Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984
19
myndina meðan ég er að vinna.
En ég verð að sækja hugmyndir
út í náttúruna. íslensk náttúra
er svo sérstæð. Formin alveg
einstök og svo litirnir og skugg-
arnir. ísland býður upp á svo
margvíslega möguleika fyrir
málara.
Hvað segir fjölskyldan þegar all-
ur frítími hins önnum kafna bank-
astjóra fer í myndlistina?
— Ég eyði ekki svo óskaplega
miklum tíma í þetta. Gjarnan
hálfum laugardegi og hálfum
sunnudegi. Og við erum mikið
útivistarfólk, förum oft í göngu-
ferðir hér í kring. Höfum gengið
allar fjörur í nágrenninu. I fjör-
unni er sérstakur heimur. Þar
vorar svo snemma og haustar
seint og þar morar allt af lífi
allan ársins hring. Mér þykir
líka gaman að veiða og ganga
með veiðiám. Að vera úti í nátt-
úrunni er í rauninni fyrir mér
lykillinn að því að geta málað.
Og það er nauðsynlegt fyrir
kyrrsetumann til að halda heilsu
og kröftum. I rauninni stend ég
ekki svo mikið við að mála. Pic-
máli við mig 1977, var að fara af
stað með þessa hugmynd með
Magnúsi Tómassyni, Þorbjörgu
Höskuldsdóttur og Hauki Dór og
bauð mér að vera með. Þarna
varð til hópur, sem er í rauninni
fastur kjarni og síðan alltaf
teknir fleiri með á hverri sýn-
ingu. En Vetrarmyndarsýn-
ingarnar eru orðnar fjórar.
Hugmyndin með Vetrarmynd
var sú að þar sýni ólíkir mynd-
listarmenn saman. Þar séu engir
fordómar gegn ákveðnum lista-
stefnum og heldur ekki haldið
fram neinni einni stefnu um-
fram aðrar. Ég kom víst þarna
inn sem frístundamálari, sem
ekki þykir nú alltaf fallegt heiti.
Þau sem tekið hafa þátt í öllum
sýningunum eru Baltasar,
Þorbjörg, Magnús Tómasson og
ég, en svo hafa sýnt með okkur á
fyrstu sýningunni Atli Heimir
og Ófeigur Björnsson, á annarri
sýningunni Hringur, Jóhannes
Geir og Leifur Breiðfjörð og á
þeirri þriðju bættust við Einar
Þorláksson, Niels Hafstein, Sig-
ríður Jóhannsdóttir, Sigurður
margir menn, sem gaman hefur
verið að deila með geði. En það
er rétt að við, þetta Vetrarmynd-
arfólk, höfum haft mikið saman
að sælda, og það hefur verið
skemmtilegur félagsskapur.
Baltasar hefi ég reyndar þekkt
lengi og lært mikið af honum,
einkum varðandi tækni og efni.
Hann er mjög fær á því sviði og
fylgist vel með, enda hefur hann
hlotið mjög góða menntun á
Spáni í ýmsum greinum mynd-
listar.
Að bregðast rétt við
En finnst þér ekki, Bragi, síð-
ustu árin að farið sé að bera á
meiri aðskilnaði milli hópa og
stctta á íslandi, þannig að menn
umgangist frekar þá sem eru úr
svipaðri starfsstétt?
— Það fer ekki á milli mála að
verkaskifting í nútíma þjóðfé-
lagi leiðir til nokkurs aðskilnað-
ar milli stétta og hópa. Verka-
skipting og tæknivæðing er hins
vegar forsenda aukins hagvaxtar
og bættra lífskjara. Reynsla
okkar og annarra sýnir líka að
í vinnustofu Braga er mikið safn listaverkabóka, innlendra og erlendra, sem hann grípur í þegar hann sest
niður. Segir að maður fái myndminni með þjálfuninni. Hann fer oft að skoða í söfnum mynd sem hann þekkir
af bók.
asso sagði einhvers staðar að
málari þyrfti að mála 3 mvndir á
dag til að vera í þjálfun. Eg þyk-
ist góður ef ég mála 3 myndir um
helgi og samkvæmt því er ég
aldrei í þjálfun.
Ólíkir listamenn
sýni saman
Samt hefur mátt sjá drjúgmarg-
ar myndir eftir þig á sýningum að
undanförnu. Einn gagnrýnandinn
sagði á síðustu sýningunni að
Bragi Hannesson hefði verið í
stöðugri sókn sem myndlistarmað-
ur síðastliðin fímm ár eða svo og
hér kæmi hann fram með sitt
meirapróf, fágaðar myndir sem
bera honum gott vitni. Þú ert þó
ekki búinn að sýna nema örfá ár?
— Ég áræddi fyrst að senda
inn myndir á haustsýningu hjá
Félagi íslenzkra myndlistar-
manna 1975. Og þeir tóku þessar
þrjár myndir og sýndu þær.
Þetta var viðurkenning og góð
uppörvun. Síðan var ég með á
tveimur haustsýningum FÍA í
viðbót, þ.e. 1977 og 1980. Þá var
ég líka kominn í hópinn sem sýn-
ir undir nafninu Vetrarmynd.
Baltasar vinur minn kom að
Örlygsson og Þór Vigfússon.
