Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 WOODY ALLEN Hrakfallabálkur á sviði en heimspekingur í sinni og einn fremsti skopleikari Bandaríkjanna Skopið hjá honum slaer gneistum í þeim örlitla punkti, þar sem hið áþreif- anlega og hið óhlutstæða gæti komist í snertingu hvað við annað. „Ég hata veruleikann, en samt geri ég mér ljóst, hvað sem öðru líður, að hann er þó einasti staðurinn, þar sem maður fær almennilega grillsteik." Eða þá þessi: „Er líf eftir dauðann og ef svb er, skyldu þeir þá geta skipt hundrað- kalli fyrir mann?“ Skop Woody Allens er í því fólgið að láta stöðugt eitthvað verulega háieitt og eitthvað afspyrnu hversdagslegt og marg- þvælt dúndra saman." Af hverju þurfti þessi unga kona í blóma lífsins að þjást svona óskaplega — var það af því að hún í æsku hafði haft nægilegan kjark til að bera til að snúast öndverð gegn öllu hefð- bundnu, viðteknu og var því með brúnan pappírspoka á höfðinu, þegar hún gifti sig?“ Undirmálsmaðurinn í fyrirrúmi Að baki öllum stórhátíðleikanum leynist hinn broslegi veruleiki. Baráttan milli veruleika og blekkingar endar alltaf á þann veg, að sá veruleiki, sem hefur hlát- urinn á sínu bandi, gengur með sigur af hólmi. Það líf, sem Woody Allen svo gjarn- an vildi geta ráðið við til fullnustu, leikur hann oft grátt. Það er vitað mál, að hann er alltaf sá, sem að lokum verður að láta í minni pokann. Með réttu er hægt að líta á hann sem sannan merkisbera minnimátt- arkenndarinnar. Þegar ég svo hitti hann, er ég óneitan- lega slegin undrun. Það skal fúslega játað, að hann er eitt af átrúnaðargoðunum mín- um (ásamt þeim Marlon Brando og popp- söngvaranum James Taylor), og þá hefur maður að vísu vissa tilhneigingu til að sjá viðkomandi gegnum rósrauð gleraugu, en að hann væri svona svakalega ljótur hefði mér þó aldrei komiö til hugar. Mér flýgur ósjálfrátt í hug, að karlmaður með svona útlit, sem vill samt geta unnið hylli kvenna, verði þá svo sannarlega að láta sér detta eitthvað alveg sérstakt í hug. Eða kannski er það alveg óþarfi fyrir hann, því maður nær sér furðu fljótt eftir áhrif þessarar fyrstu sýnar. Allen hefur þess háttar frjálsmannlegt, aðlaðandi viðmót til að bera, tilfinninga- næmi og viðkvæmt sinni, þýðleika og ró- semi í fasi, sem, með því að ýkja örlítið, mætti einna helzt kalla útgeislun. Hann virkar hrífandi og maður fær góðan þokka á honum. Hann er einkar kurteis, talar yfirvegað og undirstrikar mál sitt við og við með litlum, öguðum handahreyfingum. Hann horfir beint í augu viðmælanda síns, þegar hann er að tala, en mér verður hins vegar stöðugt litið inn á milli á handlegg- inn á honum, sem hvílir á stólarminum við hliðina á mínum, og mér er það með öllu óskiljanlegt, að hann skuli vera ennþá freknóttari en minn eigin handleggur. Woody Allen kann betur en flestir aðrir samtímamanna hans að gera einmitt þá kvíða- og óttatilfinningu, sem allur fjöldi manna ber í brjósti, að sinni eigin per- sónulegu kennd og túlka hana sem slíka; einnig í því, sem mönnum er svo oft og iðulega ábótavant í almennri kunnáttu og hversdagslegri hæfni, lýsir hann gjarnan á þann veg eins og einungis hann einn og sjálfur ætti við þess háttar örðugleika að stríða. Þær persónur, sem Allen skapar, reyna að gera allt sem yfirleitt er hugsan- legt til þess að verða fríðir sýnum, kyn- magnaðir og komast vel áfram í lífinu, alveg eins og þessar persónur hans ætluðu sér að samsvara nákvæmlega í einu og öllu þeirri karlmennsku-fyrirmynd nútíma þjóðfélags, sem svo mjög er mótuð af hálfu kvikmynda og auglýsinga í fjölmiðlum. En menn sjá það strax við fyrsta tillit, að Woody muni aldrei takast að ná þessu marki. Hárið á honum lítur út eins og það hafi verið þurrkað í vindgöngum, líkamsvöxtur hans minnir einna helzt