Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 37 Um klæðaburð karlmanna í Þeir verst klæddu: Bandaríkjamenn hafa það fyrir sið að fylgjast grannt með frægu fólki og fjalla rækilega um hegðan þess í fjölmiðlum. Beinist athygli þessi ekki síst að leikurum og fólki úr skemmtiiðnaðinum og er fátt í fari þess sem ekki er dregið fram í dagsljósið. Klæðaburður þessa fólks er að sjálfsögðu ofarlega á blaði og hinar ýmsu stofnanir og tískufrömuðir velja árlega þá best klæddu og verst klæddu í „bransanum“. John Tudor heitir stjórnar- formaður stofnunar sem ber heitið „Tískustofnun Ameríku“ (Fashion Foundation of America), og nýlega kvað hann upp úrskurð sinn um fimm best klæddu og fimm verst klæddu karlmenn í bandaríska skemmtiiðnað- inum. Þeir best klæddu: „Paul Newman hneppir aldrei að sér jakkanum og er oftast hálfróna- legur." Burt Reynolds hefur engan stfl og gengur oftast í gallabuxum. Sly Stallone er mjög gamaldags og ekkert fer honum vel. Hinir verst klæddu Efstur á blaði yfir þá verst klæddu er Tom Selleck (sjón- varpsstjarna úr „Magnum P.I.“), en um hann segir Tudor m.a.: — „Hann hefur rétta limaburðinn til að bera föt, en smekkur hans er hræðilegur. Það er engu líkara en hann kaupi fötin sín í skransölu. Hann á það til að klæðast teinótt- um fötum og strigaskóm og það er bókstaflega engin samræming í neinu sem hann klæðist. Auk þess virðist hann gjörsamlega áhuga- laus um útlit sitt.“ Sylvester Stallone var næstur í röðinni yfir þá verst klæddu: — „Hann er óskaplega gamaldags, fyrir utan að það er eins og ekkert Tom Selleck hefur hræöilegan fata- smekk og ekkert samræmi er í klæðaburði hans. Woody Allen lítur alltaf út eins og betlari. fari honum vel. Fötin hans eru undantekningarlaust illa sniðin. KJlæðaburður hans minnir stund- um á klæðaburð snobbaðra breskra karlmanna fyrir fimmtíu árum. Þetta var kannski í tísku þá, en er bara hallærislegt í dag.“ Woody Allen fær einnig sinn skammt: — „Gjörsamlega vonlaus hvað klæðaburð snertir. Hann er eins og lifandi auglýsing fyrir „Notað og nýtt“. Það er eins og allt sem hann klæðist komi frá „Fátækrahjálpinni“.“ Ef ég sæi hann á götu myndi ég sennilega taka hann fyrir betlara og gefa honum aura. Hann er eins og evr- ópskur götusópari." Paul Newman fær þessa um- sögn: — „Klæðnaður hans lítur út fyrir að vera mjög óvandaður og ódýr. Newman er það sem við köll- um „cheap-looking". Hann hnepp- ir aldrei að sér jakkanum, sem er yfirleitt krumpaður, og maðurinn er allur fremur rónalegur á að líta.“ Burt Reynolds er síðastur á list- anum yfir fimm þá verst klæddu og hann fær þessa umsögn hjá Tudor: — „Það er allt í ruglingi hjá honum, hann hefur engan ^ „stíl“. Hann er næstum því alltaf í gallabuxum og gildir þá einu hvernig jakka hann er í við galla- buxurnar. Maður, sem er að verða sköllóttur eins og hann, ætti að klæðast fallegum fötum til að draga athygli manna frá höfðinu." Snyrtimennin Bob Hope var sá skemmtikraft- ur sem Tudor nefndi fyrst í hópi hinna best klæddu: — „Þú þarft ekki að líta nema einu sinni á hann til að sjá að þar fer sannkall- að snyrtimenni. Hann veit ná- kvæmlega hverju hann á að klæð- ast við hin ólíklegustu tækifæri og er alltaf akkúrat eins og hann á að vera.“ John Forsythe (sjónvarps- stjarna úr „Dynasty") var í öðru sæti yfir þá best klæddu: — „Hann hefur á sér höfðinglegt yf- irbragð og er alltaf mjög snyrti- lega og nánast ríkmannlega klæddur. Það er fullkomin sam- ræming í klæðnaði hans, t.d. eru bindið, klúturinn og skórnir alltaf í stíl við fötin og skyrtuna." James Stewart fékk þennan vitnisburð: — „Hann er hinn full- komni herramaður um leið og hann er frjálslegur í klæðaburði. Það er sjaldgæft að menn geti sameinað slíkt en James Stewart er einn þeirra fáu sem tekst það. Og þó hann sé ekki uppáklæddur er hann aldrei druslulega til fara, ekki einu sinni í garðinum heima hjá sér.“ Um Cary Grant segir Tudor m.a.: — „Grant er alltaf afar vel til hafður, í fötum sem fara hon- um vei. Hann er sönn ímynd bandaríska herramannsins. Það gerist oft að ungir menn koma til mín (Tudor rekur virta sauma- stofu í New York) og biðja um „Cary Grant-snið“ á fötin sín. Það segir meira um Grant og klæða- burð hans en mörg orð.“ Roger Moore er einnig tilnefnd- ur í hópi hinna fimm best klæddu. Tudor segir að „James Bond- stjarnan sé óvenju næm á smekk- legan klæðnað. Jakkinn, buxurn- ar, bindið, skyrtan, skórnir og klúturinn, allt sé þetta valið af einstakri nákvæmni og smekkvísi. Hann er alltaf eins og klipptur út úr tískublaði," — segir þessi höf- uðpostuli bandarískra tískufröm- uða. (Lauslega þýtt.) Roger Moore er einstaklega næmur á smekklegan klæðnað. Bob Hope er alltaf óaðfinnanlega klæddur við hvaöa tækifæri sem er. TEAM John Forsythe er oftast höfðinglegur og ríkmannlegur í klæðaburði. Margir ungir menn vilja fá fotin sín með „Cary Grant-sniði“. James Stewart er hinn fullkomni „herramaður“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.