Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 12

Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Afturkippur f loðdýraræktinni: Aðeins sótt um 18 ný bú ÞRÓUN loðdýraræktarinnar viró- ist ætla ad veröa nokkuð hægari í ár en verið hefur undanfarin ár. Nýlega auglýsti landbúnaðarráðu- neytið eftir umsóknum um loð- Skatta- framtöl borin í hús Um helgina var byrjað að bera skattframtöl í hús í Reykjavík og ættu framtölin að vera komin í hendur flestra við- takenda. Með skattframtalinu er einnig dreift fasteignaseðlum og leiðbeiningum frá Ríkis- skattstjóra um útfyllingu framtals. Frestur til að skila framtöl- um rennur út 10. febrúar hjá einstaklingum, 15. mars hjá einstaklingum með atvinnu- rekstur og 31. maí hjá lögaðil- um. Menn mega svo eiga von á að fá álagningarseðilinn síð- ast í júlímánuði. dýraleyfi. Aðeins bárust 30 um- sóknir sem er ekki nema lítill hluti þess fjölda sem sótt hefur um loðdýraleyfi undanfarin ár. Að þessu sinni sóttu aðeins 18 aðilar um stofnun nýrra loðdýra- búa á árinu 1984, en 12 sóttu um stækkun búa sinna, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Guðmundu Ögmundsdóttur, deild- arstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu. Um leyfi til að stofna ný refa- bú sóttu 12 aðilar og 10 aðilar um stækkun refabúa sem þeir eru með fyrir. 6 aðilar sóttu um leyfi til að stofna ný minkabú og 2 stóttu um stækkun minkabúa sinna. Að sögn Guðmundu er ekki í öllum tilvik- um sótt um ákveðinn fjölda dýra, en þar sem það er tilgreint er um mismunandi fjölda að ræða. Til dæmis væri fjöldi minka í um- sóknunum allt frá 60 og uppí 600. Auk refa- og minkabúanna var sótt um stofnun 8 ullarkanínubúa. Sérstök nefnd er starfandi á veg- um landbúnaðarráðuneytisins til að fjalla um umsóknir um loð- dýraleyfi. Formaður hennar er Haukur Jörundarson, fyrrverandi skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu en auk hans eru í nefndinni Ingi Tryggvason, for- maður Stéttarsambands bænda og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. Þannig var umhorfs í Vestmannaeyjahöfn um jól og áramót. Morgunblaðid/ Sigurgeir. Hægagangur yfír at- vinnulífínu í Eyjum Vestmannaevium. 23. ianúar. ^ Vestmannaeyjum, 23. janúar. HÁLFGERÐUR hægagangur hefur verið yfir atvinnulífinu hér, það sem af er janúar og vertíðin farið ákaf- lega rólega af stað. Til þess að gera fáir bátar eru byrjaðir á veiðum, en þeim fjölgar nú óðum. Afli hjá þeim netabátum, sem róið hafa, hefur ver- ið ákafiega misjafn, en línubátar hafa verið að kroppa. Samvinnubankinn í Keflavík mun frá og meö miövikudeginum 25. janúar n.k. auka þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar veröur einnig hægt aö opna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND Togararnir hafa verið að koma inn til löndunar úr fyrstu veiði- ferðum ársins. í dag er Breki að landa 215 lestum eftir 10 daga á veiðum og i síðustu viku lönduðu Bergey, 72 lestum, Klakkur 117 lestum og Sindri 97 lestum. Vonzkuveður gerði hér í gær. Þá kyngdi niður snjó og rauk upp með hvassviðri og skafrenningi. Var kófið slíkt, þegar mest gekk á, að ekki sá milli húsa. Fór vindhrað- inn upp í 12 vindstig um tíma. All- ar götur í bænum urðu ófærar, en félagar úr Björgunarfélaginu, Hjálparsveit skáta og lögreglan aðstoðuðu þá, sem þurftu að kom- ast til vinnu sinnar. Slík snjó- þyngsli og ófærð er harla óvenju- íegt hérna á suðrænum slóðum og hvimleitt öllum öðrum en börnun- um. Strax í gærmorgun var hafizt handa við að ryðja snjó af öllum helztu umferðargötum og í morg- un, þegar fólk hélt til vinnu, var sæmileg færð á öllum aðalgötum bæjarins. Herjólfur lagði af stað í gær í sína venjubundnu áætlunar- ferð til Þorlákshafnar, en snéri fljótlega við vegna veðurs og frétta um ófærð á fastalandinu. hkj. Útlit fyrir aukna sölu á dilkakjöti til Bandaríkjanna VIÐS ÞESSA dagana er á vegum Búvöru- deildar SÍS unnið að sölu á dilkakjöti til Bandaríkjanna. Að sögn Jóhanns Steinssonar, deildarstjóra í Búvöru- deildinni, standa nú yfir samningar við hugsanlega kaupendur ytra, en ekkert væri endanlega ákveðið ennþá. Á síðastliðnu ári voru seld um 30 tonn af dilkakjöti til Kinks-versl- anakeðjunnar. Kjötið var stykkjað og pakkað í krumpufilmu. Sagði Jó- hann að þau viðskipti hefðu gengið mjög vel og toppverð hefði fengist fyrir kjötið. Nú væri verið að semja við Kinks og fleiri aðila um sölu á talsvert meira magni en í fyrra. Verið er að hanna nýjar umbúðir utan um kjötið og ef af sölu verður fer fyrsta sendingin upp úr miðjum febrúar. Sagði Jóhann að kjötið yrði væntanlega stykkjað og því pakkað í Borgarnesi. Jóhann sagði að stykkjaða kjötið skilaði mun betra verði en þegar það væri selt í heilum skrokkum. Sagði hann að nú væri verið að hefja stykkjun á 75 tonnum af dilkakjöti fyrir Svíþjóð. Hér væri um að ræða endurtekningu á svipaðri sölu þang- að í fyrra. Fyrsti gámurinn færi þangað síðar í janúar en síðan tveir gámar hálfsmánaðarlega. Sagði Jó- hann að aðalerfiðleikarnir með sölu á stykkjaða kjötinu væru þeir að erfitt væri að koma slögunum í verð hér heima, en kaupendurnir ytra vildu ekki fá þau með. íbúðir aldraðra í Njarðvík: Lægsta tilboði í lokaáfanga tekið Keflavík Njarðvfk, 21. janúar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka lægsta tilboði í lokaáfanga við smiði sölu- íbúða aldraðra í Njarðvík. Það var frá Ingólfi Bárðársyni, rafverktaka, og hljóðaði upp á 5.089.501 kr., eða 83% af kostnaðaráætlun, sem var 6.169.435 krónur. Alls bárust sex tilboð, frá Húsa- gerðinni hf., 6.302.124 kr., sem er 102,20% miðað við kostnaðaráætl- un, Steinsmíði, 6.153,848 kr., sem er 99,7% af kostnaðaráætlun, Hús- byggingu hf., 5.419.130 krónur, sem er 87,8%, Ólafi Erlingssyni, 5.293,426, sem er 85,8%, Húsanesi hf., 5.137.618 kr. eða 83,3% og Ing- ólfi Bárðarsyni, kr. 5.089.501, eða 83% af kostnaðaráætlun. Eignaraðild Njarðvíkurbæjar í íbúðunum verður 20%. fbúðirnar eru við Vallarbraut 2 í Njarðvík. Vinna við lokaáfangann er þegar hafin og á að vera lokið fyrir 1. júní en þá verða íbúðirnar afhentar. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.