann sjálfan heimsmethafann í greininni, Tom
Petranoff, þegar úrvalslið Noróurlandanna í frjálsum
íþróttum keppti viö landsliö Bandaríkjanna. Einar sigr-
aöi örugglega í sinni grein, spjótkastinu. Þessi mikli
afreksmaður svarar spurningum lesenda Morgunblaös-
ins í kvöld á milli 18 og 20. Hringiö í síma 10100 og 10108.
Leik FH og Tatabanya
sjónvarpað beint
ÁKVEOID hefur verið að leikur
FH og ungverska liðsins Tata-
banja í Evrópukeppninni í hand-
knattleik veröur sendur út í
beinni útsendingu á laugardag-
inn klukkan 14.30 frá íþróttahús-
inu í Hafnarfiröi.
Nær uppselt er á leikinn og
komast færri aö en vilja. Þaö var
því brugöiö á þaö ráö aö semja viö
sjónvarpið um beina útsendingu
og brugöu þeir skjótt viö og veröur
leikurinn sýndur beint. Handknatt-
leiksáhugamenn um allt land veröa
því ekki snuðaðir um þennan leik.
Veröa þeir eflaust margir sem sitja
viö tækiö næstkomandi laugardag
og fylgjast meö leiknum.
Fyrri leik liöanna lauk meö mikl-
um yfirburöasigri Tatabanja,
35—27, þannig aö leikmenn FH
veröa aö ná stórleik ætli þeir sér
aö eiga nokkra möguleika á aö
komast áfram í Evrópukeppninni
aö þessu sinni. En heimavöllur
þeirra í Hafnarfiröi ætti aö auka
líkurnar á því aö þeir sigri ung-
verska liöiö og jafnvel er möguleiki
á stórum sigri, hver veit.
— ÞR.
Geir Hallsteinsson:
„Stríðum þeim hér“
— NÚ ER annar hálfleikurinn bú-
inn og við erum átta mörkum
undir. En síöari hálfleikurinn er
eftir og ég er ekki í nokkrum vafa
um að viö komum til meö að
Getraunir:
500 þúsund
til Húsavíkur
í 18. leikviku Getrauna kom að-
eins fram einn seðill með 12 rótt-
um og var vinningur fyrir röðina
kr. 383.755.-, en alls voru 6 raðir
með 11 rátta og var vinningur
fyrir hverja röð kr. 27.411.-.
Eins og oft vill koma fyrir í bik-
arkeppninni ensku, uröu úrslit
leikjanna á laugardag mörg mjög
óvænt, jafnt í þeim leikjum sem
voru á getraunaseölinum sem í
þeim 20, sem sleppt var. Nægir aö
benda á, aö bæöi stórveldin,
Manschester City og United, voru
slegin út.
Eigandi vinningsseöilsins er
Húsvíkingur, sem auk raöarinnar
með 12 réttum var einnig meö 11
rétta í 4 rööum og heildarvinningur
fyrir seöilinn því kr. 493.399,00.
stríða þeim mjög verulega hér
heima, þessum ungversku köpp-
um. Og ef lukkan er meö okkur
og áhorfendur verða kröftugir þá
getur allt gerst í síöari leiknum,
sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari
FH, í spjalli viö Mbl. seint í
gærkvöldi, nýkominn heim frá
Ungverjalandi.
— Þeir eru ekki sterkir á úti-
velli, það hefur sýnt sig, og fyrst
sænska liöiö Ystad gat sigraö þá
meö átta mörkum á sínum heima-
• Geir Hallsteínsson þjálfari FH
| velli þá eigum viö að geta gert þaö
líka. Þeir eru þrælsterkir. Þaö
fengum viö aö finna, en viö getum
j gert enn betur. Sóknarleikur okkar
var mjög góöur, en þaö sem réöi
úrslitum var aö varnarleikurinn
gekk ekki upp hjá okkur. Viö skor-
uöum 27 mörk sem er mjög gott
enda sóknarnýting okkar vel yfir
[ 60%. En svo brást vörnin, sagöi
Geir. — ÞR
Bjarni Felixson:
„Tæknilegir
öróugleikar"
„LÍKUR eru á að leikur FH og Tat-
abanja veröi sýndur beint á laug-
ardaginn, en þaö eru ýmsir
tæknilegir öröugleikar í veginum
sem við verðum aö leysa til þess
að svo verði. Ég er vongóöur um
að það takist," sagði Bjarni Felix-
son, íþróttafréttamaður sjón-
varpsins. Veröi leikurinn sýndur
beint þá er þetta í fyrsta skipti
sem Evrópuleikur í handknattleik
verður sendur út í beinni útsend-
ingu af íslenska sjónvarpinu.
— ÞR.
Símatími íþróttasíðunnar:
Einar svarar
spurningum lesenda
í KVÖLD á milli klukkan 18 og 20 veröur annar símatími
íþróttasíöu Morgunblaðsins. Aö þessu sinni er Einar
Vilhjálmsson gestur okkar. Einar Vilhjálmsson er óþarft
aö kynna nánar fyrir lesendum blaösins svo rækilega
hefur það veriö gert á undanförnum dögum. Hann var
kjörinn íþróttamaöur ársins 1983, hlaut 60 atkvæöi af 60
mögulegum. Deginum áöur haföi Eimskipafélag íslands
veitt þessum mikla afreksmanni 100 þúsund krónur í
styrk svo aö hann gæti undirbúiö sig sem best fyrir
stærstu keppni ársins, Ólympíuleikana í Los Angeles.
Einar hefur undanfarin ár stund-
aö nám í læknisfræöi viö háskól-
ann í Austin í Texas og er nú heima
í jólaleyfi. Hann mun halda utan til
Texas síöar í vikunni. Því gefst nú
ákjósanlegt tækifæri fyrir lesendur
blaösins svo og alla íþróttaáhuga-
menn aö hringja í Einar og spyrja
hann spjörunum úr. Einar mun
ekki koma til íslands aftur fyrr en
Ólympiuleikunum lýkur í ágúst.
Hann mun stunda æfingar ytra frá
því að háskólanum lýkur og þar til
leikarnir hefjast.
Lesendur blaðsins svo og allir
íþróttaáhugamenn eru hvattir til
þess aö hringja í Einar í kvöld og
leggja fyrir hann spurningar varö-
andi Ólympíuleikana, æfingar hans
og undirbúning og reyndar allt
sem þeim liggur á hjarta. Hringiö í
síma 10100 eöa 10108 á milli kl. 18
og 20 og biðjið um íþróttasíöu.
— ÞR