Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Við sitjum í rúmgóðri vinnustofu með stór- um glugga út í garð- inn, þar sem hvít- snjóuð trén útiloka umheiminn og veita kyrrð. Þarna er mál- verk á trönum og lita- túbur og penslar á borði við höndina. Olíumálverk og vatnslitamyndir á veggjum, geymslur undir myndir og í hillum mikið af lista- verkabókum, erlend- um þykkum bindum með meisturum mál- aralistarinnar í heim- inum og þeim inn- lendu sem til eru á bók. Þegar skamm- degisrökkrið fer að færast yfír, flæðir góð óbein lýsing um vinnustofuna. Bragi Hannesson í vinnustofu sinni. Ljósm. Rax. A virkum dögum í bankastjórastóli, á helgum með pensil Bragi Hannesson sóttur heim Við erum ekki stödd á biðstof- unni eða skrifstofunni hjá bankastjóra Iðnaðarbankans, Braga Hannessyni, heldur á hin- um vinnustaðnum hans, þar sem hann eyðir frístundunum um helgar. Var svo heppinn að hús- inu í Starmýri 6, sem hann keypti löngu áður en hann tók sér pensil í hönd, fylgdi nægilega rúmgóð lóð til þess að hann gat byggt þar fyrir 5 árum þessa góðu vinnustofu áfasta íbúðar- húsinu. Þar dundar hann við að mála um helgar, eins og hann orðar það í hæversku sinni. Lifn- aðarhættir hafa þróast í all- reglubundna skiptingu. Á virk- um dögum situr hann í sínum bankastjórastóli og sinnir mál- um bankans og viðskiptavina hans, en helgar sig myndlistinni á frídögunum, sem skiptast milli efnisöflunar með útiveru í nátt- úrunni og þess að koma áhrifun- um á striga eða pappír í vinnu- stofunni. — Og þá er alveg ómet- anlegt að geta verið hér í alger- um friði og óskiptur, segir Bragi. Það er a.m.k. ekki algengur ferill að maður, sem lengi hefur verið á kafi í málefnum og upp- byggingu iðnaðar í landinu, var kominn á kaf í stjórnmálin sem borgarfulltrúi í Reykjavík og er búinn að vera bankastjóri í tvo áratugi, snúi sér að myndlist af alvöru og með þeim árangri sem sjá má á sýningum undanfarin ár. Forvitnilegt að grennslast frekar um hvernig það hefur gerst. Bragi Hannesson, sem er Reykvíkingur, varð stúdent frá MR 1953 og lauk lögfræðinámi 1958. En strax það ár gerðist hann framkvæmdastjóri Lands- sambands iðnaðarmanna og rit- stjóri tímarits þeirra. — Atvikin höguðu því svo, segir hann, þeg- ar spurt er hvort hann hafi ætl- að sér að helga iðnaðinum í land- inu krafta sína. — Ég hafði gaman af lögfræði og tók mín réttindi sem héraðs- dómslögmaður, þótt ég hafi ekki unnið við slík störf. Ég sótti um framkvæmdastjórastarf hjá Landssambandi iðnaðarmanna nýkominn frá prófborðinu og þarmeð var teningunum kastað. Þar kynntist ég mörgum mætum mönnum og brautryðjendum í iðnaði, sem nú eru horfnir, eins og Helga Hermanni Eiríkssyni og Kristjáni Jóhanni Krist- jánssyni. Þessir forustumenn iðnaðarins voru alveg einstakir menn, litríkir, skemmtilegir og kjarkmiklir. Þetta voru svo miklir hugsjónamenn. Þeir voru ekki að berjast fyrir eigin hag heldur fyrir uppbyggingu iðnað- arins í landinu, sem var einn þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar í þeirra huga. Og þar var á brattann að sækja. Og er enn, skilst mér. Ekki hef- ur baráttunni verið lokið um það leyti sem þú komst þar að? — Nei, en ýmislegt var komið í höfn, eins og Iðnaðarbankinn. Ég hefi verið þar í 20 ár af þeim 30, sem hann hefur starfað. En iðnaðurinn hefur átt erfitt upp- dráttar á íslandi og á enn og til þess liggja ýmsar ástæður. Ártölin vekja athygli blaða- manns. Bragi verður bankastjóri Iðnaðarbankans 1963 og borg- arfulltrúi í Reykjavík 1966, en einmitt á þeim tíma þegar hann er mest á kafi í athafnalífinu — er í hafnarstjórn, stjórn veitu- stofnana og Innkaupastofnunar Reykjavíkur — þá byrjar hann að mála. Elsta myndin í vinnu- stofunni er frá 1967. Þetta vekur spurningar. Annars vegar hvort hann hafi byrjað að mála sér til hugarhægðar þegar erillinn var mestur. Og hins vegar hvort sú staðreynd að hann var farinn að fást við myndlistina hefur valdið því að hann hætti í borgar- stjórninni eftir eitt kjörtímabil árið 1970. Sjálfur