Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Guöniundur Thoroddsen viö eitt verka sinna á sýningunni í Nýlistasafninu. (Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson). „Aðalatriðið er að hafa gaman af að skapa“ Rætt við Guðmund Thoroddsen, myndlistarmann VIDTAL: HILDUR HELGA SIGURDARDÓTTIR Ekki voru Hollendingarnir fyrr farnir úr Nýlistasafninu vid Vatnsstíg, en viö tók sýning á verkum ungs íslendings, sem sótt hefur mestan hluta sinnar myndlistarmenntunar til þess mar- flata en listglaða lands, Hollands. Það er Guðmundur Thorodd- sen, sem um þessar mundir sýnir verk sín í Nýlistasafninu og lýkur sýningunni í kvöld, sunnudag 15. janúar. Er mál þeirra sem séð hafa, aö þessi sýning sé með þeim skemmtilegri, sem gefiö hefur að líta í Reykjavík að undanförnu. Og þar sem listamaðurinn sjálfur er líka langt frá því að vera leiðinlegur, þótti tilvalið að ná af honum tali áður en hann héldi aftur á vit Hollendinga. Guðmundur útskrifast frá graf- íkdeild Ríkislistaakademíunnar i Amsterdam næsta vor. En hann hefur komið víðar við, talsvert fengist við tónlist og er ferðagarp- ur hinn mesti, eflaust einn fárra sem á sumrin koma siglandi heim frá námi á eigin skútu, sem hann smíðaði reyndar sjálfur. Það stóð ekki allt of vel á hjá Guðmundi kvöldið sem viðtalið fór fram, því honum höfðu borist fréttir af því að brotist hefði verið inn í íbúð hans í Amsterdam og stolið þaðan ýmsu lauslegu. — Nei, þeir stálu víst engum myndum og ég er nú svolítið móðgaður yfir því, segir Guð- mundur, og við víkjum talinu að myndunum á veggjum Nýlista- safnsins, en þær eru 34 talsins, grafík og málverk jöfnum hönd- um. — Ég hef alltaf verið síteikn- andi frá því ég man eftir mér og þegar mamma fór austur á Þing- völl að mála, fékk ég lítinn striga og málaði líka, segir Guðmundur. En hann er sonur Drífu Viðar list- málara og rithöfundar og Skúla Thoroddsen læknis. — En sjaldnast var nú listin sem slík í fararbroddi, segir hann. — Kannski eru líka bestu hlutirn- ir sem maður hefur gert á spássi- um kennslubóka, beint út úr sál- inni án þess að nokkuð lægi við. Anatómíuserían hérna á sýning- unni varð til í tímum í læknis- fræði í HÍ veturinn ’74. Að læra allt um æða- og taugakerfið er kannski ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, þannig að þetta þróaðist út í það að verða skríbó. Seinna tók ég svo ljósmyndir upp úr gömlu rúðustrikuðu vinnubók- inni, stækkaði upp og setti á sink- plötur með tækni sem kölluð er fótógrafísk æting. Þannig er þessi sería til komin, segir Guðmundur og undirrituð minnist allt f einu tímabils þegar öll plögg, sem frá nemendum Menntaskólans í Reykjavík komu, voru skreytt bú- sældarlegum rottum og fimmta- bekkjarferð var m.a. fjármögnuð með sölu jólakorta þar sem rott- urnar hans Guðmundar stigu villtan dans í kringum jólatréð og renndu sér á skíðum. — Já, rottutímabilið, segir hann, — ætli þetta hafi ekki verið einhver illkvittni í manni, en þær voru nú ósköp vinalegar, greyin. Mótorhjól í Mið-afríska lýðveldinu Ein af „anatómíunum" á sýn- ingunni minnir grunsamlega mik- ið á fyrrverandi afrískan einræð- isherra. — Já, þetta er Bokassa, segir Guðmundur. Eftir stúdents- próf fórum við Þorbjörn Magnús- son í níu mánaða Afríkuferð og sátum þá fastir hjá Bokassa í Mið-afríska lýðveldinu í einn og hálfan mánuð. Landið var á þeim tíma einkaeign forsetans. Við vor- um að reyna að selja mótorhjólin okkar, en gekk treglega, því Bok- assa var að byggja höll og enginn hafði fengið útborgað í þrjá mán- uði. Loksins tókst okkur að selja þau trúboða fyrir slikk og keypt- um eintrjáninga í staðinn og sigldum á þeim niður Ubanqui- fljótið í gegnum svartasta frum- skóginn. Síðan tókum við fljótabát til Kongó. Þessi ferð kveikti ferðabakteríu, sem blundar í mér æ síðan, þörf fyrir að vera alltaf að sjá eitthvað nýtt. Það er líka hluti af mínum karakter að vaða úr einu í annað. Allt verður leiðigjarnt til lengdar. Þegar heim kom úr Afríkuferð- inni haustið ’73, byrjaði ég í lækn- isfræðinni, en var alltof mikið í loftinu út af ferðinni og það varð úr, að ég hætti og fór að grafa skurði frostaveturinn mikla. Næsta vetur fór ég svo aftur í