Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 19 Eldflaugarnar ekki aðalmál í dönsku kosningabaráttunni Kaupmannahöfn. 9. janúar. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Sveini Sigurðssvni. I*ÓTT efnahagsmálin og at- vinnuleysið séu fyrirferðarmest í kosningabaráttunni í Dan- mörku, ber að sjálfsögðu margt annað þar á góma. Eldflaugarn- ar og friðarhreyfingin eru mál, sem vinstri flokkarnir hafa reynt að gera sér mat úr en með litlum árangri. Svo verða alltaf einhverjar uppákomur, sem athygli vekja. Má í því sambandi nefna útvarps- og sjónvarpsguðsþjónustu á jólum og ásakanir um pólitíska hlutdrægni ríkisfjölmiölanna. Eftir alla þá umræðu, sem verið hefur í Danmörku um friðarmál og áætlanir Atlantshafsbanda- lagsins um að setja upp varnar- eldflaugar í Vestur-Evrópu, mót- mælagöngur og aðra athafnasemi hjá friðarhreyfingunni, þá bjugg- ust margir við, að þessi mál kynnu að hafa nokkur áhrif á kosninga- baráttuna. Það er hins vegar kom- ið í Ijós, að danskir kjósendur hafa mestan áhuga á efnahagslegri Frá danska þjóðþinginu í Kristjánsborgarhöll. endurreisn og mörgum finnst áróður vinstri flokkanna einkenn- ast af tvískinnungi og atkvæða- veiðum. Danskir jafnaðarmenn hafa þannig ekki hagnazt á afstöðu sinni til eldflaugaáætlunar NATO. Þeir voru sjálfir við stjórnvölinn, þegar hún var samþykkt og voru þá fylgjandi henni en snerust síð- an í afstöðu sinni af ótta við áróð- ur friðarhreyfingarinnar. Útskýr- ingar þeirra á þessum sinnaskipt- um hafa hins vegar ekki þótt mjög sannfærandi. Annað mál, sem jafnaðarmenn hafa lagt áherzlu á, er krafan um 35 stunda vinnuviku, en eftir því sem nær hefur dregið kjördegi, hefur minna farið fyrir henni. Hugmyndin var upphaflega sú, að með styttri vinnutíma væri unnt að fjölga störfum og fækka at- vinnuleysingjum verulega, en að flestra dómi er það út í hött. Rannsóknir í öðrum löndum benda til þess og auk þess myndu launin skerðast, en fyrir því er ekki grundvöllur í dönsku verkalýðs- hreyfingunni. Sviss: Jafnaðar- menn úr stjórninni? Bern, 9. janúar. AP. FORYSTUMENN Jafnaðarmanna flokksins í Sviss, sem beið mikinn ósigur í þingkosningunum í október sL, lögðu um helgina síðustu hönd á undirbúning að því að draga flokk- inn út úr samsteypustjórn þeirri sem farið hefur með völd í landinu frá 1959. Framkvæmdastjórn flokksins hef- ur samið álitsgerð sem rædd verður á þingi flokksins 11,—12. febrúar nk. og er búist við að þar verði lagt til að flokkurinn dragi sig út úr stjórninni. í odda skarst milli jafnaðarmanna og samstarfsflokka þeirra þegar kona úr flokki þeirra fékk ekki stuðning á þingi til aö taka við ráð- herraembætti. Sáttafund- urinn fór út um þúfur Addis Ababa, Eþíópíu. 9. janúar. Al'. EKKERT VARÐ ur því ad Hissine Habre forseti ('had og Goukouni Ouddei skæruiiðaleiðtogi hittust til að ræða varanlegan frið í landinu í Addis Ababa ■ gær þó að það hafi staðið til. Þegar til kastanna kom, mætti Habre ekki, þótti óviðeigandi að Ouddei fékk móttöku að hætti þjóðhöfðingja. Sendi Habre innanrík- isráðherra sinn, en Ouddei hefur þvertekið fyrir að ræða við annan en Habre sjálfan. Innanríkisráðherra Chad, Taher Guinnasou, er kominn til Addis Ababa með 26 manna lið embættis- og aðstoðarmanna. Ráðamenn í Eþíópíu gengu milli manna í gær og reyndu að koma á fundi Ouddei og Guinnasou, en það hafði ekki tekist síðast er fréttist og Ouddei hinn harðasti í afstöðu sinni. Vildi hann ekki líta á Guinnasou sem jafningja sinn. Hins vegar ræddu þeir Guinnasou og Mengistu Haile Mariam saman, en Mariam þessi er hægri hönd Ouddeis. EinkarádnTafi ritarans Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif- stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn með • sjálfvirku lírmminni • sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd • sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum___________ • sjálfvirkri línufcerslu_______________________________ • sjálfvirkri undirstrikun og stritun • sjálfvirkum miðjuleitara og • sjálfvirkum dálkastilli Yfirburðimir eru síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum. y.Mlf#/. KRIFSTOFU Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthölf 377 *r*t53ír Sitnu* siálfvirkninnar SILVER-R ^ EX 55 ÞÝSK KJÓL FÖT Sértilboð í dag. Glæsileg þýsk kjólföt, kjólvesti, kjólskyrtur. Sígildur klæðnaður á hátíðarstundum. frA sævari SÉRTILBOÐ Vandaðar kjólskyrtur með 50% afslætti í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.