Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984
7
HUGVEKJA_
eftir
• • _
sr. Hannes Orn Blandon
Hvað er það ágæti lesandi
sem vekur þér mestrar gleði.,
Eru það gamanmyndirnar, sem
þú sérð stundum í sjónvarpinu,
myndirnar um Steina og Olla
eða Áfram þetta og hitt? Eru
það kannski ófarir náungans,
slys hans og fótaskortur í hálli
tilverunni, í framhjáhaldinu,
fylliríinu, timburmönnunum,
eða er það fegurðin, sem þú
sérð í tónlistinni, myndlistinni,
náttúrunni. Langar þig til að
hverfa á vit orðsnilldarinnar,
skáldskaparins, ljóðsins? Svör-
in verða eins mörg og mennirn-
ir eru margir. 011 á mann-
skepnan það sameiginlegt að á
hana sækir leiði og þunglyndi á
stundum. Þar er ég engin und-
antekning. f því ástandi tek ég
ýmist þann kostinn að leita á
vit Tolkiens, á vit ævintýra,
burt úr mennskum heimi
hversdagsins, inní furðuheima
hins dularfulla, óljósa, myrka
og torræða og ímynda mér að
ég sé á ferð með þeim Fróða og
Pípin í baráttu Ijóssins gegn
myrkrinu og við eigum hul-
iðshringinn, sem gerir okkur
ósýnilega, eða ég leita á vit
fagnaðarerindisins.
Alltaf eruð þið við sama
heygarðshornið, prestarnir,
sagði félagi minn einn ágætur,
er við settumst niður eftir
messu og fengum okkur kaffi.
Þarna sitjum við undir þung-
lyndislegri fornaldarmúsík
hlustandi á þig og kórinn og
getum ekki einu sinni tekið
undir og þú predikar yfir okkur
um eitthvert fagnaðarerindi og
brosir ekki einu sinni. Geturðu
ekki einhvern tíma sagt okkur
einhvern ærlegan brandara,
svo við að minnsta kosti bros-
um útí annað ef ekki hlæjum
hressilega. Það getur verð gott
einstöku sinnum að koma niður
á jörðina í predikun sinni, jafn-
vel þó það kosti magalendingu.
Og félaginn lauk úr bollanum,
þakkaði fyrir sig og kvaddi og
yfir mig þyrmdi enn eitt þung-
lyndiskastið. Og ég játaði fyrir
sjálfum mér, þó ég vilji ekki
viðurkenna það fyrir öðrum, að
stundum langar mig ekkert til
að heyra mig predika, miklu
fremur langar mig að fara suð-
ur í Fíladelfíu og hlusta á hann
Einar, hann hefir andagift,
hann hefir húmor, hann hefir
fagnaðarerindi.
Ein sú mætasta minning,
sem ég á úr guðfræðideild og
þær eru margar, átti upptök sín
í tíma hjá einum ágætum pró-
fessor. Við vorum að fjalla um
eitthvað gríðarlega erfitt túlk-
unarvandamál, sennilega ein-
hverja dæmisögu Jesú Krists
„Látum
oss
hlæja“
og hengdu menn haus um hríð.
Og svona til að örva umræður
kvað stúdent uppúr með það
hve alvarlegur Jesús hefði
ávallt verið, hann hefði stund-
um tárfellt, en engin dæmi
væru um það, að hann hefði
nokkru sinni brosað. Enn var
þögn um stund. Þá segir allt i
einu annar stúdent sem svo: Já,
mér finnst alveg vanta í biblí-
una setningu sem þessa: Þá fór
Jesús að skellihlæja. Og
skyndilega voru öll túlkunar-
vandamál úr sögunni og menn
grétu blátt áfram úr hlátri. Nú
var þetta alls ekki meint sem
neitt guðlast, síður en svo,
heldur sett fram af mestu ein-
lægni.
Er þá nokkuð gaman í guð-
spjöllunum, er ekki einungis
fengist við háalvarlega hluti
um lífið og tilveruna, drama
þessa heims og annars? Ekki
ætla ég að fara nánar út í þá
sálma hér, aðeins benda á
ágætt rit dr. Jakobs Jónssonar
»Um Nýja testamentið", þar
sem hann á bls. 164 og áfr.
fjallar um brosið í Nýja testa-
mentinu. Þar leiðir hann getum
að því, að stundum hafi Jesús
séð hið broslega í fari manna og
jafnvel notað líkingar í þeim
dúr.
Eit hið dýrlegasta í fari
manna er húmorinn, gaman-
semin. Og hún getur verið hið
beittasta vopn og kannski hið
eina vopn í baráttunni við ein-
ræðisstjórnir víða um heim
eins og dæmin sanna.
Það er gott að geta hlegið og
gamanið nær jafnvel út yfir
gröf og dauða ef marka má orð
hennar móður minnar, sem á
tímabili fékkst við kulk og sær-
ingar þær er miðilsfundir nefn-
ast. Einu sinni kom hún blað-
skellandi heim frá slíkum fundi
og ku hafa náð sambandi við
löngu látinn föður sinn. Hann
var á sinni tíð glæsimenni hið
mesta svo að amma sáluga var
dauðhrædd um hann. Eitthvað
fór afi að spyrjast fyrir um
kvenpersónu eina, sem bæði
könnuðust við. Og þá gat hún
móðir mín ekki á sér setið og
segir: Heyrðu pabbi, ertu ekki
löngu hættur að hugsa um þess
háttar hluti? Ég hættur, hróp-
aði afi, þá væri ég eitthvað öðru
vísi heldur en ég var.
