Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 t Móðir okkar, LÁRA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR fré Kirkjulandi, andaöist í Sjúkrahusi Vestmannaeyja föstudaginn 13. janúar. Alda Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir. t Eiginmaöur minn, MAGNÚSJÓNSSON, banksstjóri, andaöist aö heimili sinu aöfaranótt föstudagsins 13. janúar. Ingibjörg Magnúsdóttír. t Frænka okkar, KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR fré Kirkjubóli í Önundarfiröi, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30. Vandamann. t Útför systur minnar og mágkonu okkar, ÖNNU THORLACIUS, Ásvallagötu 7, veröur gerö frá Dómkirkjunni miövikudaginn 18. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna, Þóra Thorlacíus, Sigrföur Thorlacius, Jóhanna Thorlacius. t Jaröarför frænku okkar, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR fré Taygingalœk, sem lést 7. janúar, fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi mánu- daginn 16. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Hallgríms- kirkju. Ólöf Siguröardóttir, Ólöf Jónsdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR KALDAL, Laugarésvegi 20, sem andaöist 10 janúar, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudag- inn 17. janúar kl. 10.30. Jón Kaldal, Steinunn Kaldal, Dagmar Kaldal, Ágúst Friöriksson, Ingibjörg Kaldal og barnabörn. t Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, BJARKAJÓHANNESSONAR. Jóhannes, Nanna og synir. + Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför systur okkar og frænku. ÁGÚSTU SNORRADÓTTUR frá Hlíöarenda. Óak Snorradóttir, Júlíus Snorraaon, Jarþrúóur Júlíusdóttir, Ólaffa Ásmundsdóttir, Snorri Hafsteinsson. Ragnheiður Jónas- dóttir — Minning Amma mín, Ragnheiður Jónas- dóttir, var fædd á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd árið 1895. Foreldrar hennar voru Jónas Jó- hannesson, bóndi, og Guðfinna Jósefsdóttir, bæði af borgfirskum ættum. Áður var faðir hennar kvæntur Guðríði Daníelsdóttur. Börn þeirra, hálfsystkini ömmu, voru: Stefán, Benedikt, Sigríður, Guðgeir og Engilbert, en þau eru nú öll látin. Jónas, langafi minn, var mikill dugnaðarmaður, sem lagði stolt sitt í að standa í skilum. Hann var skapstór og nokkuð harður hús- bóndi en kannski veitti ekki af því munnarnir voru margir og jörðin ekki stór. En sökum dugnaðar síns naut hann virðingar allra sveit- unga sinna, mitt í allri fátæktinni. Langamma mín, Guðfinna, var mild og hlý enda dáðu hana allir er umönnunar hennar nutu. Ömmu varð tíðrætt um mömmu sína, um mildina hennar. Amma var elst sex barna þeirra. Eftirlifandi eru Guðmundur, bóndi á Bjarteyjarsandi á Hval- fjarðarströnd, Valgeir, áður bóndi á Neðra-Skarði í Leirársveit, nú búsettur á Akranesi, Anna, búsett í Oklahoma í Bandaríkjunum, Vigdís, sem verið hefur búsett hjá ömmu og hefur reynst stoð hennar og stytta, og yngsti bróðirinn Sig- urður, fyrrum skógarvörður í Var- mahlíð í Skagafirði, er nú látinn. Sem elsta systir í stórum systk- inahóp varð amma eins konar mamma yngstu systkinanna. Samheldni og samhjálp þeirra hefur aila tíð verið mjög góð og aldrei borið nokkurn skugga á innilega vináttu þeirra. Erfið upp- vaxtarár á bláfátæku sveitaheim- ili hafa vafalaust styrkt sam- heldni