skólann og ætlaði nú aldeilis að taka þetta föstum tökum, en þau tök urðu að þessari seríu, segir Guðmundur kímileitur og lítur á „Vonlaust" heitir verkið og ætti ástæðan ekki að vefjast fyrir neinum. „Fflósófinn." anatómíuna á veggnum. — Þann vetur byrjaði ég reyndar á nám- skeiðum í Handíða- og myndlist- arskólanum og svo komum við nokkur saman og fórum að spila. Úr því varð hljómsveitin Diabolus in Musica. Ég spilaði á klarinett og píanó og samdi nokkur lög og texta, en vorið ’76 gáfum við út plötuna Hanastél á Jónsmessu- nótt. Sama vetur hafði ég reyndar farið í Tónlistarskólann til þess að komast að því hvort ég hefði nokkra tónlistarhæfileika. Ég komst að því að svo væri ekki en myndlistin náði alltaf meiri og meiri tökum á mér, þangað til ég ákvað að fara út og hella mér út í hana. Lífið í litum Ég fór því sumar ’76 til Parísar, í myndlistardeild háskólans þar. Jafnframt var ég frjáls nemandi við Akademíuna, en hún var mun meira gamaldags en háskólinn — full af kennurum sem vildu að maður gerði nákvæmlega eins og þeir. — En hafa ekki allir gott af því að læra viss grundvallaratriði vel? — Akademían getur eyðilagt suma, segir hann, t.d. getur ímyndunaraflinu verið hætta bú- in. Það fer eftir því hversu sterkur karakter viðkomandi er. Ef hann ræður við það, þá er það mjög gott og undirstaða í teikningu sakar aldrei. f París var ég í tvo vetur og líkaði mjög vel. Það sem hrakti mig þaðan var að á þessu tímabili fékk ég mikla skútubakteríu og ákvað að fara að safna mér fyrir einni slíkri. Það varð úr að ég fór til Kaupmannahafnar og þar var ég svo næstu þrjú árin, vann fyrir mér og smíðaði eina skútu. Ég kom mér líka upp vinnustofu og dundaði mér við að mála. Þó ekki af heilum hug, var í hálfgerðu fríi frá myndlistinni en nýttist tíminn í ýmislegt sem hefur komið að gagni síðan. Haustið ’80 kom í ljós að fjórir meðlimir Diabolus in Musica voru staddir í Kaupmannahöfn og það var ákveðið að drífa í því að gera aðra plötu, ásamt fleirum sem bættust í hópinn. Ekkert okkar leit á þetta sem neinn heimsvið- burð heldur vorum við að þessu ánægjunnar vegna. Það var mjög gaman að standa i þessu og ég væri til í að gera það aftur ef tækifæri gefst til. Platan hét Lífið í litum og um tónlistina á henni má segja, að hluti hennar hafi ver- ið stældur og stolinn héðan og þaðan, annar hluti stíft skrifaðar útsetningar og ívafið frjáls spuni. — Lenti þessi plata ekki í hrakningum á leiðinni til íslands? — Hún lenti i meiriháttar skipsskaðaveðri, sem maður vonar að maður lendi aldrei í sjálfur, segir Guðmundur, en hún hafði það af og það er henni til hróss. Þegar skútan var tilbúin, sótti ég um vist í grafíkdeild Ríkislista- akademíunnar í Amsterdam, sigldi þangað, tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og þar er ég enn — hvað get ég annað? Sería um siglingamið Skólinn er mjög skemmtilegur, alveg frjáls — þetta er framhalds- skóli og ætlast til þess að maður sé kominn með fastmótaðar hug- myndir um það hvað maður vill gera. Svo hefur maður bæði græj- ur og vinnuaðstöðu. Ég er alveg jöfnum höndum í grafíkinni og málverkinu, vinn út frá hug- myndunum — fæ þær fyrst og ákveð svo hvaða tækni ég ætla að nota. Núna er ég að vinna að ákveðnu verkefni, sem ég fékk þriggja mánaða starfslaun frá íslandi og annað eins frá Hollandi til að gera. Það er sería um siglingamið við vesturströnd íslands, þar sem blandað er saman vatnslitum og ljósmyndum, u.þ.b. 30 myndir og verður væntanlega uppistaðan í næstu sýningu. Ég er búinn að vera að vinna við þetta sl. tvö og hálft ár og vona að mér takist að klára það áður en ég verð leiður — það fer nefnilega að líða að því, segir Guðmundur. — Annars var allt annað en leiðinlegt að vinna að þessu í fyrrasumar, bætir hann við, ég kom heim á skútunni og var að dóla einn á báti, aðallega um Breiðafjörðinn, sem er eitt al- skemmtilegasta siglingasvæði sem skútumaður getur hugsað sér. Bæði sökum náttúrufegurðar og dýralífs og svo góðs fólks í landi. Það er hreinlega enginn friður fyrir kökum og kaffi, tegundirnar hrannast upp á borðunum, sama hvort er í eyjum eða á ströndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.