Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 23 Texti: Elín Pálmadóttir Myndir: Ólafur K. Magnússon ings- og tryggingakostnaðar á listaverkum. Sýningarsalurinn her er mjög góöur og hæfilega stór, svo það er mjög gaman að setja hér upp sýningar. — Hvaða sýningar hefur verið skemmtilegast að setja upp? — Það er margt sem hefur ver- ið skemmtilegt að vinna við í þessi 3 ár, segir Ann Sandelin. Og eftir að hafa hugsaö sig svolítið um, bætir hún við: — Eitt það skemmtilegasta var Grænlands- kynning 1982 og og Grænlands- sýning ári seinna. Þá var hér fyrir utan sýninguna vönduð dagskrá einu sinni í viku í 4 mánuöi. Og þetta var ótrúlega vel sótt. Hún hófst meö því að grænlenskir gest- ir komu hingað og Grænlendingar komu lika í dagskrárnar inn á milli allan tímann, en mest stóðu ís- lendingar að þeim. Reyndar er ætl- unin að gera eitthvað svipað til kynningar á Færeyjum í 4 mánuði og Ijúka því meö ferö til Færeyja. Efnt verður til 15 manna nám- skeiða einu sinni í viku og dagskrá opin almenningi mánaöarlega. j lok janúar kemur Erlendur Pat- ursson og talar um samskipti þessara tveggja eyþjóða, íslend- inga og Færeyinga. Og því lýkur með nokkurskonar vöku, færeysk- ,um dönsum i vornóttinni. Aö þessu standa, auk Norræna hússins, Námsflokkar Reykjavíkur, Færey- ingafélagið og Norræna félagið. Þetta verður mjög skemmtilegt. Hægt er að taka fyrir fleiri svæði, lönd eða landshluta, svo serr Sví- þjóð. Við höfum t.d. veriö að tala um sígauna, sem er þjóðflokkur í Svíþjóð og Finnlandi, sem fáir vita mikið um. Þeir eiga sitt eigið tungumál og margt sem gaman væri að kynna, svo sem silfursmíði og gullsmíöi. i Finnlandi eiga þeir eigiö leikhús, þar sem leikiö er á þeirra tungu. — Verður af þessu áður en þú ferð? — Nei, þvi miður verður það ekki, en ég ætla að reyna að koma málinu af stað, svarar Ann Sande- lin. Annað er það sem mig langaöi til aö gera og fannst leiöinlegt aö ekki var hægt. Það var að kynna Kirjálahérað sem er austast í Finn- landi. Þar er talað sérstakt mál, og þeir eiga sér eigin tónlist. Kalevalakvæðin eru þaöan. Þarna er ortódoxkirkjan, og þessi lands- hluti hefur orðið fyrir miklum áhrif- um frá gamla Rússlandi. Þar er gott safn, svo að hægt hefði verið að koma upp mjög fínni sýningu ef fé hefði verið til þess. En þetta eru mjög dýrir munir og tryggingar ill- viöráöanlegar. Við höfðum mikinn hug á að gera þetta. Til dæmis hefðum viö fengið hingað grátkon- ur þaðan, en þar tíðkast grátkon- ur, sem flytja kvæði við jarðarfarir og brúðkaup. Þetta hefði veriö mjög skemmtilegt. Ætli ég reyni ekki að koma því af staö áður en ég fer héöan, segir Ann Sandelin. En ég veit ekki hvernig það fer. Við stöndum viö gluggann í stofu þeirra Borgars Garðarssonar og Ann Sandelin í Norræna húsinu og horfum út í íslenska veturinn. Þetta eru fyrstu jólin þeirra á ís- landi og Ann hefur orð á því hve falleg og friðæl Ijósin séu í kirkju- görðunum og á húsunum í skamm- degismyrkrinu. Nú svara þau bæði spurningu, sem borin var upp í upphafi samtalsins; hvað hafi kom- ið þeim mest á óvart við að flytja til annars lands. Borgar segir aö mest hafi komiö ser á óvart í Finn- landi, að hafið skyldi trjósa. Það hafði hann aldrei séö á islandi. En á íslandi fannst Ann furöulegast aö sjá skuggana af skýjunum speglast í landinu. Það væri óhugsandi í skógi klæddu Finnlandi. i báðum löndunum var það náttúran sem heillaði mest. __ E.Pá. Ann hélt að mundi gæta innilokunarkenndar í mesta skammdeginu. En aú tilfinning kom aldrei, segir hún, þar sem hún og Borgar horfa út í íslenska vetrarveðrið. Þvert á móti, hér er svo lífiegt menningarsamband við umheiminn. Ann: Vildi reyna að opna Norræna húsiö meira og gera það meira íslenskt. Starfsemin á ekki bara aö vera á listasviðinu heldur líka að kynna samfélögin, stjórnmálin og allt annað. Hefði t.d. viljað kynna sígauna á Norðurlöndum og þá sem búa í Kirjálahéraöi með sína sérstöku menningu. ingu, þar sem hann lék Horatio,— Þetta var alveg æðisgengin sýning, segir hann. Benno Besson setti á svið og hafði alveg gigantískan hraöa á sýningunni. Viö lékum all- an textann óbreyttan á 3 tímum. Það krafðist óskaplegrar ná- kvæmni. Ég hefi aldrei leikiö í ann- arri eins sýningu og aldrei fengiö aðrar eins móttökur og við fengum fyrir Hamlet á Dramaten í Stokk- hólmi. Maður fékk alveg nýja sýn á leikhúsinu og losaöi