Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Arnarflug að fljúga í ARNARFLUGSMENN fengu skeyti frá Nígeríu í síðustu viku, þar sem þeim var skýrt frá því, að stjórnar- byltingin í landinu um áramótin hefði engin áhrif á samning félags- ins við aðila í Nígeríu, en samkvæmt honum mun Arnarflug sinna innan- landsflugi milli Lagos og nokkurra borga í Nígeríu. Samningurinn gerir ráð fyrir, að flug félagsins hefjist í kringum næstu helgi, en til verkefnisins hefur Arnarflug leigt þotu af gerðinni Boeing 727-100 frá Bandaríkjunum. í fyrstu munu erlendar áhafnir sinna fluginu, en byrjar Nígeríu þjálfun flugliða Arnarflugs stend- ur yfir um þessar mundir og munu þeir koma til starfa að henni lok- inni. Samningurinn er gerður til eins árs, en alla jafna munu verða tvær flugáhafnir í Nígeríu, þ.e. flug- stjórar, flugmenn og flugvélstjór- ar. Þá verða flugvirkjar félagsins syðra, flugfreyja og stjórnandi verkefnisins. Samtals munu starfa við þetta verkefni Arnarflugs í Nígeríu 16—18 starfsmenn, að sögn Agnars Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Fasteignagjöld í Reykjavík 580 milljónir: Fyrsti gjalddagi fasteigna- gjalda er á sunnudaginn Bókleg þjálfun flugliða Arnarflugs, sem sinna munu leiguflugi félagsins í Nígeríu, stendur yfir um þessar mundir, en alls munu fjórar áhafnir ganga í gegnum þjálfunina. Það eru fjórir flugstjórar, fjórir flugmenn og fjórir flugvélstjórar. Morgunblaðid/RAX. Samingurinn styrkir stöðu Coldwater og SH — segir Jón Ingvarsson, varaformaöur stjórnar SH „UPPSÖGNINA bar að með svo skjótum hætti að mínu mati og kom hún mér að því leyti á óvart,“ sagði Jón Ingvarsson, varaformaður stjórn- ar SH, er Morgunblaðið spurði hann hvort uppsögn Þorsteins Gíslasonar, framkvæmdastjóra Coldwater, hefði komið stjórnarmönnum SH á óvart. Hverja skýringu telur þú líklegasta á uppsögn Þorsteins og hvaða áhrif getur hún haft á stöðu ('oldwater og SH? „Þorsteinn Gíslason hefur þegar Hvöss vestan- átt og él Spáð er hvassri vestanátt með élj- um í dag og svipuðu veðri og ríkti í gær. Kitthvað mun þó draga úr vindi eftir því sem á daginn líður. Elin verða fyrst og fremst vestanlands, en um austanvert landið verður úrkomu- laust. Búist er við að á miðvikudag dragi enn úr vindi og síðan snýr hann sér til sunnanáttar og þar á eftir er gert ráð fyrir norðaustan- átt, þegar lítil lægð fer hér fyrir sunnan landið. Frostið verður þetta 3—4 stig. Fíkniefnadeild lögreglunnar: Símar hleraðir í um 10 tilvikum á tveimur árum FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar hefur á undanfiirnum tveimur ár- um fengið heimild dómstóla til þess að hlera síma manna, sem grunaðir eru um að brjóta í bága við fíkniefnalöggjönna. Ásgeir Friðjónsson, dómari í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum, stað- festi þetta í samtali við Mbl. í gær. Ekki kvaðst Ásgeir hafa nákvæm- ar tölur, sagði þetta um 10 tilvik á tveimur árum. í lögum um meðferð opinberra mála er ákvæði sem kveður á um hleranir síma. Þar segir: „Dóm- ari getur, þegar öryggi ríkisins krefst þess eða um mikilsverð sakamál er að ræða, úrskurðað hlustanir í síma, sem sökur.aut- ur hefur eða ætla má hann nota.