á illa dregið spurningamerki, og um andlit hans, sem prýtt er gleraugum á þann veg, að þau virðast vera óaðskiljanlegur hluti ásjónu hans, skrifaði eitt sinn Time Magazine, að það ætti maður helzt „ekki að mála, heldur öllu fremur veggfóðra". Heimspekilegur háðfugl Sérhver skopleikari þarf, til þess að virka skoplegur, á einhverju því að halda, sem fær hann til að líta út sem algjör andstæða þeirrar fegurðarímyndar, er mestrar hylli nýtur. Sá, sem ekki er of feitur eða allt of magur eða hefur að minnsta kosti risavaxið nef sér til ágætis, hann klæðir sig í of stóra skó. Woody All- en dregur upp einfaldaða mynd af sjálfum sér, þegar hann beitir ytra útliti sem skoplegum þætti í persónumótun sína. Enda þótt það sé hann, sem virðist þó hafa upphugsað allan þennan imbahátt fyrir persónur sínar, kemur hann mér þannig fyrir sjónir, að hann gæti aldrei gert eða sagt neitt neyðarlegt. Allt hans látæði ber vott um siðfágun og góða menntun, og það þótt svo klæðnaður hans — stórskornir, kantaðir skór og kakhi- skyrta, sem ekki er gyrt ofan í buxurnar — bendi nú ekki beinlínis í þá átt. En honum er lagið að hlusta og hann leggur sig fram um að gefa manni upplýsingar um sig, sem teljast geta bitastæðar, er á engan hátt afundinn, né lætur í ljós neina þess háttar duttlunga, sem oft á tíðum einkenna hinar stóru stjörnur. Hann virðist yfirleitt í einu og öllu vera einn af þessum ósköp venju- legu, viðkunnanlegu mönnum: Maður, sem gjarnan fer út til þess að fá sér eitthvað gott að borða eða þá út að skemmta sér með vinum, sem hann er búinn að þekkja í mörg herrans ár. Hann grípur gjarnan í hljóðfæri, hlustar á góða tónlist af plötum eða situr bara heima — í toppíbúðinni sinni við Central Park á Manhattan — og les blöðin. Hann þverneitar því, að hann sé eitthvert átrúnaðargoð hjá fólki. Ekki al- deilis, því það komi afar sjaldan fyrir, að nokkur ávarpi hann úti á götu, og hann sé jú ekki eins þekktur og Dustin Hoffman; auk þess hafi hann fyrir sið að setja oftast upp hatt, þegar hann fari eitthvað út, til þess að þekkjast ekki. { meira en tuttugu og fimm ár hefur Woddy Allen verið reglulega til meðferðar hjá geðlækni, því að hann þjáist af „an- hedoníu", en það er sjúklegt hugarástand, sem kemur oftast nær í veg fyrir að hann geti notið nokkurs til fullnustu, geti glaðst yfir einhverju. Allar hetjurnar í kvik- myndum hans bera með sér þessi skap- gerðareinkenni; það skal alltaf eitthvað ofur hversdagslegt standa í vegi fyrir því, að þær persónur sem hann mótar á hvíta tjaldinu fái höndlað hamingjuna. Auk dauðans, sem alls staðar og alltaf er á næsta leiti, og kynlífsmynda, er svo sjálfsfirringin þriðja þýðingarmesta stefið í öllum kvikmyndum Woody Allens. Óaf- látanlega er hann að leita sér að nýjum aðferðum eða hlutverkum, sem kynnu að gera honum lífið fyllra og bærilegra, hið hversdagslega andstreymi og mótlæti léttbærara, því hann er sjálfum sér ósam- þykkur. Sjálft vörumerki Woody Allens sem höfundar er því hið misheppnaða, hin ófullgerða, ófullburða sókn til frægðar og frama, sem af ýmsum ástæðum stöðvast alltaf einhvers staðar miðja vegu að mark- inu. Langur og lit- skrúðugur ferill Enda þótt Woody Allen kunni alveg ein- staklega vel til verka við að vekja mönnum þá tálsýn, að hann sjálfan sé virkilega að finna í þeim persónum og hlutverkum, sem hann skapar — þannig að fólk kemst naumast hjá því að finna alltaf um leið til innilegrar meðaumkvunar með þessum vesalings aumingja hrakfallabálki Woody Allen — þá samsvarar þessi áleitna ímynd hins algjörlega heillum horfna hinum raunverulega Allen vitanlega á engan hátt. Því að Woody Allen er auðvitað einn af þeim, sem notið hafa hvað mestrar vel- gengni á starfsferli sínum og telst á engan hátt til þeirra, sem lotið hafa í lægra haldi í lífsbaráttunni. Strax á skólaárunum var hann tekinn að senda frá sér 50 brandara daglega, sem gáfu honum á viku 25 dollara í aðra hönd; og þarna voru sem sagt komn- ir 250 brandarar á viku hverri. Hann samdi skopatriði fyrir sjónvarps- þætti og tók skömmu síðar að koma sjálfur fram sem skemmtikraftur á nokkrum næt- urklúbbum í Greenwich Village í New York, „enda þótt ég sé eiginlega ekki þessi opinskáa manngerð sem þó flestir skop- leikarar eru.