Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Á förum eftir 4ra ára drjúgt hlutverk í menningarlífinu hér Borgar: Ég kann akki að vara (atórum leikhúaum. Er búinn aó étta mig á þvf aó ég vil akipta mér af öllu og geri þaö. Allir akipta aér af öllu í Lilla Taatarn og allur hépurinn ar ébyrgur. Þrjú ár eru liöin síöan Ann Sandelin tók viö stjórnartaumum í Norræna húsinu og í þrjú ár hafa þau hjónin, hún og Borgar Garöarsson leikari, búiö á íslandi og gegnt veigamiklu hlutverki í menningarlífinu hér í höfuöborginni. Því fer þó senn aö Ijúka, því þegar Ann Sandelin réöst sem forstööumaöur Norræna hússins til fjögurra ára, fékk hún jafnlangt frí frá forstööumannsstörfum í sænsk-finnsku menningarmiö- stööinni á Hanaholmen í Finnlandi og veröur aö vera þangaö komin aftur til starfa í nóvember á þessu ári. Forstöðumannsstarf Norræna hússins til næstu fjögurra ára verður því auglýst laust til umsóknar nú í janúar. Þessi dvöl á íslandi hefur veriö annasöm og frjó og eru þau Borgar og Ann enn meö ýmislegt forvitnilegt á prjónunum áöur en þau hverfa af landi brott. Þetta er því vissulega rétti tíminn til aö ganga á þeirra fund í fallega húsiö í Vatnsmýrinni einn kaldan vetrardag í skamm- deginu, þegar varla er fært inn íbúöarmegin fyrir snjósköflum og veörin æöa úti. En þeim mun notalegra er aö spjalla saman í stofunni þeirra. Borgar som Horatio í traagri Hamlatsýningu. „Aldrei leikiö í annarri eins sýningu eöa fengió aörar eins méttökur og viö fengum fyrir Hamlet í Dramaten i Stokkhólmi." Borgar undirbýr einleik um líf og starf í landinu fyrir 100 árum Þrjú ár eru liðin síöan Ann Sandelin tók viö stjórnartaumum í Norræna húsinu og í þrjú ár hafa þau hjónin, hún og Borgar Garðarsson leikari, búiö á islandi og gegnt veigamiklu hlutverki í menningarlífinu hér í höfuöborg- inni. Því fer þó senn aö Ijúka, því þegar Ann Sandelin réöist sem forstöðumaöur Norræna hússins til fjögurra ára, fékk hún jafnlangt frí frá forstööumannsstörfum í sænsk-finnsku menningarmið- stööinni á Hanaholmen í Finnlandi, og veröur aö vera komin aftur til starfa þar í nóvember á þessu ári. Forstööumannsstarf Norræna hússins til næstu fjögurra ára veröur því auglýst laust til um- sóknar nú í janúar. Þessi dvöl á islandi hefur veriö annasöm og frjó og eru þau Borgar og Ann enn meö ýmislegt forvitnilegt á prjón- unum áöur en þau hverfa af landi brott. Þetta er því vissulega rétti tíminn til aö ganga á þeirra fund i fallega húsiö í Vatnsmýrinni einn kaldan vetrardag í skammdeginu, þegar varla er fært inn íbúöarmeg- in fyrir snjósköflum og veörin æöa úti. En þeim mun notalegra er að spjalla saman í stofunni þeirra. Þau hjónin eru samt sammála um aö þaö hafi verið 90Ö hugmynd aö koma og dvelja á Islandi í þessi fjögur ár. — Þaö var alveg nauð- synlegt fyrir mig, svo aö ég gæti lært máliö almennilega, sem aldrei heföi tekist í Finnlandi, segir Ann á alveg lýtalausri íslensku. Áöur haföi hún sótt tíma i háskólanum í Helsinki í íslenskri málfræði í eitt ár. Hún haföi komiö til íslands áö- ur, svo hún vissi út í hvaö hún var að fara, en hélt þó aö mundi gæta innilokunarkenndar í mesta skammdeginu aö vetrinum. En sú tilfinning hefur aldrei komiö yfir hana. Þvert á móti. Hér gerist svo margt, segir hún. Og líflegt sam- band viö umheiminn í báöar áttir. Frægir listamenn koma hér títt og henni finnst íslendingar vera, eins og oft sé um eyjafólk, meira vak- andi fyrir umheiminum og veröld- inni fyrir utan en aörir Noröur- landabúar, sem séu meira fyrir sig og sitt. Einkum finnst henni athyglisvert hve venjuiegt og eðli- legt þaö virðist aö þekkja eitthvaö til lista og bókmennta bæöi í Evr- ópu og vestan hafs. Ann Sandelin fékk fjögurra ára leyfi frá sínu starfi í menningar- miðstööinni á Hanaholmen. En Borgar sagöi upp sínu starfi hjá Lilla Teatern í Helsinki, þar sem leikarar eru ráönir til tveggja ára í senn. Nú kemur hann út á miöjum ráöningartíma, auk þess sem veriö er aö skipta um leikhússtjóra, svo hann kvaöst ekkert vita hvaö yröi eftir aö hann kemur út, sem veröur eitthvaö aöeins seinna en kona hans. Enda er Borgar meö ýmis járn í eldinum. Nýlokiö er sýning- um í Þjóöleikhúsinu á Návígi, sem hann lék í, en ennþá eru í gangi sýningar Alþýðuleikhússins á leik- riti Fassbinders, „Kaffitár og frelsi“, á Kjarvalsstööum. Hann leikur ekki mikiö