Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 7. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Prentsmiöja Morgunblaösins Sýrlenzkar kröfur í vegi samkomulags Jerúsalem, Beirút, 9. janúar. AP. tltanríkisráðherrum Saudi Arabíu, Sýrlands og Líbanon mistókst á fundum sínum um helgina að sam- ræma afstöðu sína til friðaráætlunar fyrir Líbanon og semja um nokkur sraáatriði er standa í vegi fyrir því að áætluninni verði hrint í framkvæmd, en samkomulag þeirra er forsenda þess að stríðandi fylkingar hefji að nýju viðræður um þjóðarsátt. Ráðherrarnir munu eiga við- ræður að nýju í næstu viku á leið- togafundi Arabaríkja í Marokkó. Viðræður strönduðu á kröfu Sýr- lendinga um að rift yrði samkomulagi Líbana og ísraela frá 17. maí sl. um brottflutning ísraelska herliðsins frá Líbanon. Mergð nýrra stjarna finnst Tucson, Arizona. 9. janúar. AP. GERVIHNÖTTUR sem þaut um himingeiminn á síðasta ári á vegum Geimferðastofn- unar Bandaríkjanna, og sem búinn var forláta sjónauka með infrarauðum geisla, fann eigi færri en 200.000 nýjar stjörnur og 20.000 ný stjarn- kerfi áður en rafbúnaður sjónaukans dofnaði. Vísindamaður hjá stofnun- inni sagði í gær, að árangur- inn af ferð gervitunglsins hefði verið ótrúlegur og miklu meiri en vonast hafði verið til. „Við eigum eftir að sitja með gögnin og vinna úr þeim um ókomin ár,“ sagði hann við fréttamenn. Franskur gæzluliði féll og tveir særðust alvarlega í árás á höfuð- stöðvar franska gæzluliðsins í morgun og hafa þá 83 franskir gæzluliðar fallið í Líbanon. Einnig féll bandarískur gæzluliði í Beirút um helgina, sá 283. frá því banda- ríska gæzluliðið sté á land í Líban- on. Kristnir hægrimenn og drúsar tókust á um helgina í Beirút og nágrenni og einnig í dag, sjö manns féllu a.m.k. og átta særð- ust. Síðar hvöttu leiðtogar drúsa hægrimenn til að láta af áreitni við drúsa því ella kynni allsherj- arstríð trúfylkinganna að brjótast út. Ytzhak Shamir forsætisráð- herra sagði auknar skæruaðgerðir gagnvart ísraelska herliðinu i Líb- anon fresta brottflutningi her- manna frá Líbanon. Árásir hafa verið gerðar á ísraelska herliðið nánast daglega frá 4. nóvember. Foringjar dönsku stjórnmálaflokkanna leiddu saman hesta sína í sjónvarpsumræðum á sunnudagskvöld. Mynd þessi var tekin í þann mund, sem þær voru að hefjast og sýnir þá tvo stjórnmálaleiðtoga, sem sett hafa mestan svip á kosningabaráttuna, þá Anker Jörgensen, leiðtoga jafnaðarmanna og Poul Schliiter, forsætisráðherra og leiðtoga íhaldsflokksins. Síðasta skoðanakönnunin í Danmörku: íhaldsflokkurinn bætir við sig 20 þingsætum Kaupmannahöfn, 9. janúar. Frá fréttaritara Morgunblaösins, Sveini Sigurðssyni BLAÐIÐ Börsen birti í dag úrslit síð- ustu skoðanakönnunarinnar fyrir þingkosningarnar á morgun, þriðju- dag. Hún er nokkuð frábrugðin fyrri spám. Samkvæmt henni er íhalds- flokknum spáð heldur minni fylgis- aukningu en áður og á það að koma samstarfsflokkum hans í ríkisstjórn einkum til góða. Haldist þær tilfærsl- ur, sem líklegt er að veröi milli dönsku stjórnmálaflokkanna, bendir flest til að í raun veröi staðan sú sama Karl og Díana í vetrarorlofi Fátt er mikilvægara konungbornu fólki en að taka sér öðru hverju svolitla hvíld frá önnum og amstri dagsins, og það hafa þau gert Karl Bretaprins og Díana prinsessa. I>au eru í vetrarorlofi í smáríkinu Liechtenstein, og stunda þar skíðaíþróttir. I>essi mynd var tekin þegar þau voru að leggja af stað upp á Hocheck-fjall nálægt Malbun-þorpi í gær, en það var fyrsti dagur í orlofi þeirra þar suður frá. Símamynd AP. og nú varðandi stjórnarmyndunar- mögulcika. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem Börsen birti í dag, mun Ihalds- flokkur Poul Schlúters fá 46 þing- sæti og bæta við sig 20, en sam- kvæmt fyrri spám hefur hann átt að fá ailt að 53 þingsæti. Samstarfs- flokkarnir Venstre, Miðdemókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa rétt sinn hlut nokkuð og virðist nú ekki lengur hætta á, að síðastnefndi flokkurinn detti út af þingi. Jafnað- armönnum er spáð 55 þingmönnum eða fjórum færri en áður, en sá flokkur, sem líklega mun tapa mestu, er Framfaraflokkurinn, sem er spáð 7 þingmönnum, en fékk 16 í síðustu kosningum. Samtals ættu stjórnarflokkarnir að fá 80 þing- menn, en höfðu 65 áður. Foringjar stjórnmálaflokkanna leiddu saman hesta sína í sjónvarp- inu í gærkvöldi. Ekki er hægt að segja, að einhver einn hafi farið með sigur af hólmi. Setti það sinn svip á þáttinn, að þeir eru 13 flokkarnir sem bjóða fram, og var því lítill tími fyrir hvern og einn að koma boðskap sínum á framfæri. í kosningabaráttunni hafa efna- hagsmálin verið efst á baugi og hef- ur það vakið athygli, að málflutning- ur friðarhreyfingarinnar og eld- flaugamálin virðast skipta litlu sem engu máli hjá kjósendum, eins og vinstri flokkarnir höfðu þó gert sér vonir um. Talsmenn borgaraflokka- stjórnarinnar leggja áherzlu á, að á þeim 16 mánuðum, sem stjórnin hef- ur setið, hafi orðið alger umbylting i dönsku efnahagslífi. Hallinn á fjár- lögum hafi minnkað mikið, vextirnir lækkað meira en í öðrum löndum, útflutningur aukizt og almenn bjart- sýni sé ríkjandi varðandi framtíðina hjá fólki. Til marks um það megi benda á, að flestar atvinnugreinar búi sig undir það að fjölga starfs- fólki. Mótrök Anker Jörgensens og jafn- aðarmanna eru þau, að vissulega blási nú byrlegar í efnahagslífinu, en það sé að þakka því, að ástandið hafi batnað á erlendum mörkuðum og olíuverð lækkað. Stjórnin hafi ekki gert annað en að auka atvinnuleysið. Sjá „Afturforinni snúið upp í endur- reisn" á bls. 18, og „Gldflaugar ekki aðalmál í dönsku kosningabaráttunni" á bls. 19. Nýtt metverð á dollar í Evrópu London, 9. janúar. AP. Bandaríkjadollar setti ný met gagnvart frönsku, brezku, ítölsku og dönsku gjaldmiölunum í dag er hann hélt áfram að hækka í verði á evrópskum peningamörkuðum. (lullúnsan lækkaði af þessum sökum um næstum 10 doll- ara. í London hækkaði dollar gagnvart sterlingspundinu og kostaði pundið 1,3997 dollara og er það í fyrsta sinn sem það kostar innan við 1,40 doll- ara. Þá fengust 10,254 danskar krón- ur fyrir dollarann í Kaupmannahöfn í dag, en dollar setti met gagnvart sterlingspundinu og dönsku krón- unni á föstudag. Þýzki seðlabankinn reyndi að sporna við hækkun dollarans þar í landi með því að losa sig við nærri 300 milljónir dollara, en það var gagnslaust, því doliarinn hækkaði gagnvart markinu og var nærri því að slá metverð síðustu 10 ára. Sama sagan var uppi á teningnum gagn- vart hollenzka gyllininu. Kauphallarmenn t Frankfurt segja verðhækkun á dollar ekki vera í neinu sambandi við pólitiska eða efnahagslega atburði og sé „algjör- lega órökrétt". Að hluta sé hækkun- in vegna spámennsku um hversu hátt dollarinn geti komist, en spákaupmenn hafi þó fyrst og fremst keypt dollarann vegna átak- anna í Miðausturlöndum og vegna hárra vaxta í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.