Ekki þori ég að garantera
hvar hann afi minn er staddur
núna eða hver þetta hafi verið
sem lék hans hlutverk í rökkur-
óperunni og víst er um það, að
nógsamlega er varað við anda-
fundum í biblíunni. En hitt veit
ég að það er gott að geta hlegið,
líka að sjálfum sér. Því vil ég
eindregið taka undir þann
boðskap, sem barst okkur um
jólin frá bókaútgáfunni Salt:
Látum oss hlæja.
I Guðs friði.
Hannes Örn Blandon
Barnahúfur: S—M—L kr. 480.-
Fulloröinshúfur kr. 542-610.-
Lambhúshettur smelltar og
bundnar.
Póstsendum samdægurs.
útiuf
Glæsibæ, sími 82922.
1_______
esid
reglulega af
öllum
fjöldanum!
HÚFUR
Hvernig ávaxtar þú
sparifé þitt
0,1,2,3..eða 11 %?
Verðtryggður s parnaður — samanburöur á ávöxtun
Verötrygging m.v.lánskjaraviBÍtölu Raun- ávöxtun Fjöldl ára tll að tvöf. raungildl höfuðatóla Raunauknlng höfuðat. eftlr 7 ár
Veðskuldabréf 10% 7'/» ár 95%
Sparisk.ríkissj. 5 ’/i % 13 ár 45.5%
Sparisjóðsreikn. 1 y*% 47 ár 11%
ENN BATNA KJÖR
SPARIFJÁREIGENDA
Getum nú boöiö sparifjáreigendum áhættulausa
skammtímafjárfestingu frá 45 dögum til allt aö
fjögurra ára meö 5% til 5,50% ávöxtun umfram
verðtryggingu — án óvissu um endurheimtutíma
fjársins.
Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á Verö-
bréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
16. janúar 1984
Spariskírteini og happdrætislán ríkissjóðs
Veðskuldabréf — verðtryggð
Ár-flokkur Söluqenai Ávöxtun- Dagafjöldi
pr. kr. 100 arkrafa ' til nnl.d.
1970-2 17.415,64 Innlv. i Se iðlab. 5.02.84
1971-1 14.711,28 5,00% 1 ár 239 d.
1972-1 13.437,88 5,00% 2 ár 9 d.
1972-2 10.974,74 5,00% 2 ár 239 d.
1973-1 8.369,06 5,00% 3 ár 239 d.
1973-2 8.050,05 5,00% 4 ár 9 d.
1974-1 5.270,44 5,00% 4 ár 239 d.
1975-1 4.002,39 Innlv. í Seðlab 10.01.84
1975-2 3.021,25 Innlv. i Seölab. 25.01.84
1976-1 2.744,72 4,75% \ 54 d.
1976-2 2.273,74 Innlv. í Seðlab. 25.01.84
1977-1 2.001,10 5,00% 69 d.
1977-2 1.676,99 5,00% 234 d.
1978-1 1.356,80 5,00% 69 d.
1978-2 1.071,35 5,00% 234 d.
1979-1 917,74 5,00% 39 d.
1979-2 695,82 5,00% 239 d.
1980-1 596,86 5,00% 1 ár 89 d.
1980-2 461,62 5,00% 1 ár 279 d.
1981-1 395,37 5,00% 2 ár 9d
1981-2 293,73 5,00% 2 ár 269
1982-1 276,05 5,00% 1 ár 45
1982-2 204,88 5,00% 1 ár 255
1983-1 158,14 5,00% 2 ár 45. |
1974-D 5.060,51 5,50% 64
1974-E 3.478,72 5,50% 315
1974-F 3.478,72 5,50% 315
1975-G 2.282,13 5,50% 1 ár 315 r
1976-H 2.113,27 5,50% 2 ár 74 d ,
1976-1 1.648.46 5,50% 2 ár 314
1977-J 1.487,50 5,50% 3 ár 75
1981-1.fl 314,20 5,50% 2 ár 105 ö j
Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umfram verótr.
1 ár 9í>,34 2% 8,75%
2 ár 92,30 2% 8,88%
3 ár 91,66 3%% 9,00%
4 ár 89.36 3V4% 9,12%
5 ár 88,22 4% 9,25%
6 ár 86.17 4% 9,37%
7 ár 84,15 4% 9,50%
8 ár 82,18 4% 9,62%
9 ár 80.24 4% 9,75%
10 ár 78.37 4% 9,87%
11 ár 76,52 4% 10,00%
12 ár 74,75 4% 10,12%
13 ár 73,00 4% 10,25%
14 ár 71,33 4% 10,37%
15 ár 69,72 4% 10,49%
16 ár 68,12 4% 10,62%
17 ár 66,61 4% 10,74%
18 ár 65,12 4% 10,87%
19 ár 63,71 4% 10,99%
20 ár 62,31 4% 11,12%
Veðskuldabréf óverðtryggð
Sðiimengj m/v \ afb. á ári 18% 20% 25% |HLV| 27% I
1 ár 83 84 87 84,
2 ár 70 72 76 75 I
3 ár 59 61 66 66 i
4 ár 52 54 59 60
5 ár 47 49 54 54 |
Hlutabréf
Hampiöjan 10% hlutafjár
Kauplilboö óskast
Daglegur gengisútreikningur
Vcrðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaóarbankahúsinu Simi 28566