Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
A
íslandi hefur það lengst
af verið trú manna að draugar og aftur-
göngur birtist helst í myrkri skammdegis-
ins, þegar umhverfið skapar hið ákjósan-
legasta athafnasvið fyrir slíkar forynjur
og setur mönnunum stefnumörk, sem
liggja víðsfjarri venjulegum raunveru-
leika. Til eru þó frásagnir af draugum sem
brugðið hafa á leik á öðrum árstímum
enda viðurkennd sannindi, að í gamla
daga hafi fólkið í landinu ekki lifað nema
að hálfu leyti í hinum mennska hvers-
dagsheimi, hvort heldur var vetur, sumar,
vor eða haust. í strjálbýlinu og fásinninu
var ekki alltaf hægt um vik að greina á
milli hvort atburðir eða voðaverk voru
unnin af mönnum eða draugum, eins og
fram kemur í frásögn þeirri sem hér fer á
eftir.
Hver skrattinn
fór heim túnið?
Frá dularfullu andláti séra Þórðar á Grenjaðarstað
Seinni hluta sumars, árið 1741,
bárust þau tíðindi norðan frá
Grenjaðarstað, að sðknarprestur-
inn þar, séra Þórður Guðmunds-
son, hafi fundist limlestur undir
rúmi sínu í svefnhúsi á prestssetr-
inu. Lausafregnir hermdu einnig
að vera ein, afskræmilega búin,
hafi komið að Grenjaðarstað, er
fólk var ekki annað heima á staðn-
um en prestshjónin og unglings-
piltur. Hafi þessi óboðni gestur
fundið prest við bæjardyr, elt
hann í svefnhúsið undir baðstof-
unni og rekið hurðina í lás á eftir
sér. Er hann var á brottu hafi
prestur fundist dauður með þeim
hætti er áður er lýst. Nokkru eftir
jarðarför séra Þórðar berast enn
váleg tíðindi frá Grenjaðarstað, er
ráðsmaður prests finnst látinn í
rúmi sínu, og mun lát hans hafa
borið að með dularfullum hætti.
Oft hefur orðið vart aðsóknar af
minna tilefni í myrkfælnu fásinni
íslenskra sveita og brátt kvisaðist
út sá orðrómur, að draugur hefði
valdið dauða prests og ráðsmanns
hans, og hefðu óvildarmenn séra
Þórðar sent hann. En hverfum um
stund aftur í tímann og kynnumst
nánar sögusviðinu og þeim er
helst koma við sögu þessa.
Lærður klerkur
Heimilisfólkið að Grenjaðarstað
hefur lokið kvöldverði og húsbónd-
inn gengur til svefnstofu sinnar,
sem liggur inn af göngunum, und-
ir baðstofunni. Við gluggann er
óheflað borð og þar sest klerkur
við skriftir. Hann er maður smár
vexti, en af fasi hans leynir sér
ekki, að þar fer skapbráður maður
enda stendur sóknarbörnum hans
nokkur ógn af honum. En séra
Þórður Guðmundsson hefur um
annað að hugsa þessa stundina en
deilur og illindi við sveitunga sína.
Biskupsembættið á Hólum hefur
losnað við lát Steins biskups
Jónssonar og hverjum ætti svo
sem að standa það embætti nær
en honum, Grenjaðarstaðarprest-
inum, sem var lærðastur allra
preláta er til greina komu og auk
þess á besta aldri, aðeins 37 ára
gamall. Séra Þórður hefur því
ákveðið að leita hófanna um að sér
verði veitt embættið og skrifar
bréf til helstu embættismanna
landsins um meðmæli sér til
handa. Við þessa iðju situr klerkur
fram á nótt og er hann tekur á sig
náðir er allt heimilisfólk í fasta-
svefni.
Því verður ekki mótmælt, að
séra Þórður var einn lærðasti
maður sinnar samtíðar og svo töm
var honum latnesk tunga að hann
mælti á hana eins og móðurmál
sitt. Séra Þórður var kominn af
þekktri gáfumannaætt í marga
ættliði, sonur séra Guðmundar
Vernharðssonar í Selárdal og
konu hans Margrétar Arngríms-
dóttur Jónssonar á ökrum og Sæl-
ingsdalstungu, Arngrímssonar
Vídalín, hins lærða, á Melstað.
Bróðir séra Þórðar var séra Þor-
lákur í Selárdal, faðir þjóðskálds-
ins, séra Jóns á Bægisá.
Séra Þórður var fæddur á Suð-
ureyri við Tálknafjörð árið 1703.
Hann stundaði nám í Skálholts-
skóla og útskrifaðist þaðan 1724.