“ Að sögn Hallvarðs Einvarðs- sonar, rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, hefur það ekki í tíð RLR komið upp að stofnunin hafi lát- ið hlera síma. skýrt sínar ástæður fyrir uppsögn- inni í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag og hef ég engu þar við að bæta. Samningur um sölu á 25 miiljónum punda af þorskflökum á næstu 15 mánuðum til þessa stærsta kaupanda mun að sjálf- sögðu styrkja enn frekar stöðu Coldwater og SH. Að sjálfsögðu hefur enginn tími verið til að fjalla um eftirmann Þorsteins, þar sem svo skammur tími er liðinn frá upp- sögn hans,“ sagði Jón Ingvarsson. Aðspurður sagði Jón um störf Þorsteins Gíslasonar, að hann hafi starfað hjá félaginu í tæp 22 ár og hafi árssala Coldwater á þessu tímabili aukizt úr 17 milljónum dollara í um og yfir 200 milljónir dollara. Coldwater er talið meðal traustustu fyrirtækja sinnar teg- undar í Bandaríkjunum og jafn- framt það stærsta. Félagið hefur haft forystu um ýmsar nýjungar í framleiðslu og sölu frystra sjávar- afurða í Bandaríkjunum. Frysti- húsamenn innan SH hljóta að standa í þakkarskuld við Þorstein Gíslason fyrir mikið og gott starf. Ekkja aðalræð- ismanns látin ALINE Juuranto, ekkja Erik Juurantos, sem lengi var aðalræð- ismaður íslands í Helsinki, lést 3. janúar síðastliðinn. (Frétíalilkynning frá uUmríkisráduneytinu.) FYRSTI gjalddagi fasteignagjalda fyrir árið 1984 er á sunnudaginn, 15. janúar. Innheimtuseðlar verða sendir út í þessari viku og munu fyrstu seðlarnir hafa farið í póst eftir hádegi í gær, skv. upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Gjald- heimtunni í Reykjavík. Alls verða sendir út um 35 þúsund seðlar að þessu sinni. Þeim er pakkað af starfsfólki Póstgíróstofunnar og mun það væntanlega taka bróðurpart vikunnar að búa gíróseðlana til útsendingar. Gjalddagar fasteignagjalda í Reykjavík eru þrír: 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Álögð gjöld nema samtals um 580 milljónum króna en ásamt fasteignaskatti eru innheimtir sjö aðrir gjald- stofnar. Það eru lóðaleiga, tunnuleiga, vatnsskattur, auka- vatnsskattur, brunabótagjald, viðlagatrygging og söluskattur, en hann er greiddur af bruna- bótagjaldi og viðlagatryggingu, skv. upplýsingum brunabóta- mats borgarinnar. Um er að ræða um það bil 54% hækkun á fasteignagjöldum á milli ára. Ögri RE fékk 40 kr. fyrir kg af þorski SKUTTOGARINN Ögri RE fékk í gær un. 40 króna meðalveró fyrir þorsk- kflóið I Grimsby í Englandi. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er þetta með hæsta meðalverði, sem feng- izt hefur á þessum markaði. Þá fékk Karlsefni RE tæpar 30 krónur fyrir kflóið af karfa í Þýzkalandi. Ögri seldi alls 161,2 lestir, mest þorsk, en einnig karfa og grálúðu, í Grimsby í gær. Heildarverð var 5.534.500 krónur, meðalverð 34,33. Meðalverð fyrir þorskinn var hins vegar 39,75 krónur og meðalverð fyrir milliþorsk reyndist 40,05 krón- ur. Ágreiningur innan Kvennaframboðs f Reykjavík: Fluttu tillögur án samráðs við mig og andstæðar ákvörðunum mínum — segir Lára Júlíusdóttir sem óskað hefur lausnar úr heilbrigðisráði FULLTRÚI Kvennaframboðs í heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar, l,ára Júlíusdóttir, hefur ritað borg- arráði bréf og óskað eftir lausn úr þeim nefndum borgarinnar sem hún á sæti í fyrir Kvennaframboð- ið. Lára sagði í viðtali við Mbl., að ástæða þessa væri málefnaágrein- ingur innan Kvennaframboðsins. Borgarfulltrúar þess hefðu