Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 1 L O „ m 'l Svipmynd á sunnudegl ■\X . 1 Hafex al Assad, Sýrlandsforseti „ASSAD forseti virðir samninga,“ sagði Menachem Begin, forsæt- isráðherra Israels í Knesset, skömmu eftir að ísraelar gerðu innrás í Líbanon 1982. Vera kann, að ísraelski forsætisráðherrann hafi mælt þessi orð af yfirvegun. Hvað sem því líður; fáir drógu í efa að hann sagði þau af heilum hug. Gnda þótt Assad Sýrlandsforseti sé hataður í ísrael, hafa margir málsmetandi menn á síðari árum gert sér grein fyrir því að friður verður ekki tryggður í þessum heims- hluta, án hans aðildar. Og eins og Moshe Maoz, prófessor við Hebrew University í Jerúsalem og einn mestur sérfræðinga í ísrael um sögu múhameðstrúarríkja sagði í viðtali við Mbl. í fyrra: „Assad forseti er verðugur andstæðingur. I»að er óhjákvæmilegt að við tölum saman.“ Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Hafez al Assad er fæddur 1928. Hann gekk í Baathflokkinn í Sýr- landi átján ára gamall og varð þar virkur félagi. Hann nam við herskóla í Damaskus og síðar í Egyptalandi. Hann var rekinn úr hernum meðan hann var þar við nám, en tekinn í sátt 1963. Hann komst þá skjótt til metorða og varð æðsti maður flughers lands- ins 1964. Hann gegndi fyrsta skipti ráðherraembætti á árunum 1966—70 er hann var varnarmála- ráðherra. Á árunum milli 1968—71 kom upp mikil valda- streita innan Baathflokksins og var hann í reynd klofinn í tvær fylkingar. Fram til ársins 1968 hafði forysta flokksins verið í höndum dr. Atassi og dr. Makhous og þeir hneigðust æ meir að marx- isma og juku mjög samskipti við Sovétríkin. Þegar kom fram á þetta ár, 1968 var ríkisstjórnin orðin völt í sessi, meðal annars vegna hatrammra deilna við nyja stjórnarherra Baathflokksins í Ir- ak. Lyktir urðu að ný ríkisstjórn var mynduð og í henni áttu sæti ýmsir úr þeim hópi, sem höfðu gagnrýnt fyrri stjórnvöld. Þessi hópur gerði minna með hug- myndafræðilega afstöðu Baath- flokksins, en hafði á stefnuskrá sinni bætt samskipti við Araba- ríkin og útrýmingu Ísraelsríkis. Forsprakki þessa hóps var Hafez al Assad. Hann var gagnrýninn á sovézk áhrif og lagði kapp á að uppræta þau og hamraði á ara- biskri þjóðernisstefnu án íhlutun- ar og afskipta stórveldanna. Assad reyndi að taka völdin í febrúar 1969. Þá höfðu orðið ýms- ar hreinsanir innan forystu flokksins, fjöldi yfirlýstra komm- únista hafði flúið land, og leiðtogi þeirra hélt til Moskvu og settist þar að. Valdarán Assads mistókst vegna hótana Sovétríkjanna um að hætta allri aðstoð við Sýrlend- inga á sviði hermála og efnahags- aðstoðar. Þetta hefði orðið sýr- lenzku þjóðinni dýrkeypt. Leið svo fram í nóvember 1970, er leyni- þjónustu landsins bárust fregnir um að valdarán væri í undirbún- ingi með stuðningi íraka. Assad hafði þá engar vöflur á, stuðning- ur hersins var honum tryggður og hann tók völdin. Hann var síðan kjörinn forseti árið 1971 og endur- kjörinn að kjörtímabili hans loknu, 1978. Það sem Assad hafði á stefnu sinni fyrstu stjórnarárin var eins og áður segir að efla samstarf Arabaríkjanna og vinna að því að koma Gyðingum frá ísrael. Fyrstu árin reyndi hann nokkuð að tak- landi, en hefur eftir því sem tímar hafa liðið hallað sér æ meira að Sovétmönnum. Assad forseti er í þeirri sér- stæðu stöðu að vera af ættflokki alawita sem er minnihlutahópur í Sýrlandi og alawitar hafa sætt vaxandi ofsóknum síðustu ár. Hef- ur þar yfirleitt verið kennt um ofstækismönnum úr samtökum Múslímabræðra. Assad hefur látið refsa grimmilega fyrir þessi ódæði og hefur þá að sögn sérfróðra ekki alltaf verið hugað að því, hvort það væru hinir raunverulega seku aðilar sem refsingin bitnaði á. Fyrstu ár Assads var unnið mikið umbótastarf í Sýrlandi, hvað varðar félagsmál, menntunarmál og heilbrigðismál. Staða konunnar í Sýrlandi hefur breytzt mjög til hins betri vegar, einkum í stór- borgunum í landinu. í sveitunum er flest með frumstæðari brag, hvort sem um er að ræða heilsu- gæzlu eða kvennastöðu. Assad hefur, þrátt fyrir íhaldssama af- stöðu múhameðstrúarmannsins til framfara, sýnt mikla og skörulega viðleitni til að bæta hag Sýrlend- inga og stjórn hans hefur þar á ýmsum sviðum unnið ákaflega merkilegt verk. En hann hefur verið sakaður um harðstjórn og grimmd gagnvart þeim sem ekki fella sig við skoðanir hans og lífs- viðhorf og sýnir fjandmönnum sínum ekki miskunn. Hann hefur verið tvistígandi í afstöðu til mál- efna Palestínumanna og sam- skipti Sýrlendinga við önnur Ar- abalönd hafa gengið afar brösug lega. Hann reyndi um skeið að vingast bæði við Hussein Jórd- aníukonung, prinsa og kónga Saudi Arabíu og Sadat Egypta- landsforseta, en lítið mátti síðan út af bera til að sambúðin tæki ekki að kólna og það snarlega. Fullur fjandskapur er nú með Sýrlendingum og Egyptum; eftir að Sadat fór í Jerúsalemferð sína 1977 var hann eins og alkunna er nánast útlægur ger úr Araba- heiminum. Assad mælti Sadat ekki máli og síðan reiddist Assad Byrjendanámskeið fyrir stúlkur er aö hefjast Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. JUDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32. Eigendur og vélstjórar Caterpillar bátavéla LátiÖ skrá ykkur strax í dag á námskeið 18.—20. janúar 1984 CATERPILLAR SALA S LUÓNUSTA Caterpillar, Cat ogEeru skrásett vörumerki Njarðvík: Innheimta góð 1983 Vogum, 13. janúar. INNHEIMTA Bæjarsjóðs Njarðvík- ur var góð á síðasta ári miðað við árið á undan. Alls innheimtust 78,9% af gjöldum til bæjarins 1983, sem er 12,1% aukning frá fyrra ári, en þá varð innheimtan 66,8%. Árið 1981 varð innheimtan 71,6%. 1 Njarðvík er prósentutalan reiknuð af álögðum gjöldum árs- ins og útistandandi gjöldum fyrri ára. Skv. upplýsingum er Mbl. fékk á skrifstofu Njarðvíkurbæjar var innheimta jöfn allt árið, enda at- vinnuástand stöðugt þar til í árs- lok. Á árinu var ráðinn sérstakur innheimtustjóri. EG. Kvöldsölu- leyfi 18.300 kr. Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag var samþykkt að kvöldsöluleyfi vegna verslana í Reykjavík skuli vera 18.300 krónur á ári. Gjalddagar eru 15. janúar og 15. júlí ár hvert. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.