Tveim árum síðar sigldi hann til
Kaupmannahafnar og tók þar
embættispróf í guðfræði árið 1728,
um leið og Finnur biskup Jónsson,
og fengu báðir „laudabilis", eða
fyrstu einkunn. Margir norskir og
danskir piltar gengu þá einnig
undir próf í þetta skipti, en enginn
fékk svo háa einkunn, nema þeir
landar Þórður og Finnur. Einn
lærðasti og mest metni kennari
við Hafnarháskóla á þeim tíma,
prófessor Steenbuch, er sagður
hafa mælt til þeirra félaga á latn-
esku að prófi loknu: „Alltaf eru þið
íslendingarir hlutskarpari en vor-
ir landar.“
Náin og kær vinátta var alla tíð
milli séra Þórðar og dr. Finns
biskups, sem þá var enn prestur í
Reykholti, frá því að þeir höfðu
verið félagar á Hafnarárunum og
tekið prófið saman. Þegar dr.
Finnur skrifaði síðar hina miklu
kirkjusögu sína sendi hann séra
Þórði fyrsta handritið til yfir-
lestrar og bað hann að segja sér
hvernig honum litist á það og sýn-
ir þetta hversu mikið traust dr.
Finnur bar til þessa vinar síns.
Þegar séra Þórður endursendi dr.
Finni handritið, skrifaði hann um-
sögn sína með verkinu með einni
setningu: „Það er ekki von á því
betra af þér“, og var þetta auðvit-
að hið mesta hól sem séra Þórður
gat borið á vin sinn.
Séra Þórður kom út frá Kaup-
mannahöfn vorið 1730, en vígðist
ekki fyrr en tveimur árum síðar
kapelán til séra Hjalta prófasts
Þorsteinssonar í Vatnsfirði, og
kvæntist þá Halldóru dóttur hans.
Séra Þórður var tvö ár kapelán
tengdaföður síns, en þá losnaði
Grenjaðarstaðarsókn við lát séra
Magnúsar Markússonar. Grenjað-
arstaður var keppikefli allra guð-
fræðinga og presta fyrr á öldum,
og eitt af þeim sex brauðum hér á
landi, sem hans hátign Danakon-
ungur veitti sjálfur, og aldrei var
veitt nema lærðustu mönnum og
hefðar prelátum. Auk séra Þórðar
sóttu 10 eða 11 aðrir um staðinn,
en konungur lét séra Þórð, hinn
gáfaða og lærða kapelán í Vatns-
firði, ganga fyrir öllum og veitti
honum brauðið. Það var í desem-
ber 1734 og flutti séra Þórður
ásamt konu sinni Halldóru þangað
austur vorið eftir.
Deilur og illindi
Nú skyldi maður ætla, að slíkum
lærdóms- og gáfumanni sem séra
Þórði Guðmundssyni væri í lófa
lagið að verða sér úti um skapleg
meðmæli frá embættismönnum,
en sú varð ekki raunin. Meðmælin
fékk hann ýmist engin eða ill.
Ævisögur íslenskra presta frá
fyrri öldum geyma þess mörg
dæmi að þeim hefur veist erfitt að
halda kjóli og kalli. Oftast varð
það „fleinninn í holdinu", sem Páll
postuli kallaði svo: hórdómur og
hjúskaparbrot. Hitt var miklu
fágætara, að klerkar væru dregnir
úr hempunni fyrir óeirðar sakir,
sveitarkrits eða óvinsælda við
sóknarbörnin. Séra Þórður Guð-
mundsson á Grenjaðarstað týndi
að vísu aldrei hempu sinni fyrir
þessar sakir, en á meðan hann var
lífs og raunar einnig að honum
látnum vorú bornar á hann ákær-
ur af ýmsu tagi. Séra Þórður mun
ekki hafa þótt friðsamur maður í
sóknum sínum og átti hann í ill-
indum og útistöðum við fjölmarga
sveitunga sína. Þá má einnig ráða
af frásögnum, að hold séra Þórðar
hafi ekki með öllu verið laust við
fleininn.
Eitt sinn var séra Þórður stadd-
ur í samkvæmi og bar þá svo til,
að einn kunningi hans bað mann
að kveikja fyrir sig í tóbakspípu.
Þegar hann hafði gert það og rétti
manninum pípuna aftur, sagði
séra Þórður við þann sem við tók:
„Það er mikið að þú skulir geta
tekið við pípunni fram úr þjófn-
um.“ — En þá svaraði sá, sem í
pípunni kveikti: „Ekki er betra að
taka við henni fram úr hórkarlin-
um.“ Prestur þykktist við og
skildu þeir i styttingi.
Mikill þústur var milli þeirra
klerka, séra Þorleifs Skaftasonar í
Múla og séra Þórðar, en séra Þor-
leifur fór hraklegum orðum um
séra Þórð sem biskupsefni og
Grenjaðarstaðarklerkurinn svar-
aði með því að flimta miður góð-
gjarnlega um barneign Jórunnar,
prestsdóttur í Múla. Þá var uppi
kvittur um, að séra Þórður færi
illa með konu sína og m.a. gekk sá
orðrómur um sveitina, að hann
hafi eitt sinn verið farinn að
draga saman eldivið í köst og hót-
að að brenna þar konu sína á báli.