sig viö heil- mikið af því sem maður haföi lært og tileinkað sér. Allir skipta sér af öllu Það er auöheyrt aö Borgar er hrifinn af Lilla Teatern og hefði ekkert á móti því að komast þar aö aftur. — Leikhópurinn er enn sá sami og hann er gífurlega sterkur og góöur, segir hann. Þarna er mjög þröngt, mikið slit á fólki. En þetta er þaö leikhús sem mér líkar best. Ég kann ekki aö vera í svona stórum leikhúsum eins og Þjóð- leikhúsinu. Nema í Návígi, sem mér þótti ákaflega gaman aö vinna aö þrátt fyrir undrunina og þögn- ina sem mætti því og aö þeir hafa líklega veriö í minnihluta sem kunnu að meta það. Enda kostaöi það mikið návígi. Þaö skiptir svo miklu máli upp á heildarsvipinn og til aö gera heildarátak aö hægt sé aö halda hópnum saman utan leik- sýninga. í Lilla Teatern verður maður að ganga í allt og hópurinn er allur ábyrgur. Ég hefi t.d. verið með í að velja leikrit og setið í stjórn (fékk undanþágu frá finnsk- um lögum til þess). Maöur lætur sig kjól prímadonnunnar varöa, út- lit prógrammsins, leikmuni, og sá leikari sem hefur minna að gera á sviöinu tekur til hendi viö annað. Þess er vitanlega gætt aö þaö trufli ekki leikinn, sem er aðalatrið- ið. Og ég er búinn að átta mig á því að ég vil skipta mér af öllu — og geri þaö. Allir skipta sér af öllu í Lilla Teatern. Maður verður bara að vera nógu stór til að taka því. Ég var leiðréttur með málið á hverri æfingu og sýningu, og hafi ég farið batnandi þá er þaö leik- hópnum að þakka. Lilla Teatern er sjálfseignarstofnun núna. Var upp- haflega einkaleikhús, sem boöiö var leikara til kaups. Þaö var um það leyti sem ég kom þar. Hann vildi ekki kaupa einn og þá var þetta fyrirkomulag tekið upp. Ég sagði þeim frá Leikfélagi Reykja- víkur og hugmyndalegu fyrirkomu- lagi sem þar var, og þetta var snið- ið svolítið eftir því. — Hvers vegna fellur þér verr að leika í stóru stofnanaleikhúsun- um? i — Það kemur eflaust af upp- eldinu í litlum leikhúsum. Þegar maður kemur inn á stóra stofnun, þá er maöur ekki eins ábyrgur. Þaö gildir í leikhúsi alveg eins og annars staöar. Á stórum stöðum er alltaf fólk, sem kemur ekkert viö og fríar sig allri ábyrgð. Það er hægt á stórum stað. Samt brýtur alltaf á leikaranum á sviðinu. Þar er ekki hægt aö víkja sér undan og deila á annan. Og ég vil hafa ábyrgöina og allt sem henni fylgir. Standa viö allar vitleysurnar sem maöur gerir. Ég hefi gert svo margar vitleysur og kæri mig ekk- ert um að fría mig af þeim. Meiri kynning á íslandi erlendis Frá því að ræða um störf íslend- ingsins i Finnlandi vindum viö okkur í að spyrja um starf Finnans á islandi. Ann Sandelin tók viö Norræna húsinu þegar starfsemin átti í miklum fjárhagserfiöleikum. En hverjar voru og eru hennar hugmyndir um rekstur þess? — Fyrir utan það að bjarga fjármálunum, þá vildi ég reyna að opna húsiö meira og gera þaö meira íslenskt, svarar hún. Nor- ræna húsið á að vera hús sem allt- af er opið fyrir hvern sem er. Ekki bara að vera hús fyrir menntafólk heldur alla. Atburðir eiga ekki bara aö vera á listasviöinu heldur á jafn- framt að kynna samfélögin, stjórn- málin og allt annað. Einnig þyrftum við að vera virkari í aö kynna ís- land erlendis. Það hefur ekki verið gert í nægilega ríkum mæli. Því veldur peningaleysiö. En nú, þegar Norræna húsið hefur starfaö í 15 ár, þá finnst mér tími til kominn. Meöan fjárhagserfiöleikarnir voru mestir, þá varð að beita sér meira að kynningu í fjölmiölum. En þetta mál á aö skoöa núna og finna hús- inu grundvöll. Hvað eigi að gera hér, hvort starfsemin eigi aö vera eins og hún var upphaflega, en þá var hún meiri. Ég hefi gert tillögur um að fjárhagurinn veröi á borð viö það sem hann var upphaflega. Þaö er aö vísu alltaf erfitt aö meta hve mikill fjöldi á að vera af fyrir- lestrum, tónleikum, hve bókasafn- iö á að vera stórt o.s.frv. En ein- hvern grundvöll veröur að hafa, sem takmarkast þó vitanlega af stærð hússins og starfsliöi. Þaö sem ég á við er aö það er áríöandi aö halda Norræna húsinu lifandi. Aö þar séu alltaf sýningar í gangi. Fólk á að geta gengið þar viö og vita aö þar sé sýning. Og þær eiga að vera aö hálfu íslenskar og aö hálfu norrænar. Þetta hefur engan veginn tekist vegna mikils flutn- Ann undirbýr 4ra mánaða Færeyja- kynningu sem lýkur meö Færeyjaferð og færeyskum dansi í vornóttinni hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.