þeirra. Sem ung stúlka leitar amma til Reykjavíkur. Það mun hafa verið haustið 1918. Amma þráði að geta menntast og helst stóð hugur hennar til hjúkrunarnáms. En fá- tækri sveitastúlku stóð slíkt nám ekki til boða á þeim tíma. En þó menntabrautin væri henni ófær, fann hún hjúkrunareðli sínu engu að síður farveg. Þeir voru ófáir sem leituðu til hennar með erfið- leika sína og sjúkdóma, ekki síst á kreppuárunum þegar atvinnuleys- ið tröllreið þjóðinni. Fyrsta vetur- inn hér í Reykjavík vann amma sem vinnukona hjá Árna Thor- steinssyni og Heigu, konu hans, miklu ágætisfólki. Vinnukonu- störf á slíkum heimilum voru á þeim tíma eins konar hússtjórn- arskóli ungum stúlkum úr sveit. Amma var frábærlega vel verki farin. Um tíma vann hún við saumaskap á saumastofum þar sem vandaðasti karlmannafatnað- ur var unninn. Einnig gekk amma í matreiðsluskóla þess tíma, en það var mötuneyti stúdenta, eða „Mensa“, rekið sem eins konar matreiðsluskóli. Amma var hávaxin og gerðarleg stúlka með sítt og mikið, dökkt, liðað hár. Það var á þessum árum að fundum þeirra Magnúsar, afa míns, bar fyrst saman. Afi var þá verkstjóri í fiskvinnu hér í Reykjavík. Foreldrar hans, Vil- borg og Magnús, voru bæði ættuð úr Mýrdal. Höfðu þau flust búferl- um til Sandgerðis með börn sín, en þar fæddist afi. Amma og afi gengu í hjónaband 18. júlí 1925 og réðust ári seinna í það stórvirki að reisa sér hús á Ægisgötu 26, þar sem þau bjuggu alla tíð. Heimili þeirra reyndist yngri systkinum ömmu sem vin. Þangað leituðu þau þegar leiðin lá til Reykjavík- ur, þar sem þau áttu víst skjól og hjálp. Amma og afi eignuðust 3 dætur: Lilju, sem starfar hjá Flugleiðum, gift Guðmundi Ástráðssyni, full- trúa hjá Eimskipafélagi íslands. Synir þeirra eru Magnús, læknir, starfar í Gautaborg, kvæntur Jón- Bjarki Jóhannes- son - Minningarorð Fæddur 1. apríl 1963 Dáinn l.janúar 1984 Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að rita kveðjuorð um ung- an mann sem fyrirvaralaust er hrifinn á brott í blóma lífsins. — Það er erfitt að skilja slík örlög. En vilja örlaganna fær enginn breytt og hið eina sem eftir stend- ur eru minningarnar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Bjarki Jóhannesson var elsta barn hjónanna Nönnu Jónsdóttur og Jóhannesar Guðmundssonar. Hann fæddist þann 1. apríl 1963 og var því aðeins tvítugur er hann var kallaður á vit feðra sinna. Það er átakanlegt að sjá á bak efni- legum dreng sem rétt er að byrja lífið og manni finnst fánýtt að setjast niður og rita svo fátækleg, ótímabær kveðjuorð. Kynni okkar Bjarka hófust er við vorum aðeins fjögurra ára og því er margs að minnast, hvort sem það eru allar stundirnar sem við iékum okkur fyrir utan húsin okkar, öll skiptin sem við dönsuð- um saman í kringum jólatréð, gamlárskvöldin sem farið var niður á brennu saman, allar búð- arferðirnar með mæðrum okkar, fyrsti skóladagurinn eða öll árin þar á eftir. Að grunnskóla loknum fór Bjarni í Iðnskólann og lauk þaðan námi í vélvirkjun nú í byrjun des- ember með 1. einkunn. Áhugi hans á sveitalífinu fór ekki fram hjá neinum. Strax í barnæsku var hann farinn að tjá þann áhuga sinn í máli og mynd- um. Enda kom það á daginn að strax og hann hafði aldur til réð hann sig að bænum Austurey við Laugarvatn, þar sem hann