Sakaður var hann og um að
hneigjast til Kalvínstrúar og þótti
það síst vera biskupsefninu til
framdráttar. Til er lýsing á séra
Þórði, svohljóðandi: „Hann var lít-
ill vexti, vel gáfaður og vel lærður,
— harðsinna, fálátur og óþýður
oftast, — gjörðist stórbrotinn og
drykkjugjarn á seinni árum og var
lítt vinsæll af sóknarfólki sínu, —
þótti og stundum óþarflega fram-
hleypinn."
Það fær þvf ekki dulist, að í
lunderni séra Þórðar Guðmunds-
sonar hefur gætt nokkurs geðofsa
og óeirðar í sálinni og er það ef-
laust geðbrestum hans að kenna,
harðsinni hans og erfiðu lundar-
fari, og ef til vill einnig vegna
drykkjuskapar, að honum var ekki
veitt biskupsembættið á Hólum
árið 1740.
Grái drjólinn
kemur í heimsókn
Dökk óveðursskýin hrönnuðust
upp yfir Grenjaðarstað óg var
þess nú skammt að bíða að til tíð-
inda drægi, enda hafði séra Þórð-
ur safnað glóðum elds að höfði sér
með illindum sínum og þjösnaskap
við aðra menn. Sama haustið og
séra Þórður sótti um biskupstign-
ina á Hólum reið hann í Græna-
vatnssauðarétt og komst þar í ill-
deilu við bónda einn harðan og
óvæginn, og skildu þeir með illind-
um og höfðu í hótunum hvor við
annan. Um svipað leyti lenti
klerkur einnig í deilum og þrasi
við einn nágranna sinn, en séra
Þórður hafði þann mann grunað-
an um það „ódæði“, að hafa getið
barn með systur hans, sem var á
vist með honum á Grenjaðarstað.
Þessir tveir menn þóttust því eiga
harma að hefna á presti og voru
óspart nefndir í sambandi við
hinn glæpsamlega verknað, er
séra Þórður var myrtur sumarið
eftir og nú skal vikið að.
Það var dag einn á engjaslætti
sumarið 1741, að hjú séra Þórðar
voru að venju við heyskap á engj-
um, en prestur, kona hans og börn
voru heima og auk þeirra stálpað-
ur léttadrengur. Þegar leið á dag-
inn fór drengurinn að berja fisk
fram á steini, í dimmu skoti í bæj-
argöngunum. Skömmu síðar gekk
prestur fram hjá honum til dyra,
en áður en hann komst alla leið út,
kom hann aftur hlaupandi inn
göngin, sneri að svefnhýsi sínu og
hvarf þar inn. Á eftir honum hljóp
„dólgur nokkur digur, grár og loð-
inn sem sauðargæra", en um leið
og hann skaust fram hjá drengn-
um, fann hann af honum „illan
þef“, eins og drengurinn bar við
siðar, en ekki kvaðst hann hafa
séð sköpulag á honum svo lýst
yrði, enda varð piltur allhræddur
við sjón þessa.
Þessi „dólgur", sem svo var ka.ll-
aður í samtíma frásögnum, komst
að svefnherbergisdyrunum áður
en presti tækist að loka á eftir sér,
ruddist inn á eftir presti og læsti á
eftir sér. Svefnhýsi prests var
undir baðstofuloftinu, en madama
Halldóra sat uppi á loftinu og var
að sauma. Hún heyrði nú ógurleg
hljóð og vein til prestsins niðri í
herberginu og spratt á fætur,
hljóp í ofboði ofan og að svefn-
HÁR-
VER sf.
Hárgreiðslu-
stofan.
Barónsstíg 18B.
Símí 20066.
Hestamannafélagið
Gustur:
Fræðslu-
fundur
Hestamannafélagið Gustur heldur
fræðslufund í Félagsheimili Kópa-
vogs nk. mánudag kl. 20.30.
A fundinum ræðir Páll Agnar
Pálsson, yfirdýralæknir, um
krankleika í hrossum í tengslum
við fóðurgjöf og aðra vetrarmeð-
ferð. Jón Sigurðsson, hrossabóndi
í Skollagróf, flytur síðan erindi
sitt sem hann nefnir „Spáð í von-
ina“. Að því loknu verða fyrir-
spurnir og umræður.
Málverkauppboð
veröur aö Hótel Sögu mánudaginn
5. mars nk. kl. 20.30. Myndirnar
veröa til sýnis sunnudag 4. mars í
Breiðfirðingabúð v. Skólavöröu-
stíg 6, frá kl. 14—18 og aö Hótel
Sögu mánudaginn 5. mars frá kl.
13—18.
V