Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakið. Sölusamningur Coldwater Síðla sumars 1983 var augsýnilegt að íslensku fisksölufyrirtækin í Banda- ríkjunum voru farin að keppa sín á milli. Iceland Seafood Corporation, fyrir- tæki Sambands ísl. sam- vinnufélaga (SÍS), lækkaði verðið á 5 punda þorsk- flakapakkningum um 10 sent og hóf að selja stórkaupand- anum Long John Silver’s, sem hafði verið einn helsti viðskiptavinur Coldwater, fyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH). Hlutur Kandamanna í við- skiptum við Long John Silv- er’s hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Töldu forsvarsmenn SÍS- fyrirtækisins skynsamlegast að stemma stigu við fram- í sókn Kandamanna með því að lækka verðið, en Coldwat- er vildi ekki sætta sig við það og lagði Þorsteinn Gíslason, forstjóri fyrirtækisins, til að breyttum aðstæðum yrði | svarað með nýjum pakkning- um á þorskflökum fyrir nýja j kaupendur. Nú í ár, 1984, eru 15 ár síðan viðskipti Long John Silver’s og Coldwater hófust og lengst af þennan tíma hefur Coldwater svo til eitt setið að því að sjá þessum stóra veitingahúsahring fyrir hráefni í fiskrétti. Það er ekki fyrr en hin síðari ár sem hlutur Coldwater hefur minnkað. Tengslin milli aðil- anna hafa því þróast á löng- j um tíma og orðið mjög sterk eins og best verður séð af því við hvaða aðstæður sá sölu- samningur var gerður sem frá var skýrt á laugardag, en samkvæmt honum ætlar Long John Silver’s að kaupa um 11.320 lestir af Coldwater á næstu 15 mánuðum, eða 20 milljónir punda á árinu 1984 í stað 15,5 milljóna punda á árinu 1983 að sögn SH. Samningurinn náðist þegar Coldwater lækkaði verðið á 5 punda þorskflakapakkning- unni um 10 sent. Samningur- inn var gerður af sérstakri nefnd sem send var frá SH í Reykjavík og stjórnar- mönnum í Coldwater eftir að haröort kvörtunarbréf hafði borist frá Long John Silver’s um að Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater, ræki of harða verðstefnu. Hefur Þor- steinn síðan ákveðið að segja af sér. Á þeim óvissutímum sem nú eru í íslenskum sjávar- útvegi er mikils virði að tek- ist hefur samkomulag um sölu á umtalsverðu magni fyrir fast verð til eins besta fiskkaupanda á Bandaríkja- markaði, þar sem samkeppni er mest í veröldinni og tekist á um hæstu fjárhæðirnar. Um þessar mundir á sér stað bylting í kanadískum fisk- veiðum og er ætlan stjórn- valda, sem fyrir henni standa, að hún hafi það í för með sér að aðstaða Kanada- manna í samkeppninni við íslendinga batni. Með sölu- samningi Coldwater hefur verið skapaður 15 mánaða umþóttunartími í samskipt- um stærsta íslenska fiskselj- endans og stærsta banda- ríska kaupandans. Þennan tíma þarf að nýta vel til að leggja grunn að nýrri sókn á Bandaríkjamarkaði. Fyrsta verkefnið hjá Coldwater verður að finna nýjan for- stjóra í stað Þorsteins Gísla- sonar. Þorsteinn Gíslason hefur um áratugaskeið verið í eld- línu íslenskra fiskseljenda á Bandaríkjamarkaði. Hann hefur verið ódeigur baráttu- maður og ekki hikað við að sækja á brattann í hvert | sinn sem það hefur verið nauðsynlegt. Hann hefur ekki heldur vílað fyrir sér að fara eigin leiðir og sérstaða íslendinga á þessum mikil- vægasta fiskmarkaði verald- ar, sem litin er öfundaraug- um af keppinautunum, er i ekki síst hans verk, en þar | byggði hann á traustum grunni sem Jón Gunnarsson, forveri hans, lagði. Með þeim ákvörðunum sem Þorsteinn tók í verðlags- og fram- leiðslumálum í haust lagði hann framtíð sína hjá Coldwater að veði. Það verð- ur vandasamt að ráða nýjan forstjóra hjá Coldwater. Opinberar umræður um fisksölu til Bandaríkjanna síðan dótturfyrirtæki SÍS lækkaði verðið hafa borið þess nokkur merki að SH ætti undir högg að sækja. Er ekki að efa að skipan mála með hinum nýja sölusamn- ingi eigi eftir að hafa víð- .tækari áhrif innan Sölu- 'miðstöðvarinnar en hjá dótt- urfyrirtækinu Coldwater í Bandaríkjunum. íslenskir stóðhestar erlendis: Folatollar aðeins 3.500 til 5.000 krónur og hafa ekki áhrif á hrossamarkaðinn — segir Gunnar Bjarnason og telur að lágmarksverð á útflutt hross eyðileggi markaðsmöguleika Islendinga „ÞES8I ummæli eru svo yfirgengileg og lýsa svo ótrúlegri vanþekkingu á hestauppeldi og hestaverslun að öll- um, sem til þekkja, hlýtur að blöskra," sagði Gunnar Bjarnason, ráðunautur um útflutning hrossa í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins, þegar borin voru undir hann um- mæli Steinþórs Kunólfssonar á Hellu í blaðinu í vikunni. Þar segir Steinþór, sem er formaður nefndar, sem nýlega setti lágmarksverð á undaneldishross, að