Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 35 Neskaupstaður: Tvö fiskiskip bættust í flotann NeskaupstaA, 28. desember. ÁRIÐ 1983 heilsaði okkur Norðfirð- ingum með blíðviðri, og snjólaust var hér með öllu um síðustu áramót. Veturinn var óvenju snjóléttur en þó voraði seint hjá okkur en sumarið var með eindæmum gott, þurrt og sólríkt. Mjög góð berjaspretta var hér í nágrenninu í sumar, og voru hlíðarnar fyrir ofan bæinn svartar af berjum. Nýtt og glæsilegt safnaðar- heimili var vígt hér í blíðskaparveð- ri. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, vígði og var bæjarbúum boðið til kaffiveitinga á eftir í hinu nýja safnaðarheimili. Sundlaug Nes- kaupstaðar átti 40 ára áfmæli í suraar og var þess meðal annars minnst með maraþonsundi sem stóð í sólarhring. Einnig var haldið hér Austur- landsmót í sundi. íþróttafélagið Þróttur varð 60 ára á árinu. Þess- ara tímamóta var minnst með margvíslegum hætti. Allmikil gróska var í starfsemi félagsins á árinu, en innan félagsins starfa nokkrar deildir og hefur víða náðst góður árangur, þó held ég að á engan sé hallað þó minnst sé á athyglisverðan árangur meistara- flokks karla í blaki. Tvö fiskiskip bættust í skipastól Norðfirðinga á árinu, Már VS, 26 lesta stálbátur, sem gerður hefur verið út á drag- nót og net og Fylkir Nk, 278 lesta stálbátur sem gerður verður út á rækju og fiskitroll, en sem kunn- ugt er hafa fundist allgóð rækju- mið út af Austfjörðum, og á tím- um minnkandi þorskveiði á rækj- an vafalaust eftir að koma meira inn í dæmið hér eystra á komandi árum. Afli trillubáta var allgóður í sumar en afli togaranna var heldur tregur. Einn bátur var gerður út héðan á síld, Börkur Nk. Saltað var hjá Síldarvinnslunni hf. og hjá Mána hf. var nú saltað aftur eftir 15 ára hlé. Fjórir togar- ar voru gerðir út héðan á árinu og einn þeirra, Bjartur Nk. er í vél- arskiptum í Bretlandi. Börkur Nk. sigldi í sumar með ferskan fisk á fiskmarkaði í Bretlandi og Fær- eyjum og gafst það vel. í sumar var lagður nýr vegspotti inn í bæ- inn og bætir það innkeyrsluna í bæinn tii muna. Allmikil endur- nýjun var hjá Nesprenti, en þar var véla- og tækjabúnaður endur- nýjaður og er nú af fullkomnustu gerð, og fóru elstu vélarnar á tækniminjasafn á Seyðisfirði. Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í nóvember að ung kona frá Dalatanga ól barn á dekki vb. Anný frá Mjóafirði, rétt fyrir utan höfnina í Neskaupstað, og gekk fæðingin vel. Jöfn atvinna hefur verið hér á Neskaupstað á árinu, þó minni yfirvinna hafi verið en oft áður. Af hinu pólitíska sviði má hiklaust telja markverðast myndun nýrrar ríkisstjórnar og lækkun óðaverðbólgu og vaxta í kjölfarið, sem allir voru farnir að halda að væri óviðráðanlegt. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vakti að vonum mikla athygli hér og glæsilegt kjör Þorsteins Páls- sonar sem formanns flokksins. Síðast en ekki síst má nefna hina svörtu skýrslu fiskifræðinga og kvótaskiptingu á þorskveiðum í kjölfarið. Við hér í Neskaupstað byggjum nær allt okkar á þorskin- um, og má því með sanni segja að hinn ungi sjávarútvegsráðherra hafi fjöregg okkar í höndum sér. — Gleðilegt ár! Sigurbjörg AQKIN HONUSIA Alþýðubankinn opnar í dag gjaldeyrisafgreiðslu, sem annast al- menna þjónustu á sviði erlendra viðskipta. Við bjóðum velkomna ferðamenn, námsmenn og aðra þá sem vilja kaupa eða selja erlendan gjaldeyri, eða stofna innlendan gialdeyrisreikning. VISA greiðslukort til notkunar innanlands og erlendis Víð gerum vel vió okkar fólk - Alþýðubankinn hf. Laugavegi31 sími 28700 Útibú Suöurlandsbraut 30 sími 82911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.