Eins og þú sérð þá eru þetta
mjög ólíkir listamenn. En það er
mjög þægilegt að vera í svona
hópi, öll vinna í kring um þetta
verður miklu léttari.
í vinnustofunni þar sem við
sitjum er mikið af málverkum,
nýjum og nokkrum eldri mynd-
um, bæði vatnslitamyndum og
málverkum. Því liggur beint við
að spyrja hvort ekki sé kominn
tími til að efna til einkasýn-
ingar. Bragi játar því, segist ein-
mitt ætla að manna sig upp í það
næsta haust og sýna í Norræna
húsinu. Vera búinn að tryggja
þann ágæta sýningarsal. Þetta
segir hann eins og hálfafsak-
andi, eins og hann sé hálffeim-
inn við að færast þetta í fang.
— Nú ert þú Bragi kominn í hóp
listamanna. Hefur þaö ekki breytt
þínum umgengnishópi? Eða heldur
þú honum aðgreindum eins og í
vinnunni?
— Því fer fjarri. Ég hefi verið
svo lánsamur að hafa á lífsferli
mínum kynnst og unnið með
bændum, verkamönnum, iðnað-
armönnum, atvinnurekendum,
menntamönnum og síðast lista-
mönnum. í þessum hópi eru
þá er gróskan mest í menningu
og listum þegar fólk býr við góð
kjör. Vond lífskjör þýða enn-
fremur það að hæfileikafólk leit-
ar annað. Þetta hafa margar
þjóðir mátt reyna. Þess vegna
megum við Islendingar ekki hika
við að taka nýjustu tækni í
okkar þjónustu. Vélar og tölvur
eiga að auka hagsæld okkar og
búa okkur fleiri tómstundir. En
með styttri vinnutíma verður
meira svigrúm til að nota og
skapa listir. Jafnframt verður að
hafa svigrúm til að njóta og
skapa listir. En hafa verður í
huga að vandi fylgir vegsemd
hverri. Við megum ekki láta það
henda okkur að fólk verði eins og
tannhjól i vél og hætti að taia
sama málið. Það skiptir höfuð-
máli að bregðast rétt við. Við
eigum margt sameiginlegt eins
og tungu, menningu og landið
með fjölbreyttum gögnum og
gæðum. Ég trúi að það dugi
okkur til að ná áttum, þótt at-
vinnuhættir breytist. Það er ekki
vafi á því að búa má vel í þessu
landi, ef fólk vill og kann, sagði
Bragi Hannesson, bankastjóri og
myndlistarmaður, að lokum.
- E.Pá.
^Dale .
Lameeie
námskeiðið
Kynningarfundur verður miðvikudag-
inn 18. janúar kl. 20.30 aö Síðumúla
35, uppi. Allir velkomnir.
Námskeiðið getur hjálpað þér:
• Að öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína.
• Að byggja upp jákvssöara viðhorf gagnvart lifinu.
• Að ná betri samvinnu við starfsfélaga, fjölskyldu og vini.
• Að þjálfa minnið á nöfn, andlit og staðreyndir.
• Að læra að skipuleggja og nota tímann betur.
• Að byggja upp maira öryggi við ákvaröanatöku og lausn
vandamála.
• Að skilja betur sjálfan þig og aðra.
• Að auka hæfileika þína, að tjá þig betur og með meiri árangri.
• Að ná betra valdi á sjálfum þér í ræðumennsku.
• Aö öölast meiri viðurkenningu og viröingu sem einstaklingur.
• Að byggja upp meira öryggi og hæfni til leiötogastarfa.
• Að eiga auðveldara með að hitta nýtt fólk og mæta nýjum
verkefnum.
• Að veröa hæfari í því, að fá örvandi samvinnu frá öðrum.
• Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi.
• Að meta eigin hæfileika og setja þér ný persónuleg markmið.
82411
Elnkaleyfi á Islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
o
/ ___ i r
AVOXTUNSfáiy
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
W m
Stigið rétt spor
Látið Ávöxtun sf. annast
fjármál ykkar
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs
Gengi 16.1.’84
Ár Fl. Sg./100kr. Ár Fl. Sg./100
1977 2 1.657
1971 1 14723 1978 1 1.348
1972 1 13.318 1978 2 1.059
1972 2 10.860 1979 1 915
1973 1 8.188 1979 2 687
1973 2 7.799 1980 1 607
1974 1 5.097 1980 2 458
1975 1 4.032 1981 1 391
1975 2 2.996 1981 2 288
1976 1 2.735 1982 1 275
1976 2 2.254 1982 2 203
1977 1 1.988 1983 1 156
J
-\
■Óverðtryggð —
veðskuldabréf
Ár
1
2
3
4
5
6
20%
75.8
67,3
60,5
55.1
50.8
47.2
27%
80,2
73,0
67.2
62.5
58.5
55.3
■Verðtryggð —
veðskuldabréf
Ár
1
2
3
4
5
Sölug.
2 afb/ári.
95,2
91,9
89.4
86.4
84.5
6
7
8
9
10
81,6
78.8
76,1
73,4
70.8
Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan
gengisútreikning.
*
Avöxtun ávaxtar fé þitt betur
/_______« r
AVOXTUNSf^
LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ10 - 17