í vetur, sem hann segir aö ekki sé leikhúsunum aö kenna, því hann hafi strax í vor veriö ákveöinn í að fara í langþráð eigiö verkefni, sem hefur reynst tímafrekara en hann hugöi. Svo kom Návígi, sem höfundurinn og vinur hans, Jón Laxdal, baö sér- staklega um hann í. Og sýningar Alþýðuleikhússins, sem áttu aö vera í vor en drógust fram á haust vegna húsnæöisleysis. Og nú er hann brátt á förum til Færeyja til aö leika í Brúöuheimili Ibsens í Noröurlandahúsinu í Þórshöfn, sem frumsýnt veröur í april. íslensk-færeysk sýning á Hamlet — Þetta er hugmynd frá Sveini Einarssyni, sem þróast hefur upp í þessa sýningu á Brúöuheimilinu, þar sem viö Pétur Einarsson förum til Færeyja og leikum á íslensku en aörir leika á færeysku, útskýrir Borgar, sem mun leika hlutverk Krostads. Honum fannst þetta svo skemmtileg hugmynd aö hann var strax til í aö taka þátt í þessari uppfærslu og fer til Færeyja um miöjan febrúar. Ann kvaöst ætla aö skreppa i viku á frumsýninguna og til aö sjá Noröurlandahúsiö í Færeyjum í starfi. Norrænu húsin eigi aö styöja hvert annaö og geti ýmislegt gert saman. Því hyggst hún athuga hvaö gera megi. Þótt þetta sé spennandi verk- efni, þá er blaöamaöur nú oröinn æöi forvitinn um einkaverkefni Borgars, sem hann haföi ætlaö aö láta ganga fyrir, og hyggst þrátt fyrir tafir koma af staö áöur en hann fer til Færeyja. Frumsýna í janúar og taka þaö aftur upp í haust. — Þarna er um aö ræöa gamla hugmynd, sem lengi hefur veriö aö gerjast í mér, útskýrir Borgar. Þaö er lítill þáttur, einleik- ur, sem ég hefi veriö að æfa og sviösetja. Hann fjallar um líf og starf í þessu landi fyrir einni öld. Árni Björnsson hefur skrifaö text- ann. Og ég hefi veriö aö tyggja þetta saman. Það er svo margt ungt fólk sem ekki þekkir hvernig fólk bjó í þessu landi, þótt heimild- ir sé aö finna í bókum og í þjóö- minjasafni. Sumir þessir þættir hafa jafnvel veriö viö líöi allt fram undir 1950—60. Ég hefi lengi haft áhuga á þjóölegum fróöleik. Og hefi verið aö velta þessu viöfangs- efni fyrir mór undanfarin 2—3 ár, síöan óg í Dublin sá sýningu, þar sem sagöar voru sögur í léttum dúr, og ég uppgötvaöi aö þetta er fært. Hugmyndin hefur svo veriö aö þróast. Maöur fer aö spyrja sjálfan sig af hverju þetta sé svona, gera sér grein fyrir því og útskýra þaö. Jú, það er rétt, þetta er fræðsluefni fyrir fulloröna og börn, og væri upplagt skólaefni. Frábærar móttökur í Finnlandi — Þessi ár á íslandi hafa verið mjög góö, því í Finnlandi var Borg- ar aldrei heima. Hann lék 6 kvöld í viku á 7—9 sýningum og var þá aö fara í leikhúsiö þegar ég kom heim frá vinnu, segir Ann. Og þaö leiðir taliö aö því hvernig sé fyrir leikara aö fara svona á milli landa og taka aö vinna á alveg nýju tungumáli. — Þaö eru mikil umskipti aö koma í nýtt land og læra máliö nægilega vel til aö vera frambæri- legur á sviöi, segir Borgar. Fyrsta áriö lók ég heldur ekkert, vann bara viö ýmislegt annaö í sýning- unum. En ég verð aö segja eins og er, aö ég held aö varla sé hægt aö hugsa sér aö hér væri tekiö eins vel á móti erlendum leikara eins og Finnlandssvíar tóku á móti mór. Ég hefi vitanlega hreim á sænskunni, en aldei hefur veriö sett út á það, ekki einu sinni þegar ég var aö byrja. I Lilla Teatern er ráöandi hinn hreini tónn Finnlandssvía, svo eru þar Finnar sem leika á sænsku og í þriöja lagi kemur svo ríkis- sænskan. Gestir í leikhúsinu eru 60% Finnlandssvíar og 40% aörir. Þeir heyra kannski ekki muninn. Ann tekur undir þaö, kveöst hafa haldiö aö Borgar væri Finni þegar hún kynntist honum fyrst. En hún mótmælir því aö hann hafi enn hreim. Honum rétt bregöi fyrir stöku sinnum. — I hugum leikhús- gesta er Borgar Finnlandssvíi, þaö fer ekki á milli mála, segir hún. Þegar viö vorum stödd á sýningu í leikhúsinu á gamlaárskvöld í fyrra, þá var sagt frá því aö Borgar Garðarsson væri staddur í húsinu. Og þaö varö mikiö fjaörafok. Gamlar konur ruku upp og sögöu: Borgar hórl Og fólk fagnaöi hon- um. Þó vita Finnar vel aö hann er íslendingur. Ef eitthvaö er aö ger- ast varöandi island, þá er leitaö til hans um upplýsingar. Enda svo fá- ir íslendingar þar og ekkert sendi- ráö. Borgar fékk alltaf ákaflega góöa dóma fyrir leik sinn í Finnlandi. Viö munum t.d. eftir aö hafa séö mikiö lof um hann í frægri Hamlet-sýn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.