Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 22
30 Sól hf.: 10 ára Borg- firðingur vann Floridaferðina TÍU ÁRA drengur, Björn H. Ein- arsson á Neðra-Hreppi í Andakfl í Borgarfirði, sonur hjónanna þar, Jóhönnu Hauksdóttur og Einars Jónssonar, hiaut Flórídaferð í vinning frá Sól hf. er dregið var úr ábyrgðarkortum Soda Stream- tækjanna. I frétt frá Sól hf. segir að dóttursonur Davíðs Sch. Thor- steinssonar, Davíð að nafni, hafi dregið út nafn verðlaunahafans, en Soda Stream-tækið höfðu þeir feðgar, Björn og Einar, keypt í Kaupfélagi Borgfirðinga hinn 6. október sl. — Fylgdi það jafnframt fréttinni, að þótt allt væri nú ófært í Borgarfirði vegna snjóalaga, væri nóg til af gosi á Neðra-Hreppi! I)avíð yngri og Davíð eldri draga út nafn vinningshafans, sem hlaut Flórídaferð frá Soda Stream. Fyrst var dregið úr kössum með röðum miða og síðan eitt nafn dregið úr þeim kassa, sem valinn hafði verið. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Borgardómur í Reykjavík: Þingfrestum málum fjölgaði um helming ÞINGFESTUM málum hjá Borg- ardómi Reykjavíkur fjölgaði mjög árið 1983 miðað við árið á undan — eða úr 8.611 í 12.744. Alls voru afgreidd mál frá Borgardómi 11.842 miðað við 8.611 árið á und- an. Þar af voru skriflega flutt mál 11.411. Dómur féll í 876 málum miðað við 818 árið á undan. Áskorunarmál hjá embættinu voru 8.623 miðað við 5.929 árið á und- an. Sættir tókust í 681 máli og hafin mál eru 1231. Af munnlega fluttum málum var dæmt í 187, sættir tókust í 98 og hafin mál eru 74. Hjóna- vígslum fjölgaði heldur á síð- astliðnu ári miðað við árið á undan. Alls voru framkvæmdar 182 hjónavígslur hjá embættinu í fyrra miðað við 168 árið á und- an. Leyfi til skilnaðar að borði og sæng voru 193 miðað við 173 og skilnaðarmál 577 miðað við 521 árið á undan. Sifjamál vegna slita á óvígðri sambúð voru 99. Sjóferðapróf voru 23 miðað við 39 árið á undan. Þá er rétt að geta þess, að málum áfrýjuðum til Hæsta- réttar fækkaði á síðastliðnu ári. f fyrra var 45 málum áfrýjað til Hæstaréttar miðað við 65 árið á undan. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir Les Zotos Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise í Reykjavík sýnir á morg- un, miðvikudag, og miðvikudaginn 18. janúar frönsku kvikmyndina Les Zozos. Myndina gerði Pascal Thomas árið 1972 og fjallar hún um ýmsar hliðar á uppvexti unglinga úti á landsbyggðinni. Fréderic og Francois eru tveir sautján ára piltar í menntaskóla sem ekki skipar æðstan sess í hugum þeirra — þar kemur kvenþjóðin númer eitt. En draumar og veruleiki eru ekki eitt og það sama og í þeim tilgangi að láta draumana rætast halda þeir til Svíþjóðar sem að þeirra áliti er paradís frjálsra ásta. I Slökkviliðið í Reykjavík: Ikveikjur í fyrra 74 FJÓRIR stórbrunar urðu á síð- astliðnu ári hér á landi. Þar af varð stórtjón í tveimur fisk- Frakki tapast MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að auglýsa eftir frakka, sem hvarf í veitingastaðnum Holly- wood á nýársnótt. Þetta var stór karlmannsfrakki, dökkur, með svokölluðu fiskibeinamunstri. í öðrum vasa hans var Seiko quarts-silfurúr. Finnandi er beð- inn að láta vita um flíkina í síma 71375. vinnsluhúsum, í Hraðfrystihúsi Keflavíkur og á Hellissandi. Þá varð mikið eignatjón þegar eldur kom upp í verksmiðju Álafoss í Mosfellssveit. Þrír biðu bana þegar eldur kom upp í nótaskip- inu Gunnjóni, þegar skipið var statt út af Vestfjörðum. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út 328 sinnum á síðast- liðnu ári og síðastliðna tvo ára- tugi hafa aðeins einu sinni orð- ið færri útköll, en það var árið 1969, en þá var slökkviliðið kallað út 313 sinnum. Árið 1982 var Slökkviliðið í Reykjavík kallað út 360 sinnum. Tvö ungmenni létust í Reykjavík í eldsvoðum á síð- astliðnu ári, en enginn beið bana vegna eldsvoða árið á undan. Það er athyglisvert að íkveikja var algengasta brunaorsökin á síðastliðnu ári. Alls reyndust íkveikjur 74. Þar af var Slökkviliðið kallað 31 sinni út í apríl og maí og í flestum tilvikum var um sinu- bruna að ræða. í fyrra kviknaði eldur 32 sinnum út frá raf- magnstækjum og í 10 tilvikum út frá raflögnum. Eldur í Valhöll Laust eftir klukkan 14 á laugardag kom upp eldur í auglýsingastofu Ólafs Stephensens að Háaleitisbraut 1. Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Skemmdir urðu litlar. Morgunhlaúiú/Júlíus Skólabörnin og — eftir Sigurjón Fjeldsted í kvöldfréttatíma hljóðvarps þann 5. janúar sl. var sagt frá óveðrinu sem skall á deginum áð- ur og m.a. rætt við mann á vinnu- stað í Breiðholti (afgreiðslumaður hjá Olís í Breiðholti I) um hvernig skólarnir senda börnin miskunn- arlaust út í óveðrið. í þessu viðtali, sem tekur sérstaklega til Hóla- brekkuskóla, tel ég afar frjálslega farið með staðreyndir og réttu máli hallað og ófært að starfsfólk Hólabrekkuskóla og 6 ára deild- anna í Gerðubergi sitji undir slík- um ummælum án athugasemda. Þar sem ég, skólastjóri Hóla- brekkuskóla, sat á borgarstjórnar- fundi umrætt kvöld og fram á næsta dag, hlustaði ég ekki á kvöldfréttir og hafði ekki tækifæri til að hlýða á fréttina fyrr en síðla föstudags á fréttastofu hljóð- varps. Eg hafði óskað eftir því að koma athugasemdum á framfæri vegna fyrrgreindrar fréttar, en því miður fengu stuttar athuga- semdir mínar ekki inni í kvöld- fréttatíma hljóðvarpsins á föstu- deginum og taldi ég þá alveg eins gott eða betra að skrifa nokkur orð um þetta mál í stað þess að fá þetta stutta innskot mitt í frétta- tíma síðar, sem mér var boðið upp á. Mikið upp í sig tekið Fréttamaður hljóðvarpsins seg- ir eftirfarandi: „Svo virðist sem mikió hafi verið um að börn hafi verið send heim til sín úr skólum á höfuðborgarsvæðinu í óveðrinu í gær til þess eins að hrekjast við ill- an leik heim.“ Sá sem vill trúa því að skólarnir sendi börn út í óveður til þess eins að hrekjast við illan leik heim, getur vissulega gert það ef hann vill, en svona tilgátur í ásökun- arstíl eru vart svaraverðar, enda trúi ég því ekki að fyrrum kennari sem þetta sagði ætli í raun göml- um kollegum sínum slíka mann- vonsku. Þegar óveður skellur á er starfs- fólki skóla vissulega mikill vandi á höndum og allt gert til þess að tryggja börnunum örugga fylgd heim eða láta þau bíða í skólanum þar til veðri slotar. Vegna óveðursins 4. janúar 1983 sem skall óvæntar á en nokkurn óraði fyrir, setti fræðsluráð Reykjavíkur reglur fyrir skólana um hvernig skuli bregðast við í slíkum tilfellum og veit ég ekki betur en þær hafi verið haldnar, þó að deila megi um ágæti þeirra. óveðrið „Maður sagði mér ... “ Viðmælandi fréttamanns segir, að þrjú börn hafi komið úr stræt- isvagni, sem þau höfðu tekið úr efra Breiðholti og dvalið á vinnu- stað í góðu yfirlæti langt fram eft- ir degi. Ekki efast ég um að þeir ágætu menn sem hjá Olís starfa á Álfabakka hafi gert vel við þessi börn, því að þar hef ég verslað í áraraðir og aðeins kynnst starfs- mönnum að góðu einu. Þeir nemendur sem sækja Hóla- brekkuskóla koma úr nyrðri hluta efra Breiðholts eins og þeir vita sem til þekkja. Örfáir elstu nem- endur skóians, sem eru að ljúka grunnskólanámi, en hafa flust úr skólahverfinu, hafa fengið að halda áfram skólagöngu í sínum gamla skóla. Hugsanlegt er að þessir þrír umræddu nemendur, ef þeir hafa þá verið úr skólanum, hafi fengið leyfi til þess að fara heim á meðan strætisvagnar gengu. En ótrúlegt finnst mér að nemendur fari úr strætisvagnin- um á meðan hann kemst áfram til þess eins að leita skjóls í bensín- afgreiðslu Olís, en vissulega getur allt gerst. Viðmælandi er spurður hvort þetta gerist oft. Er skemmst frá því að segja að hann telur þetta árvisst, „ekki bara þarna" eins og Sigurjón Fjeldsted hann segir, en þar mun vera átt við Hólabrekkuskóla, heldur í öllu Breiðholtinu. Viðmælandinn virð- ist hafa dæmin á takteinum, enda hefur hann átt börn í Hólabrekku- skóla um árabil, og ræðir daglega við fjölda manns á sínum vinnu- stað, þó að starfsfólk Hólabrekku- skóla sé á öðru máli. 6 ára börnin í Gerðubergi Þyngsta tel ég ásökunina í garð þeirra kennara sem kenna 6 ára börnum í Gerðubergi. Fullyrt er að 6 ára barn hafi verið sent eitt út í veðurofsann kl. 11.30 og hafi móðir þess þurft að fara á móti því. Ég óska eindregið eftir því að foreldrar þessa barns gefi sig fram og ræði við mig, því að ef hér er um staðreynd að ræða þá er alvarlegt mál á ferðinni. Kennar- ar 6 ára barna, sem voru í Gerðu- bergi umræddan morgun, fullyrða allir sem einn að slíkt sé óhugs- andi. Þó að erfitt kunni að vera að sannreyna svona fullyrðingar telj- um við í Hólabrekkuskóla óþol- andi, verði þetta mál ekki upplýst að fullu. Hvað gerðist í skólanum 4. janúar? Nemendur Hólabrekkuskóla áttu ekki að mæta í skólann þenn- an fyrsta skóladag á nýbyrjuðu ári fyrr en kl. 9.40. Veðurspá dagsins var slæm og mátti búast við illviðri um eða fyrir hádegi. Áður en kennsla hófst ræddi skólastjóri við kennara skólans og minnti þá á þær reglur sem settar höfðu verið og hvernig standa ætti að málum. Skólastjóri hafði ennfremur samband við kennara í Gerðubergi og ræddi sömu atriði við þá. Þeir aldursflokkar sem voru í skólanum umræddan morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.