ekki borið undir hana tillögur sem þær lögðu fram í borgarráði varðandi heilbrigðismál og hefði efni til- lagnanna verið andstætt ákvörðun- um hcnnar í heilbrigðisráði. Lára skipaði 8. sæti á fram- boðslista Kvennaframboðsins fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar. Auk setu í heilbrigð- isráði er hún varamaður í stjórn sjúkrastofnunar Reykjavíkur- borgar. Lára sagði aðspurð að ágreiningur hefði komið upp innan Kvennaframboðsins varð- andi þessi mál, sem ekki hefði verið leystur beint á lýðræðisleg- an hátt, eins og hún orðaði það. Hún sagði ennfremur: „Það er eiginlega ekkert eitt mál öðru fremur sem olli þessu, en það sauð upp úr í sambandi við til- lögur að fjárhagsáætlun. Þær komu með tillögu í borgarráði varðandi heilbrigðismál, sem þær báru ekki undir mig og efni tillagnanna var í rauninni and- stætt þeim ákvörðunum sem ég hafði tekið í heilbrigðisráði." Lára sagði aðspurð í lokin að hún ætlaði ekki að segja sig úr samtökunum um kvennafram- boð, hún yrði þar áfram félags- maður. Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðs: Hún vissi um þessa tillögu — en það er engin launung á að hún var ekki sammála henni „ÞAÐ ER meira en ég veit, að þetta hafi valdið þvflíkum ágrein- ingi, en við fluttum tillögur um það, að horgin hætti að borga rekstur læknastofa við Þórsgötu og í Domus Medica. Við fluttum sams konar tillögu í fyrra og við í Kvennaframboðinu erum sammála um að það sé röng stefna að borgin borgi rekstrarkostnaðinn fyrir læknana, án þess að þeir séu ráðn- ir sem heilsugæzlulæknar. Hins vegar mun heilbrigðisráð hafa samþykkt að borgin greiddi rekst- urinn á lækningastofum í Dorr.us og á Þórsgötu, en læknarnir eru ráðnir á númerasamning hjá Sjúkrasamlaginu og fa þar greidd- an kostnað af rekstri lækninga- stofu,“ sagði Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðs- ins, er Mbl. spurði hana hvað vald- ið hefði þeim málefnaágreiningi, sem varð til þess að Lára Júlíus- dóttir, fulltrúi Kvennaframboðsins í heilbrigðisráði borgarinnar, hefur beðist lausnar frá öllum nefndar- störfum. Guðrún var spurð, hvort ekki hefði verið haft samráð við Láru sem fulltrúa í heilbrigðisráði áð- ur en þær lögðu fram tillögur varðandi heilbrigðismál í borg- arráði. Hún svaraði: „Jú, hún vissi að við myndum flytja þessa tillögu, en það er engin launung á að hún var ekki sammála henni, enda hafði hún samþykkt í heilbrigðisráði að bæta Þórs- götunni við. En það var nú mat okkar hinna, að þarna væri borgin eiginlega að taka á sig tvöfaldan kostnað vegna þessara lækna, án þess að þarna sé um heilsugæzluþjónustu að ræða samkvæmt lögum." Lára þá ein um þessa innan Kvennaframboðs- - Er skoðun ins? „Ég þori ekki að segja um það, en þegar þetta var rætt á borg- armálaráðsfundi hjá okkur þá vorum við allar almennt á þeirri skoðun. Mat Láru var að þetta myndi flýta því að koma upp al- mennri heilsugæzlu í borginni." Aðspurð um hvort ágreiningur væri um fleiri borgarmálefni innan Kvennaframboðsins kvaðst Guðrún ekki hafa orðið vör við slíkt. Guðrún sagðist reikna með að ákvörðun um nýjan fulltrúa yrði tekin fljótlega. Hún sagðist í lokin harma að Lára skyldi taka þessa ákvörðun, því hún hefði verið mjög góður fulltrúi Kvennaframboðsins í heilbrigð- isráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.