Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984
Svavar ttjörnsson á skrifstofu sinni.
Segist sakna harð-
fisksins allra mest
Viðtal við Dalvfkinginn
Svavar Björnsson í Finnmarken
,,l*art var hrein og klár tilviljun að ég settist að í Noregi," sagði
Svavar Björnsson, 34 ára Dalvíkingur, í viðtali við norska dagblaðið
Finnmarken fyrir skemmstu. Svavar tók í ársbyrjun sæti í bæjarstjórn-
inni í Vardö eftir að hafa hlotið kosningu sem fulltrúi Verkamanna-
flokksins.
Svavar hefur látið stjórnmál
til sín taka í byggðarlaginu allt
frá því hann flutti þangað 1977.
Reyndar hafa stjórnmál að eigin
sögn verið Svavari hugleikin allt
frá því hann var 17—18 ára gam-
all. Sagði Svavar við Finnmark-
en, að smituðust menn á annað
borð af pólitíkinni gengju menn
með þann „sjúkdóm" ævilangt.
„Mér hefur ætíð fundist ég
vera heima hjá mér eftfr að ég
kom fyrst til Vardö," sagði hann
við blaðið. „Hérna hef ég að
hluta til upplifað svipað um-
hverfi og heima á Dalvík. Vafa-
lítið á sjávarútvegurinn sinn
þátt í því að skapa þetta um-
hverfi.
{ viðtaiinu við Finnmarken
segist hann tvítugur hafa orðið
þingfréttaritari næststærsta
dagblaðs landsins og síðar gerst
fréttaritari Morgunblaðsins í
Stavangri og skrifað um fisk-
veiði- og olíumál.
Svavar hefur búið í Noregi allt
frá árinu 1971 er hann sótti
lýðháskóla í Stavangri. Eftir að
hann lauk náminu vann hann í
Kristiansand og Bergen fram til
árins 1977, en hélt þá norður á
bóginn og hefur búið í Vardö síð-
an.
Til íslands hefur Svavar að
eigin sögn ekki komið síðan 1979
og segist sannast sagna hafa
skammarlega lítil tengsl við
ættjörðina. „Ég sakna harðfisks-
ins hins vegar hræðilega og fæ
sendingu af og til að heiman. Á
íslandi nota menn harðfisk sem
skyndibita," sagði hann við
Finnmarken.
Þótt ekki segðist Svavar hafa
heimsótt fósturjörðina í meira
en 4 ár kvað hann sér ljúft að
mæla með landinu fyrir ferða-
menn. Þótt vegakerfið væri lé-
legt væru flugsamgöngur góðar
og landið sannkölluð paradís
þeirra, sem áhuga hafa á t.d.
laxveiði.
Tónskóli Emils
Kennslugreinar:
Píanó gítar, harmonikka, rafmagnsorgei,
munnharpa.
Innritun daglega í síma 16239 og 66909
Tónskóli Emils
Brautarholti 4.
Magadans og rokk í Þórscafé
VEITINGAHÚSIÐ Þórscafé hefur
nú í undirbúningi skemmtikvöld
með nýju sniði fyrir gesti sína og
munu danskir skemmtikraftar ríða á
vaðið föstudaginn 20. janúar nk., en
fostudaginn þar á eftir munu átta
íslenskir rokksöngvarar frá „gull-
aldarárunum" koma fram á „Rokk-
festival ’55—’62“.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem veitingahúsið boðaði til
í vikunni sem leið. „Louise Frev-
ert, danska magadansmærin, er
væntanleg til landsins nú um
helgina, en hún skemmtir hér í
fyrsta sinn föstudaginn 20. des-
ember,“ sagði Pétur Hjálmarsson,
skemmtanastjóri Þórscafé. „Hún
er lærður dansari og virtur
skemmtikraftur hvarvetna á
Norðurlöndum. Ég vil taka það
fram að hér er ekki um að ræða
nektardans, enda höfum við ekki
áhuga á að hafa slíkt á boðstólum
hér.“
Að sögn Péturs munu tveir
karldansarar koma með Louise
Frevert til landsins, þeir Arthur
Lindhard og Michael Brochorff.
„Þeir eru báðir þekktir jazz- og
modern-balletdansarar og hófu að
dansa með Louise síðastliðið vor,
en hún hafði þá komið fram sem
sólódansari í fimm ár.“
„Rokkfestival ’55—’62“ er
dagskrá sem átta rokksöngvarar
standa að. Undirleik annast
hljómsveit hússins, Dansbandið,
undir stjórn Þorleifs Gislasonar
saxófónleikara, en auk hans mun
Rúnar Georgsson einnig blása í
saxófón. Aðspurðir um, hvort hér
væri um að ræða endurtekningu á
Rokkhátíðinni í fyrra, sögðu
söngvararnir að svo væri ekki,
hinsvegar mætti líta á þetta sem
einskonar framhald, enda hefðu
Rokksöngvararnir átU, sem standa að „rokkfestival '55—’62“. f efri röð eru
talið frá vinstri: Stefán Jónsson, Þorsteinn Eggertsson, Garðar Guðmunds-
son, Sigurdór Sigurdórsson og Berti Möller. I neðri röð talið frá vinstri eru:
Astrid Jensdóttir, Mjöll Hólm og Anna Vilhjálms. Lj6sm Mb, Friðþj6fur
HUGSAÐU
þig tvisvar um áður en
þú kaupir gufugleypi.
Flestir gufugleypar eru
eins, en Blomberg E 601
gufugleypirinn getur
sparað þér mikla orku á
köldum vetrarmánuðum
Með einu handtaki er
hægt að breyta loftblæs-
trinum frá útblæstri í
hringrás um kolasíu.
Hafðu þetta hugfast,
þegar þú kaupir
gufugleypi.
Og það er 2ja ára
ábyrgð á
Blomberg, taktu
eftir því.
Blomberq
EINAR FARESTVEIT &< CO. HF.
þau haft mjög mikla ánægju af
þátttöku í hátíðinni i fyrra og
hefðu ákveðið að halda áfram.
„Okkur finnst vel við hæfi að það
eigi sér stað í Þórscafé, því það var
í rauninni hérna, sem þetta allt
saman byrjaði," sagði Berti Möller
og bætti því við að allir söngvar-
arnir hefðu einhverntíma á sinum
ferli sungið í Þórscafé, en auk
Berta koma fram Stefán Jónsson,
Þorsteinn Eggertsson, Garðar
Guðmundsson, Anna Vilhjálms,
Mjöll Hólm, Astrid Jensdóttir og
Sigurdór Sigurdórsson. Auk þess
munu dansarar frá Dansskóla
Eddu Scheving sýna dansa frá
gömlu rokkárunum.
Á fundinum kom fram að um-
talsverðar breytingar hafa verið
gerðar á ljósabúnaði í efri sal veit-
ingahússins og ennfremur að fyrir
hendi væri útbúnaður til að sjón-
varpa skemmtiatriðum í diskóteki
á neðri hæð.
af
meginþorra
þjóöarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
BERGSTAÐASTRÆTI I0A Sími 16995