Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Steinunn Róbertsdóttir, sem var fulltrúi íslands vió opnun feróasýningar- Fulltrúi íslands við opnun ferðasýningarinnar í Olympia Hall vakti mikla athygli. innar í London og Sylvía Briem, starfsstúlka í íslenska sýningarbásnum. Fjórdungsa ukning breskra ferðamanna á íslandi í ár íslenska sýningarfólkið, sem var í Bretlandi vegna íslandskynningar, sem þar var í gangi um sama leyti og sýningin opnaði, heimsótti íslenska sýningarbásinn. Talin frá vinstri: Anna Margrét Jónsdóttir, Svava Johansen, Guðmundur Hreiðarsson, Helga Möller og Brynja Nordquist. ALNÓÐLEG ferðasýning var haldin í Olympia Hall í London í byrjun desember og voru Flugleið- ir, íslenskir ferðaaðilar og íslensk ferðamálayfirvöld sameiginlega með bás á sýningunni. Þeir sem stóðu að básnum voru Flugleiðir, Ferðamálaráð, Ferðaskrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón- assonar, Land og Saga, Ferða- skrifstofa BSÍ og Bandalag ís- lenskra farfugla. Ógnar stærstu ferða- sýningu í heimi Sýning þessi er haldin árlega í London og hafa íslenskir ferða- aðilar verið með frá byrjun og þátttaka þeirra aldrei verið viða- meiri en núna. Nú er svo komið að sýning þessi í London er farin að ógna stærstu ferðasýningu í heimi, sem haldin er árlega í Vestur-Berlín, hvað snertir þátttakendafjölda og gæti hæg- lega orðið stærst með sama áframhaldi, samkvæmt upplýs- ingum Birgis Þorgilssonar, markaðsstjóra Ferðamálaráðs. Sýningin var opnuð 30. nóv- ember og stóð til sunnudagsins 4. desember. Fimmtudaginn 1. desember var efnt til opinberrar móttöku, þar sem komu 170 aðil- ar sem eiga samskipti við ísland á ferðamálasviðinu. Þess má geta að hljómsveitin Mezzoforte kom í móttökuna, en hún spilaði um þessar mundir i klúbbi Ron Scott í London. Þá komu einnig í móttökuna íslensk sýningarmód- el sem stödd voru i London vegna íslandskynningar á Bret- landseyjum. Mikil aukning á ferðamönnum frá Bretlandseyjum „Mikil aukning hefur orðið á ferðamönnum frá Bretlandi hingað til íslands, mest aukning sem orðið hefur á ferðamönnum frá Evrópulandi. Við erum von- goðir um að þessi aukning haldi áfram í kjölfarið á stöðugri markaðskynningu okkar, sem framkvæmd hefur verið f góðri samvinnu við skrifstofu Flug- leiða í London og við náum því takmarki að tala breskra ferða- manna nái og fari jafnvel yfir 10 þúsund á næsta ári,“ sagði Birgir Þorgilsson, hjá Ferðamálaráði. „Bretlandseyjar eru mikilvæg- ur markaður fyrir islenska ferðamannaþjónustu, enda stutt á milli og markaðurinn stór. Hingað sækja þeir í óspillta náttúru, friðsæld, hreina loftið og víðáttuna. Þetta eru alla vega þeir þættir sem við leggjum áherslu á í kynningu okkar á landinu,“ sagði Birgir ennfrem- ur. 24% aukning á árinu — Hvaða skýringar eru á þessari skyndilegu miklu aukn- ingu ferðamanna frá Bret- landseyjum. „Um er að ræða nálægt 24% aukningu, sem er mikil aukning á aðeins einu ári. Það má taka til nokkra þætti sem telja má lík- legt að hafi þarna áhrif á. Fyrir það fyrsta höfum við rekið öfl- ugri kynningarstarfsemi á breskum ferðamálamarkaði en áður og þó það sé ávallt erfitt að meta árangur af slíku kynn- ingarstarfi, þá má telja víst að það sé farið að bera árangur. Þá fór forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, í opinbera heimsókn til Englands og vakti hún þar mikla athygli, eins og heimsókn- ir hennar hafa undantekninga- laust gert. Breska sjónvarpið var hér einnig á ferðinni á árinu og tók myndir af landinu fyrir breskan ferðamálaþátt, sem sýndur er vikulega á einum besta sýningartíma í breska sjónvarpinu, BBC. Þátturinn tókst mjög vel og myndirnar voru mjög fallegar," sagði Birg- ir. Birgir sagði að ætlunin væri að íslendingar hefðu bás á þess- ari ferðasýningu í framtíðinni, eins og verið hefði. Eins yrði reynt að efla kynningu á íslandi á Bretlandseyjum, eins og kostur væri, enda um mikla hagsmuni að ræða. Börn í Borgarfirði tryggð frá 1970 í Morgunblaðinu á fimmtudag er sagt frá því að Kópavogsbær hafi tryggt skólabörn í bæjarfé- laginu á meðan þau séu í skóla og á leið í hann og úr. Það er jafnframt tekið fram að Kópa- vogur sé fyrsta bæjarfélagið sem þetta gerir. Davíð Péturs- son, fréttaritari Morgunblaðsins á Grund í Skorradal, hefur bent á að skólabörn í hreppum Borg- arfjarðar hafi verið tryggð á meðan þau séu utan heimilis vegna skóla, allt frá árinu 1970. Auk þess að tryggingin feli í sér dánar- og örorkubætur, eins og tryggingin sem Kópavogsbær hefur tekið, felur hún einnig í sér sjúkratryggingu allt að krónum 6 þúsund. Það eru Sam- vinnutryggingar sem tryggja skólabörnin í Borgarfirði, en Brunabótafélag íslands börnin í Kópavogi. Bókhaldsstofa BÓKHALD Guöfinns Magnússonar 0 Viö höfum yfirtekiö rekstur stofunnar. Veitum alhliöa reikningshalds- og skattþjónustu. Skattstoð s.f. Sigurður H. Pálsson Tjarnargótu 14,101 Reykjavik. James A. Wilde sími: 22870. viðskiptafræöingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.