“ Vitanlega getur maður ekki einfaldlega bara tekið þá ákvörðun að verða spaugi- legur. Maður er það, eða eins og Allen kemst að orði: „Skop er gáfa, sem ekki er hægt að búa til. Groucho Marx, sem ég dái mjög, hafði til dæmis þessa gáfu til að bera. Hann gat setið inni á einhverju veit- ingahúsi og bara verið að panta sér steik, en allir nærstaddir veltust um af hlátri. Það var svo sem ekkert skoplegt við það, sem hann sagði, heldur við það, hvernig hann gat sagt það. Og auk þess hlógu þeir, sem kringum hann voru, af því að þeir vildu bara fá að hlæja." Woody Allen tekur undir það, að konur, og þó einkum og sér í lagi lífsförunautur hans um margra ára skeið, Diane Keaton, hafi haft mikil áhrif á líf hans. Hann var aðeins 19 ára, þegar hann stofnaði til síns fyrsta hjónabands, en það var með heim- spekistúdínu nokkurri. Hún kynnti honum að vísu heimspeki, en þegar það hjónaband fór út um þúfur eftir fimm ár, hafði hann þetta að segja um konuna sína fyrr- verandi: „Náttúrugripasafnið bað mig um að láta sig fá einn skó, sem hún hafði átt, og þeir gátu svo út frá honum endurskapað risaeðlu frá forsögulegum tímum.“ Eða þennan: „Þegar hún í fyrsta sinn bjó til mat fyrir mig, varð mér óvart á að gleypa bein, sem var í súkkulaðibúðingnum." Önnur eiginkona hans var leikkonan Louise Lasser, en hún var hin mesta heimskona, og þar sem Woody Allen hafði í þá daga alls enga innsýn í heim hinna auðugu, áhrifamiklu og voldugu, hófst hún handa við að kynna hann fyrir „fólki af réttu tagi“ á Manhattan. Um svipað leyti fór hann fyrst að starfa við kvikmyndir, en framan af þó aðeins sem aðstoðarmaður við samningu kvik- myndahandrita. Hann vann meðal annars að gerð handritsins fyrir kvikmyndina „What’s New Pussycat?", en sú kvikmynd skilaði alls um 17 milljón dollara hagnaði og varð því þar með fjárhagslega séð lang- samlega bezt heppnaða gamanmyndin, sem þá hafði nokkurn tíma verið fram- leidd. Árið 1969 tók hann svo sína fyrstu kvikmynd, þar sem hann lék líka aðalhlut- verkið sjálfur, en myndin ber hið einkenn- andi heiti „Woody, óheillakrákan". í þeim kvikmyndum, sem hann hefur síðar fram- leitt, allt fram til nýjustu myndarinnar hans, „Zelig", hefur Woody Allen stöðugt haft sinn eiginn lífsótta og sína sjúklegu taugaveiklun að aðalstefi. í skopi sínu og spotti eys hann því alltaf af eigin nægta- brunni. Þegar rætt er við Woody Allen — en það er engan veginn svo auðvelt, því að hann lætur ókunnuga ógjarnan spyrja sig spjör- unum úr — myndi víst engum koma til hugar, að hann væri að tala við skopleik- ara. Honum er ekkert í mun að slá neitt um sig. Ekki vill hann heldur standa í því að skemmta gestum sínum. Það er engin háreysti í hans fari, ekkert kumpánlegt, ekkert axlaklapp af hans hálfu. Hann er enginn ærslafenginn trúður, enginn skrýtilegur heimsumbótasinni, enginn kátlegur skemmtikraftur. Hann álítur sjálfan sig einkar þýðlyndan og hógværan mann og segist gjarnan vilja hafa til að bera „meiri bræði og reiði, því einmitt þar eigi allt hið skoplega rætur sínar". Fáskiptinn, þungt hugsandi maður, reglulegur gruflari, sem stöðugt á í stríði við sín eigin vandamál og um leið við vandamál alls heimsins. Sannarlega gott fyrir okkur hin. Armgard Seegers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.