segir hann að einhvern veginn virðist maður alltaf finna tíma fyrir það sem maður vill gera og eflaust hafi blundað í sér einhver listræn til- hneiging. Segja megi að hann hafi farið að fikta við að mála til að hvíla sig frá amstrinu, enda hafi hann þá strax aðgreint þetta með því að taka ekki pens- ilinn nema um helgar. — Þegar ég hætti í borgar- stjórn 1970 var ég farinn að gera mér grein fyrir því að ekki getur til lengdar farið saman að gegna bankastjórastarfi og vera á kafi í pólitík, segir Bragi. Hvort tveggja eru það krefjandi störf að ekki verður báðum sinnt svo vel fari. Fyrir mér var valið auð- velt, enda var ég satt að segja orðinn dálítið lúinn á pólitíkinni. En inn í borgarmálin kom ég að sjálfsögðu sem fulltrúi fyrir iðn- aðinn, þótt ég hefði sem ungur maður starfað í Heimdalli og SUS og síðar í Verði. Iðnaðurinn hafði átt sína fulltrúa í borgar- stjórn og það voru fyrst og fremst iðnaðarmennirnir og iðnrekendur sem studdu mig til setu þar. Árin í borgarstjórn voru mjög lærdómsrík. Að kynn- ast borgarmálum breikkar sjón- deildarhringinn. Ég minnist með ánægju samvinnu og kynna af samherjum og ekki síður and- stæðingum í stjórnmálum frá þeim árum. Lúinn á pólitíkinni segirðu. En kvarta ekki bankamenn líka og eiga í erfiðleikum? — Það er rétt. Vandamál okkar hefur lengi í því legið að raunvextir hafa verið neikvæðir. Afleiðingar þess hafa verið margar og í sjálfu sér skelfi- legar. Þetta hafa engir getað betur séð eða fundið en banka- menn, en þeirra ráð hafa mátt sín minna en hinna sem hag höfðu af ódýru lánsfé. Á það ekki að vera að breytast? — Jú, síðustu tölur benda til að svo sé og það er fagnaðarefni. ByrjaÖi að mála 1967 En í kyrrðinni í þessari vinnu- stofu með málverk á veggjum allt í kring er andrúmsloftið of notalegt til að dvelja við fjár- málaáhyggjur. Og skiljanlegt þegar Bragi talar um hve óskap- lega mikið atriði það sé að geta verið þar með myndlistina alveg aðskilda frá öðru. Elstu olíumál- verkin þarna eru frá 1970, en vatnslitamyndirnar aðeins eldri. Enn höfum við ekki fengið svar við því af hverju hann, banka- stjórinn og stjórnmálamaður- inn, byrjaði allt í einu að mála. — Ég hafði lengi haft mjög gaman af myndlist, svarar hann. — Það var eiginlega Ásgrímur Jónsson sem kveikti í mér. Ég kom oft á heimili þar sem var mikið af myndum eftir Ásgrím og heillaðist af þeim. Þá hefi ég verið 15—16 ára gamall. Hins vegar var ég alla tíð slakur í teikningu í skólanum. Þessi kynni af Ásgrími urðu til þess að ég fór að sækja myndlistarsýn- ingar og skoða verk fleiri mál- ara. 1967 fór ég svo að föndra við þetta sjálfur og hélt því áfram. Eitt sinn sýndi ég Sæmundi Sig- urðssyni málarameistara, sem líka málar myndir, þessar vatnslitamyndir mínar og hann hvatti mig til þess að fá leiðbein- ingu. Kom mér í samband við Hring Jóhannesson listmálara. Hringur hefur svo frá 1971 litið til með mér, komið hingað einu sinni í mánuði og farið yfir það sem ég er að gera. Það er mín skólaganga á þessu sviði. Hring- ur er fjölhæfur og frábær myndlistarmaður og einstakur kennari. Þá hefi ég vitanlega les- ið mikið af bókum um myndlist og fer í söfn þegar ég er erlendis. Skoða oft myndir í söfnum sem ég hefi áður séð á bók. Af þessu má mikið læra. Þegar maður fer að stunda þetta, þá fær maður myndminni, man vel myndir og fer og skoðar þær aftur, segir Bragi, og flettir upp í nokkrum listaverkabókum úr skápnum með myndum eftir Turner og Wyeth og fleiri. — Sjáðu hve þetta er fínt! Enda er mynd- prentun í bókum orðin svo góð, segir hann. Nú má merkja í þínum myndum að þar er mikil náttúrustemmning. Málarðu úti eða vinnurðu hér inni í vinnustofunni? — Oft rissa ég upp úti eða tek myndir og lít svo á það seinna og vinn út frá því. Sumar myndirn- ar eru þó hreinar fantasíur. Það er haft eftir Matisse að maður eigi að fara út og horfa á mótívið og koma svo inn til að mála. Það eru mikil sannindi í því. Mér finnst truflandi að horfa á fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.