eyddi hverri frístund eftir það. Að lokum, elsku Nanna mín, Jói, Jón Árni og Sævar, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Nú að leiðarlokum, viljum við, ég og fjöl- skylda mín, þakka fyrir stutta samfylgd, minningarnar munu lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Þóra Björg Dagfinnsdóttir ínu Pálsdóttur, tannlækni, Guð- mundur Örn, lyfjafræðingur, kvæntur Auði Einarsdóttur, og Ástráður Karl, við nám í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands. Svönu, gifta Jóni Karlssyni, innanhússarkitekt, búsett í Stokkhólmi, dætur þeirra eru Ragnheiður Anna Karitas og Helga og eru þær báðar við nám í háskóla og störf í Lausanne í Sviss. Sigrúnu, fjölbraut- skólakennara, gifta Sigurði Jóni Sigvaldasyni, verkfræðingi, en börn þeirra eru: Sigurður, verk- fræðingur, sem starfar í Dan- mörku, kvæntur Hrönn Sævars- dóttur, en hún er við nám í innan- hússarkitektúr í Kaupmannahöfn, Ragnheiður við nám í læknisfræði við Háskóla íslands, gift Ulf And- ers Torsten Josephsson, sem er við nám í guðfræði við Háskóla ís- lands, Solveig við nám í læknis- fræði við Háskóla íslands og Magnús, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hér á eftir langar mig að birta nokkur minningarbrot sem ég á um ömmu. Jólin eru að koma. Mamma og pabbi eru í heimsókn hjá ömmu, með mig og Sigga bróður. Frænd- ur mínir, Maggi, Luggi og Kalli eru líka komnir niður til ömmu. Við krakkarnir erum að tala um jólasveininn. Ég veit að jóla- sveinninn er til en allir strákarnir segja að hann hafi aldrei verið til. Ég er orðin sár og reið, en mitt í öllum æsingnum berst mér óvænt hjálp. „Víst er jólasveinninn til,“ segir amma og tekur mig í fangið. Við sitjum saman í stólnum henn- ar í borðstofunni. „Jólasveinninn er til fyrst amma segir það,“ hugsa ég með mér. Þetta er ein- hver fyrsta endurminningin sem ég á um ömmu. Þegar við frændsystkinin söfn- uðumst saman í borðstofunni hjá ömmu gátu á tíðum orðið býsna mikil læti og stofan leikið á reiði- skjálfi. En amma lét sér hvergi bregða, sat kyrr í stólnum sínum, brosti góðlátlega að hamagangin- um í okkur. Önnur mynd sem kemur upp í hugann er frá jólunum hjá ömmu. Við sitjum öll við borðstofuborðið vesturfrá, amma við borðendann. Það er aðfangadagskvöld jóla. Á borðinu er stórt fat með hangi- kjöti og öðrum jólamat. Við krakkarnir erum með allan hug- ann við gjafirnar og finnst skrítið hvað fullorðna fólkið fer sér hægt og talar saman í ró og næði. Á eftir kemur grjónagrauturinn, þá gerist eitthvað skemmtilegt. Amma felur alltaf möndlu í grautnum og lumar svo á gjöf handa þeim sem hreppir möndl- una. Eftir matinn sitja allir inni í stofu hjá ömmu. Litla fallega jóla- tréð, sem Siggi frændi gaf ömmu, stendur skreytt við gluggann. Um- hverfis tréð eru pakkarnir. Og þá er hægt að byrja á að deila út pökkunum. Amma fer sér hægt við að taka upp sína pakka. Hún safnar þeim í kjöltu sína og er að smátaka utan af þeim allt kvöldið. Hún fær marga pakka. Seinna um kvöldið verður allt kyrrara, spenn- ingurinn er búinn. Þá er borð- stofuborðið dúkað fyrir kaffið. Margar smákökutegundir, jóla- kaka og (ein) terta. Það er skugg- sýnt í stofunni, en birtu leggur frá kertum á borðinu. Aðfangadags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.