lágmarksverðið sé síst of hátt. Miðar hann þar meðal annars við folatolla af íslenskum stóðhestum í Þýskalandi, sem hann segir vera 10 til 15 þúsund krónur. „Sannleikurinn er sá,“ sagði Gunnar Bjarnason, „að folatollar af íslenskum stóðhestum í Þýskalandi eru mun lægri en Steinþór segir, eða milli 350 til 500 mörk, sem sam- svarar 3.500 til 5.000 íslenskum krónum. Auðvelt er að komast að hinu rétta í þessu máli, því eigend- ur stóðhestanna auglýsa verðið gjarna þegar kemur á útmánuði ár hvert. í eitt skipti hef ég frétt af því að folatollur hafi verið sex þúsund krónur, en það var á stóðhestinn Vörð 615 frá Kýrholti, í eigu Walt- ers Feldmann. Það er það hæsta sem ég hef haft spurnir af og því eru tölur þær er Steinþór nefnir út í hött. Hitt er svo annað mál og skiptir meira máli, að það er ekkert sam- band á milli folatolla og verðs á sölumarkaði. Ég get nefnt sem dæmi, að það er algengt að folatoll- ar af kunnum arabískum veð- hlaupahestum séu 100 til 150 þús- und krónur. Hross undan þessum sömu hestum eru síðan seld á að- eins tvöföldu eða þreföldu afslátt- arverði, nema þau hafi getið sér sérstakt orð á kappreiðabrautum. Þessir hestar eru iðulega seldir á 30 til 50 þúsund krónur til almenn- ingsnota. — Til samanburðar get ég svo nefnt það, til að fólk hér heima átti sig á því við hvað við erum að keppa, að hross sem hér á Islandi er keypt á 25 þúsund krónur af bónd- anum, er selt ytra á allt að 75 þús- und krónur. Þá hafa bæst við verðið ýmsir liðir, svo sem flutningsgjöld hér heima og milli landa, vottorð- akostnaður, læknisskoðun, inn- flutningstollar og þóknun hins er- lenda sölumanns, svo dæmi sé tekið. Þetta verður að hafa í huga, við erum svo fjarri mörkuðunum og það hækkar verðið, og fari svo að hér verði ofaná eitthvert óraunsætt lágmarksverð, þá er hrossasala okkar úr landi einfaldlega úr sög- unni,“ sagði Gunnar Bjarnason að lokum. Ásmundur Ásmundsson, formaður skipulagsnefndar, opnar sýninguna á aðalskipulagi Kópavogs á föstudaginn. MorgunblaðiðKEE Sýning á aðalskipulagi Kópavogs: Stefiit að 42 þús- und íbúa byggð SÝNING á drögum að aðalskipulagi Kópavogs, vestan Elliðavatns, var opnuð á föstudaginn í Félagsheimili Kópavogs. Markmið sýningarinnar er að kynna almenningi ýmis frum- atriði skipulagsáætlunar, sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið og er að hluta til endurskoðun á skipu- lagsáætlun frá 1970, svonefndu aðal- skipulagi Kópavogskaupstaðar. Landnýting Heildarstærð bæjarlandsins, sem skipulagsáætlunin nær til, er um 1400 hektarar, sem deilist þannig niður: 819 hektarar fara undir íbúðabyggð (aukning um 295 ha), 180 hektarar undir athafna- svæði (aukning um 120 ha) og 401 hektari er áætlaður undir óbyggt land og útivistarsvæði. Þessi skipting byggist á því að í Kópa- vogi fullbyggðum vestan Elliða- vatns, verði 42 þúsund íbúar, þ.e.a.s. 30 íbúar á hektara að með- altali, en í árslok 1982 bjuggu í Kópavogi 14.259 íbúar á um 517 hektara landsvæði, sem er um 28 íbúar á hektara. í grófum dráttum mun íbúa- fjöldinn í bænum skiptast þannig á milli bæjarhluta: Vestan Hafn- arfjarðarvegar 45 þúsund íbúar, milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar 17 þúsund íbú- ar, milli Reykjanesbrautar og Ofanbyggðarvegar 8 þúsund íbúar og austan Ofanbyggðarvegar 12 þúsund og 5 hundruð íbúar. Atvinnumál í árslok 1981 var skipting bæj- arbúa eftir þátttöku í atvinnulíf- inu og ýmsum greinum þess sem hér segir: Heildarfjöldi launafólks var 53% íbúafjöldans, í frum- vinnslu voru 5,2%, í iðnaði 29,81% (þar af 8,35% í byggingariðnaði) og í þjónustu 63,65%, mest í opinberri þjónustu, eða 26,79%. Það er gert ráð fyrir að þessi hlutföll raskist ekki að því marki að það hafi áhrif á áætlanir, en 106 hektara landrými þarf þá und- ir iðnaðarstarfsemi miðað við bæ- inn fullbyggðan. En með hliðsjón af legu Kópavogsbyggðar á höfuð- borgarsvæðinu er reiknað með 120 hektara landi fyrir iðnað og at- hafnasvæði til viðbótar þeim 62 hektörum sem þegar eru fyrir hendi, eða samtals 182 hekturum. Nýr þjónustukjarni Stefnt er að byggingu verslun- ar- og þjónustukjarna við Reykja- nesbraut í Fífuhvammslandi, til að mæta þeim þörfum, sem ekki er séð fyrir annars staðar í bænum miðað við að íbúafjöldi verði 42 þúsund. Þjónustukjarni þessi yrði á mótum iðnaðar- og íbúðahverf- isins, á um 7 hektara svæði, sem vaxi saman við og blandist að hluta báðum þessum hverfum eft- ir þörfum. Fjölmargt fleira er kynnt á sýn- ingunni í Félagsheimili Kópavogs, en sýningin stendur í hálfan mán- uð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.