Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
61
Lentu í
rafmagns-
byl
Osló, 16. febrúar. AP. Frá frétUritara
Morgunblaósins, Jan Erik Lauré.
UNDARLEGT atvik henti fyrir
skömmu fjóra menn, sem höfðu
verið að fiska í gegnum ís við
Norður-Noreg. I>eir lentu í hagl-
éli, sem aðeins stóð stutta stund,
en uppgötvuðu síðan, að líkami
þeirra var orðin rafmagnaður frá
toppi til táar. Kinn mannanna
sagði, að það hefði í raun og veru
tekið að neista ofan á höfði sér.
Er hann tók af sér húfuna, stóð
hárið lóðrétt upp i loftið.
Það er álit veðurfræðinga, að
mennirnir hafi lent á spennu-
svæði, sem hafi verið nógu
rafmagnað til þess, að það yrði
þar útleiðsla og eldingar. Þeg-
ar stór haglkorn falla niður
með miklum hraða, hefur
hreyfingin sömu áhrif og raf-
magnshreyfill.
Vísnakvöld á
Hótel Borg
Á AÐALFUNDI Vísnavina þann 9.
febrúar sl. kom fram að 1700 manns
sóttu vísnakvöld félagsins á liðnu ári
í Þjóðleikhúskjallaranum. Var
ákveðið að gera þá Ása í Bæ og Ás-
geir Ingvarsson að heiðursfélögum
Vísnavina. Ennfremur var ákveðið
að lækka félagsgjöld, með tilliti til
lækkandi verðbólgu, en félagsmenn
fá afslátt á vísnakvöldin.
Starfsemi Vísnavina hefur nú
verið flutt úr Þjóðleikhúskjallar-
anum að Hótel Borg og verður
næsta vísnakvöld haldið þar þann
20. febrúar. Þá koma fram m.a.
þeir Sverrir Stormsker, Kristinn
Guðmundsson og atriði úr söng-
leiknum Rocky Horror verða flutt.
Úr fréttatilkynningu.
Hið íslenska
sjóréttarfélag:
Fræðslu-
fundur
HIÐ ÍSLENSKA Sjóréttarfélag
heldur fræðslufund nk. miðvikudag
kl. 17.00 í stofu 103 í Lögbergi.
Framsögumaður verður Hjálmar R.
Bárðarson og flytur hann erindi sem
nefnist „Alþjóðasiglingarmálastofn-
unin, IMO“.
Að loknu framsöguerindi verða
almennar umræður. Fundurinn er
opinn félagsmönnum, sem og öðr-
um áhugamönnum um sjórétt og
siglingarmálefni. (íl, frétUCilkynninpi.)
Teppi
Gæði í hverjum þræði.
Komið og skoðið hin
vinsælu BMK ullarteppi.
Afgreiðslutími:
2—3 vikur.
\ THE HEART I
\ OFAGOOD /
\ CARPET /
Teppaverzlun
Friðrik Bertelsen h.f.,
Síöumúla 23, R.
Sími: 86266.
í tilefni konudagsins
bjóðum við upp á nýjan,
stórkostlegan
sérréttamatseðil
Forréttir
Andapaté meö portvínssósu
Skötuselur og rækjur i Vermouth-hlaupi meö kryddjurtasósu.
Aöalrettir
Smokkfiskur í japanskri saké-sósu
Hreindýrasteik með týtuberjasósu
Eftirréttir
Vanilluterta meö valhnetukjörnum
eða
Rúsinuis